Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 2. JÚNÍ 1992 55 Nýtt vikublað í Eyjum; Blöð koma út reglulega fjóra daga vikunnar NÝTT vikublað bættist í blómlega blaðaútgáfu í Eyjum fyrir skömmu, er TV, Tíðindi vikunnar, hóf göngu sína. TV er þriðja blaðið sem bætist í hóp vikublaðanna í Eyjum, því fyrir voru tvö rótgróin blöð, Fréttir og Dagskrá. TV kemur út á miðvikudögum, en Fréttir á fimmtudögum og Dagskrá á föstudögum. Svo virðist sem aukin sam- keppni á blaðamarkaðnum í Eyjum hafi orðið til þess að Fréttir bættu við snúningi því útkomu á þriðjudegi var bætt við og koma Fréttir því út tvisvar í viku. Eyjamenn geta því flett vikublöðum sínum fjóra daga vikunnar. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 671800 ^ Nú er fjör í bílaviðskiptum! Vantar á skrá og á staðinn allar gerðir af nýlegum bílum. Grétar Franksson setti besta tíma í sandspyrnunni á sunnudaginn og vann flokk sérútbúinna fólksbíla. Þorsteinn Gunnarsson eigandi og ritstjóri TV er nýkominn heim eftir þriggja ára nám í fjölmiðlafræði í Svíþjóð. Hann segist hafa gengið lengi með hugmyndina að stofnun vikublaðs í maganum. Hann hafi unnið í þijú ár á Fréttum áður en hann hóf fjölmiðlafræðinámið og blaðamennska eigi hug sinn allan. Á blaðinu með Þorsteini starfar Tómas Ingi Tómasson, en þeir fé- lagar eru kunnir knattspyrnumenn og hafa spilað með knattspyrnuliði ÍBV. Fyrsta tölublað TV leit dagsins ljós 13. maí. Þorsteinn segir að blað- ið hafi hlotið góðar viðtökur og þeir séu bjartsýnir á framhaldið. „TV er óháð blað og við leitumst við að vera ferskir i efnisvali og uppsetningu. Við ætlum okkur að taka öðruvísi á málum en vikublöð- in hafa gert hér til þessa en auðvit- að erum við einnig í samkeppni við dagblöðin,“ sagði Þorsteinn. TV -er, eins og öðrum blöðum í Eyjum, dreift ókeypis til lesenda. Þorsteinn býður einnig upp á alhliða útgáfuþjónustu og almennings- tengsl. Grímur Peugout * o.fl. V. 550 þús. stgr. Benedikt Valtýsson sló öðrum við í opnum flokki á 200 hestafla vélsleða. Sandspyrna: íslandsmeistar arnirsnöggir Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Félagarnir Þorsteinn Gunnarsson ritstjóri og Tómas Ingi Tómasson blaðamaður TV. KVARTMÍLUKLÚBBURINN nýtti svæði torfæruökumanna um helgina þegar haldin var sandspyrnukeppni í Jósepsdal, sú fyrsta sem gildir til íslandsmeist- ara. Keppt var í átta flokkum og voru 29 keppendur. Besta aksturtíma dagsins náði Grétar Franksson, ók brautina á 4,142 sekúndum á skemmtilegum útfærðum keppnisbíl. í flokki mót- orhjóla var keppt á götuhjólum og motor cross hjólum, í þeim fyrr- nefnda var Páll Steindórsson fljót- ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 29. maftil 1. júní 1992 Óvenju mikið var um innbrot á starfssvæðinu um helgina. Alls var tilkynnt um 18 innbrot. í tveimur tilfellum var brotist inn í íbúðir og úr þeim stolið verðmæt- um rafmagnstækjum, geislaspil- urum og myndbandstækjum, auk geisladiska. Þá var nokkuð um að brotist væri inn í bíla og úr þeim stolið verðmætum, s.s. rad- arvörum og hljómflutningstækj- um. Alls voru 36 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt, en auk þess voru 22 ökumenn kærðir fyrir að aka enn á negldum hjólbörðum um götur borgarinnar. Átta öku- menn og tveir reiðmenn voru færðir til töku blóðsýnis grunaðir um að vera ölvaðir á farskjótum sínum. Einn ökumannanna og báðir reiðmannanna höfðu lent í óhappi áður en til þeirra náðist. Auk þeirra slasaðist fólk í tveimur öðrum umferðaróhöppum, en til- kynnt var um 36 slík um helgina. Á föstudag var bíl ekið yfir nýtyrft svæði við Seltjarnarnes- kirkju á Valhúsahæð og olli akst- urinn talsverðum skemmdum. Vitað er hver þar var að verki og verður ökumanninum væntanlega gert að færa torfið í samt lag. Á föstudagskvöld þurfti að hafa afskipti af 8 piltum þar sem þeir voru að klifra I styttunum við Stjórnarráðið. Þeir voru færðir á lögreglustöðina þar sem reynt var að koma þeim í skilning um að styttumar væru ekki ætlaðar til þessa. Skömmu eftir miðnætti á föstu- dag var akstur bifhjóls stöðvaður á Bústaðavegi við Flugvallarveg eftir að það hafði mælst á 127 km hraða á veginum. Ökumaður- inn var færður á lögreglustöðina og sviptur ökuréttindum. Sl. mið- vikudagskvöld héldu Sniglarnir og lögreglan með sér árlegan fund um umferðarmál. Þar var m.a. rætt um hraðakstur, ökukennslu, akstur bifhjóla á og við gatna- mót, hávaðamengun, akstur- skeppni o.fl. En þó Sniglarnir séu allir af vilja gerðir til þess að koma á bifhjólamenningu eru greinilega til aðrir bifhjólamenn, sem eru á annarri skoðun. Á föstudagskvöld féllu vinnu- pallar utan á húsi nr. 84 við Laugaveg á mannlausan bíl. Tals- vert tjón varð á bílnum, en talið er að pallarnir hafi verið felldir af einhveijum illa innrættum. Á laugardag var tilkynnt um að drengur á reiðhjóli hefði fallið af hjólinu og meiðst á höfði. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl, en drengurinn mun ekki hafa verið með hjálm. Á laugardagskvöld veittu lög- reglumenn á ómerktum lögreglu- bíl athygli bíl, sem ekið var ógæti- lega um miðborgina. Bílnum var ekið um Hringbraut og inn á Bústaðaveg þar sem hraðinn var aukinn. Lögreglumennirnir veittu bílnum eftirför inn á Kringlumýr- arbraut og komst hraðinn upp í 138 km/klst. Þeir létu þá af eftir- för og ákveðið var að grípa til annarra aðgerða. Skömmu síðar var bíllinn stöðvaður í Seljahverfi, ökumaðurinn færður á lögreglu- stöðina og sviptur ökuréttindum. Á sunnudagsmorgun stöðvaði lögreglan „partý“ í líkamsræktar- stöð við Stórhöfða. Miðum hafði verið dreift til ungs fólks í mið- borginni þar sem „partý“ var aug- lýst á nefndum stað eftir kl. 3.00. Á þriðja hundrað gestum var vísað úr „samkvæminu" og var aldur þeirra allt niður í 15 ár. Grunur er um að áfengissala hafi verið stunduð á staðnum. Málið kemur til með að sæta rannsókn og við- komandi aðilar látnir gera grein fýrir tildrögum þess. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um lausan hund í Skipasundi og að hundurinn hefði bitið níu ára gamalt bam, sem þar var, í oln- boga þannig að úr blæddi og bólgnaði. Flytja þurfti bamið á Slysadeildina, en hundurinn fannst ekki þrátt fyrir leit. Aðili, sem gaf sig fram taldi að hundur- inn hefði bitið annað barn, en það atvik hefði ekki verið tilkynnt til lögreglu. Hundaeftirlitsmaður var kallaður til og átti að freista þess að hafa upp á hugsanlegum eig- anda í spjaldskrá. Á föstudag drap laus hundur önd við bæ í Laugardal. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um að þrír drengir væru í óleyfi inni í Hólabrekkuskóla. Lögreglan fann drengina inni á kennara- stofu. Sögðust þeir hafa notað lykil til þess að komast inn, en lyklinum hefði einn kunningi þeirra, sem reyndar var fjarstadd- ur, stolið í skólanum nokkru áð- ur. Engar skemmdir voru sjáan- legar eftir drengina, en þeir sögð- ust hafa farið inn í skólann til þess að spila billjard. Reiðhjólaskoðun fer fram samkv. auglýstri dagskrá við skól- ana næstu daga og er fólk, ungt sem eldra, hvatt til þess að færa reiðhjól sín þangað til skoðunar. astur á tímanum 4,981 en fjölmenn- asta flokinn, flokk motor cross hjóla vann Guðmundur Sigurðsson á tím- anum 5,500. íslandsmeistarinn í torfæraakstri, Ámi Kópsson, vann flokk útbúinna jeppa á tímanum 4,392 en honum hefur ekki gengið sem skyldi í torfæramótum ársins, en hann var nálægt því að slá eigið akstursmet í sandspyrnunni. Tryggvi ÓIi Þorfinnsson vann flokk standard fólksbfla á tímanum 7,563 en Gunnlaugur Emilsson vann flokk sérútbúinna fólksbfla á 5,073 sekúndum. Vilhjálmur Ragn- arsson margreyndur sandspymu- kappi setti íslandsmet í flokki standard jeppa á 4,392. í opnum flokkum vann Benedikt Valtýsson örugglega á tímanum 4,356 en hann ók vélsleða á móti öflugasta jeppanum og fólksbílnum og hafði betur. ikkjag. Chrysler Town & Country turbo statlon 88, „Luxus eintak“ leðurklæddur, sjálfsk., ek. 47 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1390 þús., sk. ó ód. Daíhatsu Rocky 4x4 '85, 2000, vökva stýri, rauöru, ek. 86 þ. Gott eintak. V. 590 þús. stgr. Range Rover 4 dyra '84, sjálfsk., ek. 96 þ. Fallegur jeppi. V. 1190 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade CX trubo look '87, ek. 45 þ., 5 g., 5 dyra, álfelgur o.fl. V. 460 þús., skipti ó dýrari. Toyota Corolla XL Uftback ’88, rauður, ek; aöeins 46 þ., saml'rtir stuöarar, o.fl. V. 680 þús. stgr. Ford Escort XR3I '88, svartur, 5 g., ek. 54 þ., ABS, sóll. o.fl. V. 980 þús., sk. ó ód. Peugout 309 XE ’88, 5 g., ek. 26 þ. V. 480 þús. stgr. Daihatsu Charade TS '88, ek. 51 þ., 4ra g. Fallegur bíll. V. 490 þús. Dalhatsu Charade Sedan SG '90, 5 g., ek. 18 þ. V. 750 þús., sk. á ód. Ford Econoline 250 XLT 4x4 diesel '90, 11 manna, mikið af aukahl. V. 3,2 millj., sk. ó ód. Lada Sport '90, 5 g., ek. 23 þ. V. 630 þús. sk. ó ód. fólksbfl. MMC Colt GLX '90, 5 g., ek. 30 þ„ rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús., sk. ó ód. MMC Lancer GLX '87, 5 g„ ek. 72 þ„ rafm. í rúöum o.fl. V. 580 þús. Toyota Tercel 4x4 station '87, gott ein tak. V. 650 þús„ sk. á ód. Honda Prelude 2.0M6v, 4ws ’88, 5 g, m/öllu, ek. 60 þ. V. 1080 þús. stgr„ sk. á ód. Toyota Hilux Douple Cap m/húsi '91, ek. 23 þ. Upph., o.fl. V. 1670 þús. stgr. Honda Civic GU ’91, 3ja dyra, 5 g„ ek. 26 þ. V. 980 þús„ sk. á ód. wmi IMNN ÞIN FJÖLSKYLM? Heildarvinningsupphæðin : 106.864.114 kr. 22. leikvika 30-31. ir Röðin : 1X1-222-112-1222 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 86 raöir á 2.022 raöir á 21.566 raöir á 139.631 raöirá 335.500 - kr. 8.980 - kr. 890 - kr. 290 - kr. Um helgina fengu rúmar 150 þús. raöir vinning. Nú er búiö aö opna fyrir sölu á EM-AUKASEÐU þar sem danskir peningar bætast einnig í pottinn. Búist er viö aö 1. vinningur veröi rúmar 70 mllljónir. Biöjiö um AUKASEÐIL á næsta sölustaö. Góöa skemmtun. —fýrirþlg ogþína fjólsKyldu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.