Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 Hvemig heiður og lýðræði hafast við eftir Davíð Erlingsson Þessum nöfnum eru nefndar tvær andlegar skepnur sem orðið hafa til og eiga heimili í hugar- heimi mannsins. Þær urðu þar til í gerjun viðskiptanna við aðra menn, umhverfíð, og þær eru hvor á sinn hátt meðal undirstaðna í því neti mannlegra viðskipta sem við köllum samfélag; að vísu í mismunandi mæli og á mismun- andi vegu eftir því hver samfélags- gerðin er í þeirri mannabyggð, sem til athugunar er. Þessar báðar and- legu skepnur eru hugmyndir sem verða þáttur í raunveruleika okkar í þeirri svipan þegar við vörpum þeim fram úr huga okkar út í umhverfið, raunheiminn, til þess að hafa á honum nauðsynlegan skilning, yfirsýn, því að nokkurt safn slíkra miðunarhugtaka, sem eru siðræns eðlis að hluta, myndar eins konar afstöðumælingarkerfi (líkt og net af lengdar- og breidd- argráðum á landabréf) — og að lokum stjóm. Hveijum manni er annt um heið- ur sinn, nema hann hafí sig ekki sjálfur í neinum heiðri, skorti gírmótorar rafmótorar Þýsk gæðavara á góðu verði. Einkaumboð á íslandi. GÍRAMÓTORAR verö m/VSK 0.37KW 40SN Kr. 22.993.- 0.75KW40SN - 28.894.- 1.50KW63SN - 29.776.- 2.20KW63SN - 38.897.- 4.00KW63SN - 50.700.- 5.50KW 63SN - 73.693.- 7.50KW 100SN - 83.772.- RAFMÓTORAR verð mA/SK 0.37KW 1500SN Kr. 6.820.- 0.75KW 1500SN - 8.380.- 1.50KW 1500SN - 12.220.- 2.20KW 1500SN - 15.110.- 4.00KW 1500SN - 22.360.- 5.50KW 1500SN - 28.800.- 7.50KW 1500SN - 36.410.- Ef mótorinn er ekki til á lager okkar þá útvegum viö hann á skömmum tíma. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURIANOSBRAUT 8, SÍMI 814Ó70 sjálfsvirðingu. Sá sem er sjálfs- virðingarlaus mun ekki heldur eignast virðingu, heiður í áliti ann- arra manna nema þeir séu duldir þessa, þekki hann alls ekki. Slíkt kemur vissulega fyrir. Virðingin sem umhverfið leggur á mann er heiður hans og sæmd hans; hún er einnig gæfa hans, og ekki sakar að minna á að hún er líka metin til fjár; hún er að þessu leyti eign mannsins og um leið tími hans, en tími manns (hvort heldur sá sem mælist í dögum og stundum eða sá sem gerir það ekki) er takmörk- uð -eða endalaus auðlind/eign og lík'a ígildi peninga. Sá sem tekur peningalán í banka er í rauninni að selja framtíðartíma sinn (með einhveijum afföllum, ef til vill) fyrir nútíðartíma, handbæra pen- inga, til þess að geta notað hann núna. Því er líka rétt að tala um skefjalausa oftöku samtíðarinnar af (sumpart endanlegum) auðlind- um jarðarinnar sem skuld við fram- tíðina af því tagi sem ógemingur geti orðið að bæta. Það er því ekki furða að maður, sem sér útlit til þess að heiður hans skerðist, snú- ist af öllum mætti til vamar þess- ari (takmörkuðu) eign sinni. Ekk- ert er á móti því að þessi maður ræði um að gæta heiðurs síns eða veija hann. En á þessari andlegu „Hverjum manni er annt um heiður sinn, nema hann hafi sig ekki sjálfur í neinum heiðri, skorti sjálfsvirðingu." skepnu er sú hlið þar sem á hana leggst í tungumálinu bann, tak- mörkun þess sem maður með sjálfsvirðingu og óbrenglaða til- finningu fyrir merkingarbrigðum tungumálsins getur sagt. Hann getur ekki (nema í spaugi) sagt: Eg er heiðursmaður — af því að hann er ekki dómari í þeirri sök. Hin andlega skepnan, lýðræði, er annars eðlis, varðar ekki ein- staklinginn á sama nærgöngula hátt og hún, fer varla inn á svið mannhelginnar þar sem bannhelgi gerir vart við sig. Orðið lýðræði er ekki fornt eins og heiður, sæmd o.s.frv. En hugmyndin er eigi að síður fom: að hver maður í samfé- lagi sem á annað borð er mætur (til manns metandi) skuli eiga þátt í, leggja til forsjár og stjómar sam- félagsins að sínum hluta. Reynt er að ná sem næst þessu marki með kjöri fulltrúa til þess að fara með stjórn samfélagsins. Andstað- an er, eins og allir vita, einræði. Sumir menn eru ráðríkir og girn- ast völd, aðrir ef til vill sinnulitlir, og af því sprettur að lýðræði í framkvæmd er ákaflega viðkvæm- ur hlutur og vandmeðfarinn. ís- lendingum hefur verið innrætt, að lýðræði sé æskilegast stjórnar- form, en eigi að síður verður þess vart að sumt fólk óski eftir „sterk- um mönnum" til stjórnar málum sínum. En lýðræðisþjóð á einmitt velferð sína sem slíkrar undir því að styrk af því tagi fylgi einnig sá styrkur að vera annt um að græða lýðræðið, svo að samfélagið megi njóta kosta almannaþátttö- kunnar í stjórn sinni. Beri lýðræð- isþjóð gæfu til að eignast forystu- menn sem einnig eiga þennan styrk, þá hljóta þeir mikinn heiður af. í slíkum mönnum fer þetta tvennt saman; heiður og lýðræðis- styrkur. Það er lán fyrir þjóð að eignast slíka forystumenn. Nú er liðið á annað ár síðan formenn tveggja íslenzkra stjórn- málaflokka voru úti í Viðey að bræða með sér myndun ríkisstjórn- ar handa þjóðinni. Síðan kom bátur með þá að landi; hvít hafa efalaust verið seglin á fleyinu, og spurt var: Eruð þið búnir að ná samkom- ulagi um málefnagrunn fyrir ríkis- stjórn. Svar: Já. Megum við fá að sjá það? Svar: Nei, það liggur ekki á þann hátt fyrir. Við höfum gert með okkur heiðursmannasam- komulag ... (Sagan vitnuð eftir minni af fréttum í sjónvarpi.) Og núna um daginn, rétt áður en slíta eða fresta átti alþingisstörfum um sinn, og sjónvarpað var eldhús- dagsumræðum þaðan, álasaði hinn flokksformaðurinn af Viðeyjar- bátnum mörgum þingmönnum stjórnarandstöðunnar fyrir óþol- andi málæði sem tafið hefði þing- störfin til mikils baga: Þeir vita það, þessir menn, að við höfum meirihluta, og niðurstaðan í málun- um er ákveðin fyrirfram. Þetta þýðir því ekkert, er ekki nema til meins ... (sama-heimild og áður). Lokaorð þessarar lexíu geta ekki orðið önnur en það sem þegar er sagt, að það er gæfa fyrir þjóð, sem hefur skipan fulltrúalýðræðis á stjórnarfari sínu, að leiðtogar hennar beri næmt skyn á og sé annt um báðar þessar vandmeðf- örnu andlegu skepnur, heiður og lýðræði. Höfundur er kennari og áhugamaöur um andleg velferðarmál. -----*—*—*--- Ferðamálaráð * Islands: Lýsir áhyggj- um vegna slæmrar fjár- hagsstöðu Náttúru- verndarráðs Á FUNDI stjórnar Ferðamála- ráðs fyrir skömmu var samþykkt eftirfarandi: „Stjórn Ferðamálaráðs lýsir áhyggjum sínum yfir slæmri fjár- hagsstöðu Náttúruverndarráðs og varar eindregið við afleiðingum þess ef Náttúruverndarráði er ekki gert kleift að gegna hlutverki sínu og skyldum. Stjóm Ferðamálaráðs lit- ur það alvarlegum augum ef fjár- skortur kemur í veg fyrir að Nátt- úruvemdarráð geti sinnt land- vörslu, a.m.k. á sama hátt og verið hefur og telur að fremur beri að auka landvörslu á hálendinu og í þjóðgörðum. íslensk ferðaþjónusta byggir fyrst og fremst á sérstæðri náttúru landsins, sem okkur ber að varðveita og umgangast af tillits- semi og varúð. Stjórn Ferðamála- ráðs skorar því á ríkisstjórnina að tryggja Náttúruverndarráði fjár- magn til nauðsynlegrar landvörslu.“ -----♦ ♦ ♦--- Borgarráð: Lokað útboð á dælum í skólpstöðvar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tillögu Innkaupastofnunar, að taka 13.362.728 milljón króna til- boði lægstbjóðanda, Flygt, um- boðsmaður Héðinn hf., í dælur og búnað í fjórar skólpdælu- stöðvar, samkvæmt lokuðu út- boði. Fimm tilboð bárust og átti Sarl- in, umboðsmaður Yltækni, næst lægsta boð rúmar 17,4 millj., ABS, umboðsmaður Fálkinn bauð rúmar 18,5 millj. auk 18,9 millj. frávikstil- boðs. Loks bauð Hidrostal, umboðs- maður Varmaverk rúmar 28,6 millj. NIÐURHENGD LOFT ■ CMC kerfl fyrlr nlflurhengd loft, er úr galvaníseruðum málmi og eldþolið. ■ CMC kerfi er auðvelt f uppeetnlngu og mjög sterkt. ■ CMC kerfi er fest meö stillanlegum upphengjum sem þola allt afl 50 kg þunga. ■ CMC kerfi fasst I mörgum gerflum baefli sýnilegt og falifl og verfllfl er ótrúlega lógt ^ EINKAUMBOÐ cB Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.