Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 21 fyrir siðvenjunni, þótt þeir yrðu líka að hafa frelsi til að fara ótroðnar slóðir. Hayek fæddist á næstsíðasta ári nítjándu aldar og lifði mestalla tutt- ugustu öldina. Hann var vitni að hruni mikils menningarheims í Mið-Evrópu í stríðinu 1914-1918 (þar sem hann var sjálfur kornung- ur hermaður keisarans í Vín) og sá líka, hvernig sósíalisminn varp- aði dimmum skugga sínum á öldina alla, hvort sem um var að ræða þjóðernis-sósíalisma Hitlers, vinnu- búða-sósíalisma að hætti Stalíns eða vöggustofu-sósíalisma að sænskri fyrirmynd. Tuttugasta öld- in hefur vissulega verið tími mikilla hörmunga af mannavöldum, jafn- framt því sem mannsandinn hefur unnið stórkostleg og í raun furðu- leg afrek. I kenningakerfi sínu leit- aði Hayek skýringa á hvoru tveggja, árangri og mistökum nú- tíma manna, seildist víðar og skyggndist dýpra en flestir aðrir hugsuðir samtímans, óttalaus við almenningsálit, óbundinn af keppni um stundarvinsældir. Ég spái því raunar, að við eigum eftir að skipta tuttugustu öldinni í fjögur tímabil, þegar við horfum um öxl einhvern tíma eftir árið 2000. Fyrsta aldar- fjórðunginn má kenna við Lenín, sem gerði liina örlagaríku byltingu í Rússlandi og kom hálfum heimin- um á hvolf. Annar aldarfjórðungur- inn er Hitlers, sem hratt af stað blóðugu stríði og lagði Norðurálf- una í rúst. Þriðji aldarfjórðungur- inn, 1951-1975, er tími Keynes, en hið svonefnda blandaða hag- kerfi stóð þá í blóma, að því er virtist. Síðasta aldarfjórðunginn má síðan heita eftir Hayek, þegar menn áttuðu sig á því, að blandað hagkerfi er ekkert annað en nafn á hægri breytingu úr fijálsu hag- kerfi í einhvers konar miðstýrt kerfi, og ákváðu síðan að spyrna duglega við fótum, jafnframt því sem hið miðstýrða hagkerfi í austri féll með braki og brestum. Framtíð- in ein leiðir í ljós, hversu vel okkur tekst að feta aftur inn á veg einka- eignarréttar, atvinnufrelsis og tak- markað, trausts ríkisvalds, en á þeirri leið er kenningakerfi Hayeks ein hæsta og rammgerðasta varð- an, þótt ekki hafi Hayek verið óbrigðull fremur en aðrir dauðlegir menn og engin ástæða sé til þess að gerast hayekisti fremur en nokkur annar „isti“. Höfundur er lektor í stjórnmálafræði í Félngsvísindadeild Háskóla íslands. Eigendaskipti á blómabúð í Hótel Sögu VIGDÍS Hauksdóttir blóma- skreytinga- og garðyrkjufræð- ingur og Þoreteinn Sigurfinns- son hafa keypt blómabúðina Mímósu, Hótel Sögu. Heitir hún núna Blómabúð Reykjavíkur. Vigdís hefur margra ára reynslu að baki í blómaskreytingum. Hún útskrifaðist sem garðyrkjufræð- ingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1984. Árið 1987 fór hún til Dan- merkur í Bedergarnerskole á blóm- askreytingabraut og hlaut þar hæstu einkunn. Vigdís var m.a. mörg ár sem blómaskreytinga- meistari og deildarstjóri í Blóma- vali og vann nokkra mánuði á Blómaverkstæði Binna. Síðasta vetur var Vigdís einnig stunda- kennari og fagdeildarstjóri á ný- stofnaðri blómaskreytingabraut við Garðyrkjuskóla ríkisins. Blómabúð Reykjavíkur leggur áherslu á úi-val afskorinna blóma, skreytingar við öll tækifæri, þ á m. útfararskreytingar, brúðavendi, körfur, flöskuskreytingar o.fl. Einnig er úrval af kertum og serví- ettum ásamt blómstrandi plöntum. Eigendur Blómabúðar Reykja- víkur, Þorsteinn Sigurfinnsson og Vigdís Hauksdóttir. Opnunartími búðarinnar er kl. 10-21 alla daga nema sunnudaga kl. 13-19. af 26. mars-4. apríl Veggflísar Gólfflísar Ný sending, mikið úrval. Allar flísar á tilboði. Gerið góð kaup á flísadögum Húsasmiðjunnar. HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfirði Hvað sagði Libby’s plastflaskan við Libby’s glerflöskuna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.