Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 Mikill fagnaður var þegar úrslitin voru tilkynnt. Frá vinstri Sólveig Jónsdóttir, sem varð í þriðja sæti, Bryndís Bjarnadóttir, sem sigraði í keppninni, Linda Sigurjónsdóttir, sem varð í öðru sæti og var jafn- framt kjörin ljósmyndafyrirsæta, og Hrafnhildur Sigurðardóttir, sem einnig varð í þriðja sæti. Morgunblaðið/Þorkell Stúlkurnar, sem tóku þátt í keppninni, sýndu tískufatnað. FYRIRSÆTUR Verð frá: 1.184.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í sima 68 99 00 H) | Elite-fyrirsætu- • • keppni á Ommu Lú Elite-fyrirsætukeppnin var ný- lega haldin á veitingastaðn- um Ömmu Lú og þar var fjöldi fólks saman kominn til að fylgjast með því hvaða stúlka Unyndi hreppa hnossið í ár. Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni og það var Bryndís Bjarnadóttir sem bar sigur úr býtum. í öðru sæti Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! varð Linda Siguijónsdóttir, sem jafnframt var kjörin ljósmyndafyr- irsæta, og í þriðja sæti urðu Hrafn- hildur Sigurðardóttir og Sólveig Jónsdóttir. Bryndís fer því til New York í ágústmánuði næstkomandi til að taka þátt í aðalkeppni Elite. Auk þess fékk hún ýmsar gjafir svo sem skartgripi, fataúttektir, snyrtivörur og margt fleira. Kynn- ir kvöldsins var Páll Hjálmtýsson og söng hánn einnig nokkur lög við góðar undirtektir. Pierre Champaux, frá skrifstofu Elite í París, kynnti sigurvegarann, en tímaritið Nýtt líf og Icelandic models stóðu fyrir keppninni. HEST AMENN SKA „Ungur nemur, gamall temur“ Fréttaritari var nýlega staddur í Dalsmynni í Eyjahreppi í heimsókn hjá Guðmundi Guðmundssyni og Margréti Guð- jónsdóttur, sveitarskáldi Snæfell- inga. Það var ánægjuleg stund að ræða við þessi heiðurshjón. Það er ekki algeng sjón að sjá öldung sem verð- ur 90 ára á þessu ári, hressan og glaðan og beinan í baki, að vera að temja ungan fola. Á hverjum degi þegar gott er veður, fær Guð- mundur í Dalsmynni sér góðan sprett á folanum Blesa sem verður fimm vetra í vor. Með honum er ævinlega sonardóttir hans Iðunn sem er 11 ára. Hugur og hönd gjör- ir þessa útivist að heilsugöngu fyrir þá sem hennar njóta. Þegar Blesi var folald þá var Iðunn sex ára. Fljótlega tókst vinátta milli hennar og Blesa. - Páll Morgunblaðið/Páll Pálsson Iðunn og Guðmundur í sínum daglega reiðtúr. COSPER COSPER — Stína og Bragi ætla að giftast í dag. Þú nærð því að mæta í silfurbrúðkaupið. Aðalfundur Marel hf. verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl 1992 í húsnæði félagsins að Hðfðabakka 9, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16.00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðaifundarstörf samkvæmt 4.gr, samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild tíl að auka hlutafé félagsins um 20 millj. kr. samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. 3. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, K viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins, Höfðabakka 9, 2. hæð, frá og með 30. mars, fram að hádegi fundardags. Stjórn Marel hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.