Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.04.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1992 29 Li Peng Li Peng rit- skoðaður Heimildarmenn í Kína sögðu í gær að forsætisráð kínverska þingsins myndi breyta stefnu- ræðu Li Pengs forsætisráð- herra sem hann á að flytja á þinginu bráðlega. Þetta á sér ekki fordæmi og litið er á það sem mikið áfall fyrir forsætis- ráðherrann. Forsætisráðið hef- ur ákveðið að bæta við stefnu- ræðuna áskorun um baráttu gegn „vinstristefnu“, eða harðl- ínumarxisma. Li er sjálfur í nánum tengslum við harðlínuöfl innan kínverska kommúnista- flokksins og margir kenna hon- um um fjöldamorð hersins á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989. EB-aðild Finna rædd í janúar ESKO Aho, forsætisráðherra Finnlands, kvaðst í gær telja að samningaviðræður um aðild Finna að Evrópubandalaginu hæfust í byijun næsta árs. Hann sagði að Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar bandalagsins, hefði á fundi þeirra í gær fullvissað sig um að umsókn Finna yrði tekin til athugunar um leið og utanríkis- ráðherrar EB-ríkjanna gæfu grænt ljós á það á fundi þeirra 6. apríl. Holst vill taka við af Wörner JOHAN Jörg- en Holst, varnarmála- ráðheira Nor- egs, kvaðst í gær sækjast eftir embætti framkvæmd- astjóra Atlantshafs- bandalagsins og sagði að norska stjórnin hefði þegar til- kynnt aðildarríkjum bandalags- ins um framboðið. Holst er enn sá eini sem hefur gefið kost á sér. Manfred Wörner lætur af embættinu um mitt næsta ár og er búist við að ákvörðun verði tekin um eftirmann hans í desember. Deilan um Airbus leyst Embættismenn Evrópuband- alagsins og Bandaríkjastjórnar sögðust í gær hafa náð sam- komulagi sem byndi enda á fimm ára deilu þeirra um styrki bandalagsins til flugvéiafyrir- tækisins Airbus. Leggi band- alagið- og bandarísk stjórnvöld blessun sína yfir samkomulagið dregur Bandaríkjastjórn til baka hótun sína um að leggja fram kvörtun vegna styrkjanna hjá GATT, Almennu samkom- ulagi um tolla og viðskipti. Holst Moldova: Stj órnarhermenn ráðast á bæ í Dnéstr Moskvu. Reuter. VOPNAÐAR sveitir innanríkisráðuneytis Moldovu gerðu árás á bæinn Benderíj í Dnéstr-héraði í gær. Rússneskumælandi íbúar hér- aðsins hafa myndað eigin ríkisstjórn. Árásin stofnar í hættu viðræð- um sem hófust á þriðjudag í Kishinjov, höfuðborg Moldovu, utn frið í landinu. Dumitru Corlateanu, talsmaður innanríkisráðuneytis Moldovu, sagði í gær að árásin hefði verið gerð til að uppræta vopnaða stiga- menn og koma á röð og reglu í héraðinu. Aðstoðarborgarstjóri Benderíj segir að fimm hafi fallið í árásinni. Er þetta viðamesta árás stjórnvalda í Moldovu á uppreisnar- menn svo mánuðum skiptir, Rússar í Dnéstr lýstu yfir sjálf- stæði fyrir tveimur árum en stjórn- völd í Moldovu sættu sig ekki við það. Mircea Snegur, forseti Moldovu, lýsti yfir neyðarástandi í landinu síðastliðinn laugardag og. boðaði þá að uppreisnarmenn í Dnéstr yrðu afvopnaðir. Á þriðju- dag hófust friðai’viðræður milli Rússa, Moldova, Úkraínumanna og Rúmena til að stöðva blóðbaðið í Dnéstr. Tugir hafa fallið að undan- förnu, hundruð særst og fimm þús- und manns flúið héraðið. Reuter Faðir Díönu jarðsettur Faðir Díönu Bretaprinsessu var borinn til grafar í kirkju heilagrar Maríu í Great Brington í gær. Myndin var tekin er prinsessan og eigin- maður hennar, Karl prins, gengu til kirkjdnnar. Á 500g smjörstykkjunun ÁJjuu2W1(f. ►Nú 199 k Notaðu tækifærið og njóttu^mÍArbragðsins lenskt srnfor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.