Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 27 JltrgMJiMuM: Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsso.n, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Stöðvum gróðureyðinguna Ráðstefna um landvernd, sem haldin var á Húsavík um síðastliðna helgi, lagði áherzlu á að færa landgræðsluna í ríkara mæli í hendur bænda. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, segir markmiðið annars vegar að ná fram betri nýtingu á fjármagni, sem varið er til landgræðslu, með því að virkja betur þekkingu bænda og tækjakost. Hins vegar að styrkja búsetu bænda í heima- högum. Siguijón Benediktsson, tals- maður samtaka á Húsavík, sem að ráðstefnunni stóðu, segir merg málsins að samvirkja landeigend- ur, áhugafólk, sérfræðinga og stjórnvöld til að stöðva gróður- eyðingu og efla landgræðslu. Dr. Bjöm Sigurbjörnsson, starfsmaður Alþjóða matvæla- stofnunarinnar og fyrirlesari _ á ráðstefnunni, sagði hugarfar ís- lendinga til gróðurverndar og uppgræðslu lands miklu betra en flestra annarra þjóða, „ef til vill vegna þess að eyðileggingin er hér svo sýnileg Þetta eru orð að sönnu. Gróðureyðing hér á landi blasir við sjónum okkar. Við búum ekki einungis að vitneskjunni um að gróðurlendið hefur í bókstaflegri merkingu skroppið saman síðan land var hér numið, vegna eld- virkni þess, kuldaskeiða, eyðing- ar skóga, ofbeitar og uppblást- urs. Við beinlínis sjáum gróður- eyðingu; horfum á landið blása upp. Þrátt fyrir skipulegar varnir allar götur síðan Landgræðsla ríkisins var sett á laggir árið 1907, og þrátt fyrir ríkidæmi, þekkingu og tækni þjóðarinnar á síðustu áratugum, fer því víðs ijarri að tekizt hafi að halda í við gróðureyðinguna á þessari öld. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði m.a. á ráðstefn- unni: „Mikilvægustu verkefnin norð- an Fjórðungsöldu eru stöðvun gróður- og jarðvegseyðingar. Hólsfjöll eru stærsta samfellda svæðið, sem tekið hefur verið til friðunar. Þar liggur fyrir áætlun um heftingu sandfoks og verður markvisst unnið að þeim aðgerð- um þegar á sumri komanda. - Afréttarlönd Bárðdæla og Mý- vatnssvæðið eru viðkvæm. Fyrir liggur að stöðva ágang sands á gróið land og náttúruperlur eins og Dimmuborgir, minnugir þess að sum svæði eru svo viðkvæm að öll beit er ofbeit. Því reynir á samstarf og samvinnu við bænd- ur um verndaraðgerðir og verður hvort tveggja að fást fram að byggðin treystist á þessu jaðar- svæði og gróðureyðing stöðvizt." Morgunblaðið getur gert þessi orð landbúnaðarráðherra að sín- um. Það er mikilvægt að sam- hæfa kraftana, landeigendur, sérfræðinga og áhugafólk, ef það markmið, sem Alþingi hefur sett þjóðinni, að stöðva gróðureyð- ingu að mestu fyrír aldamót, á að nást. Til þess þarf þjóðarvakn- ingu og þjóðarátak um gróður- vemd, Iandgræðslu og skógrækt. Reynsluna af starfi Land- græðslunnar í Gunnarsholti þarf að nýta í vaxandi mæli á norður- hluta gjóskusvæðisins, sagði landbúnaðarráðherra. Það er rétt. En það er þörf landgræðsluátaka svo að segja um land allt. Einnig í landnámi Ingólfs Arnarssonar þar sem bróðurhluti þjóðarinnar býr. Þar hefur að vísu mikið ver- ið gert á vegum höfuðborgar, sveitarfélaga, félagasamtaka og skógræktarfólks. En betur má ef duga á. 125 ára verzlunar- afmæli Borgarness Borgnesingar minnast þess um þessar mundir að 125 ár eru liðin frá því að staðurinn hlaut verzlunarréttindi. Reykvíkingar vom minntir á þessi tímamót með skemmtilegum hætti, þegar Mýramenn, klæddir að víkinga- sið, kynntu unnar búvörur sínar víðs vegar um höfuðborgina. Margt hefur breytzt síðan verzlun hófst við skipshlið á Brákarpolli árið 1867. Fyrsta verzlunarhúsið í Borgarnesi var reist árið 1887 og fyrsta íbúðar- húsið ári síðar. Arið 1913 varð Borgarnes sérstakt sveitarfélag og bæjarréttindi hlaut staðurinn árið 1987. Borgames hefur í dag tekið við því hlutverki sem höfuðbólið Borg á Mýrum hafði fyrrum í víðfeðmu landnámi Skallagríms Kveldúlfssonar og skáldjöfursins Egils, sonar hans. Borgarnes er í dag verzlunar- og þjónustumið- stöð fyrir blómlegt landbúnaðar- umhverfí og fyrir eitt fegursta og fjölsóttasta ferðamannahérað landsins. Staðurinn hefur og skapað sér nokkra sérstöðu fyrir vandaða búvöru og matvælaiðn- að. Morgunblaðið árnar Borgnes- ingum heilla á 125 ára verzlunar- afmæli staðarins. Áfangaskýrsla nefndar um skattlagningu eigna og eignatekna: Eignatekjur verði skattlagð- ar á sama hátt og launatekjur Sérstakt frítekjumark eignatekna. Eignarskattur lækkaður NEFND fjármálaráðherra um skattlagningu eigna og eignatekna legg- ur til að áhersla verði lögð á skattiagningu eignatekna en eignarskatt- ur lækkaður. Nefndin skilaði áfangaskýrslu á dögunum og hefur hún verið til umfjöllunar í ríkisstjórninni að undanförnu. Lagt er til að raun- virði tekna af eignum, m.a. vextir, verði skattlagðir á sama hátt og launatekjur. Eignatekjurnar leggist við núverandi tekjuskattsstofn og beri sama hlutfall tekjuskatts. Þó er gert ráð fyrir frítekjumarki eigna- tekna, 100 til 150 þúsund á mann á ári, sem samsvarað getur tekjum af 1,33 til 2 milljónum kr. Samræmd skattlagning eignatekna sam- kvæmt tillögum nefndarinnar gæti skilað ríkissjóði 1,3 til 1,6 milljarði króna. Það dugar ekki til að bæta upp tap ríkissjóðs af niðurfellingu eignárskatts einstaklinga og sérstaks skatts af skrifstofu- og verslunar- húsnæði og er bent á þá leið að leggja á samræmdan eignarskatt til að mæta því sem á vantar að tekjur ríkissjóðs haldist óbreyttar. Yrði hann mun lægri en núverandi eignarskattur. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra skipaði nefndina í nóvember síðastliðinum. Formaður er Baldur Guðlaugsson hrl. og með honum í nefndinni eru Garðar Valdimarsson ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson skrifstofustjóri í ijármálaráðuneyt- inu, Yngvi Harðarson hagfræðingur og Yngvi Örn Kristinsson hagfræð- ingur. Ritari nefndarinnar er Bragi Gunnarsson lögfræðingur. Skattareglur verði eins einfaldar og kostur er í áfangaskýrslu nefndarinnar kemur fram að nefndin telur að eftir- farandi beri að hafa að leiðarljósi við skattlagningu eigna og eignatekna: Að lagasetning miðist við að skatt- areglur verði eins einfaldar og kostur er, réttlátar í þeim skilningi að þær mismuni ekki einstaklingum og eins hlutlausar og unnt er í þeim skiln- ingi að þær hafi ekki áhrif á hvernig einstaklingar ráðstafa sparnaði sín- um og hvernig fyrirtæki taka fjár- málalegar ákvarðanir. Ennfremur verði kappkostað að skattlagning og innheimta geti orðið sem einföldust, aðgengileg og skiljanieg öllum al- menningi. Að leitast sé við að ná framan- greindum markmiðum með eins litl- um breytingum á skattalögum' og unnt er. Að hvers kyns eignir og eignatekj- ur sæti sömu skattalegu meðferð og lúti sömu meginreglum við skatt- lagningu og þær launatekjur og eign- ir sem þegar eru skattskyldar. Eignatekjur verði frekar skattlagðar en eignir Nefndin telur að rök standi fremur til að skattleggja eignatekjur en ei/nir. Miðað við þær forsendur sem nefndin gefur sér mun samræmd skattlagning eignatekna ein og sér ekki skila ríkissjóði þeim tekjum sem eignarskattur og eignatekjuskattur einstaklinga og sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði gera nú. Ef ekki er talið ásættanlegt að tekjur ríkissjóðs minnki við breyt- ingarnar er það tillaga nefndarinnar, að auk skatts á eignatekjur verði jafnframt lagður á samræmdur eign- arskattur til þess að mæta því sem á vantar. Lagt er til að allar eignatekjur, þar með taldar vaxtatekjur, verði skattskyldar og leggist við aðrar skattskyldar tekjur og myndi með þeim sameiginlegan skattstofn, og á hann sé lagður skattur í sama hlut- falli. Eignatekjuf verði taldar til skatt- stofns á raunvirði eftir því sem unnt er að nálgast það með tiltölulega einföldum hætti og leggur nefndin til ákveðnar reiknireglur sem nánar er skýrt frá hér á síðunni. Frítekjumark Nefndin leggur til að vextir, afföll og söluhagnaður verðbréfa, sem gefin voru út fyrir gildistöku al- mennrar skattskyldu eigna og eigna- tekna, verði skattskyld í því hlutfalli sem tímabilið frá giídistöku laganna til sölu eða innlausnar er af öllu uppsöfnunartímabili viðkomandi verðbréfs. Gengi verði látið ráða í tilviki hlutdeildarskírteina og ann- arra slíkra verðbréfa. Skattfrelsi rík- isverðbréfa fellur niður samkvæmt tillögum nefndarinnar í áliti hennar segir að ef ekki verði talið fært að láta ofangreindar reglur einnig ná til ríkisverðbréfa og húsbréfa sem gefin hafa verið út fyrir gildistöku skattlagningar komi til álita að eign- arskattsfrelsi þeirra haldist þar til unnt er að innleysa þau. Sama gildi um vaxtatekjur samkvæmt ákvæð- um bréfanna, en söluhagnaður og hugsanlegar affallatekjur verði skattlagðar eins og af öðrum bréfum. Lagt er til að tekið verði upp sér- stakt frítekjumark eignatekna í þeim tilgangi að hvetja til sparnaðar, eyða ónákvæmni í mælingu raunstofns eignatekna og koma á móti almenn- um minniháttar vaxtagjöldum heim- ilanna enda verði vaxtagjöld ekki frádráttarbær frá eignatekjum frek- ar en verið hafi. Nefndin telur að til álita komi að fríeignamark verði á bilinu 100 til 150 þúsund krónur fyrir einstakling og tvöföld sú fjár- hæð fyrir hjón. Núgildandi reglur um álagningu, innheimtu og skil skatts á eignatekj- ur haldist óbreyttar. Skatturinn kem- ur því ekki inn í staðgreiðslu skatta. Engar undanþágur frá eignarskatti Varðandi nýjan eignarskatt er lagt til að allar eignar, þar með taldar innistæður í bönkum, verðbréf og hvers kyns peningalegar eignir, hlutabréf, stofnfé, myndi sameigin- legan stofn til eignarskatts og verði skatttagðar með sama hætti. Nú er ákveðnar eignir eignarskattsfijálsar eftir sérstökum reglum, til dæmis innistæður í bönkum. Með hliðsjón af þeirri hækkun á tekjuskatti sem fæst með sam- ræmdri skattlagningu eignatekna og breikkun eignarskattsstofns verði reglum um útreikning eignarskatts breytt þannig: - Skatthlutfall sérstaks eignar- skatts verði lækkað þannig að tekjur af honum haldist óbreytt- ar. - Hærra þrep hins almenna eign- arskatts verði afnumið og hann lagður á í sama hlutfalli og allar eignir yfir frítekjumarkainu. - Frítekjumarkið verði hækkað eða hið almenna skatthlutfall ein- staklinga og lögaðila lækkað eða hvort tveggja, þannig að tekjur af almennum eignarskatti lækki sem nemur auknum skatttekjum af eignartekjum að frádregnum skatti á verslunar- og skrifstofu- húsnæði sem falli niður. Verði auknum tekjum ríkissjóðs af eignatekjum mætt með breyttum skatthlutföllum eignarskatts mætti lækka hinn sérstaka eignarskatt í 0,18% þannig að tekjur af honum verði óbreyttar væri eitt skatthlut- fall í almennum eignarskatti, gæti það lækkað úr 1,2 í um það bil 0,65%. Verði sú leið farin, að hækka skatt- leysismörk og hafa þau hin söma fyrir almenna og sérstaka eignar- skattinn, það er 4,7 milljónir kr., mætti að auki lækka skatthlutfallið fyrir almenna skattinn úr 1,2% í um 0,9%. Er þá einnig miðað við að lækka sérstaka skatthlutfallið og að afnema efra þrep skattsins. Upplýsingaskylda fjár- málastofnana lögfest Að lokum er lagt til að lögfest verði ákvæði um upplýsingaskyldu fjármálastofnana og annarra aðila á fjármagnsmarkaði til skattyfirvalda, sambærileg' við þá upplýsingaskyldu sem nú er um launagreiðslur, hlutafé og arðgreiðslur og ákvæði um skyldu til nafnskráningar verðbréfa og innlánsreikninga. Tilgangurinn er að framteljendur þurfi ekki sjálfir að standa í flóknum útreikningum. Lögfesting slíkrar upplýsingaskyldu er að mati nefndarinnar ófrávíkjan- leg forsenda þess að skattlagning eignatekna sé framkvæmanleg. Morgunblaðið/Sverrir Áfangaskýrsla eignatekjunefndar kynnt á blaðamannafundi í gær: Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Baldur Guðlaugsson formaður nefndarinnar og Indriði H. Þorláksson skrifstofustjóri. Raunvirði eignatekna Raunvirði eignatekna leggur nefndin til að verði fundið út á eftirfarandi hátt: Innlánsreikningar Verðtryggð og óverðtryggð inn- lán: Til skattstofns teljist vextir og verðbætur sem greiddir eru eða lagðir við höfuðstól að frádreginni vaxtaleiðréttingu sem miðast við að hækkun verðbreytingarstuðuls á árinu sé beitt á meðalstöðu innláns- reikningsins. Gjaldeyrisreikningar: Til skatt- stofns teljist vextir, umreiknaðir í íslenskar krónur á áramótagengi eða gengi á útborgunardegi vaxta. Verðbréf, eignarhaldstími meiri en 12 mánuðir Skuldabréf með verðtryggðum höfuðstól og afborganir: Til skatt- stofns teljist gjaldfallnir vextir og verðbætur, afborganir og söluverð, að frádregnu kaupverði þess hluta kröfunnar sem til greiðslu kom, uppreiknuðu frá kaupári hennar. Sé skuldabréfið selt fyrir lokagjald- daga skal til skattstofns telja sölu- verð að frádregnu uppreiknuðu kaupverði þess hluta kröfunnar sem seldur var. Óverðtryggð skuldabréf með af- borganir og aðrar óverðtryggðar kröfur: Til skattstofns teljist gjald- fallnir vextir og afborganir, að frá- dreginni verðleiðréttingu höfuð- stólsins, sem miðast við hækkun á verðbreytingarstuðli á árinu og nafnverð höfuðstóls við lok þess og að frádregnu kaupverði þess hluta kröfunnar sem til greiðslu kom, uppreiknuðu samkvæmt verðbreyt- ingarstuðli ársins. Verðbréf með einum gjalddaga: Til skattstofns telst innlausnarverð, að meðtöldum vöxtum og verðbót- um, að frádregnu kaupverði bréfs- ins, uppreiknuðu samkvæmt verð- breytingarstuðli frá kaupári þessi. Söluverð og innlausnarverð hlutabréfa og hlutdeildarskírteina: Til skattstofns teljist söluverð eða innlausnarverð, að frádregnu upp- reiknuðu kaupverði þeirra bréfa eða skírteina sem seld eru eða innleyst. Þegar um er að ræða að eignar- hald verðbréfs hjá tilteknum aðila stendur skemur en 12 mánuði, hvort sem eignarhaldstíminn fer yfir áramót eða ekki, teljist vextir, affallatekjur, sölu- og gengishagn- aður til skattstofns, samkvæmt hlutdeildaraðferð. Hlutdeildin verði reiknuð á grundvelli meðalraun- ávöxtunar á ríkisverðbréfum og rík- istryggðum verðbréfum á Verð- bréfaþingi íslands og verðbólgu við- komandi árs. Sama aðferð verði jafnframt notuð á vaxtatekjur af öðrum vaxtaberandi kröfum, og á greidda dráttarvexti. Arður af hlutabréfum, tekjur af hlutdeildarskírteinum og leigutekj- ur myndi skattstofn á verðleiðrétt- inga. Dæmi um útreikning á skattstofni eignatekna Ar Verð- bólga Vísitala Verðbreytintrar- stuðull 1 5% 105.000 1,155 2 10% 115.500 1,050 3 5% 121,275 1,000 Útreikningar eru miðaðir við framtal vegna tekjuársins 3. A. Innlánsreikningar 1 Verðtryggð og óverðtryggð innlán Upplýsingar frá banka: Greiddirvextirogverðbætur 16.000 Meðalstaða reiknings á árinu 210.000 Útreikningur skattskyldra tekna: Vextir og verðbætur Verðleiðrétting meðalstöðu reiknings 5% af 210.000 Skattskyldar tekjur 2 Gjaldeyrisreikningur Upplýsingar frá banka: Greiddirvextir 140$ Gengi $ um áramót 59,06 Útreikningur skattskyldra tekna: Vextir í íslenskum krónum (140$ ■ 59,06) Skattskyldar tekjur B. Verðbréf, eignarhaldstími lengri en 12 mánuðir 1 a Skuldabréf til 5 ára, verðtryggt, árlegar af- borganir, keypt á nafnverði 1.000.000 kr. Skattskil á ári 3 vegna bréfs, sem keypt á ári 1 Upplýsingar frá umsýslustofnun Greiddir vextir, verðbætur og afborgun Afborgun af nafnverði Stol'nár ékuldabréfs Eftirstöðvar í árslok 16.000 -10.500 5.500 8.268 8.268 318.150 200.000 árl 648.800 Útreikningur skattskyldra tekna Greiddir vextir og afborgun Leiðrétt stofnverð afborgunar 200.000 -1,155 Skattskyldar tekjur 318.150 -231.000 87.150 1 b Skuldabréf til 5 ára, verðtryggt, árlcgar afborg- anir, naf nverð 1.000.000 kr., kcypt á 800.000 kr. Skattskil á ári 3 vegna bréfs, sem keypt á ári 1 Upplýsingar frá umsýslustofnun Greiddir vextir, verðbætur og afborgun Afborgun af nafnverði Stofnár skuldabréfs Eftirstöðvar í árslok Útreikningur skattskyldra tekna Greiddir vextir og afborgun Leiðrétt stofnverð afborgunar 160.000 • 1,155 Skattskyldar tekjur 2a Skuldabréf til 5 ára, óverðtryggt, árlegar af- borganir, keyptá nafnverði 1.000.000 kr. Skattskil á ári 3 vegna bréfs, sem keypt á ári 1 Upplýsingar frá umsýslustofnun Greiddir vextir og afborgun Afborgun af nafnverði Stofnár skuldabréfs Eftirstöðvar í árslok Útreikningur skattskyldra tekna Greiddir vextir og afborgun Verðleiðrétting eftirstöðva í árslok 5% af 600.000 Leiðrétt stofnverð afborgunar 200.000 • 1,05 Skattskyldar tekjur 2b Skuldabréf til 5 ára, óverðtryggt, árlegar afborg- anir, nafnverð 1.000.000 kr., keypt á 800.000 kr. Skattskil á ári 3 vegna bréfs, sem keypt á ári 1 Upplýsingar frá umsýslustofnun Greiddir vextir og afborgun Afborgun af nafnverði Stofnár skuldabréfs Eftirstöðvar í árslok Útreikningur skattskyldra tekna Greiddir vextir og afborgun Verðleiðrétting eftirstöðva í árslok 5% af 600.000 Leiðrétt stofnverð afborgunar 160.000 • 1,05 Skattskyldar tekjur 318.150 200.000 ár 1 648.800 318.150 -184.800 133.350 324.000 200.000 ár 1 600.000 324.000 -30.000 -210.000 84.000 324.000 200.000 ár 1 600.000 324.000 -30.000 -168.000 126.000 3 Skuldabréf til 5 ára, verðtryggt eða óvcrð- tryggt, cinn gjalddagi, nafnvcrð 1.000.000 kr., keypt á 900.000 kr. Skattskil á ári 3 vegna sölu bréfs, sem keypt var á ári 1 Upplýsingar frá umsýslustofnun Söluverð Stofnár skuldabréfs Útreikningur skattskyldra tekna Söluverð Uppreiknað stofnverð bréfs 900.000 -1,155 Skattskyldar tekjur 4 Illutdeildarskírteini, nafnverð 1.000.000 kr., keypt á 1.100.000 kr. Skattskil á ári 3 vegna bréfs, sem keypt á ári 1 og innleyst á ári 3 Upplýsingar frá umsýslustofnun Innlausnarverð Kaupár Útreikningur skattskyldra tekna Greitt söluverð Uppreiknað stofnverð bréfs 1.100.000-1,155 Skattskyldar tekjur C. Eignarhald kröfu minna en eitt ár 1.210.000 ár 1 1.210.000 -1.039.500 170.500 1.400.000 ár 1 1.400.000 -1.270.500 129.500 Hlutdeild ársins með 7,5% raunávöxtun Víxill, nafnverð 1.000.000 kr. keyptur á 900.000 kr. Hlutabréf keypt. á 350.000 kr., seld innan árs fyrir 370.000 kr. Úpplýsingar frá banka: 61% Kaupverð víxils 900.000 Nafnverð víxils Upplýsingar frá verðbréfamiðlun: 1.000.000 Kaupverð hlutabréfs 350.000 Söluverð hlutabréfs 370.000 Útreikningur skattskyldra tekna Nafnverð víxils að frádregnu kaupverði 100.000 Söluverð hlutabréfs að frádregnu kaupverði 20.000 Mismunur samtals 120.000 Skattskyldar tekjur (mism. • hlutdeild) 73.398 Páll Halldórsson formaður BHMR: Þátttaka í víð- tæku samfloti er ekki á dagskrá Samþykkt að opna BHMR fyrir háskóla- menntað fólk á almenna vinnumarkaðinunr PÁLL Halldórsson, formaður BHMR, sagði í setningarræðu á aðal- fundi BHMR í gær að aðildarfélögin hefðu samningsréttinn og ekki yrði Iengur vikist undan því að taka ákvarðanir um framhald samn- ingaviðræðna en ekkert hefði hreyfst í þeim málum undanfarið. Lagði Páll áherslu á að þess yrði krafist að dagvinna nægði til fram- færslu og að ríkið yrði knúið til að standa við fyrri skuldbindingar sínar um framkvæmd kjarasamnings BHMR og ríkisins frá 1989. Páll sagði að þessi leið yrði ekki átakalaus. Þá sagði hann jafnframt að þátttaka í víðtæku samfloti væri ekki á dagskrá. Samflot í aðgerð- um gæti hins vegar vel komið til greina. Á aðalfundinum var gerð sú breyting á Iögum. BHMR að samtökin voru opnuð fyrir háskóla- menntað fólk sem starfar á almenna vinnumarkaðinum. Tillagan um að BHMR verði heild- arsamtök stéttarfélaga háskóla- menntaðra manna var borin fram af starfsháttanefnd BHMR. í grein- argerð með tillögunni segir að þessi breyting geti orðið til að efla og styrkja samtökin verulega, þannig að þau verði hlutverki sínu betur vaxin sem samnefnari fólks með mikla sér- þekkingu og geti látið meira til sín taka sem afl í þjóðfélaginu. Mörg aðildarfélög BHMR hafa þegar opnað fyrir aðild háskólamenntaðra manna á almenna vinnumarkaðinum og hafa félagsmenn þeirra því talist til raða BHMR, að sögn Birgis Björns Sigur- jónssonar, framkvæmdastjóra sam- takanna. Sagði Birgir að nokkur félög hefðu einnig sýnt áhuga á að fá beina aðild að BHMR. Lagabreytingin var samþykkt mót- atkvæðalaust en talsverðar umræður urðu á fundinum um hvort rétt væri að taka upp nýtt nafn fyrir samtökin í kjölfar þessarar breytingar en niður- staðan var að halda óbreyttu nafni. Á fundinum voru gerðar talsverðar breytingar á kjarastefnu BHMR þar sem segir m.a. að sú launastefna sem fólst í kjarasamningunum frá 1989 um að háskólamenntaðir ríkisstarfs- menn njóti sambærilegra kjara og háskólamenn í hliðstasðum störfum á almenna vinnumarkaðinum verði stefna samtakanna og ennfremur að dagvinnulaun skuli duga fyrir fram- færslu. í ályktun um stöðu kjarasamninga sem samþykkt var á fundinum segir að framundan séu átök um launakjör og eru aðildarfélög BHMR hvött til að kynna stöðu samningamála fyrir félagsmönnum sínum og beita öllum tiltækum ráðum til að fá samninga- nefnd ríkisins til að hefja viðræður um samninga. Páll Halldórsson gat þess í setning- arræðu sinni að vart heyrðust lengur kröfur um að dagvinnulaun yrðu látin duga fyrir framfærslu. Taldi hann meginskýringuna á þessari þróun fel- ast í miðstýrðri kjarabaráttu undanf- arinna áratuga þar sem hafi verið tilhneiging til að drepa allt sjálfstæði og frumkvæði einstakra stéttarfélaga í dróma. Sagði Páll að þótt meginlínur í kja- rasamningum hefðu verið lagðar i» samflotssamningum um langt skeið hafi það aldrei gengið svo langt að svipta einstök félög samningsrétti sínum. „Þáttur ríkisvaldsins í þessum samflotum hefur alltaf verið nokkur og oft hefur kröfum ekki síður verið beint til ríkisins en atvinnurekenda. Ríkisstjórnum er ætlað að greiða fyr- ir samningum með ýmsum félagsleg- um aðgerðum. Þó ég geri alls ekki lítið úr ávinningum sem náðst hafa í svokölluðum félagsmálapökkum, er Ijóst að þeir hafa orðið til þess að minni áhersla hefur verið lögð á kaup- ið með þeim afleiðingum að taxta- launin hafa drabbast niður,“ sagði Páll. Þá vék Páll að stöðu samningavið- ræðna BHMR-félaganna og ríkisins og sagði að ríkið hefði alfarið hafnað því að ræða við félögin um kröfugerð þeirra en í þess stað hefði verið hald- ið uppi almennu snakki um mál sem í raun væri ekki hægt að semja um við einstök félög. Sagði hann þtjá kosti vera fyrir hendi. í fyrsta lagi að betjast fyrir mannsæmandi launum og að dag- vinna nægði til framfærslu og að samningurinn frá 1989 verði fram- kvæmdur. Annar kostur væri að fé- lögin gengu til liðs við þá sem valið hefðu þjóðarsáttarleiðina en í því fælist að félögin gæfu eftir samning- inn frá 1989 og þriðji kosturinn væri að hafast ekkert að. „Ef við ætlum að tryggja hag okk- ar félagsmanna verður fyrsti kostur- inn fyrir valinu. En til að hann sé raunhæfur verðum við að gefa þann tíma sem þarf til undirbúnings. í næstu samningum duga engin fyr- irheit. Reynslan af viðsemjandanum sýnir að staðgreiðsla ein kemur til greina og slíkt gengur tæpast átaka- laust,“ sagði Páll. Páll Halldórsson og Eggert Lárus- son voru endurkjörnir formaður og varaformaður BHMR án mótfram- boðs á fundinum. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli: Islenskar vörur keypt- ar fyrir 72 millj. 1991 VARNARLIÐIÐ á Keflavíkurflugvelli keypti íslenskar matvörur fyrir tæplega 1,2 miHjónir Bandaríkjadala, eða sem svarar til tæplega 72 tnilljóna króna á árinu 1991. Á þriðjudaginn var endurnýjaður samning- ur um kaup varnarliðsins á íslenskum landbúnaðarafurðum frá 1,. apríl næstkomandi til 31. mars 1993, og felur hann í sér að varnarlið- ið kaupi nautahakk, egg og kjúklinga fyrir jafnvirði 14,5 milh'óna króna á samningstímanum. í upplýsingum frá utanríkisráðu- neytinu kemur fram að varnarliðinu verður samkvæmt samningnum gert kleift að kaupa allt að 2,7 tonn af nautahakki, 5,5 tonn af kjúklingum og 54,5 tonn af eggjum á samnings- tímabilinu. Verð þessara afurða er hið sama og á síðasta samningstíma- bili, eða sem svarar 575 kr. fyrir kílóið af nautahakki, 390 kr. fyrir kíióið af kjúklingum og 198 kr. fyrir kílóið af eggjum. Aðrar íslenskar vörur en ofan- greindar sem varnarliðið keypti íj. síðasta ári voru meðal annars lamba- kjöt, mjólk, ostar og aðrar mjólk- urvörur, fiskur, rækja, ávaxtadrykk- ir og brauðvörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.