Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 31 Lög um rétt til veiða í efnahagslögsögu Isiands: Erlendum veiðiskipum heimilt að landa hér afla — úr stofnum sem sátt hefur náðst um nýtingu á SAMÞYKKT var í gær frumvarp Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra um rétt til veiða í efnahagslögsögu íslands. Þrátt fyrir að frum- varpið hafi verið samþykkt með þrjátíu og níu samhljóða atkvæðum voru ekki allir ánægðir. Guðjón Guðmundsson (S-Vl) taldi að frumvarp- inu hefði verið breytt til skaða i meðförum sjávarútvegsnefndar þings- ins. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) gagnrýndi þingmenn fyrir að vilja taka nágranna okkar Grænlendinga „haustaki". augu samþingsmanna Frumvarp sjávarútvegsráðherra var til þriðju umræðu í gær. Frum- varpið breytir lögum frá 1922 og kveður á um að Islendingum einum séu heimilaðar veiðar í íslenskri efna- hagslögsögu. En erlendum veiðiskip- um verður heimilt að landa hér afla og sækja þjónustu, ef ekki er um að ræða afla úr fiskistofnum sem Islendingar eiga sameiginlega með öðrum þjóðum og ósamið er um. Við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu voru breytingartillögur sem sjávarútvegsnefnd gerði samþykkt- ar. í upphaflegri gerð frumvarpsins var ráð fyrir því gert að sjávarút- vegsráðherra væri heimilt að tak- marka landanir og þjónustu við er- lend veiðiskip ef um væri að ræða veiði úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiddust bæði innan og utan íslenskrar efnahagslögsögu og ekki hefðu verið gerðir samningar við ís- lensk stjórnvöld um nýtingu viðkom- andi fiskistofns. í meðförum sjávar- útvegsnefndar var ákvæðum varð- andi þetta atriði breytt á þann veg að erlendum skipum skuli vera óheimilt að landa afla ef um sé að ræða veiði úr stofni sem ósamið sé um og íslendingar eigi hlutdeild í. Sjávarútvegsráðherra verður þó heimilt að gera undantekningu þegar sérstaklega stendur á. Þessi breyt- ingartillaga var samþykkt með 39 atkvæðum gegn 6. Við aðra umræðu komu fram til- mæli um að sjávarútvegsnefnd skoð- aði málið aftur með hliðsjón af fyrir- huguðum kaupum íslensks fyrirtækis á afla spænskra togara sem veiddu úr umdeildum stofnum utan við efna- hagslögsögu Kanada. Samkomulag varð í nefndinni um að viðhalda sam- stöðu um frumvarpið og blanda ekki saman viðskiptum einstakra fyrir- tækja og veiðihagsmunum. Þýðingarlaust á spjöld sögunnar Við þriðju umræðu í gær, kvaddi Ólafur Þ. Þórðarson sér hljóðs. Hann benti á að tilgangur þessa frumvarps væri að heimila innlendum aðilum að kaupa físk af erlendum skipum og veita þeim þjónustu og væri sú lagabreyting til bóta. En Ólafur Þ. Þórðarsson varð að gera athugasemdir við önnur atriði í frum- varpinu. Ólafur vildi reyna að opna sinna sem honum virtust sannfærðir um að við næðum ekki samningum við Færey- inga og sérstaklega Grænlendinga örðruvísi en að hafa á þeim einhvert tak. „Og haustak er það sem við viljum nota á Grænlendinga." Ólafur sagði að löndunarbannsleiðin hefði gefist illa. Slíkt herti þjóðarviljann og minntist aðgerða Breta gegn ís- lendingum á fimmta ártugnum. Ræðumaður taldi meintar löndun- arbannsþvinganir myndu stórskaða hagsmuni okkar og jafnvel vinna gegn verndun á sameiginlegum fiski- stofnum okkar og Grænlendinga. Besta tryggingin fyrir fiskvemd við Austur-Grænland væri sú að Græn- lendingar sjálfir veiddu þann flsk sem þeir ættu þar með okkur. Ef við við gerðum þeim þessar veiðar illmögu- legar eða torsóttar væru þeir um leið hvattir til þess hleypa verk- smiðjuflotum Evrópubandalagslanda að þessum fiski. í ræðulok var ræðumaður orðinn vonlítill um að þingmenn tækju rök- um en hann sagði að þótt þessi orð sín myndú engu breyta væri sér þó rórra að vita af þeim á spjöldum sögunnar. Ekkert ofríki Matthías Bjarnason formaður sjávarútvegsnefndar kunni ekki alls kostar við málflutning fyrra ræðu- manns varðandi samskipti okkar og Grænlendinga. Hann taldi ekki ástæðu til að ætla að sjávarútvegs- ráðherra myndi beita Grænlendinga ofríki og takmarka landanir þeirra. Við hefðum t.d. heimilað þeim að landa rækju sem enn væri ósamið um. Matthías lagði áherslu á mikil- vægi þess að ná samkomulagi við Grænlendinga um nýtingu sameigin- legra auðlinda. En fram til þess hefði það gengið erfiðlega. Og þeir hefðu gert samninga við Evrópubandalagið um veiðiheimildir án samráðs við okkur, þótt eftir hefði verið leitað. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra þakkaði sjávarútvegsnefnd fyrir sitt starf. Það hefði tekist að ná samstöðu og málamiðlun í nefnd- inni. Ráðherra taldi að markmið frumvarpsins næðust í þessu breytta formi. Jóhann Arsælsson lagði áherslu á samstöðuna um þetta mál og að við hvikuðum hvergi frá því að íslendingar einum væri heimil veiði og útgerð í íslenskri efnahags- lögsögu. Eyjólfi Konráði Jónssyni (S-Rv) formanni utanríkismálanefndar var það fagnaðarefni að þetta frumvarp yrði samþykkt og þakkaði það það góða samstarf og samheldni sem hingað til hefði verið um afgreiðslu þessa máls. Hann vildi helst óska þess að frumvarpið yrði samþykkti einum rómi á Alþingi. Hann hvatti til þess að við hygðum á frekara samstarf og samninga við nágranna okkar um sameiginleg markmið og hagsmuni. Steingrímur J. Sigfús- son tók undir orð Eyjólfs Konráðs um mikilvægi góðra samskipta við okkar næstu nágranna. Hann taldi það misskilning að frumvarpið mið- aði að einhverjum aðgerðum gegn Grænlendingum eða Færeyingum. Kærleikur Ólafur Þ. Þórðarson sagði það mikilvægt að ná samstöðu en aðal- atriðið hlyti að vera það að sam- þykkja skynsamleg lög. Það væru ekki skynsamleg lagasetning sem dragi úr viðskiptum okkar og Græn- ’T’* lendinga. ítrekaði fyrri málflutning og herti á sinni gagnrýni í garð sam- þingsmanna og jafnvel annarra ís- lendinga fyrir „hofmóð og hroka“ gagnvart Grænlendingum. Olafur taldi kærleik okkar til Grænlendinga vera skyldan eftirfar- andi: Ég elska Jesúm Krist ég breyti eins og hann. Sjálfan mig sé ég fyrst og síðan náungann. Sr. Hjálmar Jónsson (S-Nv) varð ■*" að veita andsvar: Sæt er hefnd því erfítt er æsta lund að sefa. . En sælli ertu auðnist þér að elska og fyrirgefa. Árni R. Árnason (S-Rn) sagði að sú lagabreyting sem frumvarpið mið- aði að væri löngu tímabær. Hann taldi einnig að nauðsynlegt hafa í þessum lögum úrræði til þess að fá aðra til viðtals við okkur um nýtingu sameiginlegra fiskistofna. Það væri ekki hofmóður né hótanir. Guðjón Guðmundsson kvaðst myndu greiða þessu frumvarpi atkvæði, jafnvel þótt menn hefðu spillt þessu máli verulega í ofurkappi samstöðunnar. Það frjálsræði sem frumvarpið hefði upphaflega gert ráð fyrir hefði verið verulega skert. Að svo búnu var gengið til at- kvæða um frumvarpið. Ósk Eyjólfs Konráðs Jónssonar um að frumvarp- . ið yrði samþykkt einróma rættist. Þijátíu og fimm þingmenn sögðu já. Þar á meðal Ólafur Þ. Þórðarson. Þingsályktunartillaga um orkuverð: Sanngjamt verð er allra hagur segir Sturla Böðvarsson STURLA Böðvarsson (S-Vl) og Guðjón Guðmundsson (S-Vl) hafa lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela iðnaðarráðherra að láta fara fram athugun á verðlagningu á raforku til almenningsraf- veitna. Flutningsmenn segja að á undan- förnum árum hafi raforka stöðugt orðið stærri þáttur í útgjöidum heim- ila sem og fyrirtækja. Það sé því mikilvægt að verðlagning á raforku lúti reglum sem séu sanngjarnar gagnvart notendum jafnframt því sem þær tryggi eðlilegar greiðslur til Landsvirkjunar vegna virkjana. f greinargerð er þess getið að verð- lagning Landsvirkjunar hafí sætt nokkurri gagnrýni og hafí forsvars- menn almenningsveitna, sem kaupi raforku af Landsvirkjun, leitað eftir samningum um hámarksverð er lækki í þrepum fram til aldamóta að tilteknu marki. Um fyrrgreint hafi ekki tekist samningar. Því sé það eðlilegt að Alþingi álykti um þetta mál og hlut- ist til um að samningar náist. Forathugun Sturla Böðvarsson hefur nokkrum sinnum í vetur hreyft við þessu máli, m.a. beint fyrirspurnum til iðnaðar- ráðherra um nýtingu á umframorku sem við nú búum að, t.d. í Blöndu- virkjun. Þingmaðurinn hefur einnig vakið athygli á þessu máli við nokk- ur önnur tækifæri. í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að fram fari athugun á verðlagningu á raforku. En tillagan ber því vitni að Sturla Böðvarsson hefur nú þegar gert nokkra forathug- un á þessu máli. Með þessari þingsá- lyktunartillögu eru birt sem fylgi- skjöl bréfaskipti þingmannsins við stjórn Rafmagnsveitna ríkisins, RA- RIK, og einnig bréfaskrif almenn- ingsrafveitna til Landvirkjunar. Einnig eru birtir útreikningar hag- deildar fjármálasviðs RARIK um greiðsluflæði til Landsvirkjunar út frá mismunandi forsendum. Það kemur fram að ef tilmælum RARIK og annarra almenningsveitna væri fylgt um að lækka orkuverð í áföngum niður í langtíma jaðar- kostnað árið 2000 myndi skuldastaða Landsvirkjunar verða á sléttu árið 2008. En miðað við verðstefnu Landsvirkjunar, þ.e.a.s. óbreytt verð til ársins 2000, en síðan jafnt og þétt lækkandi niður í langtímajaðar- kostnað árið 2005 yrði skulda- staðan komin á slétt á árinu 2004. Álit rafmagnsveit- usljóra í bréfi frá Sturla Böðvarsson Kristjáni Jónsyni rafmagnsveitustjóra RARIK til Sturlu Böðvarssonar segir m.a. að Landsvirkjun stefni að því að verða skuldlaus upp úr aldamótum, og stefnt sé að því, að verð frá Lands- virkjun sé jafnt langtímajaðarkostn- aði um svipað leyti og þannig búið í haginn fyrir framtíðarvirkjanir. Rafmagnsveitustjóri segir fyrsta markmiðið, um skuldleysið, ráða mestu um verðlagningu Landsvirkj- unar nú. Rafmagnsveiturnar geti ekki tekið undir eða stutt þetta sjón- armið, enda sé það álitamál, hvort núlifandi kynslóð eigi 'að greiða fjár- festingar í orkukerfinu niður með þeim hraða sem Landsvirkjun geri ráð fyrir. Rafmagnsveiturnar telji þessar aukabyrðar hvorki sanngjarn- ar né hagkvæmar fyrir þjóðarbúið, þegar til lengri tíma sé litið. Þessar byrðar tefji nauðsynlega iðnvæðingu og dragi úr framkvæmdum og frum- kvæði, jafnframt því að þær hvetji til notkunar á öðrum orkugjöfum. Rafmagnsveitustjóri telur eðlilegra að fjárfesting sé greidd niður í takt við það sem nálgist afskriftartíma hennar. Rafmagnsveitustjóri segir einnig í tilskrifi sínu að grundvallar- hugsun verðlagningar samkvæmt langtímajaðarkostnaði sé fyrst og fremst fjárfestingarsjónarmið. Það sé með öðrum orðum verið að verð- leggja raforkuna með álagi til að fjármagna næstu virkjun. Ef Lands- virkjun væri á flæðiskeri stödd varð- í- andi afkastagetu virkjana væri slík verðlagningarstefna hin eina rétta. Hins vegar væri veruleikinn í dag allur annar. Sturla Böðvarsson sagði í samtali við þingfréttaritara Morgunblaðsins að það væri augljóslega öllum til hagsbóta að finna not fyrir þá umfra- morku sem Landsvirkjun gæti fram- leitt, bæði Landsvirkjun og þeim sem ynnu í atvinnufyrirtækjum víðsvegar um landið. Það væri t.a.m. alvarlegt íhugunarefni hvaða þátt orkuverðið ætti í því að færa fiskvinnsluna út á sjó. Það blæddi í augun að horfa á háan raforkureikning frystihúsa ofan á annan tilkostnað og sam- keppni um hráefnið. Og ekki væri«r- það heldur skaplegt að vita til þess að ennþá væru nokkrar sundlaugar hitaðar upp með olíu. St.St.59923267 VII I.O.O.F. 5= 1733268'/2 = HELGAFELL 59923267 V11 Frl. I.O.O.F. 11 = 1730326872 = Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Þórunn Maggý Guðmundsdóttir heldur skyggnilýsingafund á vegum félagsinsföstudaginn 27. mars kl. 20.30 á Sogavegi 69. Ray Williams starfar á vegum félagsins dagana 2.-15. apríl. Hann heldur skyggnilýsingafund fimmtudaginn 2. aprfl kl. 20.30. Upplýsingar um námskeið hjá Ray Williams fást á skrifstofu félagsins, sömuleiöis miðar á skyggnilýsingafundi. Skrifstofa félagsins, Garðastræti 8, er opin frá kl. 13.00-17.00, sími 18130. Stjórnin. Hjálpræðisherinn Samkirkjuleg samkoma i Her- kastalanum í kvöld kl. 20.30. Séra Halldór Gröndal talar. Acappella-kvartet Aðventista og Hersöngsveitin syngur og leikur. Verið hjartanlega velkomin. \T=T7 KFUM V ADKFUM Aðalfundur KFUM og Skógar- m8nna verður haldinn á Háaleit- isbraut 58 kl. 20. Ath. breyttan tíma og stað. Námskeið Miðillinn Bill Lyons verður með námskeiö laugardaginn 28. mars, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar i símum 688704 og 682480. Silfurkrossinn. fítmhj ólp Samkoma verður ( kapeliunni í Hlaðgerðarkoti i kvöld kl. 20.30. Umsjón: Kristinn Ólason. Samhjálp. Skyggnilýsingafundur Miðillinn Bill Lyons veröur með skyggnilýsingafund í kvöld, 26. mars, á Sogavegi 69. Húsið opnað kl. 20.00, fundurinn hefst kl. 20.30. Upplýsingar í símum 688704 og 682480. Silfurkrossinn. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLOUGÖTU 3 S: 11798 19533 Helgina 27.-29. mars Þórsmörk í vetrarskrúða Leiðin er greið til Þórsmerkur núna. Við bjóðum ánaegjulega helgarferð með skipulögðum gönguferðum um Mörkina. Gist- ing í vel búnum Skagfjörðsskála í Langadal. Snjór fyrir skíða- göngur. Upplýsingar og farmiða- sala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Páskaferðir með Ferða- félagi íslands eru þessar: 1. Snæfellsnes - Snæfellsjök- ull. Gist í svefnpokaplássi að Görðum. 2. Skíðagönguferð til Land- mannalauga. Þægileg ferð — ævintýraleg ferð. Gist i sæluhúsi F.l. í Laugum. 3. Skíðagönguferð frá Land- mannalaugum um Hrafntinnu- sker, vestan Laufafells ( Fljótshlíð. Gist í húsum. 4. Þriggja daga ferð til Þórs- merkur. 5. Þriggja daga ferð um upp- sveitir Borgarfjarðar. Kynnið ykkur páskaferðir Ferða- félagsins - eitthvað við allra hæfi. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.