Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 72. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Karabak: Armenar og Azerar efna til viðræðna Helsinki. Reuter. RAFFI Hovannisian, utanríkisráð- herra Armeníu, sagði í gær að stjórnvöld í Azerbajdzhan og Armeníu hefðu náð samkomulagi um að efna til viðræðna sín á milli og við fulltrúa Armena í Nagorno- Karabak. Þær myndu fara fram samhliða og til undirbúnings al- þjóðlegri ráðstefnu um héraðið umdeilda sem efnt verður til í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rúss- lands. Ráðherrann sagði að reynt yrði að semja um vopnahlé í Nagorno- Karabak, að hætt yrði að hindra birgðaflutninga milli landanna og vopnum, sem sjolið var frá sovét- hernum fyrrverandi, yrði skilað. Azerar hafa hingað til neitað að ræða við armenska fulltrúa frá Kara- bak en stjórnvöld í Armeníu hafa sagt að þau geti ekki samið fyrir hönd Armena í héraðinu. Reuter Sýning á verkum Thorvald- sens opnuð Farandsýning á verkum myndhöggvarans Bert- els Thorvaldsens var opnuð við hátíðlega at- höfn í Gottorf-kastala í Slésvík í gær. Margir tignir gestir voru við- staddir athöfnina, þeirra á meðal var Mar- grét Danadrottning (fyrir miðju) og Richard von Weizsácker, forseti Þýskalands (t.h.). Með þeim á myndinni situr Björn Engholm, for- sætisráðherra Slésvíkur (t.v.). Thorvaldsen var uppi 1768/70-1844, var danskur í móðurætt en íslenskur í föðurætt. Reuter Jerry Brown bar óvænt sigurorð af Bill Clinton í forkosningunum í Connecticut á þriðjudag. Brown hefur þegar hafið fundaherferð í New York-ríki vegna forkosninganna þar 7. apríl og var myndin tekin af honum heilsa konu í lestarstöð í New York-borg í gær. Forkosningarnar í Bandaríkjunum: Clinton á enn und- ir h ögg að sækja Washington. The Daily Telegraph. BILL Clinton, ríkisstjóri i Arkansas, á enn undir högg að sækja í for- kosningabaráttu demókrata eftir að liafa tapað naumlega fyrir Jerry Brown, fyrrverandi ríkisstjóra Connecticut á þriðjudag. Búist hafði verið við að Clinton væri nokkuð öruggur um að verða tilnefndur sem frambjóðandi demó- krata í forsetakosningunum í nóvem- ber eftir að helsti keppinautur hans, Paul Tsongas, dró sig í hlé. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir utan kjörstaði í Connecticut, vill helmingur demó- krata að einhver annar en Clinton verði í framboði. Þar kom einnig fram að tæpur helmingur hefur efasemdir um að hann sé nógu heiðarlegur til að gegna forsetaembættinu. Næstu forkosningar fara fram í Kaliforníu, í forkosningunum í New York-ríki 7. apríl. Kosningabar- áttan þar er þegar hafin og búist er við að hún verði mjög hörð. Sigur Browns var mjög naumur því hann fékk 37% atkvæða en Clin- ton 36%. „Þetta er eins og fótbolta- leikur og við höfum ekki enn lokið fyn-i hálfleiknum," sagði Brown eftir að úrslitin voru kunngerð. Hann kvaðst hafa sigrað vegna óánægju kjósenda með frammistöðu og sið- ferði bandarískra stjórnmálamanna. Sjá „Jerry Bfown vinnur...“ á bls. 24. „Kjamorkuverin eru eins og tímasprengja“ Segir alvarlegan skort á varahlutum og sérhæfðu starfsfólki Yfirmaður almannavarna Rússlands: Moskvu, Tókýó. Reuter. KJARNORKUVER í samveldisríkjunum eru eins og tímasprengja vegna mikils skorts á sérfræðingum og varahlutum. Sergej Shojgú, yfirmaður almannavarna í Rússlandi, lét svo ummælt í fyrradag en sagði jafnframt, að engin hætta stafaði af gaslekan- um, sem varð í kjarnorkuveri skammt frá Pétursborg aðfarar- nótt þriðjudagsins. Lennart Meri, utanríkisráðherra Eistlands, sagði að geislavirknin í eistneska landamærabænum Narva hefði tvöfaldast eftir gas- lekann. Hann kvartaði einnig yfir því að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki skýrt eistnesku stjórninni frá slysinu. Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin í Vín hefur fært slysið úr þremur í tvo á kvarða yfir kjam- orkuslys þar sem sjö er mest. Shojgú sagði, að öll kjarnorku- ver og kjarnorkurannsóknastöðv- ar, 400 alls i Rússlandi, væru stór- hættuleg og gagnrýnin á notkun kjarnakljúfsins í verinu við Péturs- borg réttmæt enda um að ræða sams konar kljúf og sprakk í Tsjernobyl 1986. Sagði hann það mikið áhyggjuefni hve margir sér- hæfðir starfsmenn hefðu hætt störfum við kjarnorkuverin en á síðustu mánuðum hefur verið reynt að koma í veg fyrir það með því að hækka launin við þá og aðra starfsmenn veranna. I öðru lagi er það svo viðhaldið, sem er hættulega lítið vegna varahluta- skorts. Kemur þar einnig til, að sovétlýðveldin fyrrverandi deila hart um eignarhald á sumum ver- anna og opinber framlög til þeirra hafa því verið skorin niður. Ekki er enn vitað hvað olli gas- lekanum í Sosnovíj Bor-kjarnorku- verinu fyrir sunnan Pétursborg en inni i því mælist geislavirkt joð þrisvar sinnum meira en eðlilegt er. Er unnið að viðgerð en óvíst hvenær henni lýkur. Á Vesturlöndum hafa menn miklar áhyggjur af ástandi kjarn- orkuveranna í samveldislöndunum og Þjóðveijar og Búlgarar hafa hvatt til, að allir Tsjernobyl-kljúfar verði teknir úr notkun. Eru þeir 16 í samveldislöndunum og fram- leiða dijúgan hluta raforkunnar. Þá hafa Japanir boðist til að að- stoða við viðhald og viðgerðir í verunum. í yfirlýsingu frá finnska utan- ríkisráðunejdinu segir að finnska stjórnin hafi miklar áhyggjur af gaslekanum en óeðlileg geisla- virkni hafi ekki mælst í Finnlandi. Hefur eitt- hvað breyst í Rússlandi? Moskvu. Reuter. SÖGULEGRI dvöl rússneska geimfarans Sergej Kríkaljovs lauk í gær eftir 310 daga vist í geimnum. Kríkaljov fór í geiminn í maí í fyrra og ráðgert var að hann yrði um borð í MIR-geimstöðinni fram eftir hausti en eftir hrun valda- kerfis kommúnista var því af fjár- hagsástæðum frestað nokkrum sinnum að senda geimfar eftir honum. „Ég býst ekki við að eiga erf- itt með að laga mig að breyttum aðstæðum. Eg bjó í Rússlandi er ég fór út í geiminn og verð þar Sergej Kríkaljov áfram. Það hefur nánast ekkert breyst, einungis það að Rússland var i Sovétrfkjunum en er nú í Samveldi sjálfstæðra ríkja," sagði Kríkaljov við fréttamenn eftir lendingu Sojuz-TM geimfarsins í Kazakhstan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.