Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 33 Samkirkjuleg bænavika: Samkoma í Herkastalanum SAMKOMA verður í Herkastal- anurn í kvöld kl. 20.30 í sam- kirkjulegn bænavikunni sem nú stendur yfir. Prédikun flytur sr. Halldór S. Gröndal, sóknarprestur í Grensás- kirkju. Ritningarlestrar verða í höndum fulltrúa hinna ýmsu trúfé- laga, en þeir eru Hreinn Bernharðs- son frá Hvítasunnusöfnuðinum, sr. Ágúst Eyjólfsson, sóknarprestur í Maríukirkjunni í Breiðholti, og Davíð Ólafsson frá Aðventsöfnuðin- um. Mikill almennur söngur verður eins og alltaf á Hernum og auk þess syngur kvartett frá Aðvent- söfnuðinum. (Frá Sámstarfsnefnd kristinna trúfélaga.) Ný útgáfa af Fiskabók AB BÖKAKLUBBUR Almenna bóka- félagsins (BAB) hefur sent frá sér bókina Fiskar og fiskveiðar við ísland og í Norður-Atlants- hafi (Fiskabók AB). Þetta er 3. útgáfa bókarinnar en 1. útgáfa kom út 1968 og 2. útgáfa 1977. Höfundur textans er danski fiski- Hópur tann- lækna gaf rað- sáningavél í frétt í Morgunblaðinu í fyrradag, þar sem skýrt var frá ráðstefnu um landgræðslu og gróðurvernd á Húsavík er í lokin getið nokkurra gjafa, sem Landgræðslunni voru færðar og er getið þriggja raðsán- ingavéla og að tannlæknar á Húsa- vík hafi gefið eina þeirra. Rétt er að það var hópur tannlækna víðs vegar að af landinu, sem gaf vélina og leiðrétist þetta hér með. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessu mishermi. fræðingurinn Bent J. Muus, en höfundur mynda er Preben Dahl- ström. Jón Jónsson fiskifræðing- ur, fyrrv. forstöðumaður Rann- sóknastofnunar sjávarútvegsins, hefur þýtt bókina og lagað hana að íslenskum aðstæðum. í kynningu útgefanda segirm.a.: „Bókin gefur „stutt, alþýðlegt yfir- lit um fiskana í austurhluta Norður- Atlantshafsins, lifnaðarhætti þeirra og þær veiðar sem á þeim byggj- ast,“ eins og komist er að orði í formála. Vandaðar myndir eru af öllum þeim fiskategundum sem bókin nefnir, flestar teiknaðar eftir nýveiddum fyrirmyndum og prent- aðar í réttum litum og áferð eins og fiskurinn lítur út nýdauður. Út- breiðslukort fylgir hverri tegund. Breytingar Jóns Jónssonar eru einkum fólgnar í nánari upplýsing- um en frumútgáfan hefur um lifn- aðarhætti helstu nytjafiska okkar og þá var fellt út annað efni okkar fjarskyldara." Setningu og filmutöku hins ís- lenska texta hefur prentsmiðjan Oddi annast en bókin er prentuð austur í Hong Kong. Fegiirðardrottning Vesturlands: Tólf stúlkur keppa um titilinn Akranesi Fegurðarsamkeppni Vesturlands verður haldin í Félagsheimil- inu Hlöðum á Hvalfjarðarströnd laugardaginn 28. mars n.k og munu tólf stúlkur keppa um titillinn fegurðardrottning Vestur- lands 1992 sem veitir rétt til þátttöku í keppni um fegurstu stúlku Islands í vor. Stúlkurnar hafa lagt hart að sér við æfingar undan- farnar 7 vikur. Húsið verður opnað klukkan 19 og verður boðið upp á for- drykk. Klukkan 20 hefst borðhald pg annast kokkar úr ólympíuliði íslands matseldina undir stjórn Francois Fons. Um kvöldið verður boðið uppá tískusýningar, dans- atriði og Valgerður Jónsdóttir syngur nokkur lög. Stúlkurnar koma fram á sundbolum og síð- kjólum og á miðnætti verður Feg- urðardrottning Vesturlands krýnd. Það gera Guðrún Eyjólfs- dóttir og Ingibjörg Davíðsdóttir. Kynnir kvöldsins verður Sigmund- ur Emir Rúnarsson. Undirbúning keppninnar hafa annast Siija All- ansdóttir, Rósa Allansdóttir, Ingi- björg Eggertsdóttir og Kristný Vilmundardóttir. Dómnefnd keppninnar skipa: Sigtryggur Sigtryggsson, formað- ur, Kristjana Geirsdóttir, Matt- hildur Guðmundsdóttir, Rósa Ól- afsdóttir og Þorgrímur Þráinsson. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni eru talið frá vinstri. Sigurbjörg Heiðarsdóttir Búðar- dal 20 ára, Kristín Björk Áma- dóttir GrUndafirði 18 ára, Helga Rún Guðmundsdóttir Akranesi 22 ára, Margrét Stefánsdóttir Gufu- skálum 18 ára, Jóhanna Soffía Birgisdóttir Stykkishólmi 22 ára, Steinunn Helgadóttir Stykkis- hólmi 21 árs, Elín G. Alfreðsdótt- ir Akranesi 22 ára, Sesselía Jóns- dóttir Borgarnesi 20 ára, Anna Lilja Valsdóttir Akranesi 19 ára, Hrefna Björk Gylfadóttir Akra- nesi 22 áfa og Heidi Johansen Borgarnesi 20 ára. Á myndina vantar Jófríði Friðgeirsdóttir Grundarfirði 18 ára. JG. :ý. ■Sy- .•ss. m/y. • •00 •••.V.'.V mm •y.■■■■■ 0 • • 0 SKÍÐÁ D AG AR 20-507. AFSLÁTIUR ^F^UUMSKÍÐWÖRim 20. 7^TbÍndÍngÁ^s5ð^kór, STAFIR, SKÍÐAFATNAÐUR, SKÍÐ AGLERAVJ GU« __ y^tirveíkomÍnnTskíða^ 1 ‘staðgreitt <;NORRABRAUT 60 SÍMl 12045

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.