Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 47 Dýrasta lambakjötið Frá Jóni Halldórí Hannessyni: Á 25 árum hefur orðið nær helm- ings samdráttur á neyslu lamba- kjöts á mann hérlendis. Að hve miklu leyti stafar þessi samdráttur af skaðaðri ímynd sauðfjárbænda vegna skipulagsleysis í beitarmál- um? Almenningur á íslandi gefur umhverfismálum aukinn gaum og skv. skoðanakönnunum líta yfír 80% landsmanna á gróðureyðing- una sem alvarlegasta umhverfismál okkar. Þetta ættu sauðfjárbændur að taka með í reikninginn í mark- aðssetningu sinni á lambakjöti. „Öfug markaðssetning" Stór hluti þjóðarinnar laðast að sveitunum og, hefur þar fengið beina reynslu af framkvæmd sauðfjárbeitar. Má t.d. nefna að í landinu eru rúmlega 7.000 sumar- bústaðir og hundruð skógræktar- og landgræðslureita. Hefur reynsla alls þessa fólks af beitarmálum í og við lönd sín aukið eða dregið úr samúð með sauðfjárbændum og framleiðsluvöru þeirra? Með öðrum orðum, hafa sauðfjárbændur með starfi sínu og hegðun stuðlað að sölu lambakjöts eða stundað „öfuga markaðssetningu“? Halda sauðfjár- bændur að neytendur fái vatn í munninn þegar þeir sjá „fjallalamb- ið“ á beit í köntum fjölfarinna vega eða á illa grónu landi uppblásturs- svæðanna? Neytendastýrð gróðurvernd Bændur hafa vanmetið þau áhrif sem skipulagslaus beit hefur á við- horf almennings til lambakjöts- neyslu. Nú á tímum umhverfis- verndar er sérlega mikilvægt að sauðfjárbændur bæti ímynd sína hvað þetta varðar því neytendur velja „umhverfisvænar" vörur og sniðganga sífellt meir aðrar vörur. Við þessari neytendastýrðu um- hverfisvernd verða bændur að bregðast með því að koma á skyn- samlegu skipulagi á beitarmálin því sífellt fleiri líta á skipulagslausa beit sauðfjár (og í einstaka héruð- um hrossa) sem aðalhindrunina í vegi fyrir endurheimt fyrri land- gæða. Ákveða þarf hvar á landinu banna þurfi lausagöngu sauðfjár fljótlega, hvar síðar og hvar eru svæði þar sem litlu þarf að breyta. Fjöldasamtök sem hafa innan sinna vébanda um 80% þjóðarinnar hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að landnám Ingólfs (þ.e. Reykja- nesið að Ölfusá, Þingvöllum og yfir í Hvalfjörð) verði friðað fyrir Miskabæt- urnar til Hjálpar- stofnunar Frá Halli Magnússyni: Fyrir stuttu var ég undirritaður dæmdur í Hæstarétti til að greiða Þóri Stephensen staðarhaldara í Viðey 150.000 kr. í miskabætur, vegna greinar minnar um spjöll á kirkjugarðinum í Viðey sumarið 1988. Ég vil koma því á framfæri að ég hef greitt þessar miskabætur. í ljósi þess að Þórir Stephensen hefur sjálfur sagt að krafan um miskabætur væri táknræn, en ekki sett fram í auðgunarskyni, þá fór ég fram á það við Þóri að hann léti miskabæturnar renna til Hjálp- arstofnunar kirkjunnar svo pening- arnir nýtist þeim sem sárast þurfa á þeim að halda. Vænti ég þess að Þórir verði við þessari bón minni. lausagöngu. Bann við lausagöngu þýðir einfaldlega að það fáa sauðfé sem eftir er á þessu svæði verði girt af. Við það yrði ódýrt og auð- velt að rækta upp þetta svæði en þar búa um 2/3 hlutar landsmanna. Dýrasta lambakjötið Það litla lambakjöt sem framleitt er á þeim svæðum sem almenningi fínnst liggja beint við að friða fyr- ir lausagöngu (t.d. landnám Ing- ólfs, önnur þéttbýl svæði og við- kvæm uppblásturssvæði) kostar sauðfjárbændur óhernju fé, því sá álitshnekkir sem stéttin bíður vegna seinagangs í að koma til móts við nútíma viðhorf í landnýt- ingu og beitarmálum dregur ekki bara úr samúð við bændur heldur dregur einnig úr áhuga fólks á að kaupa lambakjöt. Rándýrar auglýs- ingaherferðir til sölu „fjallalambs- ins“ hafa ekki náð að vega upp þá öfugu markaðssetningu sem sauðfjárbændur stunda. Sauðfjárbændur eru sundurleit- ur hópur og aðstæður þeirra mismunandi. Fjölmargir þeirra stunda sína atvinnugrein í fullri sátt við landið og landeigendur í nágrenni við sig. Þessir bændur eru gjarnan talsmenn aukins skipulags í beitarmálum, ræktunar og banns Skattur á Frá Birgi Sigurþórssyni: Eftir umræðuna um hálendisskatt- inn beið maður eftir hvað kæmi næst frá Eiði Guðnasyni í umhverf- ismálaráðuneytinu. Nú hefur verið mælt fyrir frumvarpi til laga á Alþingi sem kveða á um að leggja eigi sérstakan skatt á skotveiði- menn, eins konar landsfjórðungs- skatt á þá sem vilja stunda veiðar. Er hugmyndin að innkoman af þessum skatti renni til rannsókna á villtum dýrum á íslandi, þ.e.a.s. aðallega veiðar á íjúpu og gæs, eiga að fjármagna fleiri stöður fugla- og náttúrufræðinga hjá Náttúrufræðistofnun. Ennfremur eru innan frum- varpsins ákvæði um að einungis verði leyft að nota tveggja skota haglabyssur til veiða, þ.e.a.s. þrengja á skotvopnalöggjöfina, við lausagöngu á viðkvæmum eða þéttbýlum svæðum. Óorð sem skipulagslaus beit hefur komið á bændastéttina bitnar þó jafnt á þessum bændum sem öðrum. Byggðastefna sveitanna Við getum ekki vænst framfara í sveitum á grundvelli aukningar í sauðfjárbúskap. Framfarirnar byggjast miklu frekar á land- græðslu, skógrækt og fögru um- hverfi. Þær sveitir sem sinna þeim málum sækja fram og þangað vill fólk flytja sín heimili og starfsemi. Þau sveitarfélög sem ríghalda f úrelt forréttindi sauðfjárbúskapar á kostnað búsetu á öðrum grund- velli munu óhjákvæmiléga líða fyr- ir það, því byggðastefna sveitanna, þ.e. auknar tekjur, framfarir og fleira fólk, er ekki fólgin í sauðfjár- ræktinni. Það er því ekki rétt að h'ta á kröfugerð um aukið skipulag í beitarmálum sem togstreitu milli þéttbýlis og dreifbýlis. Þvert á móti ættu þeir sem vilja sveitum sínum vel að taka fagnandi við- leitni stjórnvalda, stofnana og félaga til að koma á auknu skipu- lagi í beitarmálum. JÓN HALLDÓR HANNESSON, Hjarðarbóli, Ölfusi. veiðimenn sem er ein sú strangasta í Evrópu. Geysist ráðherra fram á völlinn í sumar ásamt starfsmanni Náttúru- fræðistofnunar til að kynna atriði framvarpsins og sanna ágæti þess. Lét ráðherra jafnvel hafa það eftir sér í fjölmiðlum að íslendingar gætu varla talist vopnlaus þjóð. Fór þar vopnaeign íslenskra skot- veiðimanna fyrir brjóstið á ráð- herra, enda eru veiðar vinsælt sport á íslandi og óvíða betri að- stæður til skotveiða. Má einnig benda á að ríkið tekur í sinn hlut háar fjárhæðir í formi opinberra gjalda af skotvopnum. Ættu allir sem láta sig skotveiðar einhveiju varða að mótmæla þessari aðför að skotveiðimönnum. BIRGIR SIGURÞÓRSSON Næsbyvej 33 8370 Hejberg Danmörku Hvaða fólk er þetta? HALLUR MAGNÚSSON, Þeir sem þekkja fjölskylduna á myndinni era beðnir um að hafa samband Þverholti 7, Vopnafirði. við Henriettu Berndsen, Ægisbraut 1 Búðardal. Hún hefur síma 93-41162. r v í tilefni 20 ára afmælis verslunarinnar bjóðum við 20% afslátt af öllum vörum verslunarinnar frá 26. mars-4. apríl 1992. SNJÓSLEDAFERDIR Vetrarævintýri í Landmannalaugum Ekið frá Reykjavík að Sigöldu. Farið á nýjum SKI-DOO snjósleðum um Fjallabakssvæðið í fylgd þaulkunnugs fararstjóra. Gist í Landmannalaugum. Allur búnaður fylgir. Ferð nk. laugardag. Upplýsingar gefa: Íslenskar Fiallaferóir, Bankastræti 2, símar 22225 og 682310. 0RI0N 4 dyra, stallbakur. Hann er kominn, Ford ORION bíllinn sem svo margir hafa beðið eftir . Ný og glæsileg hönnun. Sportlegt útlit Ný innrétting. Meira innra rými. Rúmgóð farangursgeymsla. Stærri hurðir (Betra inn - og útstig) Gott útsýni og frabær aðstaða fyrir ökumann og farþega. ORION er fáanlegur í eftirfarandi útfærslum: CLX 1.3, 5. dyra CLX 1.6,5. dyra Verð frá kr. 954.000,-* Komdu og kannaðu málið ! Globusí Hefurþú rtið Ford - nýlega ? LágmÚla 5. Sími 68 15 55. *Miðað við gengi febníarmánaðar '92 og án ryðvamar og skráningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.