Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 mmmn geb oðeins gefi'S þér fóeinc* nóinúturi' . . . Þetta er símsvarinn. Láttu illyrðin fjúka ... HÖGNI HREKKVlSI þtBTTA ER. ETKJ<I EtAJS OG HEí^UL! LEA/GUK BRÉF TTL BLAÐSINS ■ < Samkeppni um skólabyggingar FráJóniA. Gissuarsyni: Reykjavíkurborg hyggst efna til samkeppni um gerð skólabygginga í sínu umdæmi. Hér er brotið í blað, því að sú venja hefur skapast að fela slíkt starf einstökum húsa- meisturum án samkeppni. Þeir virðast tíðum hafa fengið að valsa að eigin vild en notagildi setið á hakanum. Hér er þó ekki verið að tjalda til einnar nætur heldur verið að reisa byggingu sem standa mun um Iangan aldur - jafnvel aldir. í öllum grunnskólum eru við- fangsefni þau sömu. Húsnæði sem hentar einum skóla mundi og reyn- ast vel öðrum. Vankantar sem í Ijós kæmu á einum skóla yrðu og öðrum til trafala. Þennan augljósa sannleika hafa húsameistarar oft látið sem vind um eyru þjóta og dýrmæt reynsla virt að vettugi. Þess vegna hefur farið verr en skyldi. Þrír skólar í Reykjavík og nágrenni eiga þó nokkra sérstöðu: Austurbæjarskóli, Verslunarskóli íslands og Valhúsaskóli á Seltjarn- arnesi. Margt er þar til eftir- breytni, enda skólastjórar allra með í ráðum um alla tilhögun og álit þeirra að fullu metið. Mætti þetta verða væntanlegum skóla- arkitektum hvatning að nýta reynslu sem fyrir hendi er og leita hannar þar sem hana er að finna. Ég leyfi mér að nefna nokkur skilyrði sem skólahús verða að uppfylla. Ekki svo að skilja að ég einn hafi komið auga á þann stó- rasannleika. Þessar staðreyndir hafa blasað við augum allra kenn- ara um langan aldur, þótt skotist hafi sjónum arkitekta. Leiðir frá kennslustofum til and- dyris séu svo stuttar sem framast er kostur á. í stórum skólum þurfa því að vera minnst tvennar útidyr svo sem er í Austurbæjarskóla. Miðsvæðis séu þær vistarverur sem allir venja komur sínar til, t.d. bókasafn og stjórnsýsla. Mikil bót er að geta lokað milli deilda, eink- um ef aldursmunur nemenda er mikill svo og þegar próf er í sumum deildum en kennt í öðrum. Þessi atriði eru vel leyst í Valhúsaskóla. Gluggar á kennslustofum eru víða allt of stórir. Margir munu minn- ast úr sinni eigin skólagöngu með hryllingi er lágir sólargeislar yfir- fylltu kennslustofur þeirra. Sigurð- ur Guðmundsson arkitekt sótti ýmsar fyrirmyndir til suðlægari landa er hann formaði Austurbæj- arskóla. Glugga hafði hann þó minni hér vegna lægri sólargangs. Vinnuherbergi kennara hafa allt of oft setið á hakanum en eru þó nauðsyn. Vert væri að líta á hvem- ig Verslunarskóli Islands hefur leyst það mál. Leikvöllur skóla þarf að vera svo úr garði gerður að hann Iaði börn og unglinga að, Óréttlæti Frá Einari Kristinssyni: Tilgangur laga í lýðræðisríkjum Vesturlanda er tæpleg sá að ná fram óréttlæti. Ef löggjafinn í upplýstu þjóðfé- lagi gerir sig beran að því að setja slík lög og dómsvaldið framfylgir slíkum lögum er vísast að báðir aðilar, löggjafinn og dómsvaldið, verði aðhlátursefni almennings og glati allri virðingu. Þeim er því hollast að láta slíkt ekki gerast. Ég segi þetta að gefnu tilefni. Nú nýverið var öldruð kona dæmd til að greiða áskrift að tíma- riti. Að sönnu voru formgallar á vörn hennar en engu að síður get- ur hún sannað að þessa áskrift hafi hún greitt þannig að hér var kveðinn upp rangur dómur sem einnig utan skólatíma og verði þeim kærkomið athvarf. Á velli Austurbæjarskóla má á sumrum sjá ungmenni daglangt að leik, en þá líkjast vellir annarra skóla dauðs manns gröf. Þótt allir séu á einu máli að skóla skuli hanna sem hentugastan skólastarfi öllu, mætti þó huga að þörfum annarra hverfisbúa. I ný- byggðum skortir að jafnaði sama- stað hvers konar félagsstarfi. Gæti ekki skólasalur leyst þann vanda, væri ráð fyrir því gert í upphafi? í nýjum hverfum reynast skólar, sem við hæfi voru í öndverðu, of stórir er frá líður. Þessu veldur í| breytt aldursskipting svo og fækk- un. Þessa skóla þyrfti að hanna svo að hluta mannvirkja mætti þá f nýta til annarra þarfa. Fræðsluyfirvöld Reykjavíkur ættu nú, áður en útboð fer fram, 4 að kanna viðhorf skólastjóra og kennara til húsnæðis sem þeir starfa í, fá fram kosti þess og galla svo og hvað hefði mátt betur fara. Ábendingar þessar ættu svo að fylgja útboðsgögnum. JÓN Á. GISSURARSON Sjafnargötu 9 Reykjavík dómara ber að henda og biðjast afsökunar á. Starf dómara á að vera að ná fram réttlæti, en ekki að hanga eins og hundur á roði á heimskulegum og vitlausum laga- greinum. Hin lögformlega málsmeðferð í þessu máli er dómsvaldinu til ævarandi skammar . og það að þetta sé mögulegt er alvarlegt umhugsunarefni fyrir löggjafar- valdið. Tökum dæmi: Maður er dæmd- ur til hengingar fyrir morð. Þegar dómur er fallinn getur sá seki sannað fjarvist sína frá morðstað með óhrekjanlegum rökum. Hvað á að gera? Á að láta dóminn standa svo að „réttvísin" haldi andlitinu eða á að taka málið upp aftur og ómerkja fyrri dóm svo að réttlætið sé í heiðri haft? EINAR KRISTINSSON, Funafold 43, Reykjavík. Víkverji skrifar Víkveiji dagsins hefur undan- farna daga reynt að ná í fulltrúa bæjarfógeta í Keflavík, án árangurs. Fulltrúinn var á nám- skeiði í Reykjavík í eina viku svo Víkveiji lét gott heita þá vikuna, enda fengust engin svör við erind- inu hjá öðrum starfsmönnum emb- ættisins. Þegar Vikveiji taldi að fulltrúinn væri kominn til starfa og reyndi að ná í hann símleiðis hefur hann ýmist verið á tali eða ekki verið við, eins og gengur. Víkveiji hélt áfram að reyna að ná til fulltrúans en fékk að endingu þau skilaboð að hann væri farinn á námskeið og yrði ekki meira við þann daginn. Þessi tiltekni fulltrúi er dómfor- seti í sjóprófum sem haldin eru hjá bæjarfógetaembættinu í Keflavík og er ekki nokkur lifandi leið að fá þær grundvallarupplýsingar hvort ákveðið mál hafi verið tekið fyrir hjá embættinu. Ekki einu sinni hjá bæjarfógetanum sjálfum. Fulltrúinn virðist ekki þurfa að gera neinum grein fyrir því hvar tiltekin mál eru stödd í það og það skiptið og þegar Víkveiji hefur innt starfsmenn hjá embættinu eftir slíkum grundvallarupplýsing- um hafa þeir komið af fjöllum. Að sögn lögfróðra manna er bæjarfóg- etaembættinu heimilt að halda sjó- próf fyrir luktum dyrum og af- henda endurrit af dómum eftir dúk og disk, en er það ekki skýlaus krafa almennings í upplýsinga- þjóðfélagi að fá að vita hvort tiltek- ið embætti hafi til umfjöllunar ákveðið mál? XXX Eftirfarandi bréf hefur borist frá Kanadamanni af íslensk- um ættum. Nafn hans stendur undir bréfinu en hann bað um nafnleynd: Ágæti Víkveiji. Bestu þakkir fyrir ágætan dálk. Þar sem þú stendur þig vel að leiðrétta almenn- an misskilning, væri ég þakklátur ef þú vildir bæta einni leiðréttingu við: Nú þegar mikið er rætt um fyrir- huguð fiskikaup úr spænskum og portúgölskum togurum, sem veiða við austurströnd Kanada, þá er talað um það t.d. í Morgunblaðinu, að þeir veiði „í landhelgi Ný- fundnalands og Kanada“ og talað um Nýfundnaland eins og það sé sjálfstætt land. Staðreyndin er sú, sem margir en alls ekki allir virð- ast vita, að Nýfundnaland heitir fullu nafni „Province of Newfound- land and Labrador" og er 10. fylki (province) í kanadíska ríkjasam- bandinu, eða frá 1949. Að tala um annað en kanadíska landhelgi væri eins og að segja „landhelgi Vestmannaeyja og Islands." Kanadísk landhelgi í Atlantshafi þjónar ekki eingöngu hagsmunum Nýfundnalands og Labradorfylkis, heldur öllu landinu, og þá sérstak- lega Nova Scotia, New Brunswick, Prince Edward Island og Quebec, en þessi fylki sækja öll í fiskimið Kanada í Atlantshafi. I 4 I I I 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.