Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 24
24 Bandaríkin MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Sjö falla í Króatíu SJÖ féllu í hörðum bardögum milli Króata og Serba á landa- mærum Króatíu og Bosníu- Herzegóvínu aðfaranótt mið- vikudagsins. Alls hafa 28 fall- ið síðan bardagar blossuðu upp að nýju á sunnudag skömmu eftir að fyrstu friðar- gæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna komu til Króatíu. Eru þetta hörðustu átökin í ríkinu það sem af er þessu ári. Sat- ish Nambiar, yfirmaður friðargæslusveita SÞ, sagði að ef skærurnar héldu áfram gæti það orðið til þess að teíja fyrir komu friðargæslulið- anna. Áformað er að þeir byrjí að streyma til Króatíu þann fimmta apríl og verði alls ijórtán þúsund. Ráðist á búðir Kúrda í Irak Agreiningur um útgjöld til varnarmála Washington. Reuter. SAM NUNN, formaður hermála- nefndar öldungadeildar Banda- ríkjaþings, sagði í gær að hann myndi mæla með því að útgjöld til varnarmála yrðu dregin saman um 80-85 milljarða dollara á næstu fimm árum. Er þetta mun hærri upphæð en George Bush Banda- ríkjaforseti hefur lagt til. Forset- inn hefur lagt til 50 milljarða doll- ara samdrátt á fimm ára tímabili. Nunn, sem er demókrati frá Georgíu-ríki, vill m.a. ná fram sparn- aði með mikilli fækkun bandarískra hermanna í Evrópu. Bush hefur lagt til að þeim verði fækkað í 150 þús- und en Nunn telur hægt að fækka hermönnum í Evrópu í 75-100 þús- und á fimm ára tímabili. Tillögur Nunns er mun nær tillögum Lee Aspins, formanns hermálanefndar fulltrúadeildarinnar. Aspin vill draga saman útgjöid til varnaiTnála um 91 milljarð dollara og fækka hermönn- um í Evrópu niður í allt að 70 þúsund. Keuter Sljórnarandstæðingar fagna Roh Tae-Woo, forseti Suður-Kóreu, og Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn misstu verulegt fylgi í þingkosriingum á þriðjudag. Endanleg kosningaúrslit munu ekki liggja fyrir fyrr en í dag en ljóst er að flokkurinn fær ekki meira en 149 þingmenn sem er einum minna en þarf til að ná þingmeirihluta. Eru úrslitin túlkuð sem mikil niðurlæging fyrir ríkisstjórnina. Á myndinni má sjá Chung Ju-yung (fyrir miðju), stofnanda Hyundai- samsteypunnar og leiðtoga eins af stjórnarandstöðuflokkunum, fagna ásamt félögum sínum er ljóst var að hann hefði náð kjöri. TYRKNESKAR herþotur réð- ust í gær á búðir kúrdískra skæruliða i norðurhluta íraks. Heimildir innan hersins hermdu að tvær búðir Kúr- díska verkamannaflokksins (PKK) hefðu verið eyðilagðar. Starfsmenn hjálparstofnana á svæðinu sögðu að sprengjum hefði verið varpað á þijú þorp en að enginn hefði látið lífið. Sjötíu manns hafa fallið í átökum milli Tyrkja og Kúrda í suðausturhluta Tyrklands síðustu daga og hafði stjórn Tyrklands strengt þess heit að grípa til aðgerða gegn PKK. Flokkurinn, sem berst fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda, er bannaður í Tyrklandi. Nýr forsætis- ráðherra í Tælandi FIMM tælenskir stjómmála- flokkar, hliðhollir hernum, skýrðu í gær frá því að þeir hefðu náð sam- komulagi um myndun sam- steypustjóm- ar. Forsætis- ráðherra í stjóminni verður Nar- ong Wongw- an, auðjöfur og gamalreyndur stjómmálamaður. Síðasta sunnudag vom haldnar ófull- komnar kosningar í Tælandi, þær fyrstu síðan herinn steypti lýðræðislega kjörinni stjórn landsins af stóli í febr- úar í fyrra. Talið er að herinn hafi viljað yfinnann herafl- ans, Suchinda Kraprayoon hershöfðingja sem forsætis- ráðherra, en látið af þeirri kröfu eftir að ljóst varð að slíkt myndi kalla á hörð mót- mæli almennings. Narong WongAvan Forkosningar í Connecticut: Jerry Brown vinnur óvænt nauman signr á Bill Clinton Boston. Frá Karli Biöndal, fréttaritara Morgunbladsins. JERRY Brown, fyrrum ríkisstjóri í Kaliforníu, vann óvæntan en naum- an sigur á William Clinton, ríkisstjóra Arkansas, í forkosningum demó- krata um forsetaefni í Coiinecticut í norðausturhluta Bandaríkjanna á þriðjudag. George Bush Bandaríkjaforseti bar sigurorð af Patrick Buchanan í forkosningum repúblikana þar. Bush hefur sigrað í öllum forkosn- að greiða honum atkvæði sitt og ingum repúblikana til þessa, sautján ráku kosnignabaráttu þótt hann að tölu. Hvorki Bush né Buchanan háðu mikla kosningabaráttu í Connecticut. Bush fékk 67% atkvæða og Buchanan 22%, en hann hefur að jafnaði fengið um þriðjung at- kvæða. Brown sagði í kappræðu við Clint- on á sjónvarpsstöðinni ABC á þriðju- dagskvöld að sér hefði tekist að yfir- vinna skort á athygli fjölmiðla og koma stefnu sinni til skila. Brown vitnaði í orð Jeffersons um að bylt- ingar væri þörf á 20 ára fresti og bætti við: „Hér höfum við ekki feng- ið byltingu í 200 ár.“ Brown fékk 37% atkvæða á móti 36% Clintons og fengu þeir jafn- marga kjörmenn og því ekki hægt að segja að hann hafi sigrað með yfirburðum. Hins vegar er aðeins vika liðin frá því að Clinton vann stóra sigra í Illinois og Michigan. Tveimur dögum síðar heltist Paul Tsongas, fyrrum þingmaðnr frá Massachusetts og þá talinn helsti keppinautur Clintons, úr lestinni. Samkvæmt fjölmiðlum voru línur nú ljósar: Clinton myndi kljást við Bush í forsetakosningunum í haust. Andlit Clintons var á forsíðum vikuritanna Newsweek og Economist og eftir- standandi forkosningar aðeins formsatriði. Clinton sagði á þriðjudag að hann hefði aldrei þóst öruggur með útnefn- ingu demókrata. Hann benti á Jimmy Carter, sem stóð af sér öflugar loka- hrinur andstæðinga sinna bæði 1976 og 1980, og sagði að kjósendur hefðu valdið og þeir þyrftu ekki að láta það á sig fá þótt fjölmiðlar tækju sér það Bersaleyfi að útnefna sigurvegara þegar orrustan væri aðeins hálfnuð. Brown sagði að nú hefði banda- ríska þjóðin tekið við sér og hann hefði byr til að sigla þöndum seglum til útnefningar. Næsti prófsteinninn er New York-ríki. Clinton hefur það mikið forskot á Brown, bæði hvað varðar kjörmenn og kosningasjóði að hann hlýtur að eiga útnefningu vísa. Standi Brown sig hins vegar vel í New York mun hann geta gert Clinton lífið leitt. Athygli vakti að Tsongas fékk 20% atkvæða í Connecticut. Stuðnings- menn Tsongas skoruðu á kjósendur hefði sjálfur slegið framboði sínu á frest. Skoðanakönnun, sem tekin var er kjósendur komu af kjörstað, benti til þess að Tsongas hefði unnið hefði hann verið í framboði, Clinton orðið annar og Brown þriðji. í könnuninni kvaðst helmingur þeirra, sem kusu Brown, vilja geta valið um aðra frambjóðendur en í boði væru og um þriðjungur kjósenda Clintons tók í sama streng. Um helm- íngur kjósenda bæði demókrata og repúblikana kvaðst óska þess að ein- hver annar væri í framboði. Nú er því spurt hvort Bandaríkja- menn líti svo á að enn einu sinni hafi þeir tvo kosti í forkosningum, hvorugan góðan og þurfi að velja þann skárri. Eða kjósa alls ekki. Kosningaþátttaka var mjög lítil í Connecticut og á einni útvarpsstöð gáfu kjósendur, sem teknir voru tali, Reuter. Clinton og Brown skömmu áður en þeir komu fram í þætti hjá ylfíC-sjónvarpsstöðinni stuttu eftir að úrslitin í Connecticut lágu fyrir. þá ástæðu helsta fyrir að sitja heima að þeir sæju hagsmunum sínum ekki borgið hjá þessum frambjóðendum. Eftir forkosningarnar í Connectic- ut er staðan hjá demókrötum þannig að Clinton er kominn með 986 kjör- menn og Brown 151 kjörmann. 2.154 kjörmenn þarf til að tryggja sér út- nefningu demókrata. Bush er nú kominn með 746 kjörmenn en Buch- anan aðeins 46. Frambjóðandi repú- blikana þarf að tryggja sér atkvæði 1.105 kjörmanna til að verða út- nefndur. Lögfræðingur í norska utanríkisráðuneytinu: „EES-sammngar íslendinga miklu betri en þeir norsku“ Segir sjávarútveg og fiskvinnslu galopin fyrir fjárfestíngum útlendinga Ósló. Frá fréttaritara Morgunblaösins, Jan Gunnar Furuly. „ÍSLENDINGAR náðu miklu meiri árangri en Norðmenn í samningun- um um Evrópska efnahagssvæðið." Kemur þetta fram í nótu frá fyrr- um varaformanni norsku sendinefndarinnar hjá EFTA, Fríverslunar- bandalagi Evrópu, í Genf og er þar að finna afar harða gagnrýni á sjávarútvegskafíann í EES-samningunum. Það var Dagbladet, sem birti skjal- rekin úr starfi fyrir að hafa brugðist ið, en þar segir höfundur þess, trúnaði en yfirlýsingar hennar hafa Synnöve Fjellbakk Taftö, lögfræð- ingur og starfsmaður utanríkisráðu- neytisins, að EES-samningarnir opni útlendum fyrirtækjum greiða leið inn í norskan sjávarútveg, vinnslu eða veiðar, og þar með að kvótanum. Genguivþetta álit þvert á yfirlýsingar norskra ráðherra, sem fullyrða, að girt hafi verið fyrir ítök útlendinga í sjávarútvegi. Synnöve á nú á hættu að vera fallið eins og sprengja í Noregi. Hafa talsmenn flestra flokka krafist þess, að ríkisstjórnin geri nánari grein fyrir lögfræðilegum hliðum EES-samninganna. „Yegna sjávarútvegskaflans eru EES-samningarnir verri en full aðild að Evrópubandalaginu. Þeir eru það versta af öllu vondu,“ segir Synnöve meðal annars og líkir samningunum við „fíkjublað, sem er ætlað að friða norskan almenning". Segir hún, að samviskuástæður hafi valdið því, að hún ákvað að bijóta trúnaðareiðinn, þá skyldu starfsmanna utanríkis- ráðuneytisins að tjá sig ekki um póli- tísk málefni. „Ég er sjálf frá Norður-Noregi,“ segir hún, „en meðan á samningun- um stóð mátti ég oft sitja á blaða- mannafundum og hlusta á ráðherra vera með yfirlýsingar, sem við starfs- mennirnir vissum, að voru rangar." Synnöve nefnir einnig, að í samn- ingunum við Evrópubandalagið hafi íslenska sendinefndin staðið miklu fastara á sínum kröfum en sú norska og með þeim árangri, að Islendingar hafi náð miklu betri samningi en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.