Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 Afþiýstiklefi notað- ur við meðferð á kol- mónoxíðreykeitrun Afþrýstiklefi Landhelgisgæslunnar var í fyrsta skipti notaður við meðferð á kolmónoxíðreykeitrun um heigina. Jón Baldursson, læknir á Borgarspítalanum, hafði yfirumsjón með meðferðinni. Hann segir að aðferðin flýti bata sjúklinga með kolmónoxíðreyk- eitrun og dragi úr hættunni á varanlegum einkennum. Maðurinn sem hér um ræðir fékk reykeitrun eftir að hafa sofn- að út frá mat á eldavél á sunnu- dagsmorguninn en leitaði ekki læknis fyrr en um kvöldið. Þá var hann farinn að finna fyrir óþæg- indum, m.a. við öndun. Maðurinn var settur í afþrýsti- klefann sama kvöld og tók með- ferðin u.þ.b. 2 tíma. Eftir hana var hann lagður á sjúkrahús en Jón segir að notkun afþrýstiklefans muni flýta bata hans og draga úr hættunni á varanlegum einkenn- um. Hann segir að þessi aðferð sé vel þekkt víða um heim þó henni hafí ekki áður verið beitt hér á landi, a.m.k. hafi klefi Landhelgis- gæslunnar ekki verið notaður í þessum tilgangi áður. Klefinn gefi háan súrefnisþrýsting og því sé hægt að nota hann við fleira en að lækna kafaraveiki. Hann sé t.d. hægt að nota í tilfellum sem þess- um og öðrum t.d. við meðferð á krónískum sárum. Jón sagðist vona að klefinn yrði notaður oftar en ræða þyrfti notk- un hans við Landhelgisgæsluna. Hann segir að afþrýstiklefi mætti gjarnan vera á einu sjúkrahúsanna. Afþrýstiklefi Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/Sverrir Bygging sundlaugar og íþróttahúss í Garðinum: Keflvíkingar áttu lægsta tilboðið Garði. HJALTI Guðmundsson, verktaki í Keflavík, átti lægsta tilboðið í bygg- ingu íþróttahúss og sundlaugar en tilboðin voru opnuð í gær í viður- vist bjóðenda. Tilboð Hjalta hljóðaði upp á 111.511.111 kr., eitt hundr- að og ellefu milljónir, fimm hundruð og ellefu þúsund, eitt hundrað og ellefu kr. Alls bárust sjö tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 123.840.000 kr. og voru sex af sjö tilboðunum undir kostnaðaáætlun- inni. Hæsta tilboðið kom frá Hag- virki/Kletti, um 147,5 milljónir króna, sem er u.þ.b. 20% yfir kostn- aðaráætlun. Önnur tilboð sem bárust voru eftirfarandi: Hilmar Hafsteins- son, Njarðvík, 113,2 milljónir, Bragi Guðmundsson, Garði, 115,7 milljónir, Húsanes hf., Keflavík, 117,2 milljón- ir, Húsgerðin hf., Keflavík, 118 millj- ónir, Alexander Jóhannesson og Hilmar Halldórsson, Keflavík, 128,4 milljónir. - Arnór Nýjar reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna: Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að staðfesta reglurnar Jón Sigurðsson Jón Sigurðs- son fv. foríngi íHjálpræðis- hernum látinn JÓN Sigurðsson, fyrrum foringi í Hjálpræðishernum, er látinn í Reykjavík, áttræður að aldri. Hann var fæddur í Stykkishólmi 7. janúar 1912, sonur hjónanna Margrétar Oddfríðar Skúladótt- ur og Sigurðar Krisljánssonar úrsmiðs. Jón ólst upp í Stykkis- hólmi og í Fagurey á Breiðafirði. Árið 1928 var hann sendur í nám til séra Guðmundar Einarssonar á Mosfelli og var síðan óreglulegur nemandi við Menntaskólann í Reykjavík til ársins 1932_ er hann gekk í Hjálpræðisherinn. Árið 1934 var Jón sendur á foringjaskóla Hjálpræðishersins í London og það- an útskrifaðist hann lautinant. Árið 1937 fór Jón Sigurðsson til dvalar á vegum Hersins til Noregs og næsta ár sendi hann frá sér ljóða- bókina Blómið við veginn. Árið 1939 sagði Jón skilið við Hjálpæðisherinn, steig á skipsfjöl og hóf farmennsku. Sú saga varð Steini Steinarr að yrkisefni í kvæð- inu um „Jón Kristófer, kadett í Hernum ...“ _ Næst kom Jón Sigurðsson til íslands sem breskur hermaður árið 1941 en hætti í þeirri vist ári síðar og hóf að stunda ýmsa vinnu í Reykjavík. Frá árinu 1949 til 1958 var Jón Sigurðsson í farmennsku á erlendum skipum en kom heim 1958. Árið 1962 komu æviskrárbrot hans út á bókinni „Syndin er lævís og lipur“ eftir Jónas Ámason. Sama ár fluttist Jón til Stykkishólms þar sem hann var búsettur til 1984 er hann fluttist suður að nýju. Síðustu árin dvaldist Jón Sigurðsson á Hrafnistu í Reykjavík ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Karlsdóttur. Menntamálaráðherra segist gera ráð fyrir að staðfesta hinar nýju reglur sem stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna samþykkti sl. sunnu- dag, eins og stjórn LÍN gekk frá þeim. „Það var tekið tillit til ýmissa þátta sem fram komu þjá námsmönnum og það er ekkert sem ég set mig á móti í reglunum,“ segir Ólafur G. Einarsson. Hann segist þó eiga eftir að fara vandlega yfir reglurnar og gefi líklega endanlegt svar á morgun. Með hinni nýju reglugerð er ætlunin að framlög ríkis- ins til LÍN verði um 500 milljónum króna lægri á þessu ári en ef út- hlutað hefði verið samkvæmt óbreyttum reglum, þ.e. 3.400 milljónir í staðinn fyrir 3.900 milljónir. Stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- mannna hefur samkvæmt fjárlögum 3.400 milljónir til að veita í lán. Að sögn Gunnars Birgissonar, formanns stjórnar LÍN, hefðu óbreyttar reglur þýtt útgjöld upp á 3.900 milljónir. „Við könnuðum möguleikann á aukafjárveitingfl en það kom ekki til greina. Það var því nauðsynlegt að skera niður. Við reyndum að ná fram sem réttlátustum sparnaði og krafan um námsframvindu var ákjósanlegasti kosturinn en 100% námsframvinda þýðir 100% lán. Valið stóð um að gera þetta svona eða að vera með flatan niðurskurð á grunnframfærslunni og það vildum við alls ekki. Breytingarnar voru eins réttlátar fyrir stúdenta og hægt var að gera. Sjóðurinn er áfram félagslegur jöfnunarsjóður. Réttindi einstæðra foreldra og annarra hópa sem minna mega sín eru áfram tryggð,“ segir Gunnar. ' Gert er ráð fyrir að reglan um 100% námsframvindu gefí sjóðnum um 300 milljónir króna í sparnað, barnastuðlar hafa verið lækkaðir og spamaður vegna þeirra nemur 100 milljónum, aukalán og lán vegna efniskostnaðar og sérkennslu eru lækkuð um 100 milljónir, ferðastyrk- ir upp á 100 milljónir eru afnumdir, ekki verður lánað tiL skólagjalda í grunnháskólanámi eða BA-námi sem áætlaðar eru 50 milljónir. Alls gera þessir liðir 750 mijljónir króna sem hægt er að spara. Á móti verða lánaðar um 50 milljónir króna vegna vaxta á námslán, frítekjumark verð- ur hækkað sem nemur um 100 millj- óna króna útgjaldaaukingu og í stað- inn fyrir ferðastyrki verða tekin upp ferðalán upp á 100 milljónir króna. Spamaður verður því uni 500 millj- ónir. Ýmsar breytingar verða á útlán- um frá LÍN samkvæmt hinni nýsam- þykktu reglugerð stjórnar sjóðsins en helstu breytingar era eftirfarandi: 100% námsframvinda í sambandi við hina nýju reglu- gerð hefur einna harðast verið deilt um ákvæðið um að námsmaður skuli að jafnaði ljúka 100% af fullu námi skv. skipulagi skóla. Uppfylli náms- maður ekki kröfur um námsfram- vindu skerðast námslán hans hlut- fallslega. Lán til námsmanns sem t.d. lýkur 75% af fullu námi skv. skipulagi skóla skal þannig skerðast um 25%. Hins vegar er nauðsynlegt að hann nái a.m.k. 75% af fullu námi til þess að hljóta námslán. Námsmenn hafa haft af þessu ákvæði miklar áhyggjur og Pétur Óskarsson formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands segir þetta vera eina af stærstu breytingunum með hinum nýju reglum. „í heimspekideild er t.d. gert ráð fyrir að menn ljúki fimmtán einingum á önn, eða þrem- ur námskeiðum. Ef námsmenn ljúka hins vegar tveimur námskeiðum fá þeir engin lán vegna kröfunnar um að menn nái 75% af fullu skipulagi skóla. Með þessu ér verið að útiloka í mörgum deildum að námsmenn geti fengið fullt lán allan sinn náms- tíma vegna þess að skipulag skóla er einfaldlega þannig að þriggja ára nám tekur í raun oft þrjú og hálft ár. í raunvísindadeild lýkur t.d. einn af hveijum fimm eða sex náms- mönnum þriggja ára námi á þremur og hálfu ári.“ Gunnar Birgisson segir hins vegar að í hinni nýju reglugerð felist ein- ungis almenna reglan um náms- framvindu. Nú sé verið að flnna vinnureglu þannig að hægt sé að koma til móts t.d. við nemendur í heimspekideild, lögfræði og læknis- fræði. Hjá þeim nemendum séu próf oft einungis haldin árlega en ekki tvisvar á ári líkt og almennt tíðkist og erfitt sé að sýna fram á 100% námsframvindu um áramót. Því sé hugsanlegt að þeir sem t.d. taki tvö próf af þremur í heimspekideild um næstu áramót fái greitt 80% af fullu námsláni. Gunnar segir að möguleg lausn sé að nemendur sýni um ára- mót viðurkenningu frá sínum deild- um um að námsframvindan sé nægj- anleg og þannig fái þeir hluta af lánunum. Hækkun á frítekjumarki Samkvæmt nýju reglunum hækk- ar frítekjumark hjá einstaklingum um 15% og hjá einstæðum foreldrum um 20%. Nú er frítekjumarkið 147 þúsund krónur hjá einstaklingum, þ.e. það sem viðkomandi má hafa í tekjur áður en námslán skerðist, en með nýju reglunum hækkar það upp í um 170 þúsund. Gunnar segir að upphaflega hafi verið ætlunin að lækka tekjutillitið úr 50% í 40% en eftir að fram komu óskir námsmanna um að hækka heldur frítekjumarkið, þar sem það komi betur úr fyrir efnaminni náms- menn, hafí verið ákveðið að gera það. „Einnig var komið til móts við námsmenn að því leyti að hætt var við að telja meðlag til tekna og sum- arlánareglur voru rýmkaðar vera- lega. Þá voru barnastuðlar ekki skertir eins mikið og upphaflega hafði verið áformað," segir Gunnar. Samkvæmt hinum nýju reglum er framfærsla til einstæðs foreldris grunnframfærsla sem hækkar um 40% fyrir fyrsta barn en 35% fyrir hvert barn eftir það. Áður hafði grunnframfærslan hækkað um 50% fyrir hvert barn. Framfærsla náms- manns i hjónabandi eða sambúð var áður grunnframfærsla sem hækkaði um 25% fyrir hvert barn. Nú er það hins vegar þannig að hún hækkar um 20% fyrir hvert barn eða sam- tals um 40% fyrir hvert barn hjá hjónum í námi. „Námsmenn sem eru í sambúð og eru með tvö börn fá því 80% af fullu láni fyrir sín börn en einstætt foreldri fær 75% fyrir sín börn. Rök LÍN eru sú að einstætt foreldri njóti mun meiri annarrar opinberrar að- stoðar en hjónafólk, en þeir taka ekki með inn í reikninginn að kostn- aður við að vera eiristætt foreldri er mun meiri t.d. vegna meiri barna- pössunar," segir Pétur Óskarsson. Ekki lánað til skólagjalda erlendis fyrir BA-nám Samkvæmt hinum nýju reglum er lán vegna skólagjalda erlendis umfram fenginn styrk aðeins veitt til framhaldsháskólanáms en ekki til grunnháskólanáms eða BA-náms. Nú verður einungis lánað til fram- færslu námsmanna í BA-námi er- lendis. Áður voru veitt lán til þess háskólanáms erlendis sem ekki var hægt að stunda hér á landi þó að um BA-nám væri að ræða. Ingibjörg Jónsdóttir framkvæmd- astjóri Sambands íslenskra náms- manna erlendis (SÍNE) segir þessa reglu bitna mjög illa á námsmönnum erlendis, aðallega í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem skólagjöld tíðkist. Einnig segir Ingibjörg að með reglunni um að námsmaður skuli vera orðinn 20 ára til að hljóta lán fyrir sémám erlendis sé verið að mismuna fólki þar sem engin aldurs- takmörk séu sett við sémám hér- lendis. Mjög fáir námsmenri yngri en 20 ára séu í sérnámi og því leiði þessi regla ekki af sér mikinn sparn- að. „Það er eðlilegra að námið sjálft stjómi því hvort námsmaðurinn sé lánshæfur en aldur hans,“ segir Ingi- björg. Ekki lánað til undirbúningsnáms í Tækniskóla og Samvinnuháskóla Sú breyting á sér stað með hinum nýju reglum að ekki verður lánað til undirbúningsnáms m.a. í Tækni- skóla íslands og Samvinnuháskól- anum. Áður sögðu reglurnar að heimilt væri að veita lán til sérnáms nái námsmaður 20 ára aldri á því ári sem lánið er veitt. Þ.á m. voru fyrstu tvær annirnar í framgreina- deildum Tækniskóla Islands og und- irbúningsdeild í Samvinnuháskólan- um lánshæfar. Guðbrandur Steinþórsson rektor Tækniskólans segir hin nýju lög og reglur koma í veg fyrir að ýmsir sem annars gætu stundað undirbúnings- námið gerðu það. „Þetta umrædda raungreinadeildarpróf frá Tækni- skólanum er mjög markvisst og veit- ir t.d. ekki inngöngu í Háskóla ís- lands nema í verkfræðideild. Mun færri hafa sótt um þetta nám á þessu ári en í fyrra. Af öllum umsækjend- um tókum við inn um 60-70 manns í fyrra en nú er umsóknarfresturinn runninn út en einungis innan við 30 aðilar sóttu um. Hugsanlega liggur skýringin að einhveiju leyti í því að námið er ekki lengur lánshæft. Breytingarnar geta haft alvarlegar afleiðingar, ekki síst þar sem þeir nemendur sem hafa skilað bestum námsárangri í Tækniskólanum hafa komið úr þessari undirbúningsdeild. Þetta fólk hefur gjarnan verið fjöl- skyldufólk sem væntanlega getur ekki stundað nám án þess að fá námslán," sagði Guðbrandur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.