Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1992, Blaðsíða 4
4 nc MÖRÖ'ÚÍJBlkfe'lÐ 'ÚÚÚNÚDAÓÚR' 1 / MÁR!z' 1992 Næsti gjöriö svo vel Hálfsmánaðarlega greiðum við út milljónir króna úr vinningssjóði HAPPÓ. Hæsti vinningur er að jafnaði tvær og hálf til þrjár milljónir — og hann gengur alltaf út. ^?DRÆTTI HÁS^ Fyrsta vika marsmánaðar verður helguð söngiðkun Næsta vika verður helguð söngiðkun og munu birtast, í dagblöðum daglega textar og nótur af lagi dagsins. í TILEFNI af Ári söngsins verður fyrsta vikan í mars notuð til að blása lífi í almenna söngiðkun meðal allra landsmanna. Efnt verður til samstarfsviku tónlist- arskóla og grunnskóla, söngstund verður að loknum vinnudegi í Is- lensku óperunni og Rás 2 ætlar að endurvekja Þjóðkórinn. Að loknum fréttum kl. 10.00 og kl. 14.00 frá mánudegi til föstudags munu tónmenntakennarar mæta í hljóðstofu Rásar 2 og taka lagið með öllum landsmönnum. Hugmyndin er sú að kennarar hafi útvarpstæki með sér í kennslustund og noti tækifærið til að syngja með nemendum sínum, mælst er til að allir vinnustaðir taki sér nokkurra mínútna hlé frá vinnu til að rifja upp gömlu góðu lögin, og að leikskólar og aðrar uppeldis- stofnanir taki virkan þátt í söngnum. „Eitt lag á dag“ eru einkunnarorð vikunnar og lögin sem sungin verða eru: Stóð ég úti í tungsljósi, Hafið bláa hafíð, Krummi svaf í klettagjá, Kvölda tekur sest er sól og Á Spreng- isandi. Að lokinni Þjóðarsál um kl. 18.35 verður lag dagsins endurtekið og vonandi gefa allir landsmenn sér tíma frá daglegu amstri hversdagsins ti! að eiga stutta söngstund með fjöl- skyldunni. Lög og textar verða birtir í dagblöðum. Nemendur í tónlist- amámi hafa undanfarn- ar vikur æft af kappi fyrir væntanlega sam- starfsviku tónlistarskóla og grunnskóla og munu þeir leika á hljóðfæri sín undir söng fyrir kennara og bekkjarsystkini í grunnskólanum. Er þess vænst að þetta verði til að efla bekkjarsöng og að söngurinn verði eðli- legur þáttur í daglegu skólastarfí en mikill skortur er á tónmennta- kennurum í grunnskólum Nótur af laginu Sigl- ing landsins. Víða verður efnt 'til sam- verustunda með foreldrum og nem- endum og lögð verður áhersla á að kynslóðimár syngi saman og að for- eldrar vanræki ekki sönginn í upp- eldi barna sinna. Kór íslensku óperunnar ætlar að hafa söngstund í anddyri óperannar við Ingólfsstræti kl. 17.00 frá mánu- degi til föstudags og er því mögu- leiki á að hressa upp á sálina með því að koma við í óperanni að loknum vinnudegi og syngjaj nokkur lög. Framkvæmdanefnd Árs söngsins stóð fyrir slíkri söngstund í óperunni í desember og tókst hún með miklum ágætum og eru borgarbúar hvattir til að líta við í óperunni þessa daga. Hafíð bláa, hafíð hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. Orn Arnarson. I ENWOOD Chef er kostagripur □ Grænmetisrifjárn □ Hakkavél □ Safapressa □ Kartöfluílysjari □ o.fl. □ Hnoðari □ Hrærari Verð kr. 22.201 stgr. HEKLA LAUGAVEGI 174 S.695500/695550 ,7 , ■/* '' . <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.