Morgunblaðið - 22.03.1992, Qupperneq 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Skráargataárátta
Einu get ég aldrei vanist í Danmörku
og það er að þurfa að horfa daglega upp
á forsíður síðdegisblaðanna BT og Ekstra-
blaðsins út um allar landsins koppagrund-
ir. Eg reikna heldur ekki með að ég eigi
nokkurn tímann eftir að venjast þeim.
Þannig er að þessi tvö blöð keppa um
síðdegismarkaðinn og dreifingin er mest
í lausasölu. Ein leiðin til að ná athygli
lesenda er að stilla forsíðunum út á gang-
stétt og af því að blaðsölustaðirnir eru
margir, þá blasa þær alls staðar við. Af
forsíðunum má marka að forráðamenn
blaðanna (og annarra ámóta blaða víðs
vegar um heimsins breiðu byggð) vita að
flestir þjást af því sem ég kalla skráar-
gataáráttu. Vísasti vegurinn að pyngju
væntanlegs lesenda er að kitla hana. Eins
og nafnið bendir til beinist áráttan að því
að liggja á skráargatinu hjá öðrum.
í frumbernsku er börnum kennt að slíkt
geri maður nú ekki, en löngunin eldist
ekki að fólki. Þessu gera blöðin sér ræki-
lega grein fyrir og birta því dyggilega
efni af því tagi sem við gætum séð, ef
við hittum óséð á rétta skráargatið. Hér
gengur allt upp. Lesandinn getur lesið
með bestu samvisku, hann er ekki að
gera neitt óleyfilegt og fjölmiðlarnir fitna
eins og púkinn á fjósbitanum hans
Sæmundar fróða, nema hvað þeir fitna á
ýmsu fleiru misjöfnu en blótsyrðum. Síð-
ast þegar ég vissi til fullnægðu landar
mínir skráargataáráttu sinni á persónuleg-
an hátt með því að skiptast á slúðursög-
um. Hér í fjölmenninu hefur þetta fyrir-
bæri sumsé verið hafið á æðra og skipul-
agðara stig blaðaúgáfu.
Af forsíðum blaðanna má ráða að
blóðugur óhugnaður er vel til þess fallinn
að kitla skrárgataáráttuna. í vikunni var
ein forsíðan um mann, sem dó af því að
sjá hundi fleygt niður úr 30 metra hæð.
Merkilegt nokk hafði ekki náðst mynd af
hundinum, heldur aðeins af húsinu með
rauðri punktalínu fyrir fall hundsins og
svo andlitsmynd af hinum látna. Hátíðir
blaðanna eru þegar framin eru morð og
þá helst þegar fómarlömbin eru gamalt
fólk eða verknaðurinn er með kynferðis-
legu ívafi. Þá er hvergi til sparað að ýta
undir sjúklegt ímyndunarafl, hræðslu og
óhugnað.
Enn eitt vinsælt efni em ófarasögur,
einkanlega um ófarir í ásta- og peninga-
málum. Þegar einhver þekkt persóna er
yfirgefin af ektamaka eða sambýlis-
manni, er það auðvitað kitlandi. Þó em
gjaldþrot og eignamissir enn betri. í landi
þar sem hefur verið komið upp viðamiklu
kerfi til að færa peninga úr fullum vösum
í hálffulla og tóma, þykir afar grunsam-
legt ef einhver er áberandi vel stæður.
Þegar eigandi lúxusbíls, glæsihúss, auk
sumarbústaðar og fínna fata, missir aleig-
una fara blöðin á kostum og „sko, sagði
ég ekki...“ hljómar um sund og stræti.
Annað blaðanna tveggja hefur fundið
kerfisbundna leið til að gera út á kynhvöt-
ina. í þeim fróma tilgangi að bæta kynlíf
fólks hefur föstudagur fengið auknefnið
„djarfur" og þann dag er síða í blaðinu
með hagnýtum ábendingum, með tilheyr-
andi örvandi forsíðumynd. Nú hef ég ekk-
ert á móti að þeir sem áhuga hafa á kyn-
legu efni geti nálgast það hvort sem er í
máli, myndum eða áþreifanlega. Hins veg-
ar kann ég ógn og skelfíng illa við að
láta klína slíku framan í mig hvar sem
er og finnst hvimleitt að hafa þetta í sjón-
máli barna og unglinga.
Einu sinni heyrði ég haft eftir sálkönn-
uði hér að hann gerði ekki mannamun,
tæki þá í meðferð, sem þyrftu, en bætti
svo hikandi við að hann myndi kannski
eiga erfítt um vik að hafa með blaðamann
af BT eða Ekstra-blaðinu að gera. Nú
má auðvitað segja sem svo að hægt sé
að leiða forsíðurnar hjá sér, láta vera.að
lesa þær. En því er til að svara að það
er erfítt að kunna augum sínum forráð.
Þau hafa tilhneigingu til að fara sinna
eigin ferða og nema ósómann með leiftur-
hraða. Og svo er það auðvitað þetta með
skráargataáráttuna. ..
Sigrún
Davíðsdóttir
HÓTEL HOLT í HÁDEGINU
Þríréttaður hádegisverður alla daga.
Verð kr. 1.195.-
CHATEAUX.
Bergstaðastræti 37, sími 91-25700
Umhverfisvænar
bleiur
Vegna þess að Libero bleiur eru T laga
og þær einu með teygju að aftan og
réttu buxnalagi
Cbleiur eru óbleiktar
og ofnæmisprófaðar
NÝTT
Þær fóst nú einnig i stærðinni Maxi Plus
10-20 kg. Góð sem næturbleia
passa best
Kaupsel hf.
Heildverslun, sími 27770.
Patreksfjörður:
Kvöldskemmtun í félagsheimilinu
Patreksflrði.
NÝSTOFNUÐ Lista- og menn-
ingarnefnd Patreksfjarðar
gekkst fyrir kvöldskemmtun í
félagsheimilinu á degi Heilags
Patreks.
Setið var við kertaljós og hlýtt
á upplestur úr kvæðum Jóns úr
Vör en hann er eins og kunnugt
er Patreksfirðingur. Sagt var frá
Heilögum Patreki og tilkomu
nafnsins á íjörðinn. Kennarar og
söngnemendur tónskólans léku og
sungu. Þótti skemmtunin takast
hið besta og var rætt um að gera
það að föstum sið að minnast
dagsins með einhveijum hætti.
Patreksfirðingar hafa fram til
þessa látið Heilagan Patrek sig
litlu varða enda kann ástæðan að
vera sú að Örlygur sá er firðinum
gaf nafnið flutti suður og hefur
sá siður löngum hijáð menn hér
vestra.
- Ingveldur
Rafmagnstruflanir
geta skaðað
tölvuna þína
Rafmagnstruflanir
geta ekki aðeins eyðilagt
tölvugögn,
heldur líka skemmt tölvuna sjólfa.
VICTRON VARAAFLGJAFAR
eru örugg vernd
gegn rafmagnstruflunum
Hafðu samband
og leytaðu frekari upplýsinga.
Si Tæknival
IÐNSTÝRIDEILD
SKEIFAN 17 ■ * (91) 681665, FAX: (91) 680664