Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.03.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1992 51 HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN Leikum til sigurs „VIÐ MÆTUM til leiks gegn Dönum til að vinna, en með því hugarfari förum við í alla leiki. Við förum ekki til að vinna fyrir íslendinga, heldur okkur sjálfa,“ sagði Gunnar Petter- sen, þjálfari Norðmanna, sem tryggðu sér rétt til að leika í HM í Svíþjóð 1993 með því að vinna Pólverja stórt, 28:23. Gunnar sagðist gera smávægi- legar breytingar á liði sínu, en hann sagðist þó ekki hvíla leik- mennina sem leika í Þýskalandi, Rune Erland, Roger Kjendalen og Havan Östein, sem áttu stórleik gegn Pólveijum. „Það hefur verið heppni með okkur hér í Austurríki. Leikur ís- lands og Danmerkur var geysilega mikill baráttuleikur, þar sem mark- verðir léku aðalhlutverkið. Sérstak- lega var markvörður Dana góður. íslendingar eiga að vinna ísraels- menn, en þeir geta þó lent í erfið- leikum með þá,“ sagði Gunnar Pett- ersen. Óheppni - sagði Geir Sveinsson „ÞAÐ Á ekki af okkur að ganga hér í Austurríki. Það er eins og við viljum fara lengri leiðina að settu tak- marki - heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð," sagði Geir Sveinsson, fyrir- liði Islendinga. „Við höfum verið ótrú- lega óheppnir. Að fá á sig svona mark í lokin er lýsandi dæmi um að það er engin heppni með okkúr. Þetta var erfiður leikur og kostaði mikla vinnu og orku. Það var svo mikil keyrsla að við náðum ekki að byija að leika leikkerfi — sókn- imar voru svo stuttar, að við vorum eins og borðtenniskúlur fram og aftur völlinn. Það eina sem við getum gert er að ljúka okkar dæmi. Við getum ekki treyst á Norðmenn. Þeir eru ömggir um að leika til úrslita í Vín og koma eflaust til með að spara sína leikmenn eins mikið og þeir geta fyrir úrslitaá- tökin. Það er eðlilegt og það hefðum við gert í sömu stöðu. Það er ekki hægt að skella skuldinni á einn leik- mann hvernig fór - við náðum okkur hreinlega ekki á strik. Spennan var mikil í byijun og hún minnkaði ekki þegar á leikinn leið,“ sagði Geir og bætti við að ekki mætti afskrifa far- seðilinn til HM í Svíþjóð þó að aðeins hafi náðst jafntefli gegn Dönum. „Við vitum að ísraelsmenn verða erfiðir og því verðum við að taka þá refsingu út að fara „Krísuvíkurleiðina" til Keflavíkur. 39 % sóknamýting íslenska liðið náði 39% sóknarnýtingu úr leikn- um í gærkvöldi - skoruðu 16 mörk úr 41 sókn. Átta mörk voru skoruð úr 22 sóknum í fyrri hálfleik, sem er 36% sóknarnýting. í seinni hálfleik var nýtingin 42% og þá voru skoruð 8 mörk úr 19 sóknum. Sjö mörk voru gerð með langskotum, þijú af línu, tvö eftir gegnumbrot, tvö úr hornum, eitt eftir hraðaupphlaup og eitt úr víti. Reuter Héðinn Gilsson reynir að skora gegn Dönum í gærkvöldi. Erik Veje Rasmussen er til varnar vinstra megin, en Flemm- ing Hansen virðist vera of seinn. er eina orðið yfir leik Islendinga gegn Dönum ÞAÐ var lítil sem engin hugsun á bak við leik íslenska landsliðs- ins gegn Dönum hér í Innsbruck. Sjaldan ef aldrei hef ég orðið vitni að óskipulegri leik, þar sem leikmenn hreinlega tróðu sér fram fyrir hvern annan til að skjóta í danska markvörðinn, eða ofan á höfuðið á varnarmönnum Dana. Knötturinn gekk varla á milli tveggja leikmanna áður en hnoð einstakra leikmanna hófst - það átti greinilega að skora sem flest mörk í einu skoti. Það er ekki hægt að ná nema einu marki í einu í handknattleik, en aftur á móti geta menn leyft sér það að leika sér að skjóta kúl- unni á milli marga hnappa í kúluspili og setja nýtt stigamet. Það var ekki sett nema eitt met í gærkvöldi í „spilavítinu" í Innsbruck - met í „skotræpu" og óvönduðum vinnubrögðum. And- og viljaleysi leikmanna ís- lands var með eindæmum. Ef ég væri landsliðsþjálfari hefðu margir leikmenn mínir fengið farseð- ilinn aðeins aðra leiðina - beint útúr landsliðinu og enga leið inn í það aftur. Margreyndir leikmenn gerðu sig seka um svo mörg mistök, að það var með ólík- indum. Þeir hugsuðu ekki um að bijóta leikinn upp með félögum sín- SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá Innsbruck Draumamarkið Eg á eftir að muna eftir þessu marki alla mína ævi - þetta var drauma- markið. Ég er varla búinn að átta mig á því hvernig þetta var hægt,“ sagði Michael Fenger, leikmaðurinn snaggaralegi sem jafnaði, 16:16, fyrir Dani. „Markvörður okkar kastaði knettinum langt fram völlinn. Tveir íslend- ingar voru á vegi knattarins - sá fyrri reyndi að grípa knöttinn, en snerti hann aðeins þennig að sá seinni náði ekki að handfjatla knöttinn. Ég tók við honum á ferð og hreinlega kastaði honum áfram - ég sá hann síðan lenda í netinu. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Fenger, fyrirliði Dana, sem var í sjöunda himni eftir leikinn. Markið var hans eina í leikn- um og eflaust það mikilvægasta á ferli hans. Hann er 30 ára og leikur með HIK í Kaupmannahöfn. Island - Danmörk 16:16 Ólympluhöllin l Innsbruck, B-keppnin f handknattleik, miðvikudaginn 25. mars 1992. Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 4:4, 7:4, 8:5, 9:6, 9:8, 10:9, 10:11, 11:13, 12:13, 13:14, 14:14, 15:15, 16:15, 16:16. Ísland: Bjarni Sigurðsson 4, Sigurður Bjarnason 3, Konráð Olavson 3, Sigurður Sveinsson 3/1, Geir Sveinsson 1, Gunnar Gunnarsson 1, Héðinn Gilsson 1, Birgir Sigurðsson, Júlíus Jónasson, Kristján Arason. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 16 (þar af 7 sem fóru aftur til mótheija). Bergsveinn Bergsveinsson. Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Dana: Jan Jörgensen (nr. 17) 5, Erik Veje Rasmussen (nr.4) 5/3, Lars Lundby (nr.9) 2, John Jakobsen (nr.3) 2, Michael Fenger (nr.ll) 1, Kim Jensen (nr.7) 1. Varin skot: Christian Stadil 14, John Iversen 1/1. Utan vallar: 14 mínútur. Áhorfendur: Um 1.000. Dómarar: Thomas og Thomas frá Þýskalandi. um, heldur var reynt að vaða yfir leikmenn Dana upp á eigin spýtur - sem kallaði á ekkert annað en ruðning. Leikmennirnir þóttust ekki sjá ástæðu til að fara í röðina til að fá farseðilinn, heldur átti að ryðjast fram fyrir hana með gassa- gangi. Að þurfa að sætta sig við jafntefii gegn afspyrnulélegu dönsku landsliði er óþolandi. Fyrr í keppninni var mönnum tíðrætt um að spara ætti leikkerfi þar til síðar. Hvaða leikkerfi voru spöruð? Ég sá ekki nema tvær leik- fléttur hér í Innsbruck í gærkvöldi. Þá fyrri þegar Bjarki Sigurðsson kom út úr horninu - skaust fram fyrir miðja vörn Dana og skoraði með góðu skoti. Siðan sá ég næstu fléttu - þegar Bja'rki kom sömu leið - en í stað þess að skjóta sjálf- ur gaf hann knöttinn inn á línuna til Geirs Sveinssonar, sem jafnaði, 15:15. Bjarki kom síðan íslenska liðinu í annað skiptið í leiknum yf- ir, 16:15, úr hraðaupphlaupi þegar 48 sek. voru til leiksloka. Guðmund- ur Hrafnkelsson, besti leikmaður liðsins, ásamt Bjarka, varði skot þegar 10 sek. voru til leiksloka, en síðan fór Konráð Olavson í hraða- upphlaup og lét verja skot frá sér í stöng þegar sjö sek. voru til leiks- loka. Danski markvörðurinn kastaði knettinum fram og Danir jöfnuðu, 16:16, á síðustu sekúndu leiksins. Eftir leikinn veltu menn því fyrir sér hvað Konráð átti að gera og voru skiptar skoðanir um það: 1. Hann átti að fara sér í engu óðslega og halda knettinum þar til tíminn rann út. 2. Hann átti að líta á klukkuna og kasta knettinum upp í áhorfenda- bekki. 3. Hann átti að hlaupa fram og leggja knöttinn niður á völlinn. Menn geta velt öllum þessum þremur atriðum fyrir sér til ævi- loka, en ég er á þeirri skoðun að Konráð hafí gert rétt. Hver keppnis- maður vill gulltryggja sigur sinn og til þess að gera það þurfa þeir að horfa fram á við. Það var óheppni Konráðs að markvörðurinn varði skot hans í stöng og fékk knöttinn fljótt aftur. Ef Konráð hefði skotið framhjá hefðu Danir ekki skorað. Ef markvörðurinn hefði varið knött- inn þannig að hann hefði farið út fyrir hliðarlínu, hefðu Danir ekki skorað og þá má ekki gleyma því að hefði Konráð skorað hefði hann ekki verið „sökudólgur" - heldur hetja. Konráð, Bjarki og Guðmundur Hrafnkelsson voru bestu leikmenn íslands. Aðrir leikmenn og ekki síst þjálfari íslenska liðsins fá ekki háa einkunn að þessu sinni. Vonandi standast þeir næsta próf. Það verð- ur gegn ísraelsmönnum á morgun. KANIOWSKI, þjálfari Pól- verja, hrósaði Norðmönnum í hástert eftir leik þeirra í gær og sagðist vera viss um að þeir gerðu góða hluti á HM í Svíþjóð. ■ GUNNAR Petterson, þjálfari Norðmanna, sagðist vera ánægður með sigurinn gegn Pólveijum. „Við höfum aðeins unnið þá fimm sinn- * um í 22 leikjum.“ ■ TERJE Anthonsen, fyrrum milliríkjadómari og aðaífararstjóri norska liðsins, benti á að Noregur hefði leikið fimm sinnum undir stjórn Gunnars gegn Pólveijum og ekki tapað leik - gert tvö jafntefli og unnið þrisvar. MSIGURÐUR Sveinsson og Bergsveinn Bergsveinsson fóru í lyfjapróf eftir leikinn gegn Dönum í gærkvöldi. MKONRÁÐ Olavson skoraði | 1.200 markið sem íslendingar hafa skorað gegn Dönum - hann skor- aði markið af línu. ■ ÍSLENDINGAR og Danir hafa aðeins gert sjö jafntefli í 63 viður- eignum sínum. ■ FJÖLGAÐ hefur í hópi ís- lensku stuðningsmannanna hér í Innsbruck. Það eru leikmenn Stjörnunnar og hópur skíðamanna, sem koma frá Mayrhofen í hinum fallega Zillerdal. ■ HVÍLD verður hjá landsliðs- hópnum í dag, en í kvöld fer hópur- inn í matarveislu hjá borgarstjórn- inni í Innsbruck. Þar koma sex landsliðshópar saman ásamt forr- áðamönnum, þeim sem sjá um framkvæmd hér og fréttamönnum. ■ ÞETTA er greinilega skauta- höll — það er svo kalt hér inni,“ sagði Einar Þorvarðarsson, að- stoðarlandsliðsþjálfari, um dvöl sína í Ólympíuhöllinni í Innsbruck. ■ HER í höllinni fer næsta heims- meistaramót í íshokkí fram. Höllin tekur 9.000 manns í sæti, en á leikj- um hér hafa verið um 1.000 áhorf- endur. Ævintýrín gerast enn - sagði Anders Dahl-Nielsen, þjálfari DanaJ „ÞAÐ ER óhætt að segja að ævintýrin gerast enn. Þetta var geysilegur baráttuleikur þar sem leikmenn beggja liða vildu standa uppi sem sigurvegarar. Endirinn var sögulegur og við höldum enn í vonina um að komast tii Svíþjóðar," sagði Anders Dahl-Nielsen, þjálfari Dana. Við vorum yfir undir lokin, síðan jöfnuðu íslendingar og kom- ust yfir, en við jöfnuðum síðan aft- ur með hreint ótrúlegu - já, ævin- týralegu marki. Þetta var sárabót fyrir okkur eftir að hafa misst leik- inn niður.“ - Hveijir eru möguleikar Dana að komast til Svíþjóðar? „Eins og staðan er í dag erum við með tvö mörk í plús á íslend- inga og með fimm stig. Við þurfum að leggja Norðmenn að velli til að gulltryggja okkur, en það verður erfitt. Þeir eru með mjög gott lið sem erfitt er að slá út af laginu. Þegar við mætum þeim verða ís- lendingar búnir að leika gegn ísra- elsmönnum og þá sjáum við hvar við stöndum. Þeð getur því orðið geysileg pressa á okkur og leikurinn gegn Norðmönnum þróast upp í það að verða baráttuleikur eins og gegn íslendingum. Það er ekkert hægt að segja um getu manna í þannig baráttuleikjum, heldur hveijir eru heppnari þegar upp verður staðið.“ - Hvaða möguleika eiga íslend- ingar gegn ísraelsmönnum? „Þeir eru góðir og það má aldrei afskrifa íslendinga. Þeir eru þekkt- ir baráttumenn og þegar mikið ligg- ur við eru þeir óútreiknanlegir. Það þekki ég vel frá því að ég lék og þjálfaði á íslandi. Við verðum að sjá og bíða eftir hvað íslendingar gera, áður en við gerum okkur klára í leikinn gegn Norðmönnum. Nei, Norðmenn slaka ekkert á þó að þeir séu komnir í úrslit. Þeir reyna að halda upp- sveiflu sinni áfram,“ sagði Anders Dahl-Nilsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.