Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ VJÐSHPn/HVWNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 32 Atvinnurekendur Flótti fjármagns og at- gervis aðal keppinauturinn Selfossi. ATORKA, samtök atvinnurekenda á Suðurlandi, var stofnuð 7. maí. Um er að ræða samtök fyrirtækja, einstaklinga og félaga eða samtaka þeirra á Suðurlandi sem stunda viðskipti á samkeppn- isgrundvelli. Formaður Atorku var kosinn Þorsteinn S. Asmunds- son, framkvæmdastjóri Suðurgarðs hf. á Selfossi. Markmið Atorku er að vinna að framfaramálum atvinnulífs á félagssvæðinu á öllum sviðum og vera vettvangur fyrir hugmyndir og umræður um „Við verðum að gera okkur ljósa grein fyrir því að hinn raunveru- legi andstæðingur og keppinautur okkar er flótti fjármagns, atgervis og verkefna af svæðinu vegna þess að heimaaðilarnir eru ekki samkeppnisfærir," sagði Þorsteinn Ásmundsson, formaður Atorku. Hann vitnaði í ávarpi sínu til ný- legrar Gallup-könnunar þar sem kemur fram að um fjórðungur heimila á Suðurlandi kaupir 50% eða meira af daglegum nauðsynja- vörum sínum á höfuðborgarsvæð- inu. Einnig kemur fram í könnun- inni að fólk telur að helstu vanda- mál Suðurlands séu of fá og fá- breytt atvinnutækifæri. Fram kemur og að 28% ungmenna á aldrinum 18-24 ára vilja helst flytja úr landshlutanum. „Þetta eru ógnvænlegar upplýs- ingar og við þessu þarf að bregð- ast. Hér beinast spjótin ekki hvað síst að okkur. Við verðum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar svo snúa megi þessari óheillavæn- legu þróun við. Eg sé Atorku fyrir mér sem vettvang þar sem félagarnir þjapp- ast saman til samstarfs um stærri og flóknari verkefni. Þar sem við treystum innviðina með fræðslu- og námskeiðahaldi, þar sem við þrýstum á stjórnvöld um eigi lak- ari rekstrarskilyrði en hjá sam- keppnisaðilum, innanlands sem utan, þar sem við vinnum með bæjar- og sveitarstjórnum að ný- sköpun og framþróun atvinnulífs og þar sem við berum fulla virð- ingu fyrir umhverfismálum og náttúruvernd," sagði Þorsteinn Ásmundsson, formaður Atorku. Aðrir sem kosnir voru í stjórn eru: Birgir Guðmundsson, mjólkurbú- stjóri Mjólkurbús Flóamanna, Bergsteinn Einarsson, Seti hf., Pétur Reimarsson, Árnesi hf., og Guðmundur Ingvarsson, G-verki hf. í varastjórn voru kosnir Örn Grétarsson, Prentsmiðju Suð- urlands, og Fannar Jónasson, Fannbergi sf., Hellu. Sig. Jóns. Bílar Fiat setur á stofn nýtt fyrirtæki í Póllandi Ungverskt flugfélag eftirsótt- ur sam- starfsaðili PÓLSKA ríkisstjórnin og ít- alski bílarisinn Fiat hafa samið um að setja á stofn nýtt fyrir- tæki í Póllandi sem mun yfir- taka pólska bílaframleiðandann FSM. Samningurinn er talinn vera stærsta erlenda fjárfest- ingin í Póllandi fram að þessu. Heildarhlutafé hins nýja fyrir- tækis mun verða um 200 milljónir dollara og mun 90% þess verða í eigu Fiat, en 10% í eigu pólska ríkisins. I heild hefur Fiat heitið að fjárfesta alls 2 milljörðum dala í fyrirtækinu. Að sögn aðalsamningamanns Fiat er innifalið í þessum 2 millj- örðum um það bil 800 milljón doll- ara greiðsla til ýmissa aðila vegna hönnunar og markaðssetningar Fiat Cinquecento, sem kynntur var í desember síðastliðnum, en hann er framleiddur af FSM. Að öðru leyti felst íjárfestingin í margs konar endumýjun verksmiðjanna og nýrra vélasem nota á við fram- leiðslu nýs bfls sem taka á við af Fiat 126. Hið nýja fyrirtæki mun verða stærsta framleiðslueining Fiat ut- an Ítalíu. Forsvarsmenn Fiat segj- ast staðráðnir í að sýna fram á að hægt sé að fjárfesta í Póllandi og hafa þegar lagt 500 milljónir dollara til hliðar í því skyni að heija tæknivæðingu FSM. Á svipuðum tíma og samningur- inn var kynntur staðfesti Fiat að nú þegar væru hafnar viðræður við pólsk yfírvöld um enn frekari ijárfestingar í Póllandi. Ekki hefur fengist staðfest um hvað viðræð- urnar snúast, en talið er að rætt sé um náið samstarf eða yfirtökur innan rafeindatækniiðnaðar. Hólaskóli Hólum í Hjaltadal Á Hólum getur þú stundað lifandi starfsnám á fögrum og friðsælum stað! Almenn búfjárrækt - sauðfjárrækt - jarðrækt - bútækni - bústjórn - tölvufræði - bleikjueldi - hrossarækt. Á Hólum eru ný kennslufjárhús og athyglisverður fjárstof n. Á Hólum er miðstöð rannsókna í bleikjueldi. Á Hólum er hrossakynbótabú ríkisins. Á Hólum er gott hesthús og reiðkennsluhús. Á Hólum hafa nemendur aðgang að vel búnu tölvuveri. Umsóknarf restur er til 10. júni. Takmarkaður nemendafjöldi. Bændaskólinn Hólum I Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur. Sími: 95-35962. Símbréf: 95-36672. Vilja auka viðskipti Islands ogsuðurríkja Bandaríkjanna Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morg^unblaðsins. INNAN Íslenzk-ameríska verzlunarráðsins, sem hefur aðalstöðvar sínar í New York, hefur nú verið stofnuð deild sem tekur til suður- ríkjanna þriggja, Louisiana, Mississippi og Alabama. Aðalmarkmið félagsskaparins er að greiða fyrir viðskiptum og menningarlegum tengslum á milli þessa svæðis og íslands. Enn sem komið er hafa aðeins sex forsvarsmenn fyrirtækja gerst fullgildir aðilar, en margir hafa sýnt málinu áhuga og munu gerast félagsmenn þegar deiidinni vex fiskur um hrygg. Driffjöður þessa félagsskapar er Greg Beuerman, sem rekur ráð- gjafarfyrirtæki í New Orleans með víðtækum samböndum við ýmsa framleiðendur og fyrirtæki í Miss- issippi og Alabama. íslenzk-amer- íska verzlunarráðið í New York, svo og sendiráð íslands í Washing- ton og Bandaríkjanna í Reykjavík, hafa einnig veitt þessu máli lið- sinni sitt. Meðal viðskiptaaðila, sem hin nýstofhaða deild Íslenzk-ameríska verzlunarráðsins hefur góð sam- bönd við, eru framleiðendur ýmissa matvæla og íblöndunar- Fyrirtæki efna, fatnaðar, íþróttavarnings, iðnvarnings af ýmsu tagi svo og aðilar ferðamála. Að sögn Gregs Beuermans er verið að undirbúa 3-5 daga hóp- ferð viðskiptaaðila til Reykjavíkur til að stofna til gagnkvæmra við- skiptasambanda þar. Þessi þrjú suðrænu ríki Bandaríkjanna eru um margt athyglisverð. Þar er iðn- aðarframleiðsla á mjög háu stigi og fyrir íslenzkt ferðafólk er svæð- ið nýstárlegt. Heimilisfang Beuer- mans er 228 St. Charles Ave., Suite 1333, New Orleans, LA 70130. Faxnr. 504-524-3344. STÓRU flugfélögin í Evrópu, British Airways, Lufthansa og KLM, keppa nú hart um að kom- ast yfir það hlutafé sem ætlunin er að selja í ungverska ríkisflug- félaginu Malev, en það eru um 35%. Samningaviðræður milli flugfé- laganna þriggja og ungversku ríkis- stjórnarinnar hafa þegar staðið yfir um nokkurt skeið og vonir standa til að unnt verði að ljúka þeim nú fyrri part sumars. Um er að ræða 35% hlut í félaginu og er það hluti af áætlunum ríkisstjómarinnar um einkavæðingu. Hinn mikli áhugi stóru flugfélag- anna kemur til af því að Malev á einhvern nýjasta og gróðavænleg- asta flugflota í Evrópu auk þess sem náið samstarf tryggir aðgang að flugvellinum í Búdapest sem er í hjarta hinnar nýju Evrópu og er líklegur til að verða mikilvægur þegar fram líða stundir. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum hjá Malev og stendur reyndar enn yfir. Áætlað er að fjárfesta fyrir um 400 milljónir dollara á næstu tveimur árum og er hugmyndin að láta söl- una fjármagna þær að hluta. Enn- fremur kemur til greina að Evr- ópski þróunarbankinn kaupi hlut í félaginu eða styðji það með öðmm hætti þegar samningar við sam- starfsaðila eru frágengnir. PepsiCo og General Mills sameinast í Evrópu BANDARÍSKU stórfyrirtækin PepsiCo og General Mills hafa ákveðið að sameina starfsemi sína innan skyndibitaframleiðslu í Evrópu. Sameiningin er þó háð samþykki Evrópubandalagsins. Með sameiningunni mun hið nýja fyrirtæki keppa um forystuna á markaðnum fyrir skyndibitafæði í Evrópu, þar sem hið breska fyrir- tæki KP-foods er umsvifamest fyrir. Önnur öflug fyrirtæki eru Bahlsen frá Þýskalandi, BSN frá Frakklandi og San Carlo frá Ítalíu. Bandarísku fyrirtækin passa ótrúlega vel saman innan Evrópu. General Mills á verksmiðjur í Frakklandi, Belgíu og Hollandi og hefur forystu á markaðnum þar en PepsiCo á verksmiðjur á Spáni, Grikklandi og Portúgal. Ennfrem- ur nota fyrirtækin svipaða tækni við framleiðsluna, og bæði dreifí- kerfí og markaðskerfi eiga vel saman. PepsiCo mun eiga 60% hlutafjár hins nýja fyrirtækis og General Mills 40% en engar beinar peningagreiðslur munu eiga sér stað. PepsiCo mun annast dagleg- an rekstur hins nýja fyrirtækis en skipun allra helstu yfirmanna mun þó verða í samræmi við skiptingu hlutafjár. Alls munu starfa 4.650 manns hjá fyrirtækinu og það mun reka 8 verksmiðjur í 6 löndum nú í upphafi en þegar eru uppi áætl- anir um byggingu nýrra verk- smiðja. í sameiningunni felst trú á því að neytendur í Evrópu muni fylgja í kjölfar bandarískra neytenda en í Bandaríkjunum hefur neysla skyndifæðis aukist gífurlega á síð- ustu 10 árum. Samhliða því hefur hagnaður fyrirtækja á þessu sviði margfaldast. Þannig er hagnaður PepsiCo af skyndifæðu í dag meiri en hagnaðurinn af sölu gosdrykks- ins; í Evrópu þykjast menn nú sjá þess merki að þar eigi sér stað sama þróun. Aukin atvinnuþátt- taka kvenna hefur leitt til þess að fjölskyldur borða sjaldnar sam- an og neysla skyndifæðu hefur aukist. Forsvarsmenn PepsiCo og General Mills telja að þegar neysla skyndifæðu hefur fest sig í sessi muni hún, eins og í Bandaríkjun- um, stöðugt aukast og kalla á æ meiri fjölbreytni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.