Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 Naumt Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Rhodymenia Paimata Höfundur ljóða: Halldór Lax- ness Höfundur tónlistar: Hjálmar H. Ragnarsson Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Stefanía Adólfsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson Dramatúrgía: Hafliði Arngríms- son Leikstjórn: Guðjón Pedersen Ný íslensk ópera hefur litið dagsins ljós; ópera í tíu þáttum fyrir einsöngvara, kór og hljóm- sveit. Óperan var frumflutt í Þjóð- leikhúsinu á opnunardegi Listahá- tíðar og það ríkti greinilega eftir- vænting í því húsi. Allir miðar voru farnir og í anddyrinu beið fjöldi manns til að reyna að kom- ast inn í staðinn fyrir þá boðsgesti sem ekki mættu. íslendingar eru um margt undarlegir — þó held ég að manna- siðir okkar séu á svo lágu plani að varla sé hægt að telja okkur til siðmenntaðra þjóða á köflum. Það er alveg í lagi að mæta ekki á sýningar þegar mönnum er boð- ið, en það er mikil ókurteisi að láta leikhúsið ekki vita að þeir ætli ekki að nota miðana. Nú er það svo að helst er það svokallað „fyrirfólk" sem fær boðsmiða á sýningar af þessu tagi, fólk sem ætti að kunna lágmarks manna- siði. Lágmarks mannasiðir felast til dæmis í því að láta fólk vita þegar maður ætlar ekki að þekkj- ast boð þess. Það er óvirðing að hunsa boð leikhússins og fullkom- inn dónaskapur gagnvart þeim list- amönnum sem þar vinna. Sá sem ekki lætur vita að hann ætli ekki að nota boðsmiða í leikhús er líka að sýna sambörgurum sínum lítils- virðingu; samborgurum sem gjam- an vilja sjá sýningar, en komast ekki inn vegna þess að einhverjir dónar úti í bæ eiga auðu sætin í leikhúsinu — án þess að hafa greitt fyrir þau. En nóg um það. Óperan Rhodymenia Palmata er samin við samnefnda ljóðasyrpu eftir Halldór Laxness. Efnið er um allt og ekkert, fer út og suður, er stundum um ást, þó meira um ástríður. Fólk laðast hvert að öðru, nýtur hvors annars (stundum ekki) og svo verður aðskilnaður, sem er sorglegur í sjálfu sér, en þó ekki. Lífið heldur áfram; nóg af konum, nóg af körlum: „Hvílíkar mynd- ir/og hvílíkar syndir/og hvílík blekking/og hvílík þekking.“ Bráð- skemmtilegur kveðskapur, það súrrealískur að það er ómögulegt að taka ástir og harma' mann- skepnunnar hátíðlega — en þó nógu samhangandi til að maður skilji að manneskjunni er full al- vara með leit sinni að samruna við aðra manneskju. En til þess þarf hún að leika leiki: „Tveir erum vér leitendur og lifendur hans,/grímu- búnir guðir í gervi konu og manns.“ Það vantar ekki að ljóðasyrpan er skemmtileg og út úr henni má lesa æði margt. Persónulega var ég líka hrifin af tónlistinni í sýning- unni, en um hana er fjallað á öðr- um stað. Hinsvegar var sýningin hrútleið- inleg. Eiginlega ekkert leikhús. Uppsetningin var í anda einhverrar naumhyggjustefnu. Það var naum- ast leikmynd; einn stóll per söngv- ara og bórð lengst uppi á sviði með ókennilegum samtíningi af dótaríi á. Kvenkynið var í ljótum kjólum sem gerðu þær ólögulegar og ríghéldu handtöskum upp að mittinu, svo það var naumast að þær gætu hreyft sig. Karlkynið í jakkafötum, sem gerðu hreyfingar þeirra óþjálar og þeir gátu naum- ast hreyft sig heldur. Enda er al- veg með naumindum hægt að segja að hreyfing hafi verið í sýning- unni. Ekki einu sinni í svipbrigðum. Andlitin voru eins og grímur, það var með naumindum að fólk hreyfði varirnar. Þetta var eins og klisja upp úr kvikmynd eftir Fass- binder — sem var þó frumlegur á sínum tíma. Það er bara svo langt síðan. Leiksýning með engum leik, eig- inlega engri leikmynd, engum til- finningum, engri hugsun, ber vott um tilgerð og skort á ímyndunar- afli hjá þeim sem að henni standa — og er í hrópandi mótsögn við allt sem heitir ópera. Og þegar hvergi glittir einu sinni í súrrealísk- an húmor textans er ekki einu sinni hægt að skýla sér á bak við það að þetta hafi verið súrrealísk upp- setning. Ljósm.: Bjami. Hjálmar H. Ragnarsson (t.h.) ásamt Eddu Heiðrúnu Backman, Sverri Guðjónssyni og Jóhanni Sigurðarsyni. !/,l IGIRÐINGAR- STAURAR Girðingarstaurar í úrvali - galvanhúðaðir járnstaurar, gegnvarðir tréstaurar :| sívalir og kantaðir í| - báðar gerðir yddaðar. ■' Auk þess rekaviðarstaurar. ÚRVAL VERKFÆRA Míkið úrval vandaðra handverkfæra. Skóflur, hjóibörur og önnur ómissandi áhöld MR búðin • Laugavegi 164 símar11125 • 24355 ókunnum tónvef sem minnti dálítið á upphafsstefið í „Einstein on the Beach“ — amerísk ópera, í fram- haldi mátti greina þjóðleg brot, dægurlagamynd, Habaneru-tónbil og takt, Broadway söngleikjabragð og kannski fleira. Þrátt fyrir öll þessi hliðarspor hreif þessi aðferð Hjálmars. Með einföldum aðferð- um, — sem stundum nálguðust að verða „billegar" — náði Hjálmar oft hrífandi áhrifum, og kannski var þetta einmitt ein leiðin til þess að þræða saman í óperu óskyld — eða skyld kvæði Halldórs Laxness. „Sviðstónlist" virðist eiga sérlega vel við sköpunargáfu Hjálmars og forvitnilegt verður að fylgja næsta skrefi hans á sviðinu. Einsöngvarar og kór stóðu sig með miklum ágæt- um. Kannski voru engar „heims- stjörnur" í hópi einsöngvara né kórs, en sem betur fer er fleira til en „háa-séið“, og ekki ómerkara. Setning Listahátíðar í Þjóðleikhúsinu: Halldór Laxness heiðraður FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS Nú er tíminn til að girða garða og tún. Við eigum allt sem til þarf í miklu úrvali. m: VÍR OG VÍRNET Túngirðingarnet, 5, 6 og 7 strengja, galvanhúðuð. Lóðanet, galvanhúðuð og plasthúðuð. Vírlykkjur, stagavír, IJfá strekkjarar og vírlásar. vfc'* Zinkhúðaður gaddavtr. Ópera eftir Hjálmar H. Ragnarsson ________Tónlist:___________ Ragnar Björnsson Að lokinni setningu Listahátíðar á Lækjartorgi setti menntamála- ráðherra aftur Listahátíð í Þjóð- leikhúsinu, en var sú athöfn ekki síður til að heiðra níræðan skáld- jöfur okkar, Halldór Laxness. Að aflokinni setningunni afhenti ráð- herra Thor Vilhjálmssyni orðið sem hélt síðan snjalla tölu skáldinu til heiðurs með ívafí ýmissa tærustu perla úr skáldritum Halldórs, rit- snilld sem gerir okkur fræg um leið og Halldór sjálfan, en einhvem veginn á þann veg lauk Thor sínu máli. í eftirmála við Kvæðakver sitt segir Halldór frá þeim súrreal- ísku áhrifum sem flæddu yfir skáld og aðra listamenn fyrir nær sjötíu árum: Fyrir áhrif þessarar stefnu samdi hann nokkur kvæði: „ ... sló ég saman í eina langloku á útmánuðum 1926 og kallaði Rhodymenia Palmata (kom í Les- bók Morgunblaðsins 4. apríl 1926). Valdi ég syrpunni þetta nafn vegna formleysis og óreglu jurtarinnar sem nafnið ber, svo og vegna þess bragðs af seltu, sætu og joði sem er af jurtinni einsog kvæðinu.“ Þessi tíu kvæði virðast í fyrstu lít- il sameiginleg tengsl hafa, en er það svo? Við þessi tíu ljóð skrifar Hjálmar H. Ragnarsson tónlist sem hann kallar óperu og því ekki, hér er sungið, leikið og „dansað“, leikumgjörð, sjálft leiksviðið, hljómsveit, þótt fámenn væri, að- eins fimm hljóðfæraleikarar og þar með talinn píanóleikarinn, sem jafnframt var stjómandinn og höf- undur að tónlistinni, Hjálmar sjálf- ur. Kórinn var einnig fámennur aðeins níu töldust í kórnum, ein- söngvarar voru þrír, Hann — Jó- hann Sigurðarson, Hún — Edda Heiðrún Backman og Salómonsen — Sverrir Guðjónsson. Til leiks voru einnig kallaðir leikmynda- hönnuður, búningateiknari, ljó- sameistari, dramatúrgur og leik- stjóri og væri sannarlega ástæða til að telja alla þessa þátttakendur upp með nafni, en sérstök ástæða þykir mér að nefna leikstjórann Guðjón Pedersen, sem skilaði sér- lega smekklegu og heilsteyptu verki. Tónlist Hjálmars brá sér í ýmiskonar stílbrigði, byrjaði á ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.