Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992
43
Sigríður B. Sigurðar-
dóttir — Minning
Fædd 11. september 1922
Dáin 23. maí 1992
Sem móðir hún býr í bamsins mynd;
það ber hennar ættarmerki.
Svo streyma skal áfram lífsins lind,
þó lokið 'sé hennar verki.
Og víkja skal hel við garðsins grind,
því guð vor, hann er sá sterki.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir. -
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(E.B.)
Sigríður var dóttir hjónanna Sig-
urðar Ól. Lárussonar og Elínar
Helgadóttur. Hún ólst upp í foreldra-
húsum í Stykkishólmi ásamt bræð-
rum sínum, Friðriki og Jóni. Hálf-
systir hennar Laufey Samsonardótt-
ir ólst upp á Bugðustöðum í Dölum.
Við Breiðafjörðinn átti Sigga sín
æskuár. Hún hélt alltaf tryggð við
Hólminn og fór þangað ætíð þegar
tækifæri gafst. Sigga var alltaf kát
og lífsglöð og bar með sér hlýju og
gleði hvar sem hún fór. Ung að árum
giftist hún eftirlifandi manni sínum,
Guðmundi L. Jóhannessyni. Þau
eignuðust átta börn sem öll eru á
lífi. Þau heita: Halldóra Gróa f. 10.
desember, 1943, Jóhannes Laxdal
f. 17. mars, 1945, Sigurður Ellert
f. '8. nóvember, 1946, Herdís Matt-
hildur f. 10. janúar, 1948, Halldór
Ólafur f. 6. september, 1952, Kristín
Jóhanna f. 14. febrúar, 1957, Elín
Heiga f. 24. maí, 1960 og Björg
Elísabet f. 16. desember, 1961.
Barnabörnin eru orðin tuttugu og
þrjú og eitt barnabarnabarn.
Guðmundur og Sigga bjuggu allt-
af í Reykjavík. Fyrstu árin bjuggu
þau í vesturbænum en fluttu svo að
Ásgarði 55 og bjuggu þar lengst af.
Síðustu ár bjuggu þau að Granda-
vegi 47.
Það eru nú yfir þijátíu ár sem ég
hef þekkt Siggu mágkonu mína. Við
erum báðar fæddar á sömu slóðum
og áttum margt sameiginlegt. Við
áttum margar ánægjustundir saman
og oft var þar glatt á hjalla. Hlátur
hennar og gleði verða geymd í sjóði
minninganna þótt spor okkar liggi
ekki saman að sinni.
Stundum er erfitt að átta sig á
gangi tilverunnar og okkur fínnst
erfitt að skilja hvers vegna Sigga
var tekin frá okkur svona full af lífi
og gleði eins og hún var. Þá er gott
að hugleiða að hún var búin að eiga
annasama ævi og skila stóru dags-
verki. Hún átti oft erfitt með hópinn
sinn stóra en æðraðist ekki og sigr-
aðist á erfiðleikunum.
Guði föður okkar hefur þótt hún
eiga skilið að sleppa við erfið elliár.
Hún lifði björtu og litríku lífi og
átti stóran vinahóp enda var hún
virk í félagsmálum sem annarsstað-
ar.
Hún var elskuleg móðir, amma
og húsmóðir og var hamingjusöm
með manni sínum og fjölskyldu til
síðasta dags.
Eg þakka fyrir allar ánægjustund-
irnar sem við áttum saman.
Guðmundi, börnunum og fjöl-
skyldum þeirra vottum við hjónin
og fjölskylda okkar innilega samúð
okkar. Megi guð styrkja ykkur öll í
sorg ykkar.
Emilía Guðmundsdóttir.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast tengdamóður minnar,
Sigríðar B. Sigurðardóttur, sem lést
að kvöldi 23. maí síðastliðins á
Landakotsspítala.
Til vistaskiptanna var henni val-
inn tími vors, vaxandi gróanda og
hækkandi sólar.
Sigga var fædd í Stykkishólmi 11.
september 1922, hefði þvi fyllt 7.
tuginn á þessu ári. Hún var dóttir
Sigurðar Ó. Lárussonar og Elínar
Helgadóttur frá Stykkishólmi. Sigga
kvæntist Guðmundi Laxdal Jóhann-
essyni úr Reykjavík 31. júlí 1943,
og eignuðust þau átta börn, sem öll
eru uppkomin og á lífi. Þau eru
Halldóra Gróa f. 10. 12. 1943, gift
Vilhjálmi Haraldssyni og eiga þau
þtjá syni, Jóhannes f. 17. 3. 1945,
kvæntur Gyðu Björg Elíasdóttur og
eiga þau þrjú börn og eitt barna-
barn, Sigurður Ellert f. 8. 11. 1946,
kvæntur Ástu Haraldsdóttur og eiga
þau þrjú börn, Halldór Ólafur f. 6.
9.1952 og á hann eina dóttur, Krist-
ín Jóhanna f. 14. 12. 1957, gift
Karli Rúnari Ólafssyni og eiga þau
fjögur börn, Elín Helga f. 24. 5.
1960 gift undirrituðum og eiga þau
fjögur börn, Björg Elísabet f. 16.
12. 1961 í sambúð með Konráði
Árnasyni og eiga þau tvo syni.
Ég kynntist Siggu árið 1978, þeg-
ar hún byijaði að vinna hjá ísbirnin-
um, þar sem ég var verkstjóri.
Yngstu dætur hennar tvær voru þar
fyrir í vinnu. í ísbirninum vann at-
orkufólk og var Sigga enginn eftir-
bátur annarra. Eitt var þó aðdáunar-
vert að aldursmunur skipti engu
máli, hún gat unnið með og umgeng-
ist alla aldurshópa og var alls staðar
hrókur alls fagnaðar, þar sem hún
var. Kynni mín af Siggu voru mjög
góð. Þægilegt var að hafa hana í
vinnu, eins var gott að koma í heim-
sókn til hennar. Auðvitað, eins og
oft vill verða, þurftum við að fá smá
útrás og þrasa svolítið yfir kaffibolla
við eldhúsborðið en það risti jafnan
grunnt og hafði Guðmundur oft
gaman af. Ég á þessari fjölskyldu
margt að þakka og ekki síst þeim
hjónum Siggu og Guðmundi sem
eftirlétu mér eina dóttur sína. Áður
en ég vissi af var ég orðinn sem
einn af hópnum stóra og sambandið
hefur verið mjög árekstralítið og
með þeim hefur mér liðið vel.
Fljótt fann ég að Stykkishólmur,
hennar æskustöðvar, var henni mjög
kær. Við Elín fluttum vestur í Hólm
1980 og höfum búið þar síðan. Þau
komu oft í heimsókn vestur og alltaf
fannst henni hún vera að koma heim.
Dáðist hún alltaf jafnmikið að Hólm-
inum. Sátum við oft og spjölluðum
um liðna tíð og þar sem ég þekkti
nú sæmilega til gleymdi hún því oft
að við vorum ekki jafngömul. Ekki
treysti ég mér til að rekja æviferil
Siggu, reyni aðeins að tína til nokk-
ur minningabrot frá okkar samveru-
stundum.
Á skilnaðarstundu þakka ég
Siggu fyrir að hafa gefið mér stund-
ir af lífi sínu. Endurminningin er
dýrmæt. Hún laðar fram hughrif
hlýrra minninga og dregur upp mynd
af traustri konu, sem alltaf var á
sínum stað-
Elsku Guðmundur, ég færi þér
mínar inniiegustu samúðarkveðjur,
sorgin er mikil og höggið þungt, að
sjá á eftir lífsförunaut sínum eftir
öll þessi ár, en ein er þó huggun að
hjá Guði líður henni vel. Einnig vil
ég færa börnum, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarnabarni
Minning:
Fæddur 28. desember 1916
Dáinn 21. maí 1992
Jens V. Marteinsson var fæddur
í Trangisvági í Færeyjum og foreldr-
ar hans hétu Viggo og Bertina Mort-
ensen. Þau eru bæði látin. Hann var
einn af átta systkinum, nú eru þau
fjögur eftir, einn bróðir og þijár
systur. Hann var einn af þeim mörgu
Færeyingum sem leituðu hingað eft-
ir atvinnu 1941. Hér fann hann svo
sína góðu konu, sem stóð við hlið
hans eins og klettur alla tíð. Hann
mátti aldrei af henni sjá. Börnin
urðu þrjú og barnabörnin tíu. Barna-
barnabörnin eru orðin fimm. Hann
var sérstaklega bóngóður maður og
vildi allt fyrir alla gera það muna
áræðinlega margir eftir honum úr
Slippnum, en þar vann hann alla tíð
meðan hann gat. Hann var fyrir-
mynd í einu og öllu. Og öll þessi ár
með þennan sjúkdóm, æðruleysi og
ró og ekkert annað. Og núna fékk
hann loksins að sofna. Við biðjum
góðan Guð að geyma hann og varð-
innilegar samúðarkveðjur. Megi góð-
ur Guð styrkja ykkur og blessa í
sorg ykkar.
Gestur Már Gunnarsson,
Stykkishólmi.
Með örfáum orðum viljum við
systkinin minnast elskulegrar ömmu
okkar. Hún var einstök kona sem
bjó yfir miklum persónulegum styrk-
leika og hlýju.
Við eldri systkinin þrjút munum
vel hvernig afi og amma í Ásgarðin-
um tóku á móti okkur. Við komum
oft til þeirra. En svo fluttu þau á
Grandaveginn, þangað heimsóttum
við þau síðast. En það er eitt sem
við getum ekki skilið að guð hefur
tekið ömmu frá okkur, því þau voru
bæði í heimsókn hjá okkur um síð-
ustu páska og amma var svo kát
og hress eins og venjulega.
En við erum þess fullviss að góð-
ur guð tekur vel á móti henni.
Af barnanna munni þú bjóst þér til hrós
og búði þér loforð hefur,
þú drottinn, er skaptir líf og Ijós
og líkn þína ’oss öllum gefur,
þú græddir oss marga gleðirós
og geislum oss björtum vefur.
Ó, skyldum vér bömin þegja þá
og þakka ’ekki dásemd slíka,
hve blessar þú vel þín bömin smá
og blómin á jörðu líka?
Því skulum vér hrós og heiður tjá
um hjartað þitt elskuríka.
í loftinu kát þig lofar hjörð
í ijósinu himinsæla;
og glitrandi blóm á grænni jörð
um grandir og hlíð og bala.
Ef það eigi flytti þakkargjörð,
já, þá mundu steinar tala.
(V. Briem)
Elsku Guðmundur afi, við biðjum
góðan guð að styrkja þig og styðja
í þinni sorg. Nú kveðjum við elsku
Siggu ömmu með söknuði. Minning-
in um hana mun lifa með okkur um
ókomna framtíð.
Sólbjört Sigríður, Gunnar Már,
Snæbjört Sandra og Bergdís
Eyland, Stykkishólmi.
veita. Hann hvíli í friði og hafi þökk
fyrir allt.
Tengdadóttir.
Jens M. Marteins-
son — skipasmiður
Smíðum úr viðhaldsfríu uPVC efni:
• Sólstofur
• Svalahfsi
• Rennihurðir
| • Renniglugga
• Fellihurðir; útihurdir o.m.fl.
EKKBm
- JKi—m— 'éji d Jflf
lllll 1 •IIH |
hald
íslensk framleiðsla
Dalvegi 2A, Kópavogi, Sími 44300
Sj,
HREINT LOFT
MENGUN
Zs\
Viöurkenning frá
Bifreióaskoöun íslands hf.
Þriðjudagurinn
2. júní 1992
er sérstaklega helgaður
mengun frá bllum í
loftmengunarvarnaátaki
sem stendur yfir dagana
30. maí - 5. júní.
Bifreiðaskoðun
íslands hf. býður í tilefni
dagsins afgasmælingar á
CO-gildi í útblæstri ökutækja.
Þau ökutæki sem mælast með CO-gildi 0,5% eða minna fá
sérstaka viðurkenningu í formi límmiða, sem líma má í afturrúðu.
Ökumenn geta komið í skoðunarstöö fyrirtækisins í Reykjavík og
fengið ökutæki afgasmæld. í haust er fyrirhugaður svipaður dagur
víðsvegar um landið.
Einnig verða starfsmenn fyrirtækisins á bensínstöðvum víðsvegar
um Reykjavíkursvæðið og framkvæma afgasmælingar á
eftirtöldum timum:
7.45- 9.15 við bensínstöð OLÍS, Álfabakka,
9.30-11.00 við bensínstöö Olfufélagsins, Stóragerði,
11.15- 12.45 við syðri bensínstöð Skeljungs, Miklubraut,
13.30-15.00 viö nyrðri bensínstöð Skeljungs, Miklubraut,
15.15- 16.45 við bensínstöð Ollufélagsins, Ægissíðu,
17.00-18.30 við bensínstöð OLlS, Álfheimum.
Vertu meö í baráttunni gegn mengun
&
BIFREIÐASKOÐUN ISLANDS HF.