Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Afstaða VSÍ áréttuð Morgunblaðið/Sverrir Vinnuveitendur áttu fund með stjómvöldum í gær og áréttuðu þar þá afstöðu sína að álögur á atvinnureksturinn yrðu ekki auknar á samningstímanum. Að sögn Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmda- stjóra VSÍ, var málaleitan vinnuveitenda ekki illa tekið, og sagði hann að fram hefði komið að ríkisstjómin hyggðist samræma skattlagningu á atvinnureksturinn því sem gerist í Evrópuríkjum. Á myndinni sjást talið fá vinstri: Þórarinn V. Þórarinsson, Hreinn Lofts- son, Ólafur Davíðsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson, Einar Oddur Kistjánsson, Árni Benediktsson, Þórður Magnússon og Hjörtur Eiríksson. Hagfræðistofnun HÍ um áhrif GATT-samnings á búvöruverð; Lækkun gætí orðið allt að 25% Verðlag á landbúnaðarafurðum 40%-700% hærra hér en í Noregi BÚAST má við að verð á þeim landbúnaðarvörum sem falla und- ir drögin að nýju GATT-samkomulagi muni Iækka hér á landi um 8-25% allt eftir því hvaða túlkun verður ofaná þegar kemur að því að framkvæma samninginn. Þetta eru niðurstöður úttektar sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Neytendafélag höfuðborgarsvæðisins. í skýrslu Hagfræðistofnunar unda sem ákvæði GATT-samn- segir að í úttektinni hafi einvörð- ingsdraganna snerti beint, en ólík- ungu verið litið til örfárra vömteg- legt sé að verðlagsáhrif samnings- ins einskorðist við þær vöruteg- undir. í niðurstöðum úttektarinnar kemur fram að lækkun verðlags landbúnaðarafurða ráðist nokkuð af því hvaða túlkun verður viðhöfð þegar kemur að því að framkvæma GATT-samkomulagið ef það næst. Miðað við túlkun landbúnaðar- ráðuneytisins á samningsdrögun- Fáskrúðsfj örður; Milljónatjón varð er skipasmíðastöð brann MILLJÓNATJÓN varð í eldi á Fáskrúðsfirði í fyrrinótt þegar hús Skipasmíðastöðvar Guðlaugs Einarssonar brann til grunna ásamt ýmiss konar tækjabúnaði sem í henni var. Einnig stór- skemmdist vörubíll sem stóð utan við húsið. Líkur eru taldar benda til að kviknað hafi í út frá raf- magni, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en þó er það ekki fullljóst. Þrír menn störfuðu við fyrirtækið, auk eigandans, Guðlaugs Einarssonar. staðinn og tekið til við að slökkva eldinn innan tíu mínútna að því er talið er, en ekki varð við neitt ráðið og brann allt sem brunnið gat á inn- an við klukkustundu. Veggir húss- ins, sem er um það bil 300 fermetr- ar, eru að hluta til steyptir upp, en að hluta til stálgrind, sem er öll svignuð og undin, að sögn Jónasar Vilhelmssonar. Þá læstist eldurinn í vörubifreið sem stóð við vegg húss- ins og brann hún til kaldra kola. Engar skemmdir urðu á báti sem stóð í dráttarbraut fyrirtækisins. Lögreglu- og rafmagnseftirlits- menn unnu áð rannsókn á vettvangi í gær en eldsupptök voru ekki full- ljós. Þó hefur Morgunblaðið heimild- ir fyrir því að talið sé að líklega hafi kviknað í út frá rafmagni. Sérstakar reglur um viðskipti Stöðvar 2 og stjóniar um og forsendu um hófsöm óbein áhrif innflutnings mun samanveg- in verðlækkun nema tæplega 8% að mati stofnunarinnar. Sé stuðst við bjartsýnni túlkun á óbeinum áhrifum innflutnings verði vegin verðlækkun um 10%, og sé gert ráð fyrir að kjöt verði flutt inn með sama hætti og aðrar landbún- aðarvörur gæti vegin verðlækkun numið um 15%. Sé auk þess gert ráð fyrir að einkasöluréttur mjólk- urbúa verði aflagður og frjáls sam- keppni ríki milli búanna megi gera ráð fyrir að vegin verðlækkun þessara vörutegunda verði á bilinu 20-25%. í skýrslunni er heildsöluverð umræddra vörutegunda hér á landi borið saman við heildsöluverð í Noregi, en miðað er við árið 1987. í ljós kemur að verðlag á landbún- aðarafurðum hér virðist frá 40% og upp í 700% (kartöflur) hærra en í Noregi. Skýringanna á þessum verðmun sé fyrst og fremst að leita í innflutningshömlum, en einnig í framleiðsluaðstæðum, mismiklu aðhaldi í löndunum tveimur af hálfu opinberra aðila og verði á samkeppnisvörum við landbúnaðarafurðirnar. Eldsins varð vart um klukkan hálfeitt eftir miðnætti, að sögn Jón- asar Vilhelmssonar lögreglufulltrúa, sem annast rannsókn málsins í sam- vinnu við rafmagnseftirlitsmenn á Austurlandi. Slökkvilið var komið á Björgvin vann Howell BJÖRGVIN Jónsson vann Howell í áttundu umferð alþjóðlega skákmótsins í Hafnarfírði í gær- kvöldi. Þá vann Margeir Pétursson Bjöm Frey Bjömsson, Conquest vann Ágúst Sindra Karlsson og Jón L. Árnason og Hannes Hlífar Stefáns- son gerðu jafntefli. Skákir Þrastar Þóhallssonar og Helga Áss Grét- arssonar og Levitt og Motwani fóm í bið. Eftir áttundu umferð er Hannes Hlífar því efstur með 6'/2 vinning, og í 2.-3. sæti em Jón L. og Conqu- est með 5 vinninga og biðskák hvor. Slysið gerir mig ekki afhuga sjónum - segir Viðar Sæmundsson skipstjóri og eigandi Ársæls Sigurðssonar VIÐAR Sæmundsson skipstjóri og eigandi Ársæls Sigurðssonar HF 80 sem fórst í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn um helgina segir að hann hafí verið kominn á síðasta snúning er honum var bjargað um borð í Ólaf GK 33. „Áreynslan var svo mikil þessar fimmtán mínútur sem við vorum í sjónum og ég fékk þar að auki högg á mig frá brakinu sem flaut í kringum okkur svo að sár opnaðist við hjartað og varla mátti tæpara standa er mér var bjarg- að,“ segir Viðar. Hann liggur nú á hjartadeild Borgarspítalans og verður þar út þessa viku. „Ég verð að taka þessu rólega á næst- unni en læt samt engan bilbug á mér finna og fer að svipast um eftir öðrum bát er ég losna héðan,“ segir hann. í máli Viðars kemur fram að bakborðshlið bátsins," segir Viðar. þegar brotin tvö riðu yfír bátinn hafí þrír menn verið í brúnni og tveir menn frammi á bátnum. „Eftir að báturinn lagðist á hliðina fylltist brúin af sjó en okkur sem vorum þar inni tókst að opna neyð- arglugga og komast þaðan upp á „Þaðan gátum við svo handlangað okkur fram á hvalbakinn og stefnið sem stóð lengst upp úr sjónum en þar voru þeir tveir sem voru frammi er báturinn sökk.“ Viðar segir að óhappið hafí gerst svo hratt og óvænt að eng- Morgunblaðið/Júlíus Viðar Sæmundsson skipstjóri á Ársæli Sigurðssyni HF 80 ligg- ur nú á Borgarspítalanum eftir slysið en er óðum að braggast. inn tími hafi gefist til að koma gúmmíbjörgunarbátnum á flot. Er Ársæll sökk opnaðist björgun- arbáturinn sjálfkrafa á tveggja metra dýpi og flaut upp. „Er við sáum björgunarbátinn fljóta upp syntum við í átt til hans. Engum okkur tókst að komast um borð í björgunarbátinn því hann var fast- ur við flakið og flæktur í línur þannig að hann kastaðist til og frá í öldurótinu. Okkur tókst hins- vegar að hanga í honum þar til hjálpin barst,“ segir Viðar. „Okkur var orðið mjög kalt er hjálpin barst en á meðan við héng- um utan á björgunarbátnum stöppuðum við stálinu hver í ann- an. Og það er guðsmildi að ekki fór verr í þessu slysi,“ segir Við- ar' ,var or^'nn mjög lerkaður er hjálpin barst og mér er sagt að ég verði að taka því rólega á næstunni. En þetta slys hefur samt ekki gert mig afhuga sjón- um.“ Hann vildi að lokum skila þakk- læti til allra þeirra er aðstoðuðu við björgun hans og skipveijanna, einkum til Hafsteins Sæmunds- sonar, sem sá slysið og brá skjótt við, og skipverjanna á Ólafí GK, sem sóttu skipbrotsmennina í inn- siglinguna. i I Á AUKAFUNDI í sljórn íslenska útvarpsfélagsins á þriðjudag voru samþykktar sérstakar reglur um viðskipti stjórnar- manna við fyrirtækið. Þar segir m.a. að viðskipti félagsins við stjórnarmann séu einungis heimil ef útvarpsstjóri geri stjórn félagsins grein fyrir þeim fyrir eða eftir að viðskipti áttu sér stað. Ágreiningur kom fram á fundinum milli stjórnarmanna um tímasetningu á aðalfundi fyrirtækisins. Búist hafði verið við að hann yrði haldinn í byrjun maí, en á fundinum var ákveðið að halda hann á miðvikudag í næstu viku. Auglýsing um aðal- fundinn birtist í DV í gær og segir þar að tillögum sem bera eigi fram á aðalfundi skuli skila til stjórnar sjö dögum fyrir aðal- fund. Jóhann J. Ólafsson stjórnarfor- maður, Haraldur Haraldsson og Jón Ólafsson mæltu á fundinum í fyrradag með því að aðalfundur yrði haldinn á miðvikudag í næstu viku, en ekki í maímánuði eins og búist hefði verið við. Er þessi til- laga lá fyrir gekk einn stjórnar- manna, Jóhann Óli Guðmundsson, á dyr með þeim orðum að þessi fyrirvari væri alltof skammur og með þessari ákvörðun væri verið að bijóta allan rétt á hluthöfum til að geta nýtt tillögurétt sinn á aðalfundi samkvæmt lögum félagsins. Auk þess hefði fundur- inn ekki verið boðaður til að ákveða dagsetningu aðalfundar. I reglum um viðskipti félagsins við stjómarmenn kemur fram að þau eru einungis heimil ef útvarps- stjóri gerir stjóm félagsins grein fyrir þeim fyrir eða eftir að við- skipti áttu sér stað. Stjórnarmanni ber að upplýsa ef hann á sjálfur hagsmuni tengda 'afgreiðslu ein- staks máls. Þá segir í reglunum að stjómarmönnum sé óheimilt að ræða við starfsmenn félagsins, aðra en útvarpsstjóra, í því skyni að koma á viðskiptum við félagið. Stjórnarmönnum er óheimilt að gerast umboðsaðilar fyrir aðila sem félagið hyggst eiga viðskipti við, hafi stjómarmaðurinn fengið vitneskju um fyrirhuguð viðskipti vegna stjómarstarfa sinna hjá félaginu. ' Sjá einnig bls. 2B t l >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.