Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 38 Minning: Helga K. Möller „Það skiptir ekki máli hve lengi við lifum, heldur hvemig við lifum.“ (Philip J. Baley.) Helga Kristín Möller er öll. Hún lést í Landspítalanum 15. mars sl. á 50. aldursári. Baráttu við illvígan sjúkdóm, krabbamein, er lokið. Lífs- starfí hennar var þó engan veginn lokið og hljótum við að trúa að henni séu ætluð mikilvæg störf á eilífðar- vegum. Helga var fædd á Siglufirði, dótt- ir hjónanna Jóhanns G. Möllers og konu hans, Helenu Sigtryggsdóttur, elst 6 systkina sem eru: Ingibjörg kennari í Reykjavík, Alda matvæla- fræðingur, Kópavogi, Jóna kennari í Kópavogi, Kristján kennari og bæjarfulltrúi á Siglufirði og Alma læknir í Reykjavík. Helga lauk stúd- entsprófi frá MA 1962 og kennara- prófí 1968. Helga giftist eftirlifandi manni sínum, Karli Harry Sigurðs- syni árið 1964 og eignuðust þau tvær dætur; Helenu Þuríði (Lóu) fædd 1967 og Hönnu Lilly fædd 1980. Helga hóf störf við Digranesskóla í Kópavogi haustið 1968 og starfaði þar til dauðadags að undanskyldum einum vetri í Hofstaðaskóla í Garðabæ. Síðustu árin var Helga í 'h starfí við bókasafn Digranesskóla og 'h starfí sem kennslufulltrúi við Fræðsluskrifstofu Reykjaness. Þegar kær vinkona og vinnufélagi til margra ára er kvödd hrannast minningamar fram. Ég heyrði henn- ar fyrst getið árið 1968, en tvö systkini mín eyddu sínum bama- skólaámm undir leiðsögn Helgu. Þama var á ferð eldhugi sem fljót- lega vann hug og hjörtu nemenda sinna. Helga gerði miklar kröfur til annarra en ekki síður til sjálfrar sín. Kröfur hennar vom aldrei ósann- gjamar. Hún var fróð og vel lesin og átti auðvelt með að miðla öðmm. Margir nemenda hennar minnast hennar ávallt með hlýhug og þakk- læti. Ekki var heldur alltaf ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur, hvort sem var uppfærsla á „Gullna hliðinu", að láta allan bekkinn hekla hjörtu til jólagjafa eða uppsetning skólabókasafns. Já, minningarnar em margar og flestar bjartar. Helga var iðin við að sækja námskeið í öllu mögulegu og þar áttum við oft samleið gegnum árin. Ófá vom skiptin sem hún var hrókur alls fagnaðar, hvort heldur í frímínútum á kennarastofu, sauma- klúbbum, við laufabrauðsskurð, á ferðalögum og við ýmsar uppákom- ur, s.s. skemmtanir, undirbúning kvennafrídags og áfram mætti telja. Félögin sem hún léði krafta sína eru ófá og víða vom henni falin trún- aðarstörf. Þar ber hæst þátttöku hennar í Alþýðuflokknum. Var hún m.a. bæjarfulltrúi í Garðabæ síðustu árin. Helga var myndarleg til munns og handa. Handavinna ýmis konar lék í höndum hennar sem ljóslega sást á heimilinu, hvort sem vom hekluðu gluggatjöldin eða prjónuðu borðtuskumar svo fátt sé nefnt. Meðal vinnufélaga um mörg ár var hún fremst meðal jafningja. Þrátt fyrir miklar annir átti Helga ávallt lausar stundir fyrir ættingja og vini. Hún var höfðingi heim að sækja. Hún var góður hlustandi, úrræðagóð, bar umhyggju fyrir öðr- um og til hennar var gott að leita með marga þætti hins mannlega lífs. Jafnvel undir það síðasta þegar lík- amlegir kraftar vom á þrotum vom hugsanir hennar bundnar umhyggju fyrir líðan annarra. Það er mikil eftirsjá að mann- eskju eins og Helgu Möller og sökn- uður allra sem til hennar þekktu er mikill. Þar á fjölskylda hennar um sárast að binda. Eiginmanni og dætrum, foreldmm og systkinum eru færðar innilegar samúðarkveðjur. Góður guð gefí ykkur styrk til að horfast í augu við framtíðina. Það var ekki í anda Helgu að láta bug- ast og þannig er hennar minnst. I Digranesskóla ríkir söknuður en jafnframt þakklæti fyrir að hafa átt Helgu að vini og starfsfélaga. „Vel notað líf er langt líf.“ (Leonardo da Vinci). Elín Richards. Hinir dánu em ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á und- an. (Cyprianus.) í þessum örfáu línum vil ég minn- ast ástkærrar móðursystur minnar, Helgu Kristínar Möller. Helga var dugnaðarkona mikil og dáist ég að hve sterk hún stóð í gegnum erfiða veikindabaráttu, Helga kom úr stórri fjölskyldu sem alla tíð hefur staðið saman og ekki síst á stundu sem þessari sem sést best á því að öll fjölskyldan var saman komin hjá henni á hennar hinstu stund. Það er sárt að sjá á eftir svo merkri konu og mikil sorg ríkir á meðal ættingja og vina. Mað- ur verður líklega að treysta á orðtak- ið sem segir að tíminn lækni öll sár. Elsku Kalli, Lóa, Hanna Lillý, amma og afi, þið eigið mína dýpstu samúð. Kristbjörg Sveinsdóttir. í dag verður til moldar borin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, vinkona okkar og félagi, Helga Kristín Möll- er, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Helga var fædd á Siglufirði 30. október 1942, dóttir hjónanna Hel- enu Sigtryggsdóttur og Jóhanns G. Möllers, verkamanns. Helga var elst barna þeirra, fímm systra og eins bróður. Eftirlifandi maður hennar er Karl Harry Sigurðsson, aðstoðarúti- bústjóri íslandsbanka í Garðabæ. Þau Helga og Karl voru samhent hjón, sem studdu hvort annað með ráðum og dáð. Eignuðust þau tvær dætur, þær Helenu Þuríði og Hönnu Lillý, góðar og efnilegar stúlkur sem báðar eru í foreldrahúsum og stunda nám. Þau áttu sér kærleiksríkt og fallegt heimili í Hlíðarbyggð 44 í Garðabæ. Helga kynntist snemma hugsjón- um jafnaðarstefnunnar og baráttu verkalýðshreyfingarinnar á íslandi fyrir bættum hag launafólks. Þar hafði faðir hennar eflaust mest áhrif, hinn sanni verkalýðssinni og jafnað- armaður, Jóhann G. Möller, sem allt fram á þennan dag hefur verið ötull forystumaður verkafólks á Siglu- fírði. Helga Kristín Möller stóð í fylk- ingarbijósti íslenskra jafnaðar- kvenna í þijá áratugi. Strax árið 1971 tók hún sæti í stjóm Kvenfé- lags Alþýðuflokksins, ásamt nokkr- um ungum konum í Alþýðuflokknum í Reykjavík sem tóku sig saman um að yngja upp forystu og starfsemi þess dugmikla og pólitískt sterka afls sem kvenfélagið var í þá daga. Áður en til þátttöku í stjórn kven- félagsins kom sýndi Helga áhuga sinn og dugnað með mikilli margvís- legri þáttöku í starfsemi Alþýðu- flokksins í Reykjavík, þar á meðal við undirbúning flokksþinga og bæj- ar- og alþingiskosninga. Að því kom síðar meir að hún tók sæti á flokks- þingum Alþýðuflokksins og seinna meir tók hún einnig sæti í flokks- stjórn Alþýðuflokksins og var kosin í framkvæmdastjóm hans. Það var á flokksþingi Alþýðuflokksins árið 1974 að samþykkt vom ný lög fyrir flokkinn. Var aðalstjórn flokksins, sem áður hafði verið skipuð for- manni, varaformanni og ritara, þá einnig skipuð gjaldkera, vararitara og varagjaldkera. Helga var þá kos- in fyrsti vararitari í stjórn Alþýðu- flokksins og hún ásamt gjaldkeran- um vom fyrstu konumar sem kosnar vom í aðalstjórn Alþýðuflokksins. Helga var bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins í Garðabæ. Eftir fylgistap flokksins í nokkur ár, tókst Helgu sem nýjum frambjóðenda að ná kjöri og er hún lést um aldur fram hafði hún setið í bæjarstjórn Garðabæjar nokkuð á annað kjörtímabil. í allri kosningabaráttu sinni og ekki síst þeirri síðari sýndi hún hve dugmikil, samviskusöm og ósérhlífín hún var, þrátt fyrir alvarleg veikindi sín. Helga var vel látin og virtur fulltrúi Alþýðuflokksins í bæjarstjóm Garðabæjar. Helga sinnti fjölmörgum trúnað- arstörfum sem ekki verða rakin hér. En hér skal ekki látið hjá líða að geta starfa Helgu fyrir Samband alþýðuflokkskvenna, sem um margra ára skeið var virt og virkt afl innan Alþýðuflokksins. Helga sat í stjóm sambandsins í mörg ár og á meðan starfsemi þess var sem öflugust sótti Helga þing, ráðstefnur og fundi fyrir þess hönd á erlendri gmnd, aðallega á hinum Norður- löndunum. Var það alltaf vitað að betri og verðugri fulltrúa en Helgu var ekki hægt að hugsa sér og kom þar m.a. fram færni hennar í erlend- um tungumálum og þjálfun í fram- komu og málflutningi. Hér á íslandi stjórnaði hún við aðra konu fjölmennu norrænu sum- amámskeiði jafnaðarkvenna á Norð- urlöndum sem haldið var á Laugar- vatni og stóð í heila viku. Var til þess tekið hve vel þeim fórst sú stjóm úr hendi. Helga var traustur félagi og vinur og aldrei meiri og betri en þega eitt- hvað bjátaði á. Það vita þeir best sem reyndu drengskap hennar og samstöðu á erfíðum stundum. Helga var myndarleg kona til orðs og æðis og hamhleypa til allra verka. Það var gott að umgangast hana, hún var glaðlynd og skemmtileg að vera með. Hún var líka ákveðin og hörð af sér. Helga var einnig ein- staklega myndarleg í höndunum og góð húsmóðir. Minnisstæð er ferð til útlanda þegar Helga sat í flugvél- inni á leiðinni til Stokkhólms og heklaði forkunnarfalleg stofu- gluggatjöld fyrir húsið í Hlíðar- byggðinni. Þeir voru margir farþeg- amir sem höfðu komið og skoðað hið fallega handverk þegar til Stokk- hólms var komið. Við þijár sem undir þessa minn- ingargrein ritum nutum vináttu og félagsskapar Helgu alla okkar starfstíð fyrir Alþýðuflokkinn og jafnaðarstefnuna á íslandi. Þó við létum af virkri þátttöku, héldum við áfram að hittast og bera saman bækur okkar og gleðjast saman. Það gerðum við reglulega nokkram sinn- um á ári í mörg ár og allt fram í desember síðastliðinn er við sátum saman að jólahádegisverði. Helga setti okkur fagurt fordæmi með hugprýði sinni og æðruleysi. Blessuð sé minning mætrar vin- konu. Kristín Guðmundsdóttir, Helga S. Einarsdóttir, Ásthildur Ólafsdóttir. Við eigum saman litla rauða rós, og rósin er tákn um hugsun okkar og vilja. Að bera hana er sama og láta í ljós löngun til þess að hugsa, leita og skilja. Rósina mega og eiga allir að sjá, þá allir vita að ég er jafnaðarmað- ur, sem leitar á brattann en sit ekki hlutlaus hjá en hreinsa til í þjóðfélaginu glað- ur. í þessum línum úr ljóði eftir Hörð Zóphaníasson, sem við konumar í Sambandi alþýðuflokkskvenna höf- um svo oft sungið með glaðri raust, felst það tákn um hugsjón og bar- áttuvilja sem var svo einkennandi fyrir Helgu Kristínu Möller. Við kveðjum hana hinstu kveðju í dag. Full sársauka vegna þeirrar hetjulegu og æðrulausu baráttu við illvígan sjúkdóm sem við höfum orð- ið vitni að síðastliðin ár og full að- dáunar vegna þess innri styrks sem hún bjó yfír. Til hinstu stundar og þrátt fyrir hrakandi heilsu reyndist hún samferðafólki sínu og vinum á sama hátt og alltaf áður, sem sú er gaf af sjálfri sér, studdi, sýndi áhuga, lagði af mörkum en krafðist einskis fyrir sig. Þegar ég lít til baka yfir þann tíma sem ég hef þekkt hana og átt í henni góðan félaga þá sé ég best hvemig það bara gerðist á eðlilegan og sjálfsagðan hátt að á hana röð- t Eískuleg eiginkona mín, móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, HANNA G. HALLDÓRSDÓTTIR, Kumbaravogi, Stokkseyri, lést í Landakotsspítala 24. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján Friðbergsson. t Móðurbróðir minn, HÁKON BENEDIKTSSON frá Efra-Haganesi, Fljótum, Mlðvangi 110, Hafnarfirði, lést á heimili sínu að kvöldi þriðjudagsins 24. mars sl. Fyrir hönd aðstandenda, Una Björk Harðardóttir. t Ástkær eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA DÓRA GUÐJÓNSSON, Laugarnesvegi 54, ^ sem lést þann 17. mars sl., verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 27. mars kl. 13.30. Þorvaldur Guðjónsson, Hulda Þorvaldsdóttir, Heiðar Þorleifsson, Ragnar V. Þorvaldsson, Guðjón S. Þorvaldsson, Jóhann H. Þorvaldsson, Anna Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRDÍS LIUA DAVÍÐSDÓTTIR, Hringbraut 59, Keflavfk, lést í Landspítalanum að morgni 16. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðbjörg Ellertsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Sveindís Olafsdóttir, Ólafur Sveinsson, Árbjörg Ólafsdóttir, Halla Sif Ólafsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og bróðir, AAGE NIELSEN, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 27. mars kl. 15.00. Stella Magnúsdóttir, Ólafur P. Nielsen, Martha E. Nielsen, Agnar Þ. Nielsen, Díana M. Nielsen, • Þórjón P. Pétursson, Sigurbjörg Nielsen og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐBJARTUR KRISTJÁNSSON, Lækjarmótum, Miklaholtshreppi, verður jarðsunginn frá Fáskrúðarbakkakirkju þarin 28. mars kl. 14.00. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Jóhanna Emilsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, GUÐBJÖRG BIRNA HAFSTEINS PÉTURSDÓTTIR póstafgreiðslumaður, Hafnarbraut 21, Höfn, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 28. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Björn Kristjánsson, Ingunn Jóna Björnsdóttlr, Andrés Óskarsson, Sigurrós Erla Björnsdóttir, Jón Þorsteinsson, Aðalheiður Fanney Björnsdóttir, Pétur H. Björnsson barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.