Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Nýting- orkulindanna inna.nla.nds eða erlendis? Fyrri hluti eftir Bjarna Jónsson Veður eru nú válynd. Landsfram- leiðsla hefur dregist saman síðan 1987 og horfur eru á afturkippi á árinu 1992. Ástæður þessa langvinna samdráttar eru í senn heimatilbúnar og utanaðkomandi. Útflutningstekj- ur eru mestmegnis reistar á sjávar- fangi, sem virðist vera að bresta, e.t.v. vegna rangrar fískveiðistjóm- unar, enda hefur stjómmálamönnum löngum verið gjamt að treysta á brjóstvitið, en hunsa ráðgjöf á fræði- legum grunni. Heimskreppa virðist í uppsiglingu. T.d. þurfa Bandaríkja- menn nú að leita allt aftur til ársins 1939 til sambærilegs á stands á ýmsum sviðum efnahagsmála. Samt fæst enn gott verð fyrir físk í Evr- ópu. Endalok kalda stríðsins og hrun hins kommúníska heimsveldis, er náði frá Mið-Evrópu til Kyrrahafs, hefur þegar valdið miklu umróti á vestrænum málmmörkuðum. Dæmi um þetta er álmarkaðurinn, en við hmn innanlandsmarkaðar Ráðstjóm- arríkjanna gömlu, sem nam tæplega 4 millj. árstonna, er Rússland nú aflög^ufært með u.þ.b. 1 millj. árstonn og flytur þetta magn út á vestræna markaði. Þetta jafngildir 5-10% aukningu framboðs þar, og hefur álverð í kjöifarið hrapað um a.m.k. 40% og stefnir í algert óefni hjá ál- framleiðendum af þessum sökum. Til að bæta gráu ofan á svart mun framleiðslukostnaður iðnaðarins fara enn vaxandi á næstu árum vegna aðgerða í mengunarvamamálum, eins og vikið verður að hér á eftir. Framtíðarmöguleikar stóriðju á Islandi Nú em notaðir á íslandi um 4,4 TWh ( terawatttímar ) af raforku árlega eða 10% af vel virkjanlegri vatnsorku landsins; þar af notar stóriðjan um helming. (Terawatt-tími er eitt þúsund milljarðar wattíma - t.d. er raforkuvinnslugeta á íslandi um 5 TWh/a ( a = ár). GWH er skammstöfun fyrir gígawatttíma, sem er einn milljarður wattíma, en ársraforkunotkun Hafiiarfjarðar er um 60 GWH. MWH er skammstöfun fyrir megawattíma, sem er ein millj- ón wattímar, en ársraforkunotkun meðalheimilis á íslandi er um 4 MWH. kWh er skammstöfun fyrir kílówattíma, sem er eitt þúsund watttímar). Mest munar um álframleiðsluna, sem er um 90 þús. árstonn og notar tæplega 1,5 TWh/a á ári. Ástæða þess, að mest áhersla er lögð á ál- framleiðslu á Islandi af stóriðjugrein- um, er vafalaust sú, að sá iðnaður þarfnast mestrar orku á hverja fram- leidda þyngdareiningu, u.þ.b. 16kWh/kg alls. Ef reiknað er með, að 30 TWh/a séu samkeppnishæfir og yrðu nýttir til álframleiðslu, væri unnt að framleiða á íslandi tæplega 2 millj. tonna af áli árlega. Þetta er um 10% af heimsframleiðslunni um þessar mundir. Eru einhver líkindi til að svo verði? Sé litið á framvindu mál varðandi Atlantál, sem í lokaáfanga átti að geta framleitt um 20% af ofan- greindu hámarksmagni, virðast lík- indin ekki mikil nú um stundir. Öðru mikilvægara um staðarval fyrir nýjar álverksmiðjur og er ódýr raforka úr „hreinum" orkulindum. Þess vegna eru önnur vatnsorkulönd skæðustu keppinautar íslendinga um ný álver. Sem dæmi má nefna Ven- esúela, sem hefur uppi áform um að margfalda sína framleiðslugetu og komast upp í 2 millj. árstonna. Ven- esúela getur boðið mjög hagstætt raforkuverð. Gríðarleg óvirkjuð vatnsorka er til í heiminum. Búist er við að árleg raforkuvinnsla úr vatnsorku muni tvöfaldast á árabilinu 1991-2020 og fjórfaldast fram til ársins 2070, sem er aukning um 6 þús. TWh eða 60 EJ olíuígildi ( J er grunneining raf- orku = joule, sem jafngildir wattsek- úndu. EJ stendur fyrir etajoule = 1018 Joule, og GJ stendur fyrir gíga- joule: 109 j) (1). Þettajafngildir með- alaukningu um 75 TWh á ári eða 3-4% Spáð er tæplega 80% aukningu jarðgasvinnslu á næstu 40 árum og allt að þreföldun kolanotkunar á 80 )Ve$ainiíaureni Kynning á nýju vor- og sumarlitunum í . 'v ''7A °° Laugavegi 80 1 Þórunn Jónsdóttir, förðunarfræðingur, veitir ráðgjöf um förðun og liti. í dag, fimmtudag, frá kl. 12-18 og á morgun, föstudag, frá kl. 12-18. Tekið er við tímapöntunum í síma 611 330 ef óskað er. Bjarni Jónsson „ Dæmið sýnir að hrá- álsiðnaðurinn gæti enn átt eftir að dafna og þá þarf að beita fjölþætt- um úrræðum, til að laða hann til landsins, því að orkuverðið er greini- lega ekki eins sam- keppnishæft og margur hefur haldið.“ árum, aðallega í svokölluðum þróun- arlöndum. Af þessari upptalningu má ráða, að nægt orkuframboð verður um fyrirsjáanlega framtíð til raforku- vinnslu. Sá er hins vegar hængurinn á, að megnið af orkubirgðunum mengar umhverfíð við nýtingu, t.d. kol og olía, eða veldur slysahættu, t.d. geislavirkur úrgangur kjarnorku- vera. Nú þykir margt benda til, að auk- ið magn sk. gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu af mannavöldum muni valda loftslagsbreytingum á jörðinni og straumbreytingum í út- höfum. Stórvirkasta gróðurhúsaloft- tegundin er koltvíildi, C02. Það hefur aukist í andrúmsloftinu úr 280 ppm (milljónustu hlutar) árið 1800 í 315 ppm árið 1960 og í 350 ppm árið 1990 (1 ppm = 1 af milljón) eða um 25%. Vöxturinn er nú 4-5 ppm á ári eða 1,3%. Meðalhitastig á jörð- inni er nú um 15°C. Um árið 2030 er búist við, að magn C02 í andrúms- loftinu hafí tvöfaldast frá upphafs- gildi og hafí náð 560 ppm, verði ekkert að gert. Útreikningar benda til, að þetta muni valda hitastigs- aukningu um 1,5 - 4,5°C (1), sem gæti þýtt 18°C meðalhitastig á jörð- inni árið 2030. Þó að ekki séu allir á þessu máli, eru menn samdóma um, að slík hitastigsbreyting mundi valda gríðarlegri röskun á jörðinni, og því hafa margar þróaðar þjóðir bundist samtökum um að stöðva aukningu á losun C02 þannig að árið 2000 verði hún svipuð og árið 1990. Liður í þessum áformum er skattlagning kolvetnaeldsneytis, að- allega olíu og kola, til raforkufram- leiðslu. í EB eru uppi bollaleggingar um C02 skatt á kolefnisbrennslu. Miðað við olíubrennslu jafngildir hann um 13 mill/kWh (mill er þús- undasti hluti úr Bandaríkjadal), og þýðir þessi skattlagning um 70% hækk ’n breytilegs kostnaðar olíu- kyntra orkuvera og jafnvel enn hærri fyrir kolakynt orkuver. Gaskynt orkuver sleppa sennilega að mestu. Þar sem vegið meðalorkuverð til ál- vera í hinum vestræna heimi er 15-20 mill/kWh (2), er ljóst, að slík- ur skattur mundi torvelda mjög sam- keppnisaðstöðu álvera, er fá raforku úr kolefniskyntum orkuverum. I Evr- ópu nemur slík raforkuvinnsla til ál- vera nú um 36 TWh/a og jafngildir um 2,2 millj. árstonna af áli. Það er því senniliegt, að á næstu árum auk- ist verulega eftirspurn í Evrópu eftir raforku úr „hreinum" orkugjöfum. Líklegt er, að kjarnorka verði flokkuð til slíkra orkugjafa. Vinnslukostnaður raforku í kjarn- orkuverum markast af hönnun kjarn- orkuveranna og öryggiskröfum, en er vart yfir 40 mill/kWh um þessar mundir. Eftir C02 skatt verða kjarn- orkuver hagkvæmari en kolakynnt orkuver. Raforkuvinnsla úr vatns- orku er hins vegar mun ódýrari. í V-Evrópu er vatnsaflið fullnýtt, nema í Noregi og Svíþjóð og á ís- landi. í Noregi kostar afgangsorka til stóriðju á bilinu 9-27 mill/kWh eftir árferði, og ríkisveitan selur for- gangsorku til álvera á um 10-20 mill/kWh. Hver er samkeppnisstaða ís- lenskra fallvatna, sem að magni til (44 TWh/a) samsvara innan við 0,5% } > > > Husqvarna TILBOÐSDAGAR Huskylock 360D Huskystar S60 Verð kr. 33.820.- stgr. Verð kr.23.655.- stgr. REYNSLA - ÞJÓNUSTA - NÁMSKEIÐAHALD VÖLUSTEINNh Faxafen 14, Sími 679505 af vel virkjanlegri vatnsorku heims- ins? Áætlað er, að stofnkostnaður virkjana og flutningsvirkja vegna sölu 30 TWh/a til stóriðju nemi um 550 milljörðum króna eða 10 millj- örðum Bandaríkjadala. Við 7% árs- vexti og 40 ára afskriftartíma svarar þetta til kostnaðarverðs að jafnaði 1,4 kr/kWh eða 25 mill/kWh. f byij- un er e.t.v. um 20% ódýrari kosti að ræða en nemur meðalkostnaðinum. Vitað er, að yfir 80% af áliðnaði hins vestræna heims greiðir lægra orkuverð en 25 mill/kWh. Meðalverð- ið er líklega 15-20 mill/kWh, og ný álver með tiltölulega háan fasta- kostnað eru nánast undantekningar- laust reist, þar sem mjög hagkvæmt orkuverð er í boði, oftast frá vatns- eða gasorkuverum. Það er „barist“ um þessar fjárfestingar og vitað er, að lág „kynningarverð" eru sums staðar boðin, t.d. í Kanada og Ve- nesúela u.þ.b. 10 mill/kWh. Á árinu 1991 kom upp ný staða á hráálsmarkaði. Þá jókst framboðið á vestrænum mörkuðum um 0,8 millj. tonn og jafnframt minnkaði eftirspurn vegna samdráttar í efna- hagslífi Vesturlanda. Þetta ójafn- vægi gæti haldist þar til innanlands- notkun í Rússlandi vex á ný. Álverð um þessar mundir er um 1.200 USD/t (Bandaríkjadalir tonnið) og sveiflast á bilinu 1.000-1.400 USD/t, en til samanburðar var það að meðaltali um 1.800 USD/t á árun- um 1986-1990. Víðast hvar skortir rekstrargrundvöll fyrir álver á meðan álverð er undir 1.500 USD/t, en þó er meðalframleiðslukostnaður álvera í Venesúela, Kanada og Ástralíu undir 1.300 USD/t. Ætla má, að framleiðslukostnaður (breytilegur + fastur) nýs meðalstórs (150-250 þús. t) álvers á íslandi sé a.m.k. 1.650 USD/t. Af framansögðu um orkuframboð er ljóst, að hörð sam- keppni getur orðið um ný álver, þeg- ar álverðið hækkar aftur. íslensk raforka virðist standa höllum fæti gagnvart ódýrustu vatnsorkulöndun- um, en önnur atriði geta ráðið úrslit- um um staðarval. Til að spara orku -í samgöngugeiranum er nú leitast við að létta farartæki. Sem dæmi má taka bíla, en af þeim eru árlega framleiddar tæplega 50 milljónir. Til að létta bíl um 100 kg þarf 82 kg af áli eða alls um 4 milljónir tonna, sem jafngildir 20% stækkun heims- markaðarins. Dæmið sýnir að hrá- álsiðnaðurinn gæti enn átt eftir að dafna og þá þarf að beita fjölþættum úrræðum, til að laða hann til lands- ins, því að orkuverðið er greinilega ekki eins samkeppnishæft og margur hefur haldið. (1) Word Energy Outlook by Ðr. J.S. Fost- er, Orkuþing nóv. ’91. (2) Samkeppnishæfni (slenskrar raforku, Jóhann Már Mariusson, Orkuþing. nóv. ’91. Höfundur er rafmagnsverkfræðmfrur og deildarstjóri hjá íslenska álfélaginu í Straumsvík. SVFÍ gefur út blað: „Vöm fyr- ir börn“ i i % I I í TENGSLUM við átak Slysavarn- afélags íslands „Vörn fyrir börn“ hefur félagið gefið út sérstakt blað, sem er helgað þcssum mála- flokki. Biaðinu er ætlað að vekja áhuga og athygli almennings og stjórnvalda á nauðsyn eflingar slysavarna barna. í frétt frá SVFÍ segir: „Vart þarf að endurtaka þá staðreynd að á Is- landi verða fleiri slys á börnum, hlut- fallslega, en þekkist í nágrannalönd- unum. Slysavarnafélagið vill leggja sitt af mörkum til að draga úr þess- ari háu slysatíðni og hefur m.a. leit- að samstarfs við bæjarfélög um út- tekt á opnum svæðum, innan stofn- ana og víðar í þeim tilgangi að fjar- lægja slysagildrur. Þetta starf hefur gengið vel og er nú unnið að því, að gera forskrift fyrir önnur bæjarfélög. Þá hefur það nú gerst, að Slysavarnafélagið og Rauði kross íslands, hafa ákveðið að taka höndum saman um þetta verkefni þ.e. „Vörn fyrir börn“. Blaðið er fjölbreytt af efni og get- ur helstu þátta í slysavörnum barna.“ I I t i }

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.