Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 34
Reykjavík-Mývatnssveit: Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmargir þátttakendur á íþróttadegi F]ölmargir tóku þátt í dagskrá íþrótta- og útivistardags sem haldinn var notkun og börn sem leið áttu um Kjamaskóg fengu að prófa risatram- í þriðja sinn á Akureyri á laugardag. Margs konar íþróttagreinar voru bolín, og setjast á bak Grána, einum af stærstu hestum landsins. Þá kynntar almenningi, fræðsluerindi haldin, hjólabrettabraut var tekin í tóku margir þátt í Krabbameinshlaupinu sem efnt var til þennan dag. Daglegt áætlunarflug Björk, Mývatnssveit. MYFLUG HF. í Mývatnssveit hef- ur hafið daglegt áætlunarflug milli Reykjavíkur og Mývatns- sveitar. Brottför úr Reykjavík er á morgn- ana kl. 7.50 og úr Mývatnssveit á kvöldin kl. 19. Þess má geta að elli- lífeyrisþegar fá 50% afslátt og sömu fjölskyldufargjöld, Apex- og Pex-far- gjöld, og gilda hjá Flugleiðum gilda hjá Mýflugi. Síðastliðið sumar gekk áætlunarflug Mýflugs mjög vel. - Kristján Alþjóðleg ráðstefna um Menor - menningardagskrá júní 1992 Þriðjudagur 2. júní: Fredenskirkjunni í Árhus í Dan- mörku kl. 19.30. Kór Akureyrar- kirkju, stjórnandi Bjöm Steinar Sólbergsson. Á efnisskránni verða íslensk verk. Miðvikudagur 3. júní: Silkeborgkirke í Silkeborg, Danmörku, kl. 19.30. Kór Akur- eyrarkirkju, stjórpandi Bjöm Steinar Sólbergsson. Föstudag 5. júní: Húsavíkurkirkja kl. 20.30. Org- eltónleikar, Wolfgang Tretsch, (ísafirði). Laugardag 6. júní: Akureyrarkirkja kl. 12.00. Há- degistónleikar: Wolfgang Tretsch, orgelverk eftir Bach, Distler, Ki- el, Eben. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu á eftir. Dyssegárdkirke í Hellerup, Danmörku, kl. 17.00. Kór Akur- eyrarkirkju, stjórnandi Bjöm Steinar Sólbergsson. Sunnudag 7. júní (hvítasunnu- dagur): Holmenkirke í Kaupmanna- höfn, Danmörku, kl. 14.00. ís- lensk messa, Kór íslenska safnað- arins í Kaupmannahöfn. Messu- kaffi í Jónshúsi á eftir. Föstudagur 12. júní: Dalvíkurkirkja kl. 20.30. Dóm- kórinn, stjórnandi Marteinn H. Friðriksson. Laugardagur 13. júní: Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 12.15. Tónleikar í tengslum við aðalfund Menor, ýmsir flytjendur. Dalvíkurkirlq'a kl. 17.00. Minn- ingartónleikar. Söngkonurnar Halla Jónasdóttir og Fríður Sig- urðardóttir ásamt Kára Gestssyni píanóleikara flytja íslensk ein- söngs- og tvísöngslög. Sunnudagur 14. júní: Breiðumýri í Reykjadal kl. 15.00. Söngur og sólstöðukaffi. Kvennakórinn Lissý, Hildur Tryggvadóttir sópran, Ragnar Þorgrímsson píanó, stjómandi Margrét Bóasdóttir. Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 17.00. Undrabörnin frá Rússlandi. Listahátíð í Reykjavík og Tónlistarskólinn á Akureyri standa fyrir komu fimm framúr- skarandi unglinga frá Rússlandi. Laugardag 20. júní: Martinskirche Múnsingen í Þýskalandi kl. 19.30. Kór Glerár- kirkju, stjórnandi Jóhann Bald- vinsson. Á efnisskránni verða ís- lensk verk. Sunnudag 21. júní: Safnahúsið á Húsavík kl. 20.30. Pavol Kovac, píanó, (Þýskalandi). Hólar í Hjaltadal. Dómkórinn, stjómandi Marteinn H. Friðriks- son. Fimmtudagur 25. júní: Lovísa í Finnlandi (Vinabær Ólafsfjarðar). Kirkjukór Ólafs- Qarðar, stjórnandi Jakub Ko- losowski, Lidia Kolosowska píanó. Á efnisskrá em íslensk lög. Þriðjudagur 30 júní: Dómkirkjan Kornelimúnster í Aachen, Þýskalandi, kl. 19.30. Kór Glerárkirkju, stjómandi Jó- hann Baldvinsson. Listsýningar Sýningarhópurinn Trójuhestur- inn. Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju 10.-21. júní. Málverk, grafík, skúlptúrar eftir Sólveigu Eggertsdóttur, Sigurð Örlygsson, Sigrid Valtingojer, Guðrúnu Kristinsdóttur, Kristin Hrafnsson, Önnu Eyjólfsdóttur, Ólöfu Sigurð- ardóttur. Mannlíf á Siglufirði frá 1930 til okkar daga. Ljósmyndasýning. Nýja bíó á Siglufirði. Opið frá 9-21 alla daga í sumar. Stein- grímur Kristinsson og Kristfinnur Guðjónsson Ijósmyndarar. Menning Menningarsamtök Norðlend- inga, Menor, halda fund sinn í safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 13. júní kl. 10.30 f.h. í tengslum við fundinn verða m.a. tónleikar kl. 12.15. Vinabæir Akureyrar á Norður- löndum halda mót 22.-28 júní. Þemað er bókmenntir. Menor — menningardagskrá fyrir júlí birtist næst þriðjudaginn 30. júnf 1992. Dagskrá þessi er byggð á upp- lýsingum sem berast símleiðis til tengiliða í hverri sýslu Norðlend- ingafjórðungs. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. köfnunjurta haldin í júní ALÞJÓÐLEG ráðstéfna sérfræð- inga í jurtalífeðlisfræði og jurta- lífefnafræði verður haldin að Hrafnagili i Eyjafjarðarsveit dag- ana 24. til 28. júní næstkomandi. Á ráðstefnunni verður rætt um líf jurta við lágan hita og súrefnisskort og til hennar er boðið fimmtán fær- ustu vísindamönnum á þess afmark- aða fræðisviði, en þeir munu flytja erindi sem tengjast köfnun jurta, aðallega köfnun við lágan hita. Köfnun jurta verður annað hvort þegar vatn flæðir yfir gróðurlendi og stendur þar langtímum saman, eða þegar langæ svell hylja gróður að vetri og valda svellkali. Á ráð- stefnunni verða bæði flóðaskemmd- um og svellkali gerð skil og greint frá lífeðlisfræðilegum og lífefna- fræðilegum viðbrögðum jurtanna. Flutt verða yfirlitserindi um viðbrögð jurtanna við loftfirrðinni, hvaða efni þær framleiða við þær aðstæður og hvemig þær skemmast og drepast, svo og erindi um nýjustu og áður óbirtar rannsóknarniðurstöður á þessu sviði. Að ráðstefnunni standa, ISPA, alþjóðafélag vísindamanna um loft- firrða öndun plantna og Tilrauna- stöðin á Möðruvöllum, en Menning- ar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna og Landbúnaðarráðneytið veittu styrki vegna ráðstefnunnar. Dr. Bjami E. Guðleifsson er formað- ur framkvæmdanefndar ráðstefn- unnar. 217 brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri: Erum enn á krossgötum þegar ný heimsmynd er framundan sagði Bernharð Haraldsson skólameistari Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri var slitið við athöfn í íþróttahöilinni á Akureyri á laugardag. Alls brautskráðust frá skólanum 217 nemendur, en á föstudag voru brautskráðir sjókokkar, 1. og 2. stigs vélstjór- ar og nemendur með almennt verslunarpróf. Þá voru á Iaugar- dag brautskráðir 120 stúdentar, 8 sjúkraliðar, 3 er luku matar- tækninámi, 29 luku iðnnámi, 1 tækniteiknun, 8 meistaranámi og 1 þriðja stigi vélstjórnar. í skólaslitaræðu Bemharðs Har- aldssonar skólameistara kom fram að við upphaf skólaárs sl. haust voru nemendur í dagskóla rúmlega 1.100 og um 1.000 á vorönn, þá voru tæplega 200 manns í öldunga- deild á haustönn og 140 á vorönn, en auk þess sóttu rúmlega 200 manns námskeið á hvorri önn. Um hundrað kennarar kenndu nokkuð á þriðja þúsund kennslu- stunda, en kennt var á fimm stöð- um í bænum. Auk þess störfuðu nær 30 manns við önnur störf við skólann. Unnið var að ýmsum framkvæmdum við skólann á liðnu skólaári, en á þessu ári fengust 58 milljónir króna til nýfram- kvæmda og verður haldið áfram framkvæmdum innanhúss auk þess sem bygging við nýja bók- námsálmu verður hafin og vonast er til að hægt verði að ganga frá aðkomunni að skólanum. Enn á eftir að byggja yfir hússtjórnarsvið og tréiðnaðardeild og sagði Bem- harð aðstöðu nýtta til hins ýtrasta og yrði hún brátt í anda forfeðr- anna. í ávarpi sínu til nemenda sagði Bernharð það ekki alltaf hafa ver- ið létt að vera Islendingur, við byggjum í stóru landi en værum ekki fjölmennari en íbúar meðal- borgar í Evrópu, en samt kölluðum við okkur þjóð. „Sjálfstæðisbarátt- an, afsprengi félagslegra hræringa úti í Evrópu, borin uppi af ungum menntamönnum og nærð af sterkri frelsisþrá hins óbreytta íslenska erfiðismanns; hún hófst fyrir meira en hálfri annarri öld, henni er enn ekki lokið, henni lýkur aldrei. Þess vegna erum við enn á krossgötum, þegar ný heimsmynd er framundan og við skulum gæta okkar. Okkur má aldrei líða úr minni sú harða og erfiða barátta sem forfeður okkar háðu með þjóðernishugtakið að leiðarljósi, „íslands lag“ kallaði Grímur Thomsen það á síðustu öld og því nafni heitir það ennþá,“ sagði Bernharð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.