Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 11 Kirkjuritið í nýjum búningi Hvammstanga. KIRKJURITIÐ hefur nú komið út í nýjum búningi í upphafi 58. árgangs. Er þetta fyrsta hefti nýráðins ritstjóra, sr. Kristjáns Björnssonar sóknarprests á Hvammstanga. Sr. Kristján var vígð- ur til Breiðabólsstaðarprestakalls í júlí 1989 en fluttist til Hvammstanga á síðasta ári, er Hvammstangasókn færðist með lögum í Breiðabólsstaðarprestakall. Hefð er fyrir, að ráða rit- stjórann í þrjú ár í senn og er sr. Kristján ráðinn frá síðustu áramótum. Má segja að ráðning hans sé tímamót hjá Kirkjurit- inu, þar sem hann er fyrsti ritstjóri þess úr Hólastifti hinu forna. Til gamans má benda á, að í prestakalli hans var fyrsta prent- smiðja starfrækt á Islandi og þar voru einnig lög fyrst færð í letur. Sr. Kristján var inntur frétta á þessum tímamótum. - Kirkjuritið kemur nú út í breyttu útliti, hvað um innihald- ið? „Kirkjuritið kemur út ársfjórð- ungslega. Með þessum nýja ár- gangi var ákveðið að breyta út- liti ritsins og stækka það. Kannski meðal annars til að und- irstrika breyttar áherslur í útgáf- unni. í seinni tíð hefur ritið byggst upp á efnismiklum grein- um um afmarkað efni í hverju riti, þar sem því málefni voru gerð endanleg skil. Nú eru ritað- ar 2-3 ítarlegar greinar fyrir rit- ið og ýmsum málefnum velt upp. Síðan verður ritið opið til skoð- anaskipta í næstu tölublöðum. Gerðar verða kröfur um vandað- an málflutning og gagnorða framsetningu. Þannig hyggst ég gera ritið opnara og áhugaverð- ara fyrir fleiri, en ekki þungt, faglegt rit, sem höfðar til fárra fræðimanna. Þá lýsi ég eftir fréttum og myndum úr daglegu lífi kirkjunnar og safnaðarins, vítt og breitt um landið.“ - Hvaða áherslur eru í þessu fyrsta tölublaði, sem þú ritstýrir? „Umræða um safnaðarupp- byggingu hófst í síðasta tölublaði Kirkjuritsins og eru því málefni nú gerð ítarlegri skil, með grein- um eftir sr. Órn Bárð Jónsson og sr. Bjarna Karlsson. Þá eru greinar um messusönginn, ritað- ar af Jóni Stefánssyni organista, sr. Jóni Helga Þórarinssyni og sr. Gunnari Björnssyni. Eru þar settar fram skoðanir, sem líkleg- ar eru til að verða til snarpra skoðanaskipta. í ritinu er einnig kynning á sálmabókinni Sálmar 1991.“ - Hvað verður tekið tii um- Qöllunar í næsta tölublaði? „Þá verður reynt að fjalla um dulúðina í kirkjunni og sérstöðu kristinnar dulúðar gagnvart öðr- um trúarbrögðum. Einnig verður velt upp samvinnu kirkju og skóla um kristinfræðslu." - Verður einhver stefnubreyt- ing hjá Kirkjuritinu, undir rit- stjórn þinni? „Framtíðarsýn mín er, að sam- vinna verði milli presta og organ- ista kirkna, en Prestafélag ís- lands gefur Kirkjuritið út og organistar sérstakt blað, Organ- istablaðið. Til að mynda er afar erfitt að taka upp umræður í Kirkjuritinu um söngmál í kirkj- um, án þess að organistar eigi þar beinan þátt í umræðunni. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Sr. Krislján Björnsson ritstjóri Kirkjuritsins. Þá má segja að í þessu presta- kalli sé gömul hefð fyrir ritun fræða og bókaútgáfu. Vissulega kemur til greina að bijóta um og prenta Kirkjuritið alfarið í þessu héraði, því öll aðstaða er hér til staðar.“ - Nú ert þú fyrsti ritstjóri Kirkjuritsins í Hólastifti, hvað um útgáfumál norðlenskra presta? „Prestafélag Hólástiftis hins forna hefur um árabil gefið út rit, Tíðindi. Munu þeir ekki hafa unað því að vera settir hjá í að hafa bein afskipti af útgáfu rita um sér hugleikin mál. Fyrsta tölublað Tíðinda kom út að hausti 1899 en síðan ekki fyrr en afi minn, sr. Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum, endurvakti það árið 1959.“ - Viðtal: Karl Sigurgeirsson ___________Brids_____________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar Fyrir skömmu lauk firmakeppni Bridsfélags Siglufjarðar. Spilaður var þriggja kvölda tvímenningur og spil- uðu því þrjú pör fyrir hvert fyrirtæki. Röð efstu fyrirtækja varð þessi: Þormóður Eyjólfsson hf. 430 Berghf. 425 Stálvík Sl. 1 421 Kranaleiga Þorsteins 420 L.V.N.V. 416 Þátttökugjald er kr. 6.000 á par og er innifalið í þeirri upphæð kaffi og glæsilegaur kvöldverður í Hótel Egils- búð. Að vanda verða glæsileg verðlaun í boði fyrir þijú efstu pörin. Spilað verður um silfurstig. Þátttaka tilkynnist til Heimis í síma 71461/71507, Elmu 71532/71750 eða Jóhönnu í síma 71612/71776 fyrir 13. apríl. Allar nánari upplýsingar eru veittar í þessum símum. Páskamót BN hafa frá upphafi ver- ið eindæma vel sótt og jafnan færri komist að en viljað hafa. Bridsfélag Sauðárkróks Nú er lokið parakeppni félagsins og var keppnin mjög jöfn og úrslit réðust ekki fyrr en á síðasta spili. Efstu pör urðu: Agústa Jónsdóttir - Kristján Blöndal 240 Anna Bjarnadóttir - Jónas Birgisson 239 Sólrún Júlíusdóttir - Ólafur Jónsson 226 Sigrún Angantýsd. - Sigurgeir Angantýsson 225 Þórdís Þormóðsdóttir - Jón Ö. Berndsen 223 Svanhildur Hall - Sveinbjörn Eyjólfsson 219 Ekki verður spilað næsta mánudag vegna sæluviku Skagfirðinga. Mánu- daginn 6. apríl verður spilaður eins kvölds tvímenningur. 51500 Hafnarfjörður Álfaskeið Góð 4ra herb. rúml. 100 fm íb. á 3. hæð auk bílsk. Áhv. ca 2,5 millj. Verð 7,6 millj. Breiðvangur Góð 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð. Gott útsýni. Blómvangur Giæsil. efri sérh. í tvíbhúsi ásamt bílsk. Smyrlahraun Gott eldra timbureinbh. ca 170 fm kj., hæð og ris. Verð 9,0 millj. Hjallabraut Góð 4ra-5 herb-. ca 110 fm íb. á 1. hæð. Drangahraun Höfum fengið til sölu gott iðn.- og/eða versl.-/skrifsthúsn., 382,5 fm. Fokhelt. Einbýlishús óskast í Hafnarfirði í skiptum fyrir efri sérh. ásamt risi ca 140 fm. Atvinnuhúsnæði Vantar atvhúsnæði ca 1000- 1500 fm. Helmingur lagerpláss. Vantar - vantar Höfum kaupendur að 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. í Hafnarfirði. Kópavogur - Álfabrekka Gott einbhús á góðum stað á tveimur hæðum ca 270 fm þ.m.t. bílsk. j Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafn., símar 51500 og 51501. VITASTÍG I3 26020-26065 Skúlagata. 2ja herb. íb. á 1. hæð. 51 fm suðursvalir. Laus fljótl. Æsufell. 2ja herb. íb. ca 55 fm auk bílsk. Góð lán áhv. Hverafold. 2ja herb. falleg íb. á 1. hæð 56 fm. Sérþvottah. í fb. Húsnlán éhv. Parket. Sér- garður. Vindás. 3ja herb. falleg íb. 86 fm á 2. hæð. Bílskýli. Fallegar innr. Góð lán áhv. Vesturberg. 3ja harb. fb. á 1. hæð 74 fm. Fallegar innr. Vestursv. Verð S.7 mlllj. Týsgata. 4ra herb. íb. á 1. hæð 80 fm. Laus. Eskihlið. 4ra herb. endalb. 90 fm. Parket. Vestursv. Verð 7,3 millj. Bólstaðarhlíö. Sérlega falleg 4ra-5 herb. íb. 113 fm á 1. hæð. Sérinng. Suðursv. Bílskréttur. Nýjar innr. Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Hjartanlegar þakkir séndi ég öllum þeim, sem glöddu mig og sýndu mér vinarhug á áttrœöis- afmœli minu 13. mars. Guð blessi ykkur öll. Málfríður Larsdóttir, Hríngbraut 87, Keflavík. Gódan daginn! Efstu pörin eftir þessi þijú kvöld yoru þessi: Ásgrímur Sigurbjömss. - Jón Sigurbjömsson 469 Reynir Pálsson - Stefán Benediktsson 428 Birgir B. - Gottskálk R. - Þorsteinn J. 405 Jónas Stefánsson - Þórleifur Haraldsson 395 Sigfús Steingrímsson - Sigurður Hafliðason 394 Nú stendur yfir aðalsveitakeppnin og taka 12 sveitir þátt í henni. Lokið er 7 umferðum af 11 og er staðan á toppnum þannig: Björk Jónsdóttir 157 Þorsteinn Jóhannsson, biðleikur 132 íslandsbanki, biðleikur 124 Níels Friðbjarnarson 121 Stefán Benediktsson 115 Ánægjulegustu tíðindin eru að aðal bridsgarpar Sigifirðing af yngri kyn- slóðinni, þeir Olafur og Steinar Jóns- synir, urðu Islandsmeistarar yngri spilara nýlega. Þeir spiluðu í sveit Videóhallarinnar ásamt þeim Hrannari Erlingssyni og Sveini R. Eiríkssyni. Bridsfélag Hornafjarðar Hafið er þriggja kvölda svokallað Vélsmiðjumót og er spilaður barómet- er. Efstu pör eftir fyrsta kvöldið: Gísli Gunnarsson — Ingvar Þórðarson 50 Björn Júlíusson — Vífill Karlsson 39 Birgir Bjömsson - Stefán Arngrímsson 39 Jón G. GunnarssonJón Guðmundsson 38 Þorsteinn Siguijónsson - Einar V. Jensson 38 Örn Raparsson - Kolbeinn Þorgeirsson 29 Ólafur Jónsson — Kristjón Elvarsson 25 JónAxelsson-GuðmundurSkúlason 16 Páskamót á Norðfirði Hið árlega páskamót Bridsfélags Norðfjarðar verður haldið í Egilsbúð laugardaginn 18. apríl nk. og hefst kl. 12.30. Stefnt er að þátttöku 34 para. MEISTARINN FRÁ MONT BLANC MEISTERSTÚCK MONT° BLANC HAFNARFJÖRÐUR: BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS KEFLAVÍK: BÓKABÚÐ KEFLAVlKUR AKRANES: BÓKASKEMMAN MONT BLANC VERSLANIR REYKJAVÍK: LEONARD BORGARKRINGLUNNI MÁL OG MENNING SlÐUMÚLA 7-9 MÁL OG MENNING LAUGAVEGI 18 PENNINN KRINGLUNNl PENNINN HALLARMÚLA PENNINN AUSTURSTRÆTI SKÁKHÚSIÐ LAUGAVEGI 116 ÍSAFJÖRÐUR: BÓKHLAÐAN SAUÐÁRKRÓKUR: BÓKABÚÐ BRYNJARS AKUREYRl: TÖLVUTÆKI-BÓKVAL VESTMANNAEYJAR: BÓKABÚÐIN HEIÐARVEGI 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.