Morgunblaðið - 22.03.1992, Side 29

Morgunblaðið - 22.03.1992, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 22. MARZ 1992 C 29 Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á FERÐ í MIÐBÆNUM Trúarhópar Frá Guðna Thorarensen: í grein sem birtist í Morgunblað- inu fyrir nokkru var ég að fjalla um hugrenningar fólksins á göt- unni og mínar eigin. Einnig talaði ég um að segja mætti fólki frá ýmsum hópum. í þessari yfirferð minni skulum við athuga hvað þessir hópar segja og hvað Biblían segir um sama efni. Fyrsti hópurinn að þessu sinni er þjóðkirkjan. Hvað boðar hún? Við vitum jú öll, ef við höfum farið í messu, að prestur safnaðarins tekur upp bók sem nefnist Biblían, les síðan upp úr henni, talar svo út frá texta dagsins. í fljótu bragði virðist sem svo að ekkert sé at- hugavert við það, enda er heldur ekkert athugavert við það. En hvað boðar kirkjan? Er hún með réttan boðskap eða ekki? Þetta ættir þú, lesandi góður, að geta dæmt um eftir lestur þessa pistils. Fyrst skulum við líta á hvað kirkj- an segir um skirn. Hún boðar að það eigi að skíra böm og vitnar í því sambandi í tvo góða texta sem við skulum skoða nánar. Þetta eru þeir tveir textar sem er oftast vitnað í og fyi-ri textinn er þessi „Leyfíð bömunum að koma til mín og vam- ið þeim eigi því slíkra er Guðs ríki“. Þetta er mjög góður texti til að vitna til á slíkri stund en segir því miður ekki allt vegna þess að þessi texti segir ekkert til um skírn eða að það eigi að skíra börnin,' heldur segir hann okkur eins og biblían talar um í Matt. 19. 13-15, Mark. 10. 13-16 og Lúk. 18. 15-17 ein- göngu að Kristur hafi tekið við börnunum, lagt hendur yfir þau og blessað en ekki skírt. Hinn text- inn er þessi „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum mínum og skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður“. Matt. 28. 19-20a. Þessi texti segir okkur ekki heldur að við eigum að skíra börnin því að í hönum stendur að við eigum fyrst að boða öðrum trú og síðan skíra þá. Kirkjan boðar einnig himna- vist. En hvenær byijar það? Prest- arnir segja okkur sem höfum farið í jarðarför einhvers sem við þekkj- um í sinni ræðu að viðkomandi sé kominn til Guðs. En athugum nú hvað ritningin segir um þetta. í Job. 14. 12 og 21, pred. 9. 5-6 segir að við munum aðeins sofa þangað til Jesús kemur aftur I. Þess. 4. 13-17. Svona gæti ég haldið áfram en læt hér staðar numið í þessari yfirferð minni um þjóðkirkjuna. En mest af öllu er þó að við höldum leitinni áfram hver sem hún er. GUÐNI THORARENSEN Melsíðu 6D Akureyri Um framsýni og skammsýni Frá Andra Má Þórarinssyni: Heimur dagsins í dag er heimur þekkingar. Þar skipta öllu máli hæfni og hæfileikar mannsins til að takast á við hin fjölmörgu verk- efni sem bíða hans. A undanförnum árum hefur af hálfu íslenskra stjórnmálamanna hins vegar tíðkast skilningsleysi í garð skóla og menntamála. Það er í raun undar- legt, því margir sem stjórna þessu landi eru vel menntaðir og þeir eiga menntun sína að þakka góðu skóla- kerfi. Nú er mælirinn fullur. Stjórn- málamenn okkar sýna jafnvel enn meira skilnings- og virðingaleysi en áður. Núverandi ríkisstjórn hefur boðað meiri niðurskurð á fjárveit- ingum til skólakerfisins en nokkru sinni fyrr. Þessi niðurskurður á, ef hann kemur til framkvæmda, eftir að hafa mjög afdrifaríkar afleiðing- ar fyrir þá sem nú stunda nám í framhaldsskólum og háskóíum eða ætla sér í slíkt nám á næstu árum Enda þótt menn séu að vakna upp við að velferðarkerfið beri sig ekki í núverandi mynd, þá verður að hafa sérstöðu menntakerfisins í huga. Þegar illa hefur árað í ríkjum í kringum okkur, ríkjum sem við viljum gjarnan miða okkur við, þá hefur oftar en ekki verið brugðið á það ráð að veita meiri ijármunum til menntamála. Stjórnmálamenn þar hafa verið svo hagsýnir að þeir hafa reynt að styrkja gnmninn, í stað þess að veikja hann. Menntun er grundvöllur allrar starfsemi í nútímasamfélagi. Ríkisstjórn okkar hegðar sér þvi líkt og maður sem tilfinnanlega vantar múrsteina og bregður á það ráð að rífa þá úr undirstöðum húss síns. Augljóslega fer svo á endanum að öll byggingin hrynur. Óneitanlega er það þekk- ingin og menntunin sem.hefur fleytt mannskepnunni þangað sem hún stendur nú á dögum. Því verðum við að standa vörð um þennan grunn að íslensku þjóðlífi og ís- lenskri menningu. Með óskynsamlegum niðurskurði stjórnvalds er framtíð okkar, sem sitjum í framhaldsskólunum og skólum á háskólastigi, stefnt í voða. Við, sem nú erum námsmenn, eig- um áður en langt um líður að stjórna þessu landi og til að geta gert það á sómasamlegan hátt verð- um við að hafa sómasamlega menntun. Til þess að hæfir einstak- lingar fáist verðui' að gefa öllum Sundurleit- ur hópur gestgjafa Frá Birni S. Stefánssyni: Þrír bændur í Ölfusi hafa kynnt eins konar hernaðaráætl- un um lambakjötslausa viku tii þess að knýja fram bann við lausagöngu sauðíjár. Talað var við einn þeirra, Jón Hannesson á Hjarðarbóli, í útvarpsfréttum um daginn. Fréttamaðurinn hefði mátt iáta það koma fram, að hreppsnefndin í Ölfusi hefur hafnað kröfu þeirra um slíkt bann þar í sveit. Langflestir hreppsbúar og hreppsnefndar- menn eiga heima í Þorlákshöfn og hafa ekki hagsmuni af bú- skap. Fréttamaður spurði Jón, hvað honum fyndist um það, að bændur væru þannig að efna til stríðs gegn öðrum bændum. Hann svaraði því til, að bændur væru æði sundurleitur hópur. Þetta reynast orð að sönnu um þá þijá. Þeir eru allir aðflutt- ir. Einn þeirra framleiðir nauta- kjöt í stórum stíl. Annar hefur auk barnakennsiu utansveitar framleitt kjúklingakjöt og Jón er líka kennari og býður svo gistingu á Hjarðarbóli, eins og kynnt er í bæklingi Ferðaþjón- ustu bænda. Þeir reynast vera fleiri slíkir í bæklingnum og eru réttnefndir gestgjafar (sbr. Fúsa vert). Þótt þeir hýsi fólk í gripa- iiúsum og beri á borð fyrir það í gamalli hlöðu, sem vel getur farið á, eru þeir ekki bændur. Ég hef dálítið sinnt því að velja gestgjafa fyrir ferðahópa. Mér sýnist gestgjafar vera orðn- ir æði sundurleitir, þegar í röðum þeirra reynist vera maður, sem vill stofna til samtaka um land allt til fjárkúgunar á fólki, sem er flest búsett víðs fjarri Hjarð- arbóli. Einhvern veginn finnst mér það ekki lýsa því hugarfari, sem ég geri mér vonir um þegar ég vel gestgjafa. Samkvæmt hernaðaráætluninni á að fá til liðs m.a. trúarsamtök, „nýaldar- hreyfingu“ og hliðstæð félög. Trúarsamtök reynast þá æði sundurleit, ef þar leynast samtök sem vilja koma þannig fram við „náunga sinn“, svo að notað sé biblíulegt orðalag. BJÖRN S. STEFÁNSSON Vesturvallagötu 5 Reykjavík tækifæri til að afla sér menntunar, ekki bara þeim sem hafa yfir nógum fjármunum að ráða. Fyrir löngu er búið að ganga nógu nærri mennta- kerfinu fjárhagslega séð. Flestir skólar hafa verið á ystu nöf hvað varðar fjárhag. Bruðl hefur ekki tíðkast þar ólíkt því sem annars staðar hefur sést. Því kemur þessi niðurskurður eins og reiðarslag fyr- ir nemendur sem nú líta með ugg í bijósti til framtíðar. Eins og heimsmálin standa um þessar mundir standa þær þjóðir best að vígi sem búa yfír mestri tæknilegri þekkingu og eiga flesta menntaða og hæfa einstaklinga til ýmissa st.arfa. Hingað til hafa ís- lendingar staðið sig með ágætum í samfélagi þjóðanna. Okkar rödd heyrist æ oftar og meira tillit er tekið til skoðana okkar en áður var. Þessu má alls ekki kasta á glæ. Við verðum að halda áfram að mennta fólk sem getur tekið við af þeim sem nú standa í framvarða- sveit íslands á erlendum vettvangi. Við verðum einnig að halda áfram að skapa hæfa og dugandi einstak- linga sem geta tekið við stjórnar- taumunum hér heima, sakir verð- leika sinna en ekki sakir ríkidæmis. Við verðum að veija skólana, vernda menntun á íslandi. Við verð- um að koma viti fyrir ráðamenn áður en undirstaðan brestur. Fórn- um ekki langtímahagsmunum fyrir skammtímahagsmuni! ANDRI MÁR ÞÓRARINSSON formaður skólafélagsins Hugins, Menntaskólanum á Akureyri. HÖTELCÖNSULT SHCC COLLEGES SWITZERLAND SVISSNESKT HÓTEISTJÓRNUNARNÁM SEM LYKUR MED PROFSKIRTEINI INSTITUT HOTELIER „CESAR RITZ“ (Lake Genevo) SWISS HOSPITALITYINSTITUTE, Washington Ct. USA B.Sc GRAÐUPROF ALÞJÓÐLEGUR HÁSKÓLI í HÓTELSTJÓRNUN Brig, Sviss (sameiginlegt prógram meó hóskólanum í Mossachusetts, USA) VID ÚTSKRIFT Á OFANGREINDU NÁMSKEIÐIER HÆGT AÐ HALDA AFRAM 0G NA MASTERGRÁÐU. Til að fó frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við: HOTELCONSULT SHCC COLLEGES, ADMISSIONS OFFICE CH -1897 LE BOUVERET - SWITZERLAND Tel.: 41+25-81 30 51, Fax: 41+25-81 36 50 STÆRSTA BÍÓIÐ, PAR SEM BEST FER UM PIG, BREYTIR UM ÁSÝND! HÁSKOLABÍO Nýtt fyrirtækismerki - minnir þig á gæðabíóið Góö stund verður betri! Nýtt kaffihús - staðurinn fyrir stefnumót Fyrir auga og eyra! • Hljóðkerfi í hæsta gæðaflokki! • Stærstu bíótjöld landsins! • Hvergi þægilegri og rýmri sæti! • Næg bílastæði! PAÐ ER SAMA íHVAÐA SAL PÚ SITUR - SÆTl, TJALD OG HLJÓÐ ER ALLS STAÐAR FYRSTA FLOKKS, OG EYKUR PANNIG Á GÓÐA UPPLIFUN! HASKÓIABIÓ SÍMI22140

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.