Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 51 Gjöf í Styrktar- og minningar- sjóð Þorbjargar Björnsdóttur í TILEFNI af norræna gigtarárinu gáfu fyrir skömmu fjórar konur þær Helga Björnsdóttir, Elín Hannam, Oddný Gísladóttir og Kristín Pétursdóttir veglega pen- ingagjöf, tæpar 2 milljónir króna í Styrktar- og minning- arsjóð Þorbjargar Björnsdóttur. Þessar konur stofnuðu til smekklega muni til að þennan sjóð í febrúar 1988 tii minningar um frú Þor- björgu Björnsdóttur og af- hentu Gigtarfélagi íslands hann til varðveislu. En Þor- björg hafði um árabil starfað með þeim að góðgerðarmál- um. Upphaf góðgerðarstarfs kvennanna fimm má rekja til fyrri hluta ársins 1981 er þær komu saman og ákváðu að stofna föndur- klúbb. Markmið kvennanna með klúbbnum var að nýta tómstundir sínar til að búa selja í því skyni að afla fjár til góðs málefnis. Strax var hafist handa og fyrsti basar- inn haldinn í nóvember 1981. Ákveðið var að Gigt- arfélag íslands fengi fyrstu gjöfina, 60 þúsund krónur. Næstu þrjú árin gáfu kon- urnar fimm félaginu samtals 330 þúsund krónur. Árið 1987 féll frú Þor- björg Björnsdóttir frá ein hinar fjórar störfuðu áfram og ákváðu að stofna minn- ingarsjóð um hina látnu vin- konu sína. Stofnfé sjóðsins var 500 þúsund krónur og er markmið hans að styrkja gigtsjúka, einkum unga gigtarsjúklinga. Á næstu árum gáfu konurnar fjórar 300 þúsund krónur í minn- ingarsjóðinn og nú síðast tæpar 2 milljónir króna í til- efni norræna gigtarársins eins og áður segir. Ætlunin er að úthluta úr sjóðnum í fyrsta skipti á þessu ári og hefur verið auglýst eftir umsóknum. Gigtarfélag íslands færir þessum konum alúðarþakkir fyrir þetta stórkostlega framtak og má með sanni segja að af góðum hug koma góð verk. íFréttatilkynning frá Gigtarfélagi Islands) »'|i STÓRA SVIÐIÐ: ELÍMlHELGA guðriður eftir Þórunni Siguróardóttur. Mán. 8. júní kl. 20, sföasta sýning. LITLA SVIÐIÐ: f Húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7 KÆRA JELENA eftir Ljudmiiu Razumovskaju Mið. 3. júní kl. 20.30, uppselt, föst. 5. júni kl. 20.30, uppselt, lau. 6. júni kl. 20.30, upp- selt, lau. 13. júní kl. 20.30, uppselt, sun. 14. júni kl. 20.30, uppselt. Síðustu sýningar. LEIKFERÐ ÞJÓÐLEIKHÚSSINS: SAMKOMUHÚSIÐ Á AKUREYRI: Fös. 19. júní kl. 20.30, lau. 20. júní kl. 20.30, sun. 21. júní kl. 20.30. Forsala aðgöngumióa hefst þriðjud. 2. júni í miðasölu Leikfélags Akureyrar, sími 24073, opið kl. 14-18 alla virka daga nema mánud. Ekki er unnt að hleypa gcstum i salinn eftir að sýn- ing hcfsl. Miðar á Kæru Jelenu sækist viku fyrir sýn- ingu, ella seidir öðrum. SMIÐAVERKSTÆÐIÐ: Gengið inn frá Lindargötu ÉG HEITI ÍSBJÖRG, ÉG ER UÓN eftir Vigdísi Grímsdóttur Föst. 5. júní kl. 20.30, fáein sæti laus, næst síðasta sýning, lau. 6. júní kl. 20.30 fáein sæti laus, allra síöasta sýning, þar sem verkiö veröur ekki tekiö aftur til sýninga í haust. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning hefst. Miðar á ísbjörgu sxkist viku fyrir sýningu ella seldir öðrum. Miöasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningu sýningardagana. Auk þess er tekið við pöntunum í síma frá kl. 10 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta - Græna línan 996160. Ilópar, 30 manns eða fleiri, hafl samband í síma 11204. LEIKHÚSGESTIR ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.