Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 29

Morgunblaðið - 02.04.1992, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 29 Li Peng Li Peng rit- skoðaður Heimildarmenn í Kína sögðu í gær að forsætisráð kínverska þingsins myndi breyta stefnu- ræðu Li Pengs forsætisráð- herra sem hann á að flytja á þinginu bráðlega. Þetta á sér ekki fordæmi og litið er á það sem mikið áfall fyrir forsætis- ráðherrann. Forsætisráðið hef- ur ákveðið að bæta við stefnu- ræðuna áskorun um baráttu gegn „vinstristefnu“, eða harðl- ínumarxisma. Li er sjálfur í nánum tengslum við harðlínuöfl innan kínverska kommúnista- flokksins og margir kenna hon- um um fjöldamorð hersins á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989. EB-aðild Finna rædd í janúar ESKO Aho, forsætisráðherra Finnlands, kvaðst í gær telja að samningaviðræður um aðild Finna að Evrópubandalaginu hæfust í byijun næsta árs. Hann sagði að Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar bandalagsins, hefði á fundi þeirra í gær fullvissað sig um að umsókn Finna yrði tekin til athugunar um leið og utanríkis- ráðherrar EB-ríkjanna gæfu grænt ljós á það á fundi þeirra 6. apríl. Holst vill taka við af Wörner JOHAN Jörg- en Holst, varnarmála- ráðheira Nor- egs, kvaðst í gær sækjast eftir embætti framkvæmd- astjóra Atlantshafs- bandalagsins og sagði að norska stjórnin hefði þegar til- kynnt aðildarríkjum bandalags- ins um framboðið. Holst er enn sá eini sem hefur gefið kost á sér. Manfred Wörner lætur af embættinu um mitt næsta ár og er búist við að ákvörðun verði tekin um eftirmann hans í desember. Deilan um Airbus leyst Embættismenn Evrópuband- alagsins og Bandaríkjastjórnar sögðust í gær hafa náð sam- komulagi sem byndi enda á fimm ára deilu þeirra um styrki bandalagsins til flugvéiafyrir- tækisins Airbus. Leggi band- alagið- og bandarísk stjórnvöld blessun sína yfir samkomulagið dregur Bandaríkjastjórn til baka hótun sína um að leggja fram kvörtun vegna styrkjanna hjá GATT, Almennu samkom- ulagi um tolla og viðskipti. Holst Moldova: Stj órnarhermenn ráðast á bæ í Dnéstr Moskvu. Reuter. VOPNAÐAR sveitir innanríkisráðuneytis Moldovu gerðu árás á bæinn Benderíj í Dnéstr-héraði í gær. Rússneskumælandi íbúar hér- aðsins hafa myndað eigin ríkisstjórn. Árásin stofnar í hættu viðræð- um sem hófust á þriðjudag í Kishinjov, höfuðborg Moldovu, utn frið í landinu. Dumitru Corlateanu, talsmaður innanríkisráðuneytis Moldovu, sagði í gær að árásin hefði verið gerð til að uppræta vopnaða stiga- menn og koma á röð og reglu í héraðinu. Aðstoðarborgarstjóri Benderíj segir að fimm hafi fallið í árásinni. Er þetta viðamesta árás stjórnvalda í Moldovu á uppreisnar- menn svo mánuðum skiptir, Rússar í Dnéstr lýstu yfir sjálf- stæði fyrir tveimur árum en stjórn- völd í Moldovu sættu sig ekki við það. Mircea Snegur, forseti Moldovu, lýsti yfir neyðarástandi í landinu síðastliðinn laugardag og. boðaði þá að uppreisnarmenn í Dnéstr yrðu afvopnaðir. Á þriðju- dag hófust friðai’viðræður milli Rússa, Moldova, Úkraínumanna og Rúmena til að stöðva blóðbaðið í Dnéstr. Tugir hafa fallið að undan- förnu, hundruð særst og fimm þús- und manns flúið héraðið. Reuter Faðir Díönu jarðsettur Faðir Díönu Bretaprinsessu var borinn til grafar í kirkju heilagrar Maríu í Great Brington í gær. Myndin var tekin er prinsessan og eigin- maður hennar, Karl prins, gengu til kirkjdnnar. Á 500g smjörstykkjunun ÁJjuu2W1(f. ►Nú 199 k Notaðu tækifærið og njóttu^mÍArbragðsins lenskt srnfor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.