Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 Þetta er mikill happadagur í lífi mínu ... Ast er... 1-18 að skipta sér ekki af aksturslagi hennar. TM Heg. U.S Pat Oft.—aH rights reserved c 1992 Los Angeles Times Syndicate Er ekki hægt að skera niður þessar lífsnauðsynjar, eða hvað? BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Þjóðernishyggja Islendinga II Frá Jóhanni Haukssyni: í Hb föstudaginn 27. mars svar- aði Arni Bergmann grein minni „Þjóðernishyggja íslendinga“ sem birtist í Morgunblaðinu 19. mars með pistli sem hann kallaði „Upp með almennilega þjóðernis- hyggjul". Ég sé mig knúinn til að svara Arna, skýra betur það sem hann misskilur og benda honum á villur í máli hans. Þetta er nauð- synlegt vegna mikilvægis þess sem um er rætt, en þjóðernishyggja hefur gríðarleg áhrif á hugsun okkar og beinlínis stýrir henni í vissum tilfellum. Þjóðernishyggja er í sem fæst- um orðum samanburður á „okkur“ og „hinum“, þar sem „við“ erum betri og þar sem „við“ erum þjóð. „Við“ skyldum þá veijast „hin- um“, ekki blandast þeim o.s.frv. Heildirnar sem bornar eru saman eru nokkuð sem kallað er þjóð, en eins og ég sýndi í fyrri grein fyrir- finnst engin ákveðin skilgreining á þjóð, og mun ég ekki endurtaka það hér. Ættjarðarást er á hinn bóginn það að mönnum þyki vænt um land sitt og lífsaðstæður. Að því þyki það sem er í kringum það gott. I ættjarðarást felst hins veg- ar ekki samanburður á „okkur“ og „þeim“. Ég legg áherslu á þennan greinarmun á þjóðernis- hyggju og ættjarðarást því hann er mjög mikilvægur. En snúum okkur að grein Árna. Hann segir réttilega að saman- burður á „okkur“ og „hinum“ sé feiknagamall, en það sem er nýtt, þ.e. frá 19. öld, er að talað er um þjóðir og þær bornar saman. Áður vorum við Austfirðingar í kepgni við Vestfirðinga, nú erum við ís- lendingar „betri“ en Tyrkir. Áður áttu Alsacebúar ekkert sameigin- legt með Bretónum, eftir standa þeir saman í hatrammri baráttu gegn Þjóðveijum, næstu nágrönn- um Alsacebúa. Árni segir menn skulu muna að „þjóðernishyggja (ekki síst smærri þjóða)... er alls ekki byggð á því að þær telji sig betri en aðr- ar. Heldur á hinu: að þær séu líka menn, að þær þurfi ekki að skammast sín ..." Ennfremur, „þær ... freistist ekki til að smeygja sér inn í aðrar og stærri heildir með því að fyrirlíta sinn arf og gleyma honum“. Síðar í pistlinum segir hann þjóðernis- hyggju vera snaran þátt í lýðræði í heiminum, og að ef hennar nyti ekki við munu smáþjóðir gefast upp á því að vera til. Ég gæti ekki verið meira ósammála. Árni ruglar hér saman þjóðernishyggju og föðurlandsást (eða ættjarðar- ást) og að auki er hann með kynd- uga meinloku. Það kemur þjóðernishyggju ekkert við að vera stoltur og ör- uggur, að telja sig mann. Þó að maður sé ekki þjóðernissinni er langt frá því að maður vilji nauð- synlega smeygja sér inn í stærri heildir (hann er sjálfsagt að tala um EB), það þýðir einungis að er maður vegur og metur hvort rétt sé að „smeygja“ sér, þá setur maður þjóðemi einstaídinga ekki á vogarskálamar. Til dæmis skipt- ir þá ekki máli hvort ábúandi á dalbút á Vestfjörðum heiti Jón Ásgeirsson eða Jorgen Schmidt. Það er rangt að segja að þó að maður sé ekki þjóðernissinni hljóti maður að fyrirlíta arf sinn og gleymi honum („arfur“ er þá verk Islendinga fyrr á tímum). Halldór Laxness hefur skrifað stórkostleg- ar bækur, þær væm engu síðri þó að hann hefði fæðst í Finn- landi, alist upp í Kenýa, skrifaði á ferðalögum um heiminn og sest síðan að í Brasilíu eða í Alaska. Verk Snorra Sturlusonar breytast ekki eftir því hvort hann er talinn íslendingur eða Norðmaður. Beet- hoven, Hugo og Shakespeare voru miklir listamenn. Verk þeirra væru í engu betri, né verri, þó, þeir hefðu fæðst og borið beinin á ís- landi. Það er rétt að þjóðernishyggju, eins og kristni eða alþjóðahyggju, má brúka á allan hugsanlegan máta. Notkun á þessum fyrirbær- um þarf ekki að segja mikið um eðli þeirra, og þess vegna vil ég ekki ræða það nú. Það er jú fyrir- bærið í sjálfu sér og eðli þess sem okkur er umhugað um. Árni misskilur mig og les úr grein minni að ég haldi því fram að engar þjóðir séu til. Það skal þó viðurkennt honum til málsbóta að misskilningur hans er ekki nema hálfur. Þjóðir eru ekki til í neinum hlutlægum skilningi, ekki er hægt að staldra við, benda og segja „þetta er þjóð!“ Þjóðir eru á hinn bóginn til í hugum þeirra sem trúa að þær séu. Vegna þess að við mannverur erum gerendur í þessum heimi og í huga okkar eru þjóðir, þá eru þjóðir raunverulegar stærðir í okkar sögu. Þjóð er til vegna þess að við trúum því að svo sé. Um leið og fólk hættir að gera það hverfur þjóðin. Fyrr á öldum var það algildur sannleikur að jörðin væri flöt, og hún var það fyrir flest. Svo er horfið var frá þessari skoðun hætti jörðin líka að vera flöt. Ef íslendingar hafa trúað að Gunnar á Hlíðarenda hafi verið þrír metrar á hæð og hafi orðið 300 ára gamall, þá var það staðreynd fyrir þeim. Sama máli gegnir um þjóðina nú á tím- um, hún er til svo lengi sem við trúum að svo sé, síðan hættir hún að vera tij. Mergurinn málsins er sá að þjóðernishyggja er tilfinning, ekki staðréynd, og eins og ég hef sýnt fram á, neikvæð tilfinning og vond. Tilfinningar eru nauðsynleg- ar, þær eru jú eitt af því sem gef- ur lífinu gildi, en við skulum kapp- kosta við að halda í þær góðu og kasta hinum frá okkur. „Aldrei á að taka mark á skoðun sem ekki eru fullnægjandi rök fyrir“ hafa góðir menn sagt. Því síður skyld- um við taka mark á skoðun sem ekki er byggð á neinum rökum en einungis á tilfinningum, allra síst ef tilfinningarnar eru slæmar. Þess vegna ber okkur að henda frá okkur skoðunum byggðum á þjóðemishyggju en taka til okkar skynsamleg rök og byggja á þeim. JÓHANN HAUKSSON nemi í stjórnmálafræði og heimspeki Seljavegi 3a, Reykjavík HÖGNI HREKKVÍSI Víkyerji skrifar Islenzk kona, sem búsett er í Brussel hafði orð á því við Víkveija fyrir skömmu, að tónlist- arlíf þar í borg væri blómlegt, en þó ekki eins fjölbreytt og í Reykja- vík. Þessi orð segja mikla sögu. Brussel er að verða ein af mið- stöðvum Evrópu. í því samhengi er Reykjavík smábær á útkjálka. Samt er tónlistarlíf í Reykjavík fjölbreyttara en í borg, sem gerir tilkall til að verða höfuðborg Evr- ópu. Þetta eru heldur engar ýkjur. Menningarlíf er ótrúlega fjöl- skrúðugt hér í höfuðborginni og þá ekki sízt tónlistarlíf. Þetta er auðvitað verk þeirra fjölmörgu vel menntuðu tónlistarmanna, sem hér starfa, en það er frjósamur jarðvegur hjá almenningi á ís- landi, sem sækir bæði tónleika og aðra menningarviðburði af áhuga og krafti. Stundum er haft orð á því, að íþróttir séu fyrirferðarmiklar í þjóðlífi okkar. Lesendakannanir, sem Morgunblaðið hefur látið gera benda til þess, að blaðaefni um menningarmál sé meira lesið en blaðaefni um íþróttir. Vissulega er íþróttaefni mikið lesið en menn- ingarefni er lesið af stærri hóp lesenda samkvæmt þessum könn- unum. xxx Næstu tvær vikurnar verður mikið um að vera á tónlistar- sviðinu, í leikhúsunum og í öðrum þáttum menningarlífsins vegna Listahátíðar, sem nú stendur yfir. Listahátið fór vel af stað sl. laug- ardag. Sænski tenórinn Gösta Winbergh sló í gegn á tónleikum í Háskólabíói á laugardaginn. Þetta er einstaklega fágaður og agaður söngvari og gaman að fylgjast með því, hvernig hann vann smátt og smátt hug og hjörtu áheyrenda. Flutningur hans á aríu úr Lo- hengrin Wagners var glæsilegur en jafnframt áminning um, að það er alltof sjaldgæft að verk Wagn- ers eða þættir úr þeim séu flutt hér. XXX að var skemmtilegt að kynn- ast þessum hógværa sænska tenórsöngvara, sem ekki vill láta líkja sér við Jussi Björling sam- kvæmt samtali við hann hér í blað- inu sl. laugardag vegna þess að „það er aðeins til einn Björling og slík rödd mun aldrei heyrast á ný“. En m.a.o.: það er orðið of langt síðan Kristján Jóhannsson hefur sungið hér á íslandi. Vegur hans fer stöðugt vaxandi og æskilegt, að landsmenn fái tækifæri til að fylgjast með framþróun hans. Það er líka tímabært að gefa út fleiri hljómdiska með söng Kristjáns hér heima. í slíkum upptökum eru fólgin mikil menningarverðmæti eins og útgáfur á m.a. söng Stef- áns íslandi og Maríu Markan eru til marks um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.