Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 17 Skákmótið í Hafnarborg: Hannes Hlífar nálgast stórmeistaraáfanga Skák Bragi Kristjánsson SJÖUNDA umferð alþjóðaskák- mótsins í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði var tefld á þriðjudagskvöld. Efstu menn, Ilanncs Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhalisson, tefldu saman og lauk skákinni með sigri Hannesar eftir sögulega viðureign. Hannes hefur þar með hlotið 6 vinninga og vantar líklega 2 vinninga í 4 síðustu skákunum til að ná öðrum áfanga að stórmeistaratitli. 7. umferð: Hannes Hlífar — Þröstur 1-0 Motwani — Ágúst Sindri 1-0 Helgi Áss — Björn Freyr 1-0 Levitt — Howell 'h Margeir — Björgvin biðskák Conquest — Jón L. biðskák Aðalleikendur mótsins til þessa, Hannes Hlífar og Þröstur, stóðu ekki undir nafni í þessari umferð. Þeir misstu gjörsamlega þráðinn í skákinni, en það var Þröstur, sem síðast lék af sér. Hannes færist þar með nær stórmeistaraáfanga í mótinu. Mótið átti að vera í 8. styrkleikaflokki Alþjóða skáksam- bandsins, en meðalstigin eru að- eins 1 stigi undir markinu. Ef mótið verður í 8. flokki, þarf 8 vinninga til að ná stórmeistara- áfanga, en í 7. flokki þarf 8V2 vinn- ing. Mótsstjórnin hefur sótt um undanþágu til Alþjóða skáksam- bandsins, og fengið vilyrði, en eng- in Ioforð. Þessi óvissa veldur því, að eina örugga leiðin fyrir Hannes er að fá 8V2 v., þótt allar líkur séu á, að 8. v. dugi. Þröstur hefur lík- lega misst af stórmeistaraárangri í mótinu með þessu tapi, en þó er enn tækifæri, ef hann fær 3'/2 v. í fjórum síðustu skákunum. Motwani vann öruggan sigur á Ágústi Sindra og Englendingamir lánlausu, Levitt og Howell, gerðu stutt jafntefli. Helgi Áss vann Björn Frey i skák, þar sem jafn- tefli voru líklegustu úrslitin, þar til sá síðastnefndi missti þráðinn í hróksendatafli. Björgvin átti góða stöðu framan af skákinni við Margeir, en í tíma- hrakinu lagðist stórmeistarinn þungt á árar og hefur vinningslík- ur í biðskákinni. Stuart Conquest er skemmtileg- ur skákmaður, sem hefur þann eiginleika, sem allir mótshaldarar óska sér helst, að geta ómögulega gert jafntefli. Hann hefur nú teflt 17 skákir á íslandi, án þess að gera eitt einasta jafntefli! Skák hans við Jón L. var flókin og spennandi. Miklar sviptingar í tímahraki leiddu til endatafls, sem var greinilega hagstætt Jóni, og ætti biðskákin að gefa honum von- ir um sigur. Staða efstu manna eftir 7. um- ferð: 1. Hannes Hlífar Stefánss. 6 v. 2 Jón L. Árnas.4‘/2 v. og biðsk. 3-4. Þröstur Þórhallss. 4'/2 v. 3-4. P. Motwani 4*/2.v. 5. S. Conquest 4 v. 6. MargeirPéturss.3. v. og biðsk. Við skulum að lokum sjá skák úr 6. umferð. Ágúst Sindri Karls- son teflir við Jonathan Levitt frá Englandi. Englendingurinn mun hafa náð öllum þrem áföngum, sem þarf til að hljóta stórmeistara- titil, sem þýðir, að hann bíður þess nú að ná síðasta skilyrðinu, 2.500 Elo-stigum. Ágúst Sindri tætir stöðu andstæðingsins í sundur með fórn í 10. leik og vinnur glæsileg- an sigur. Hvítt: Ágúst Sindri Karlsson Svart: J. Levitt Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - d5, 2. Rf3 - c6, 3. g3 - Bg4, 4. Bg2 - Rd7, 5. 0-0 - gG» 6* c4 — (Eftir 6. b3 - Bd6, 7. Bb2 - f5 ásamt 8. — Rgf6 er svartur talinn jafna taflið skv. skákfræðinni.) 6. - Bd6, 7. Db3 - Hb8, 8. Rc3 - f5, 9. Rg5!? - Df6 (Eftir 9. - Rf8, 10. f3 - Bh5, 11. e4 nær hvítur yfirburðaaðstöðu á miðborðinu.) 10. Rxe6!! - („Bara fórna á þess ka!la!“, eins og maðurinn sagði forðum. Lévitt hafði aðeins reiknað með 10. f3 — Bh5, 11. e4 - Dx4+, 12. Khl - Rc5, 13.Dc2 og taldi sig geta ráð- ið við frumkvæði hvíts.) 10. — Dxe6, 11. cxd5 — Dg6, 12. e4! — c5 (Svartur gerir við hótuninni dxc6, en hann hafði reiknað með þeim leik hjá hvíti í stað e2—e4.) 13. Hel - Kf8, 14. Rb5 - cxd4, 15. exf5 - (Hvítur vill eðlilega opna sér sókn- arleiðir að svarta kónginum, en einfaldara hefði verið að leika 15. f3!, sem virðist gefa hvíti unnið tafl í nokkrum leikjum, t.d. 15. — Bh5, 16. exf5 - Df6, 17. He6 ásamt 18. Rxd6 o.s.frv. Levitt var að velta fyrir sér að reyna að rugla Ágúst í ríminu með 15. — h5!?, en ekki verður séð að svartur fái nein færi fyrir liðið, sem hann hefur gefið til baka, eftir 16. fxg4 — hxg4, 17. exf5 ásamt He6 og Rxd6 við tækifæri. 15. — Bxf5, 16. Rxd6 — Dxd6, 17. Bf4 - Db6, 18. Bxb8 - Rxb8 (Ekki 18. - Dxb3, 19. Bd6+.) 19. Df3 - Df6, 20. Ða3+ - (20. Df4! virðist erfiður leikur fyr- ir svart, t.d. 20. — Rd7, 21. Dc7 eða 21. Hacl, og 20. — Ra6, 21. d6 er svarti vandasamt.) 20. - Kf7, 21. Dxa7 - Re7, 22. Dxb7 - Rd7, 23. Db3?! - (Flækjur undanfarinna leikja hafa kostað mikinn umhugsunartíma og keppendur voru komnir í tíma- hrak, þegar hér var komið, sér- staklega Englendingurinn. Ágúst slakar mjög á klónni í næstu leikj- um. Hann hefði átt að leika 23. Dc7 (23. - Hc8?, 24. Hxe7+) ásamt 24. d6 og 25. a4 og ekki verður séð, að svartur geti stóðvað frípeð hvíts.) 23. - Hb8, 24. Da3 - Hb6, 25. Hadl - d3, 26. h3 - h5, 27. b3 — Hd6, 28. Da5 - Rb6, 29. Db5 — Dd4, 30. He3 — Rbxd5, 31. Hexd3! - Bxd3, 32. Hxd3 - Dal+, 33. Kh2 - Dxa2, 34. Dc5! (Ekki 34. Bxd5+? - Rxd5, 35. Hxd5 - Dxf2+, 36. Khl - Df3+ ásamt 37. — Hxd5 og svartur vinn- ur.) 34. - Ke6, 35. h4 - De2?! (Mjög erfið staða fyrir svart í miklu tímahraki. Eftir næstu leiki hvíts, H-f3-f8, lendir drottningin í hættu á e2.) 36. Hf3! - g6, 37. Hf8 - Rf6? (Levitt leikur af sér manni og tap- ar strax, en erfitt er að ímynda sér vamir fyrir hann við hótunum hvíts, Bh3+ ásamt He8+ o.s.frv. Ekki gengur 37. — Rf5, 38. Bxd5+ — Hxd5, 39. He8+ og hvítur vinn- ur.) 38. Hxf6+ - Kxf6, 39. Dxd6+ - Kf7, 40. Dc5 - Kg7, 41. Dc3+ - (Einfaldast var 41. b4 og enginn mannlegur máttur getur stöðvað hvíta b-peðið á leiðinni upp í borð. Hvítur á unnið tafl og lokin nálg- ast.) 41.- Kh6??, 42. Dh8+ mát! í kvöld kl. 17.30-23.30 verður 9. umferð tefld í Hafnarborg við Strandgötu, og þá tefla: Margeir — Þröstur, Helgi Áss — Jón L., Hannes Hlífar — Ágúst Sindri, Conquest — Levitt, Motwani — Howell, Björgvin — Bjöm Freyr. Skokkaðu út í búð og kauptu ost. Nægilegt kalk alla daga og holl hreyfing hamlar gegn beinþynningu. Byggðu upp - borðaðu ost.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.