Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 12
0
c
SHAM . f JJUOAOUMMIJ8 QIÖAi.IHV1IJOHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1992
i KOSTNAÐ
TILFINNINGANNA
eftir Súsönnu Svovorsdóttur
„MEÐVIRKNI" er eitt af nýyrðunum í tungumáli okkar og
langt frá því að það hafi skipað sér fastan sess. Fólk horfir á
mann í forundran og spyr: Hvað er það? Það eru vissulega til
ýmsar skilgreiningar á hugtakinu, en sú sem mér finnst kom-
ast næst því að skýra það er: „Meðvirkur er sá einstaklingur
sem hefur látið hegðun annars einstaklings hafa truflandi áhrif
á sig, og er upptekinn af því að stjórna hegðun annarra.“
Meðvirkir eru mjög oft í tilfinningasambandi við alkóhólista,
eituriyfjaneytendur og fólk sem ekki getur séð um sig sjálft.
Þannig getur hinn meðvirki einstaklingur látið hjá líða að
horfast í augu við sína eigin angist, sinn eigin ótta, kvíða, gleði-
lausa líf og takmarkanir.
tefán Jóhannsson er íslendingur
sem rekur meðferðarstöð á Flórída
í Bandaríkjunum. Hann hefur kom-
ið hingað til lands nokkuð reglu-
lega þau ár sem stöð hans hefur
starfað, flutt fyrirlestra og haldið
námskeið. Stefán stofnaði með-
ferðarstöð sína, Comerstone, sjálf-
ur og er þar boðið upp á meðferð
fyrir það sem kallast mætti „fíkna
persónuleika".
Fíkinn persónuleiki er alltaf háð-
ur einhveiju eða einhveijum utan
við sjálfan sig og fíknin hefur fjöl-
margar birtingarmyndir, til dæmis
áfengisfíkn, eiturlyfjafíkn, ofáts-
fíkn, sveltifíkn, eyðslufíkn, spila-
fíkn, vinnufíkn, kynlífsfíkn, o.s.frv.
I rauninni eru allar þessar birt-
ingarmyndir af sama toga. Innra
með einstaklingnum er tóm, hon-
um fínnst hann einskis virði, jafn-
vel ekkert gott eiga skilið. Hann
kann ekki að setja mörk og leyfír
fólki að vaða yfír sig - og veður
yfír annað fólk, hvort tveggja með
slæmum árangri. Hann er yfírleitt
einmana, fínnst hann einangraður,
er hræddur og á erfítt með að tjá
sig á eðlilegan hátt, lýsa yfir vilja
sínum og fylgja þeirri yfirlýsingu
eftir. Hann velur sér einhveija leið
til að „gleðja sig“, til dæmis með
því að fá sér í glas, eða pípu, fá
sér að borða, kaupa sér fallegan
hlut eða lenda á sjens. Hann nær
sér í stundarfró - og þegar hún
er liðin hjá verður hvunndagurinn
aftur grár og tómleikinn samur,
auk þess sem samviskubitið nagar.
Stefán var hér á ferð með nám-
skeið ekki alls fyrir löngu og fékk
ég hann til að segja okkur nánar
frá vinnu sinni, tilgangi og mark-
miðum.
„Ég stofnaði Comerstone-stöð-
ina fyrir átta árum,“ segir Stefán.
„Fyrst til að byija með vorum við
aðeins með meðferðarprógrömm
fyrir alkóhólista og aðstandendur
þeirra, en nú orðið gerum við miklu
meira. Auk þess sem við erum með
prógrömm fyrir þá sem haldnir eru
einhverri fíkn, bjóðum við upp á
meðferð fyrir hjón sem ekki era
háð neinum efnum, eins og alkoh-
óli eða eiturlyfjum. Það er nefni-
lega heiimikið um það að hjón eigi
í erfíðleikum, án þess að efni komi
til. Það er ýmislegt annað en fíkn
sem getur hamlað réttum þroska
einstaklinga, eða haft afgerandi
áhrif á uppeldi hans. Ég get tekið
sem dæmi, að þegar einhver á
heimilinu á við geðveiki að stríða,
þá hefur það mikil áhrif á allt fjöl-
skyldumunstrið; fjölskyldan mót-
ast af því. Það sama má segja um
heimili þar sem einn fjölskyldu-
meðlimur er lamaður. I rauninni
snýst allt heimilislífíð um það eða
gengur út frá því. Aðrir meðlimir
fjölskyldunnar verða meira eins og
-------------------------------------------------------------------
Stefán Jóhannsson
RÆTT VI0 STEFAN JOHANNSSON,
STJÓRNARFORMANN CORNERSTONE
MEÐFER0ARSTÖÐVARINNAR, UM ME0VIRKNI
OG FÍKNA PERSÓNULEIKA
aukapersónur og alast upp við það
að þeir skipti ekki megin máli.
Þessir einstaklingar geta lent í
erfíðleikum í nánum tilfínninga-
samböndum seinna. Meðferðin hjá
okkur miðar að því að þetta fólk
og annað sem til okkar kemur, fái
nýtt sjónarhorn á sjálft sig og
aðra.“
Hvemig er meðferðin hjá ykkur
byggð upp?
„Við byggjum kerfið á tólf spora
kerfí AA-samtakanna og eram
með praktíska útfærslu á því. Nú
orðið eram við meira með einstakl-
ingsmeðferð en hópmeðferð, þann-
ig að við byijum á því að fínna
út markmið hvers einstaklings með
því að koma til okkar og síðan
reynum við að fínna út leiðir fyrir
hann til að komast þangað."
Elskar hann mig?
Þú talar um leiðir og sjónar-
hom. Hvaða leið er hægt að fara
að nýju sjónarhomi?
„Ef við tökum það sem við köll-
um „kynfíkil", til dæmis, þá era
það einstaklingar sem nota kynlíf
til að fá ástúð og geta ekki greint
á milli kynlífs og ástar. Þegar þess-
ir einstaklingar hitta einhvern sem
þeir sofa hjá, eða vilja kynnast er
fyrsta spurningin alltaf „elskar
hann mig?“ Það sem þessi mann-
eskja er að segja í raun og veru
er „er ég nógu góð til að þessi,
eða einhver, einstaklingur elski
mig“. Og yfirleitt leita þessar
manneskjur í einstaklinga sem
ekki geta elskað. Þar með stað-
festa þær þá reynslu sína að þær
séu ekki ástar virði og að enginn
geti í raun og vera elskað þær.
Markmið þessarar manneskju er
að verða ástarinnar verðug. Til
þess þarf hún að breyta því sjónar-
horni að hún sé það ekki. Leiðin
sem við förum er að kenna henni
að spyija: „Hæfír þessi einstakl-
ingur mér? Get ég elskað hann?“
Við kennum þessari manneskju að
sá sem hentar henni í augnablik-
inu, hentar henni kannski ekki
andlega.
Síðan er það manneskjan sem
er meðvirk. Hún er alltaf að leita
að einstaklingum til að lifa fyrir,
eða bjarga. Grandvallarhugsun
hennar er: „Ég hef meiri trú á þér
en mér,“ og alkóhólistinn hefur
meiri trú á alkóhólinu en fjölskyldu
sinni.
Við reynum að kenna fólki að
biðja um það sem það vantar, í
stað þess að biðja um það sem það
langar í þótt það viti að það getur
valdið því sársauka. Við segjum
oft við fólk: „Varaðu þig á óskum
þínum, þær gætu ræst,“ og< reyn-
um að kenna fólki að biðja um það
sem það hefur þörf fyrir.“
Var það draumur þinn?
En nú er okkur kennt það í
uppeldi, bæði á heimilum og í sam-
félaginu, að maður megi ekki vera
sjálfselskur og að maður eigi að
láta þarfir fjölskyldunnar ganga
fyrir. Mér heyrist þú vera að segja
að einmitt þannig sé meðvirkur
einstaklingur. Er þá eitthvað að
því að véra meðvirkur?
„Það er ekkert að því, ef þér
Iíður vel með það. Var það draum-
ur þinn, þegar þú varst að vaxa
úr grasi, að þínar þarfír myndu
alla tíð víkja fyrir þörfum annarra?
Gleymdirðu nokkuð að setja orðið
þjónn, eða vinnukona, aftan við
nafnið þitt í símaskránni vegna
þess að það var það sem þig lang-
aði til að verða? Ef þetta var
draumur þinn og ef hann hefur
ræst, þá er ekkert að því að vera
meðvirkur.
Það er ægilega sárt að vera
meðvirkur einstaklingur, vegna
þess að sá sem er meðvirkur á
mjög auðvelt með að þykja vænt
um aðra; vænna um aðra en sjálf-
an sig. Þeir fá örsjaldan umbun
fyrir erfiðið og hafa litla reynslu
af því að öðrum þyki vænt um þá.
En það er með manneskjuna eins
og rafhlöðu. Ef hún er ekki hlaðin,
brennur hún út. Það er ekki gef-
andi hlutverk.
Ragfhlaðan er er ekki hamingju-
söm að ræsa bílinn ef hann er raf-
magnslaus. Það er ekki hægt og
þá getur þessi meðvirki einstakl-
ingur’ekkert gefið lengur. Hann
upplifir þá hræðilegu tilfinningu
að nú sé ekkert eftir; ekkert til
að lifa fyrir. Oft er fólk komið á
þetta stig þegar það leitar til okk-
ar.
Við spyijum: „Hvemig hleður
maður rafhlöðuna og hvernig för-
um við að því að ná í kraft þegar
ekkert er eftir?“
Sá sem er búinn að gefast upp
á því að vera meðvirkur, er oftast
orðinn kúguppgefinn á hlutverkinu
og samskipti hans við aðra mark-
ast af ásökunum. Hann segir við,
til dæmis alkóhólistann sinn: „Ég
bauð þér að ganga yfír mig á skít-
ugum skónum og er mjög, mjög
helsár og ég mundi öragglega
bjóða þér að gera það aftur. Af
því ég kann ekkert annað. Með-
virkur einstaklingur étur sjálfan
sig nefnilega upp innan frá og
eyðir sér smátt og smátt. Að geta
ekkert gefið, er líf til einskis sam-
kvæmt honum.
Því miður era konur mjög veikar
fyrir þessu hlutverki. Þeim er frek-
ar gjamt að vilja ganga í augun á
kærustum sínum eða eiginmönnum
og meira en það, þær vilja vera
nákvæmlega eins og þær halda að
herrarnir vilji hafa þær. Ef eigin-
maður, eða kærasti, meðvirkrar
konu segir: „Þú ert of feit,“ er
henni hætt á að taka það svo alvar-
lega að hún endar í anorexíu
(sveltifíkn)."