Morgunblaðið - 22.03.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 22.03.1992, Síða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM 3UNNUDAGUR 22. MARZ 1992 MYNDLIST Myndlistamaður auglýsir eftir partímyndum Birg'ir Andrésson myndlistarmaður fer ekki áður troðnar slóðir í sinni listsköpun. Nýlega sagði hann opinberlega að hann væri að safna „partímyndum". Reyndar var hann að auglýsa eftir slíkum myndum, því þær eiga að vera uppistaðan í einu allsherjar mynd- verki sem ætlunin er að þekji „einn heljarstóran vegg“, þegar henni er lokið. Morgunblaðið sló á þráðinn og spurði Birgi hvern- ig gengi að safna partímyndum. Ja, það gengur fremur rólega. Reyndar er fólk mikið að spyija mig um þetta. Það spyr mig alveg í þaula. Þetta hefur vakið at- hygli, en ég hef samt lít- ið haft upp úr krafsinu enn sem komið er,“ sagði Birgir. En hvað stendur til og hvers vegna? „Það sem vakir fyrir mér er að ná í 30 til 40 mynd=- ir sem ég ætla að stækka upp í svona 65 sinnum 55, kannski stærri, hveija um sig. Steypa þessu saman í eina ákveðna grúppu. Þetta verður einn heljarstór vegg- ur. Ég veit að fólk á þessar mynd- ir til og þeim fylgir ákveðin feimni. Samt vil ég ekki trúa öðru en að úti í bæ leynist nokkrir einstakl- ingar sem þora að láta nokkrar Birgir Andrésson. myndir. Hvers vegna spyrð þú. Jú, ég hef áhuga á því að vinna við íslenska arfleifð og partímyndir gefa mynd af ákveðnu fyrirbæri. Það er alltaf eitthvað sem auðkennir eina þjóð frá annarri og þá á ég ekki við það aug- ljósa eins og húðlit eða tungumál. Eitt sem er breytilegt' frá einni þjóð til ann- arrar eru skemmtana- venjur, en þó eiga allar þjóðir það sameigin- legt að vilja skemmta sér. Með því að fókusa á þetta kemst maður nær ákveðinni kviku.“ Er ein- hver veggur í sigtinu? „Nei, nei, ekki enn. Maður pælir ekkert í slíku á þessu stigi: Það er ein- hvers staðar veggur, á endanum finn ég vegg fyrir verkið," sagði Birgir Andrésson. ROKK Fjögnr prósent Skaga- manna snúast meira og minna um rokktónleikana Mikið hefur verið um rætt rokktónleika þá sem haldnir verða á Akranesi í september næst komandi, en þeir eru liður í afmælishá- tíðahöldum bæjarins, en það eru nokkrir einstaklingar og félög sem standa fyrir herlegheitunum. Það eru tvær gamalþekktar hljómsveitir sem mæta til leiks, gömlu þungarokksbrýnin Black Sabbath og Jethro Tull, sem eru í þyngri kantinum, en hafa alla sína tíð flutt persónulegan rokkstíl höfuðpaursins Ian Anderson. Sigurður Sverrisson ritstjóri og útgefandi Skagablaðsins á Akra- nesi er hvatamaður að tónleikahaldinu og má heita að hann sé framkvæmdastjóri uppákomunnar. Nú, þegar ljóst er hvaða sveitir koma og hvernær, fýsti Morgunblaðið að vita hver staða mála væri. „Þetta lítur vel út núna: Ég óttaðist að það kæmi bakslag í seglin er Ozzi Osbourne fór að gera stórum meiri ijárkröfur og við ákváðum að semja ekki við hann. Ég hafði álitið að hann yrði aðalnúmerið og Jethro Tull svona aukanúmer þótt þekktir séu. Ég sé að þetta var misreikningur. Við fengum Black Sabbath í staðinn, gömlu sveitina hans Ozzy með stórsöngvaranum Ronnie James Dio fremstan í flokki, og í staðinn fyrir að áhugi minnki á hátíðinni þá verð ég var við að margir sem höfðu sagst ætla að velja aðra tónleikana, ætla nú alveg harðir að missa af hvorugum. Þá hefur komið verulega og skemmtilega á óvart hversu mikill áhugi er fyrir FOLLT TILBOÐ Teg: 1025 Stærðir: 38-46 Svartleður Verð kr. 2.990. Teg: 4468 Stærðir: 36-41 Svart leður I/erð kr. 4.990,- Teg: 7205 Stærðir: 36-45 Svart og brúnt leður og rúskinn Verð kr. 5.890,- Teg: 4228 Stærðir: 40-46 Svart og brúnt leður 'erð kr. 5.990,- Teg: 3344 Stærðir: 36-41 Svartieður Verð kr. 5.990,- Væntanlegir 1. apríl Tökum pantanir. Teg : 2513 Stærðir: 35-41 Svartieður Verð kr. 4.490,- Teg: 3051 Stærðir: 36-41 Svart og rautt leður og rúskinn Verð kr. 3.990,- Lciugctvegi 11 - Simi:21675 SENDUM í PÓSTKRÖFU Jethtro Tull. Þeir hafa alltaf átt sitt fylgi þótt oft hafi lítið borið á þeim seinni árin, en við liggur að meira sé spurt um þá heldur en Sabbath og Ozzy þar áður,“ sagði Sigurður. En verður Skaginn undirlagður þessa daga? „Það sýnist mér. Það er ekki ofsögum sagt að starfsmenn sem munu koma meira eða minna við sögu verða ekki færri en hundrað talsins, en það eru 4 prósent Skagamanna. 40 til 50 manns ver^a bara við gæslu, aðrir 20 í sölu á miðum og alls kyns vam- ingi tengdum tónleikunum. Talan er fljót að koma, ekki síst er iðnað- armennimir koma inn í þetta. Það eru auk þess allar líkur á því að sjálfur verði maður undirlagður ekki síður en Skaginn.í heild, því ég var að fá í hendurnar samning- inn við Jethro Tull. Hann er upp á 17 síður þéttvélritaðar. Þar er í öllum smáatriðum frá því greint hvað eigi að vera til staðar fyrir herrana, hvemig aðbúnaður þeirra eigi að vera og framkoma öll. Það er farið svo grannt ofan í allt sam- an að tíundað er hversu margar fötur með ísmolum eigi að vera í búningsklefanum. Og ef hand- klæðin 50 sem eiga að vera til taks em ný verðum við að setja þau í þvott áður til þess að þau drekki í sig meiri svita en ella! Þetta er allt eftir þessu og það er eins gott að allt sé bókstafnum samkvæmt, því þess eru dæmi að heimsfrægir rokkarar séu dyntótt- ir í meira lagi og geti brugðist illa við ef ekki er farið að óskum þeirra i einu og öllu,“ svarar Sigurður. En hvers vegna em menn að standa í þessu þegar fátt heyrist af fyrri ævintýrum annað en að um hrakfarir hafi verið að ræða, ekki síst frá fjármálasjónarhóln- - um. Sigurður svarar þessu á þá leið að bæði vilji þeir á Skaganum sýna fram á að hægt er að halda svona uppákomur annars staðar heldur en á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og svo sé dæmið útreikn- að á þá lund að þetta eigi að geta gengið upp. „Við sem að þessu stöndum hefðum ekkert á móti smáhagnaði, en aðalatriðið er að gera þetta með mannsæmandi hætti þótt dæmið komi út á sléttu þegar upp er staðið. Svo er maður í þessu áhugans vegna, þungt rokk er mitt áhugamál og fátt jafnast á við að vinna við áhugamál sitt,“ sagði Sigurður Sverrisson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.