Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992
45
Lára Vigfúsdóttir,
Narfeyri — Minning
Fædd 19. janúar 1900
Dáin 13. maí 1992
Hún fæddist í Brokey aldamóta-
árið, dóttir Kristjönu og Vigfúsar
J. Hjaltalín, og þar ólst hún upp í
glöðum systkinahóp. Ég vissi það
um Brokey að þar áttu heima um
skeið Hákon Hákonarson rímna-
skáld sem kvað rímur af Reimari
og Fal hinum sterka og ég hafði
mikið yndi af. Það var snemma á
seinustu öld. Þá vissi ég það að þar
hafði Jón Mýrdal átt heima, sem
frægur var af bókinni Mannamun
sem lesin var „upp til agna“ víðs
vegar um land og þótti kjörgripur
á kvöldvökum. Ég hafði líka heyrt
um merkismenn á Narfeyri og þeg-
ar ég kom í Hólminn fór það ekki
framhjá mér hver þar bjó, Vilhjálm-
ur, einn af okkar mestu stærðfræð-
ingum, ólærður en samt í stærð-
fræðingafélagi íslands. Hann var
einnig fulltrúi Skógstrendinga í
sýslunefnd og við vorum saman á
fyrsta sýslufundinum sem ég var á
1942. Einnig átti hann sæti í yfir-
skattanefnd og þar urðu kynni okk-
ar svo traust að ekkert bilaði. Hann
var sérstakur í öllu og þá ekki síður
Lára kona hans, það fann ég alltaf
betur og betur eftir því sem á leið
og það er hún sem mig langar til
að minnast í þessari grein um leið
og þakklætið verður þar efst í huga.
Ég kom á heimili þeirra strax
fyrsta árið og heimsóknir þangað
urðu tíðar. Það var svo margt sem
dró að heimili þeirra.
Lára hafði á uppvaxtarárum haft
mikinn hug til menntunar og auðn-
aðist að vera einn vetur á Hús-
mæðraskólanum á Blönduósi, og
einnig var hugur hennar að kanna
vegu erlendis og í Danmörku var
hún í tvö ár, var þar í vistum og
lærði mikið af því. Vilhjálmur og
Lára bjuggu allan sinn búskap á
Narfeyri. Hann tók við af foreldrum
sínum, Málfríði og Ögmundi, er þau
hættu búskap.
Þá skal á' það minnst hvernig
Lára studdi mann sinn og örvaði í
hans áhugamálum, bjó honum og
börnum þeirra gott heimili og hlýtt.
Það kunnu þau vel að meta. Eftir
lát Vilhjálms 1965 bjó Lára með
Hreiðari sínum uns hún afhenti
búið í hendur honum og konu hans,
Kristinar Teitsdóttur. Seinustu árin
dvaldi Lára á elliheimilinu Grund
og þar var einnig í dvöl systir henn-
ar Kristin, háöldruð. Hann var ekki
margbrotinn lífsferillinn hennar
Láru en hann var þeim mun sann-
ari og trúverðugri, þar var vakað
yfir öllu og mætt líðandi stund með
umhyggju fyrir velferð heimilisins.
Þau Lára og Vilhjálmur eignuðust
þrjú börn, Hreiðar, bónda á Narf-
eyri, Huldu húsfreyju, búsetta í
Reykjavík, og Reyni, prófessor í
Þýskalandi, og voru þau öll viðstödd
útför móður sinnar sem fór fram á
Narfeyri 21. maí, þar sem leg var
henni búið við hlið manns síns. Þar
mættu vinir og venslamenn að votta
hinni merku konu virðingu og þökk.
Við hjónin viljum flytja Láru
okkar innilegustu þökk fyrir sam-
fylgdina. Hún var hugljúf og sterk
og minningu um góða konu geym-
um við i þakklátum huga. Guð blessi
minningu hennar.
Árni Helgason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA INGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
lést í Landspítalanum laugardaginn 30. maí sl.
Örn B. Ingólfsson, Hjördís Óskarsdóttir,
Þorsteinn Ingólfsson, Hólmfrfður Kofoed-Hansen,
Guðrún Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
BALDÍNA ELÍN SIGURBJÖRNSDÓTTIR
frá Fagrabæ,
lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 22. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
á dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun.
Steingerður Bjarney Ingólfsdóttir,
Hulda Ingólfsdóttir, Baldur Arngrímsson,
Adám Örn Ingólfsson, Lára Lárusdóttir,
Pálmi Ingólfsson, Ólafía Karlsdóttir,
Indíana ingólfsdóttir Stefán Gunnar Vilhjálmsson,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÞYRÍ GÍSLADÓTTUR,
Hvassaleiti 127,
Reykjavík.
Þórður Ó. Þorvalds-
son — Kveðjuorð
Fæddur 26. febrúar 1934
Dáinn'15. maí 1992
Mig langar að minnast mágs
míns Dodda, Þórðar Ólafs Þór-
valdssonar. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að upplifa nærveru
hans og ijölskyldu hans.
Þótt ég hafi ekki haft mikið sam-
band síðustu ár við þau hjón Dodda
og hálfsystur mína Karólínu, eða
Kæju eins og hún er kölluð, er mér
afar minnisstæður sá tími er ég sem
barn og unglingur sótti mjög mikið
á heimili þeirra. Þar fann ég hlýju
og mannkærleika og var mjög gott
að vera í návist Dodda, Kæju og
barnanna þeirra, Sigurlínu, Ágústs
og Katrínar. Þær voru margar gleð-
istundirnar sem ég átti á því heim-
ili.
Doddi hafði mjög ljúfa fram-
komu, var léttur, hress og kátur
og mikill mannvinur. Hann átti til
að sjá hlutina með skoplegum aug-
um og hafði skemmtilegan frá-
sagnargáfu.
Eitt sumarið þegar ég var 11
ára fór ég í ferðalag um ísland
með þeim hjónum, þá var Sigur-
lína, fyrsta barnið þeirra, á fyrsta
aldursári. Það var mjög skemmti-
legt ferðalag. Doddi og Kæja neit-
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. S(mi 31099
til ki. 22,-einnig um helgar.
■
uðu mér aldrei um neitt ef ég bað
þau einhvers.
Þegar ég var 17 ára fóru þau
hjón með mérj verslunarleiðangur
er ég var að kaupa húsgögn í fyrsta
skipti og var það mikill stuðningur
fyrir mig að hafa þau með. Ég
varð mjög ánægð með það sem ég
verslaði og góðar minningar sátu
eftir fyrir það en ég er mjög þakk-
lát.
Tímarnir breytast, árin líða.
Nema Doddi, hann var alltaf sami
Doddi í mínum augum. Sami gamli
góði Doddi. Doddi málaði myndir,
hafði listíamannshæfileika.
Á 20 ára afmælisdaginn minn
færðu þau hjónin mér málverk eft-
ir Dodda í afmælisgjöf og átti ég
mjög eftirminnilega kvöldstund
með þeim.
Doddi fékk erfiðan sjúkdóm sem
leiddi hann í svefninn langa aðeins
58 ára gamlan, en einhver hlýtur
tilgangurinn að vera þegar svo
ungur maður er tekinn frá eigin-
konu og yndislegum börnum hér á
jörðinni.
Guð veri með Karólínu Þóru
Ágústsdóttur, Sigurlínu Kristínu,
Ágúst Helga og Katrínu Guðmundu
og veiti þeim styrk á sorgarstundu.
Blessuð sé minning Dodda.
Sigfríður L. Friðfinnsdóttir.
Friðrik Ólafs-
son - Kveðjuorð
Fæddur 25. september 1963
Dáinn 12. maí 1992.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinarskilnaður, viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Þriðjudaginn 12. maí barst mér
sú hörmulega fregn að vinur minn
og fyrrverandi mágur væri dáinn.
Það er sárt að hugsa til þess að ég
eigi aldrei eftir að sjá Frikka aftur.
Hann reyndist alltaf góður vinur
þegar ég þurfti á vini að halda og
einnig öfugt og þakka ég fyrir það.
Svo var það í febrúar 1989 að Fri-
kki kynntist Þórdísi, vinkonu minni,
sem á son frá fyrra sambandi, Sigga
Þór. Var Frikki sem faðir hans og
alltaf mjög góður við hann. Svo
eignuðust þau saman Árna Ólaf,
sem var einnig augnayndi pabba
síns.
Ég bið Guð að styrkja Þórdísi,
Árna Ólaf, Sigga Þór, Óla, Öldu,
Sigga og Jónas og hans fjölskyldu
í þeira miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og alit.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Guðborg Eyjólfsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG SÍMONARDÓTTIR
frá Þingeyri,
sem andaðist 29. maí í Sjúkrahúsi ísafjarðar, verður jarðsungin
frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 6. júní kl. 14.00.
Aðstandendur.
Steingrímur Haraldsson, Alma Birgisdóttir,
Guðni Á. Haraldsson, Stefanía Jónsdóttir,
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
LÁRU M. VIGFÚSDÓTTUR
frá Narfeyri.
Hreiðar Vilhjálmsson,
Hulda Vilhjálmsdóttir,
Reynir Vilhjálmsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát
GUÐBJARTAR B. JÓHANNSSONAR.
Sérstakar kveðjur og þakklæti sendum við starfsfólki Sólvangs.
Ragnhildur Bjarnadóttir,
Jóhann Guðbjartsson, Jóhanna Þorgeirsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÓLAFARHELGU FERTRANSDÓTTUR
frá Nesi í Grunnavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunar- og starfsfólki Hrafn-
istu, Reykjavík, fyrir hlýhug og góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg Halldórsdóttir,
Gunnar Halldórsson,
Ólafur Halldórsson,
Ingólfur Halldórsson,
Margrét Halldórsdóttir,
Pétur Pétursson,
Álfhildur Friðriksdóttir,
Margrét Reimarsdóttir,
Anna Dóra Ágústsdóttir,
Gústaf Gústafsson,
Ragnheiður Halldórsdóttir, Ingólfur Konráðsson,
Guðrún Björnsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgtinblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.