Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 27 Belgía; Tekjumar af EB og tengdri starfsemi um 170 milljarðar Brusscl. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í SKÝRSLU, sem tekin var saman fyrir borgaryfirvöld í Brussel um fjárhagslegan ávinning borgarinnar af veru Evrópubandalagsins (EB) þar, kemur fram að þegar allt er talið eru tekjur Belga rúm- lega 170 milljarðar ÍSK á ári af EB og starfsemi í tengslum við bandalagið. Skýrslan var tekin saman í fram- haldi af háværri gagnrýni á meintan yfirgang moldríkra embættismanna EB og starfsmanna sendiráða í borginni sem sagðir eru leggja und- ir sig bestu veitingastaðina og bíla- stæðin. í skýrslunni kemur fram að ef allt er talið - starfsmenn EB og sendiráða, fulltrúar þrýstihópa og blaðamenn, auk venslafólks - er flöldi þeirra sem hefur viðurværi sitt af veru EB í Brussel nálægt 46.000 manns. Helmingur þeirra er Belgar. Sérstakur ráðherra Brussel- borgar fer með samskipti við út- lendingana en hann lét taka skýrsl- una saman til að sýna löndum sínum fram á að vera EB í borginni skipti miklu máli fyrir hana, ekki einung- is fyrir efnahaginn heldur og mann- lífíð. Þó svo Belgar kvarti yfír 75% hækkun á fasteignaverði í Brussel frá 1985 er ljóst að stærstur hluti þeirrar hækkunar rennur í þeirra eigin vasa. Þá er bent á að góð veitingahús og öflugt menningarlíf byggi að umtalsverðum hiuta á bjargálna embættismönnum EB og annarra. Samkvæmt skýrslunni eru tæp- lega 600 blaðamenn víðsvegar að úr heiminum í Brussel. Aðeins í Washington eru þeir fleiri. Þótt ■ ANCHORAGE - Ejögurra fjallgöngumanna var saknað á McKinley-fjalIi í gær og talið var að þeir hefðu hrapað niður gilskorn- ing við fjallstindinn á 5.791 meters hæð. Ekki var skýrt frá því hvers lenskir mennimir voru. Hafí íjór- menningamir beðið bana hafa alls ellefu týnt lífí á fjallinu það sem af er árinu, eða fleiri en nokkm sinni. McKinley er hæsta fjall Norð- ur-Ameríku. skýrslan leiði í ljós að blaðamenn séu mun aðhaldssamari í eyðslu sinni en embættismenn er minnt á að þeir beri orðstír Bmssel og Belg- íu um heimsbyggðina alla sem sé framlag sem seint verði metið til fjár. Andstæðingar Maastricht-samkomulagsins lýstu Evrópubandalaginu sem samkomu svínslegra aurapúka ________________ á hátíðinni „Rokk gegn Brussel“. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Maastricht-samkomulagið í Danmörku: Poul Schliiter biður Dani að afstýra „sögulegu slysi“ VÍÐA í Evrópu bíða menn með öndina í hálsinum eftir að heyra álit Dana á Maastincht-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Verði það fellt er samkomulagið, sem tólf ríki Evrópubandalagsins (EB) börðu saman á tólf mánuðum, í raun að engu orðið. Poul Schluter forsætisráð- herra hefur beðið landa sína að samþykkja samninginn og forða Dan- mörku þannig frá „sögulegu slysi“. Verði það ekki gert muni EB ekki veita öðrum Norðurlöndum inngöngu í bráð. getur sakað Dani um að hafa ekki Fjórar milljónir danskra kjósenda eiga þess kost að staðfesta eða fella samkomulagið, sem meðal annars kveður á um sameiginlega mynt og aukið samstarf EB-ríkjanna í utan- ríkis- og efnahagsmálum. Ekkert annað ríki gefur þegnum sínum tæki- færi á að kjósa um samkomulagið á beinan hátt, nema írland, sem heldur þjóðaratkvæðagreiðslu um miðjan þennan mánuð. Forystumenn Evr- ópubandalagsins eru því að vonum kvíðnir og það yrði erfíður biti að kyngja fyrir þá ef þriðja fámennasta ríkið í bandalaginu ýtti áætlunum um frekari sameiningu aftur á byij- unarreitinn. Það er ekki heiglum hent að skilja Maastrict-samkomulagið, en enginn reynt það. 300.000 eintök af texta þess í heild sinni seldust eins og heitar lummur svo að prenta þurfti fleiri. „Enginn maður getur lesið allt samkomulagið og skilið það, ekki einu sinni ég þó að ég hafí samið um það,“ sagði Uffe Ellemann-Jens- ' en, utanríkisráðherra Dana. Til að einfalda málið lét hann gefa út upp- lýsingabækling með heitinu „107 spurningar um hina nýju Evrópu“. Andstæðingar samkomulagsins sögðu það sýna hvers konar lang- hundur það væri þegar einfölduð útgáfa þess kæmist ekki af með færri en 107 -spumingar. „Rokk gegn Brussel“ Ekki hafa allir andstæðingar Ma- astricht puðað í gegnum slíkt torf, enda á andúð á skrifræði og miðstýr- ingu stóran þátt í afstöðu margra þeirra. Á fímmtudag voru haldnir tónleikar á Kristjánsborgar-torgi í Kaupmannahöfn undir yfirskriftinni „Rokk gegn Brussel", þar sem þús- undir ungmenna hrópuðu slagorð á borð við „Evrópusamband - nei!“ á milli laga. Sumir Maastricht-andstæðingar segja að verði samkomulagið fellt geti Danmörk samið upp á nýtt um opnari stjórnarhætti í EB og auðveldari inngöngu nýrra ríkja. Poul Schluter og Uffe Ellemann- Jensen eru ekki á sama máli, eins og nærri má geta. Schluter segir að verði samkomulagið fellt muni hin EB-ríkin 11 semja sín á milíi og skilja Dani útundan. Slíkt muni hafa af- drifaríkar afleiðingar fyrir efnahag Dana, sem búa nú við lægstu verð- bólgu EB-ríkjanna og hagstæðan viðskiptajöfnuð. Nú sé tækifæri til að takast á við atvinnuleysið, sem er nærri 11 prósent, en það verði ekki auðvelt ef Danmörk verður „skilin eftir“ í þróuninni í Evrópu. Fimm af átta stjómmálaflokkum á þingi styðja Maastricht-samkomu- lagið, en þrír eru andvígir því. Þar við bætist að flestir fjölmiðlar og hagsmunasamtök eru í „Já“-hópn- um. Þetta virðist hafa haft nokkur áhrif á Dani, því skoðanakannanir benda til þess að þeir séu heldur að hallast að því að staðfesta samkomu- lagið. Fyrir rúmri viku mældust and- stæðingar Maastricht heldur fleiri en hinir, en á miðvikudag sýndi Gall- up-könnun 6 prósentustiga forskot „Já“-manna og á laugardag var munurinn orðinn 9 prósent. Bent er á að í þjóðaratkvæða- greiðslum um aukna sameiningu við Evrópu árin 1972 og 1986 hafí Dan- ir sagst vera andvígir í könnunum, en verið samþykkir þegar á reyndi á kjördag. ton tryggi sér sigur í kosningunum 3. nóvember. Eins og kunnugt er er ekki um beinar forsetakosningar að ræða. Sigurvegari í hvetju ríki fær kjörmenn þess ríkis og það er svo kjörmannaráðið, sem kemur saman að loknum kosningum, sem velur forsetann. Ráðið er skipað 538 kjörmönnum og þarf stuðning 270 þeirra til að hreppa forsetaembætt- ið. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum eygir Perot möguleika á sigri í níu ríkjum Bandaríkjanna sem samtals myndu færa honum 136 kjörmenn. Bush hefur forystu í sext- án ríkjum sem tryggir honum 183 kjörmenn en Clinton hefur einungis forystu í sínu eigin heimaríki, Arkansas, þar sem eru sex kjör- menn. Ef enginn frambjóðandi fær 270 kjörmenn kemur til kasta fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings. Slíkt hefur gerst tvisvar áður, 1801 og 1825. I síðara skiptið hafði Andrew Jack- son fengið flesta kjörmenn en full- trúadeildin valdi eftir mikil hrossa- kaup John Quincy Adams. í deild- inni eru fimmtíu fulltrúar, einn frá hveiju ríki, og þyrfti atkvæði 26 þingmanna til að sigra. Liklegt er að Bill Clinton stæði vel að vígi ef fulltrúadeildin þyrfti að skera úr, því demókrataflokkurinn er þar með meirihluta. Kenningar eru uppi um að ef mjótt yrði á munum milli fram- bjóðendanna þriggja þá kynni full- trúadeildin að velja einhver allt ann- an og hefur Lloyd Bentsen öldunga- deildarþingmaður verið nefndur í því sambandi. FALLEGAR LINUR Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% s endurvinnanleg sem hefur mikið að segja þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Civic fellur undir reglugerð um virðis- aukaskatt og fæst því einnig án vsk. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18;00 og laugárdaga kl. 11:00 — 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Verð frá: 778.313,- stgr. án VSK Greiðslukjör við allra hæfi. (0 HONDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.