Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Foreldrasamtökin kanna dagvistarþörf: 97% telja fæðing- arorlofið of stutt eldra ungra barna og þá með hags- muni barnanna í huga,“ sagði Sif Einarsdóttir, sem hafði yfirumsjón með könnuninni. „Fram kemur verulegt ósamræmi milli þess, sem í boði er í dagvistarmálum í Reykja- vík og óska foreldra og eins er ósamræmi milli leikskólalaganna og raunveruleikans.“ Af 436 þátt- takendum töldu 60% sig þurfa á dagvistun að halda að loknu fæð- ingarorlofi en rúmur helmingur barnanna sem könnunin náði til er ekki í dagvist, enda eru þau á aldr- inum 3 til 14 mánaða. Áberandi munur er á þörf fólks fyrir dagvist að loknu fæðingarorlofí og virðist menntun foreldra ráða þar miklu, þörfm er þeim mun brýnni sem menntunin er meiri. Meirihluti foreldra kýs leikskóla en 70% þeirra bama sem könnunin náði til og em í gæslu dvelja hjá dagmóður. 21% telja sig þurfa dag- vist frá því bamið er 6 mánaða en 90% foreldra nefna dagvist frá 1 árs eða yngra og 96% 18,mánaða eða yngra. Meðaltími fyrir dag\’ist á dag er tæpar 6 klukkustundir en nokkur munur er á þörfum ein- stæðra og giftra. Spurt er um ástæðu fyrir dagvistun barnanna og nefna rúm 60% að þörf sé fyrir tvær fyrirvinnur fyrir heimili. 65% þátttakenda telja að fæð- ingarorlofið ætti að vera eitt ár og flestir foreldrar vilja fá að ráða skiptingu orlofsins sín á milli. Spurt var um afstöðuna til hugmyndar- innar um greiðslu til foreldra fyrir að vera heima með bömin sín og em 83% foreldra hlynnt þeirri hug- mynd. Að meðaltali vildu foreldrar /á greiðslur þar til börnin næðu 2ja til 3ja ára aldri. Spurt var hvað greiðslumar þyrftu að vera háar og nefndu flestir 50 þúsund á mán- uði en einstæðir foreldrar nefndu 60 þúsund að meðaltali. Flestir foreldrar telja að miða eigi heima- greiðslu við fjölda barna en næst í röðinni eru nefndar tekjur fjöl- skyldunnar. KÖNNUN Foreldrasamtakanna á dagvistarþörf og viðhorfum reyk- vískra foreldra með ung börn til heimagreiðslna og fæðingaror- lofs leiðir í ljós að 97% þátttakenda telja 6 mánaða fæðingarorlof of stuttan tíma með barninu. Könnunin nær til 533 foreldra af 1.127 sem eignuðust barn á árinu 1990. Meðalaldur barnanna er 10 mánuðir og eru um 87% foreldranna gift eða í sambúð en 13% teljast einstæð. „Þessi könnun er gerð til að komast eftir hverjar eru þarfir for- Einleikarinn Márta Fábián með simbalon-hljóðfærið. Leikið á sim- balon með Sinfóníunni TÓNLEIKAR verða í grænni tónleikaröð Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í kvöld, fimmtudag. Leikin verður létt og skemmti- leg tónlist, sem hæfir grænni tón- leikaröð og er flestum hugleikin, segir í frétt frá Sinfóníunni. Meðal hljóðfæra sem leikið verður á er simablon, en ekki mun áður hafa verið leikið á slíkt hljóðfæri hér- lendis. -----*—♦—«---- 140 meina- tæknar á ráðstefnu í TILEFNI af tuttugu og fimm ára afmæli Meinatæknafélags íslands nú í vor stóð félagið sl. föstudag fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni Yngstu skjólstæð- ingar meinatækna, fóstur - ný- burar. Þar var fjallað um meina- tæknirannsóknir sem gerðar eru vegna yngstu skjólstæðinga meinatækna, en þeir eru fóstur í móðurkviði og nýfædd börn. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Aldís B. Amarsdóttir, meiriatæknir, Atli Dagbjartsson, barnalæknir, Elín Guðmundsdóttir, meinatæknir, Hörður Bergsteinsson, barnalækn- ir, Lilja Eiríksdóttir, meinatæknir, Olga B. Pétursdóttir, meinatæknir, Pétur Lúðvíksson, barnalæknir og Sigurborg Billich, meinatæknir. Meinatæknar fjölmenntu á ráð- stefnuna, en þar mættu 140 meina- tæknar. í félaginu eru alls 352 fé- lagar víðsvegar um landið. Núver- andi formaður félagsins er Martha Á. Hjálmarsdóttir. -----» » 4---- Útför Ólafs Halldórs- sonar í dag Vegna mistaka birtust minning- argreinar um Ólaf Halldórsson, fyrrum skrifstofustjóra Gjaldheimt- unnar, í Morgunblaðinu í gær. Út- för hans fer hins vegar fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Kvóti Djúpavogs nær óbreyttur frá 1984 FRÉTT Morgunblaðsins í gær- dag um flutning á botnfiskkvót- um milli landshluta frá árinu 1984 er röng að því er varðar missi Djúpavogs og Austurlands í heild á botnfiskkvóta 1984- 1992. I plöggum frá sjávarút- vegsráðuneytinu, sem fréttin byggðist á, hafði kvóti skipa, sem óvissa var um heimahöfn 1984, allur verið settur á Djúpa- vog sem þannig var skráður með 22.739 tonna kvóta árið 1984. Árið 1985 hafði þetta verið leið- rétt og kvóti Djúpavogs það ár skráður 2.707 tonn. Sem hlutfall af heildarkvótanum er kvóti Djúpavogs nær óbreyttur á milli áranna 1984 og 1992. Þessi tilfærsla á kvóta skipa án heimahafnar árið 1984 gerði það einnig að verkum að hlutdeild Fomgripur í ferjuflugi GÖMUL flugvél af gerðinni Beechcraft D.17S Staggerwing í ferjuflugi frá Bandaríkjunum til Þýskalands hafði næturdvöl á Reykjavíkurflugvelli fyrir nokkru. Meðal flugáhuga- manna um víða veröld hafa flugvélar af þessari gerð löng- um verið taldar í sérflokki. Beech 17 Staggerwing-flugvél- ar voru framleiddar á árunum 1934 ti! 1945 og voru fyrstu al- vöru „forstjóraflugvélarnar“. Þeg- ar þær komu fyrst fram voru þess- ar fjögurra sæta flugvélar taldar hraðfleygari en gengur og gerist enda knúnar stórum og miklum 450 ha stjömuhreyfli, sem þarf sinn skammt af eldsneyti, eða um 90 lítra á klukkustund. Farþega- þægindi þessara flugvéla voru mun meiri en áður þekktust og urðu þær brátt vinsælar meðal efnamanna og viðskiptajöfra vest- an hafs á fjórða tug aldarinnar. Þrátt fyrir háan aldur eru þess- ar gömlu tvíþekjur afar eftirsóttar af flugáhugamönnum og er verð á þeim samkvæmt því. Nú á dög- um bjóða fjölmargar tegundir hraðfleygra einkaflugvéla upp á Morgunblaðið/PPJ Gamlar flugvélar eins og þessi Beechcraft D17 Staggerwing sem átti leið um Reykjavíkurflugvöll nú í vikunni vekja ávallt at- hygli. Það er eins með gamlar flugvélar og með gamla bíla, mönnum finnst þær vera betri en það sem framleitt er í dag. sömu þægindi og Beech 17 og eru mun hagkvæmari í rekstri, en það er eins með gamlar flugvélar og fornbílana, þær þykja betri. Áhugasamir kaupendur fylgjast vel með öllum flugvélum af þess- ari gerð og eru fljótir að komast að því þegar einhver þeirra er boðin til sölu. Söluverð vélar eins og þeirrar sem hér var á ferð er nú um tvö hundruð tuttugu og fimm þúsund Bandaríkjadalir eða ríflega þrettán milljónir íslenskar krónur, og hefur verðlag þeirra nánast tvöfaldast á sl. fimm árum sökum mikillar eftirspurnar. Austurlands í botnfiskkvótanum 1984 var skráð 18,48% en ekki 13,36% sem síðan er leiðrétt í skráningunni 1985. Því er rangt að Austurland hafi misst þriðjung af kvóta sínum á tímabilinu 1984 til 1992. Kjördæmið hefur misst tæpt 1% af kvóta sínum á þessu tímabili. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum og endurbirtir til frekari glöggvunar kort sem birt var yfir þessar hreyfmgar. . ------» ♦ ♦------- Fulltrúa- ráðsfundur Prestafé- lagsins Fulltrúaráðsfundur Prestafé- lags íslands verður haldinn í Víð- istaðakirkju í dag, fimmtudaginn 26. mars. Fjallað verður um meðferð fjöl- miðla á viðkvæmum málefnum. Formaður Blaðamannafélags Is- lands, Lúðvík Geirsson, og formað- ur siðanefndar Blaðamannafélags- ins, Vilhelm G. Kristinsson, flytja erindi um ofangreint málefni. Fundurinn hefst kl. 9.00 en þá verða kynnt drög að nýjum lögum Prestafélags íslands og nýjum siða- reglum. Þennan sama dag stendur Prestafélag íslands fyrir fundi um kristindómsfræðslu í grunnskólan- um. Fundurinn er háldinn í ráð- stefnu- og fundarsal Ríkisstofnana (Rúgbrauðsgerðinni). Hefst hann með ávarpi menntamálaráðherra, Ólafs G. Einarssonar, kl. 17.30. Fundurinn er öllum opinn en kenn- arar og prestar er sérstaklega hvattir til þátttöku. Botnfiskaflamark 10 brl. og stærri 1984 og 1991/92 (tonn og hlutfall af aflamarkí) 51.621 PÚS. tonn Meinleg villa í botnfiskkvótafrétt: fiskiskipa ..jp'. co 41.505 § oa \ J 1984 91/92 Árið 1984 voru 5.476 tonn óstað- settikjoidæmi,— VESTMANNAEYJAR —REYKJAYÍK------ ---AKUREYRI eða 1,42% -35aéHrstaéir- með minna en 1% 1991/92 ■ Q a “T> ll QC 2 *o oc C3 .5C cc «o ll. U- co LU cn cc ■o -j o Q QC -OC- o Q V s: a: u. ;o ■o |J 1 / "or ^ **• 9 co u. LL CD co Ll CO £ 5 S 1984 samtals: 386.582 tonn 1991/92 samtals: 328.228 tonn 4fr- þús. tonn 40— •ff 60.359

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.