Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 37 dýralæknir á smádýraklínik háskól- ans_. En hugur hans stefndi heim til íslands og hann hafði í huga að sækja um nýstofnað héraðsdýra- læknisembætti á Hornafirði. Við hjónin áttum þarna indæla stund með þeim. Mikið var rætt um ástand mála heima á íslandi og ekki síst væntanlegt starf héraðsdýralæknis á Hornafirði. Stofnun þessa dýra- læknisumdæmis olli nokkrum um- ræðum, margir töldu enga þörf á því — það yrði ekkert að gera fyrir dýralækni á Hornafirði. Þetta nýja umdæmi var klofið út úr Austur- landsumdæminu, sem undirritaður gegndi. Það náði frá Breiðdalsheiði að Skeiðará. Hafi undirritaður ein- hvern tíma efast um velgengni væntanlegs dýralæknis á Horna- firði, var hann ekki í vafa um þótt kynnin væru stutt, að Birnir yrði farsæll dýralæknir hvar sem hann myndi starfa í heiminum. Það var tilhlökkunarefni að fá hann á Horn- afjörð og unga dýralæknisfjölskyld- an kom þangað um haustið. En þá var langt á milli Hafnar og Reykja- víkur — brúin á Skeiðará kom ekki fyrr en árið 1974. Við á Egilstöðum nutum góðs af, því Birnir og Edda áttu þá oftar leið um Egilsstaðir, en síðan varð þegar hringvegurinn var kominn til sögunnar. Það gekk ekki átakalaust fyrir Birni að hefja dýralæknispraxís í nýja embættinu. Þangað hafði kom- ið dýralæknir Ijórum til fimm sinn- um á ári og ekki gert miklar glor- íur En nú var tekið til hendinni. Með góðu og illu var tekið til í slát- urhúsinu. Nú er á Höfn eitt besta sláturhús landsins. Við kúaskoðun- ina fengu fjósin sína yfirhölun og bændur sem aldrei ætluðu að nota dýralækni, fóru að hugsa sinn gang. Og Birnir hafði nóg að gera sem héraðsdýralæknir. Ennfremur gegndi hann starfi heilbrigðisfull- trúa hin síðari ár, auk þessa gegndi hann fjölda trúnaðarstarfs fyrir sveit sína og byggðarlag. Hann var mjög virkur þátttak- andi í störfum Dýralæknafélags íslands, sat þar í stjórn 1975-1979 og var formaður þess 1986-1988. Birnir fylgdist vel með nýjungum í sínu fagi. Hann sýndi fádæma dugnað er hann, samhliða héraðs- dýralæknisstarfinu, stundaði fram- haldsnám við Den Kongelige Vet- erinær og Landbohöjskole og lauk því sem sérfræðingur í nautgripa- sjúkdómum. Við störfuðum saman í stjórn Dýralæknafélags Islands á árunum 1975 til 1979 og frá þeim tíma á ég góðar minningar, þrátt fyrir að við værum ekki alltaf sammála. Umræðurnar urðu stundum erfiðar en oftar en hitt var það Birnir sem rétti fram sáttarhöndina. Birnir var mjög útsjónarsamur og þrifinn maður. Ýmis verkefni dýralæknis eru ekki með þeim hreinlegustu sem fyrirfinnast í sam- félaginu. Það er ekki beint þrifalegt að liggja flatur í flórnum við að hjálpa kú. Það er erfitt að standa ( upp frá því hrein og þrifalegur, geta sest upp í hreinan bílinn með alla hluti hreina og á réttum stað ( þegar ekið er frá bænum. Þarna var á ferð sannur gentelmaður og kvöldið áður en hann dó, hafði hann ( fært inn allan praxis og bókhald eins og hann áreiðanlega gerði á hverju kvöldi. Það var gaman að heimsækja þau hjónin á Hornafjörð. Nutum við gestrisni þeirra, ekki síst í mat og drykk en þau sýndu mikinn smekk þar sem annars staðar. Það er gott að eiga góðan kollega sem hægt er að leita til, ráð hans voru mér happadtjúg. Birnir stóð ekki einn í sínu starfi. Hann kvæntist Eddu Flygenring 17. ágúst 1963. Konan í lífi dýra- læknisins þarf oft að vera tilbúin til að aðstoða við uppskurði og aðr- ar aðgerðir viðvíkjandi starfinu. Þar á lá Edda ekki á liði sínu. Auk þess " að skapa honum yndislegt menning- arheimili áttu þau saman þijú 4 niannvænleg börn, en þau eru Sig- “ rún Birna, Garðar Ágúst og Hildur Björg. Þau eru öll við nám. g Við Hulda og okkar börn vottum ™ þér Edda mín og börnunum innileg- ustu samúð. Guð fylgi ykkur. Bless- uð sé minning Bimis Bjarnasonar. Jón Pétnrsson. Birnir Bjarnason héraðsdýra- læknir og heilbrigðisfulltrúi í Austur-Skaftafellssýslu lést langt um aldur fram 15. mars sl. Bæjarstjórn Hafnar og Sýslu- nefnd Austur-Skaftafellssýslu minn- ist Birnis fyrir viðamikið framlag hans til málefna Austur-Skaftfell- inga. Birnir var sérdeilis afkastamikill í starfi og félagsmálum. Hann tók við embætti héraðsdýralæknis 1967 og var ráðinn heilbrigðisfulltrúi á vegum Sýslunefndar Austur-Skafta- fellsýslu 1986. Hann sat í stjórn Kaupfélags Austur-Skaftfellinga frá 1979 og var átta ár í sveitarstjórn á Höfn, þar af oddviti hennar í fjög- ur ár. Þess utan gegndi Birnir fjölda trúnaðarstarfa á vegum bæjarins, kaupfélagsins og fleiri aðila. Birnir var einarður og hreinskipt- inn í samskiptum og ráðagóður. Því var mjög mikill akkur að fá hann til að vinna að þeim fjölmörgu verk- efnum sem á hveijum tíma bíða úr- lausnar. Það var ávallt sérstaklega gott að eiga samstarf við Birni og því er það með söknuði sem frábær starfsmaður og embættismaður er kvaddur. Það er mikið áfall þegar slíkur hæfileikamaður fellur frá og tóma- rúm skapast sem langan tíma tekur að fylla. íbúar á Höfn og annars staðar í Austur-Skaftafellssýslu minnast Birnis með virðingu og þökk. Eiginkonu Birnis, Eddu Flygen- ring, börnum og öðrum aðstandend- um fylgja djúpar samúðarkveðjur úr sýslunni. F.h. sýslunefndar Austur-Skafta- fellsýslu og bæjarstjórnar Hafnar, Sturlaugur- Þorsteinsson bæjarstjóri. Minning: Guðrún Jónsdótt- ir frá Litla-Landi Okkur langar í fáum orðum að minnast ömmu okkar. Við hugsum til Eyja þegar amma og afí voru daglega fastur punktur í tilverunni. Til Litla-Lands var alltaf gott að koma — við áttum okkar litlu postu- línskaffibolla sem í dag eru stofu- stáss — að eiga sér herbergi hjá þeim og fá að sofa þar þó sumir gugnuðu og enduðu kannski inni á gólfi hjá þeim. Einnig eru fjöl- skylduhátíðir um jól og áramót ógleymanlegar. Amma klæddist alltaf peysufötum ef eitthvað stóð til og bar þau mjög vel. Hún hafði gaman af söng og söng sjálf mjög vel. Eftir gos á Sólvallagötunni og svo í Norðurbrún var líka gott að koma en amma saknaði þess að hafa ekki styttra á milli barna og barnabarna. Amma og afi voru mjög dugleg að ferðast um landið með eldri borgum í Reykjavík. Amma og afi voru gift í nær 70 ár, áttu 10 börn og misstu 2 þeirra. Oft hefur lífsbaráttan verið hörð eins og gengur og hefur amma oft sagt okkur frá því. Afi hefur alltaf borið ömmu á höndum sér. Nú er hans söknuður, mikill og við sam- hryggjumst honum innilega svo og öllum systkinunum. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið en þann kost undir gengu allir að skilja við. (H. Pétursson.) Systkinin á Akranesi. • Sérsmíðum glugga eftir þínum óskum. • Gerum föst verötilboö í alla smíði. • Yfirborðsmeðhöndlun -.400 litir. • Góðir greiðsluskilmálar. • Smíðum einnig sólstofur. Áratuga reynsla í glugga- og hurðasmíði. við Reykjanesbraut í Hafnarfirði - Símar 54444 og 654444 Metsölublaó á hvetjum degi! IG TA-88268 staðgreitt á aðeins kr. MS90 án gaskúts Eiginleikarnir eru þessir: GASGRILL Oliufelagið hf. hefur nu til afgreiðslu, a ESSO bensínstöðvum um allt land, fullkomið gasgrill á einstaklega hagstæðu verði. Gaskutar fyrir grillið fast á ESSO bensínstöðvum um allt land. Skiptiþjónusta a tómum og áfylltum kútum. Olíufélagið hf Simi: 60 33 00 Afkastamikill 30.000 BTU (8,8 kW) tvöfaldur H-laga brennari sem tryggir jafna dreifingu á eldunarflötinn. 1809 cm2 eldunarflötur. 1040 cm2 færanleg efri grillrist. Fellanleg tréhilla að framan. Tvær hliðarhillur úr tré. Botnhilla úr tré. Glerrúða í loki og hitamælir. Örugg festing fyrir gaskút. Leiðbeiningar um samsetningu á íslensku. Notkunarleiðbeiningar á íslensku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.