Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 29
' M'örguSjbláðið VELVAKÁhn» ; ^ . 4;TSáS5^W2
%
Um raunverulegan sparnað
í heilbrigðisþj ónustunni
frá Hallgrími Þ. Magnússyni:
HEILBRIGÐISMÁLARÁÐ-
HERRA hefur látið þau orð falla
að heilbrigðiskerfið sé hvergi dýr-
ara en hér á landi. Þetta segir
hann er hann kynnir sín sjónarmið
í sambandi við sparnað í heilbrigði-
skerfi okkar og hvernig hann
hyggst ná honum með niðurskurði
á opinberu fé.
Svona setningar segja mér, að
heilsufar landans hljóti að vera
með því allra lélegasta sem um
getur í hinum vestræna, siðmennt-
aða heimi. Því eins og segir í hinni
helgu bók þurfa heilbrigðir ekki
læknis við heldur eingöngu þeir
sem sjúkir eru. En við játum jú
ennþá kristna trú.
Til þess að við getum náð fram
raunverulegum sparnaði í heil-
brigðisþjónustunni verðum við ein-
staklingar þjóðfélagsins að fara
að gera okkur það ljóst að við
uppskerum með lífi okkar eins og
við sáum. Eins og Davíð Stefáns-
son frá Fagraskógi hefur sagt:
„Láttu þér fátt um flos og sessur
og fágaða skápa og borð. Sífellt
dekur við dauða hluti er dulbúið
sálarmorð.“
En með því að borða dauðan
mat uppskerum við eins. Einnig
má segja að þeir sem vanrækja
líkama sinn séu jafn sekir og
sjálfsmorðingjar. Eitt lítið dæmi í
þessu sambandi; eitt af grundvall-
arstörfum líkamans er að losa sig
við koltvísýring, Co2, sem verður
til við efnaskipti í Iíkamanum og
er úrgangsefni. En við mannfólkið
erum þó ekki gáfaðri en svo að
við neytum þessa efnis með því
að drekka gosdrykki. Það getur
varla verið gáfulegt að bijóta
svona eitt af grundvallaratriðum
líkamsstarfseminnar.
Við verðum að fara að haga
okkur í samræmi við trú okkar.
Við erum ljós heimsins, borg sem
á ijalli stendur fær ekki dulist,
ekki kveikja menn ljós og setja
undir mæliker heldur á ljósastiku
og þá lýsir það öllum í húsinu.
Við sem búum á þessari jörð
verðum að fara að viðurkenna að
þetta ljós er í okkur og við verðum
að fara að rækta þetta ljós til
þess að við náum að viðhalda lífi
okkar, en ekki, eins og við gerum
í dag, að setja stöðugt fleiri
skerma yfir þetta ljós svo það nái
engan veginn að skína í okkur.
Nútíma vísindi neíta einmitt enn
þann dag í dag að viðurkenna til-
vist þessa ljóss í manninum og við
sjáum hinar hörmulegu afleiðingar
sem þessi afneitun hefur haft í
gegnum aldirnar þar sem eru sjúk-
dómar í okkur mönnunum, dýrun-
um umhverfis okkur og öllum
gróðri jarðar, sem er hopandi. Og
annað grundvallaratriði hvað
snertir líf okkar og einnig kemur
fram í fjallræðu Jesú Krists er:
Þér eruð salt jarðar, ef saltið dofn-
ar, með hveiju á þá að selta það,
það er til einskis nýtt menn fleygja
því og troða undir fótum. En ein-
mitt flest allir nútíma lifnaðar-
hættir okkar hvetja á einn eða
annan hátt að því að gera okkur
súrari og þegar við mennirnir
erum orðnir súrari þá verður um-
hverfíð einnig súrara. Og svona
gengur það koll af kolli þangað
til ekkert líf er eftir hér á jörð-
inni, því ekkert líf þrífst í súru
umhverfi.
En ef við tökum þessi tvö atriði
til greina í lífi okkar, náum við
að lifa heilbrigðu lífi og einnig
verður umhverfi okkar heilbrigt
og sparnaður í heilbrigðiskerfínu
verður gífurlegur. Ljósið fer þá
að lýsa meðal þjóðarinnar og þann-
ig komumst við upp úr því svart-
nætti, sem þjóðin er í nú.
HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON
læknir
Hrólfsskálavör 9 Seltjamarnesi
Alvarleg tíðindi
frá Jóhannesi R. Snorrasyni:
ENN EINU sinni hefír EES-samn-
ingurinn verið sendur til baka til
hagræðingar fyrir EB og EB-dóm-
stólinn. EFTA-ríkin hafa látið und-
an síga jafnt og þétt. Fyrri útgáf-
ur þessa samnings gerðu ráð fyrir
að EB-dómsúrskurðir væru leið-
beinandi, en nú eru þeir í nýrri
útgáfu hans, orðnir bindandi.
Þetta gæti verið ásættanlegt fyrir
þær þjóðir sem hafa ákveðið að
gerast aðilar að EB, en fyrir okk-
ur að samþykkja, væri það feigðar-
spor.
EB hefir þvingað íslendinga til
þess að opna þeim fískveiðisögu
okkar á nýjan leik. Hér vilja þeir
fá 3.000 tonn af nytjafiski, og séu
þeir ekki ánægðir með veiðisvæð-
in, krefjast þeir að mega færa sig
á önnur mið. Þetta hafa stjómvöld
hér samþykkt. Ofaná allt saman,
þá á að endurskoða samning þenn-
an eftir tvö ár. Efast nokkur um
hver muni hafa þumalskrúfu í
vasanum við það samningaborð?
Meðan íslendingar hafa ekki nóg
verkefni fyrir eigin flota og afli
hefir dregist verulega saman, þá
eru þessar veiðiheimildir til EB-
flotans mjög alvarleg mistök og
ættu sjómannasamtökin á Islandi
að láta málið til sín taka.
í Morgunblaðsleiðara þann 16.
júní 1991 segir m.a., þar sem
rætt er um fiskveiðistefnu EB:
„Reynsla bæði íra og Kanada-
manna bendir til þess, að fískiskip
frá Evrópubandalaginu fari sínu
fram, hvað sem öllum samningum
líður, ef þau á annað borð komast
að fiskimiðum, ómögulegt sé að
hafa eftirlit með þeim, hvað þá
að koma lögum yfír þau.“ Og enn-
fremur: „Irskir sjómenn líkja
framferði Spánveijanna við ógnir
hryðjuverkamanna. Afleiðingin af
þessu er sú, að írsku sjómennirnir
eru hræddir við að sigla nærri
spænsku skipunum, sem þýðir, að
Spánveijunum er að takast að
reka þá í burtu af eigin fiskimið-
um.“ Hvernig líst nú Islendingum
á að vera búnir að samþykkja og
hleypa þessum mönnum til veiða
hér? í leiðara Morgunblaðsins
þann 13. október 1991, segir m.a.
„þátttaka í evrópsku efnahags-
svæði ræður engum úrslitum um
afkomu okkar Islendinga. Við
komumst af án þess“. Enginn vafi
er á því, að mikill meirihluti lands-
manna er sömu skoðunar. Aðild
að EES er nokkurskonar aukaað-
ild að EB, í því felast svo alvarleg-
ar skuldbindingar að samfélag
okkar verður ekki „okkar þjóðfé-
lag“ lengur, það verður rekið sem
hjáleiga frá Brussel, við þurfum
m.a. að lúta EB-lögum, og úr-
skurðum hins erlenda og einlita
dómstóls. Við kreíjumst þess að
íslendingar fái að greiða atkvæði
um örlög samfélags okkar, greiða
atkvæði um það, hvort við viljum
vera fullvalda þjóð á komandi tím-
um, eða vera fjarstýrt frá meginl-
andinu, eins og forðum.
JÓHANNES R. SNORRASON,
Helgalandi 6, Mosfellsbæ.
VELVAKANDI
BILLYKLAR
ÞRÍR bíllyklar á kippu fundust
fyrir um það bil mánuði á plan-
inu við Mjódd, við Metró. Upplýs-
ingar gefur Gunnhildur í vinnu-
síma 696435 eða heimasíma
46543.
FORDÓMAR
Björg Finnsdóttir:
ÉG VAR að lesa í sænskri bók,
Hugsaðu um heilsuna, eftir Ulf
Niklausson. Örnólfur Thorlacius
þýddi bókina en hún kom út
1985. í bókinni segir um alkóhól-
isma á þessa leið: „Vanþroski
og sjálfseftirlæti eru mikilsráð-
andi ástæður."
Það kom illa við mig að sjá
svona fordóma í bók sem ætlað
er að uppfræða almenning. Er
vanþekking á alkóhólisma virki-
lega svona mikil þrátt fyrir kynn-
ingarstarf ágætra manna um
þennan sjúkdóm undanfarinn
áratug og reyndar lengur? Er
það ekki ábyrgðarhluti að gefa
út bók með svona villandi upplýs-
ingum sem þar að auki byggja á
fordómum?
SKÍÐI
UNGLINGASKÍÐI af tegundinni
Kastle voru tekin í misgripum í
Bláfjöllum helgina 23. til 24.
febrúar og önnur lakari skilin
eftir. Eigandi skíðanna er vin-
samlegast beðinn að hringja í
síma 22101.
PAFAGAUKUR
GULUR páfagaukur fór frá
Kleifarseli 33 sunnudaginn 23.
febrúar. Vinsamlegast hringið í
Ólaf í síma 75558 ef páfagaukur-
inn hefur einhvers staðar komið
fram.
SKÓR
STAKUR kuldaskór var skilinn
eftir í söluturni við Rauðarárstíg.
Upplýsingar í síma 16040.
PENNAVESKI
PENNAVESKI fannst fyrir
skömmu. Upplýsingar í síma
18796.
Hinn þekkti húðfrœðingur,
MICHELLE AMBERNI
kynnir og veitir persónulega róðgjöf
varðandi notkun ó nýju áhrifaríku
kremlínunni RM2 frá STENDHAL.
Þriðjudaginn 3. mars kl. 10—13 30.
Snyrtivöruverslunin GULLBRÁ,
Nóatúni 17 • Reykjavík.
íal i Stendhalfrœðingurveitirförðunarráðgjöf,
01 'CW (JI I Cl 1 lOi með litalínunni frá STENDHAL
MARKVISSARI '
ÁKVÖRÐUNARTAKA
Námskeið þar sem kennd er leið til markvissari ákvörð-
unartöku. Skoðaðir verða helstu þættir ákvörðunarferl-
isins, þ.e. frumákvörðun, afmörkun vandamáls, upplýs-
ingaöflun, komist að niðurstöðu og lært af reynslunni.
Námskeiðið er ætlað öllum, sem vilja víkka sjóndeildar-
hringinn og taka betur grundaðar ákvarðanir, jafnt ein-
staklingar sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana.
Námskeiðið er í umsjá Marinós G. Njálssonar,
ákvörðunarfræðings.
Tími: 9., 1B„ 1B. ag 17. mars kl. 9.30-12.30 í hvert sinn I
og kvöldnámskeið sömu daga kl. 20.30-23.00.
Upplýsingar og innritun í síma 612026 eftir kl. 14.00
í dag og næstu daga, líka á kvöldin.
(Símsvari á öðrum tímum).
Betri ákvörðun,
^ ráðgjafaþjónusta Marinós G. Njálssonar.
Marinó G. Njálsson,
ákvörðunarfræðingur
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ
hjá Jarlinum
sunnudag
Safaríkar nautagrillsteikur
m/meðlæti og eftirrétti samkvæmt vali
kr. 790,-
BESTU KAUPIN í STEIKUM
Barnaboxin vinsælu
m/hamborgara, frönskum og kók
ásamt ofurjarlablöðrum og sælgæti
_______kr. 480#-