Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 |' % Keldhverfíngar kaupa fiskeldisstöð ísno hf. ÓSTOFNAÐ hlutafélag í Kelduhverfi hefur náð samningum við Framkvæmdasjóð íslands um kaup á fiskeldisstöð þrotabús ísno hf. í Kelduhverfi og eldisbúrum þrotabúsins í Vestmannaeyjum. Þá hafa sömu aðilar náð samkomulagi við Landsbanka íslands um kaup á fiskinum í eldisstöðinni. ' $<*!><*& , jM Að sögn Ólafs Jónssonar tals- manns kaupendanna er samningur á milli heimamanna og Fram- kvæmdasjóðs tilbúinn og verður undirritaður í næstu viku þegar gengið hefur verið frá stofnun hlut- afélagsins nyrðra. Hlutafélagið verður stofnað um helgina. Flest heimili í sveitinni hafa lofað að leggja fram hlutafé í nýja fiskeldis- fyrirtækið, þar á meðal starfsmenn stöðvarinnar. Ólafur sagði að ekki lægi endan- lega fyrir hvenær þeir tækju við fyrirtækinu. Hann sagði ljóst að of mikið væri af seiðum í stöðinni miðað við þann rekstur sem þar væri fyrirhugaður og reynt yrði að selja þau sem fyrst. Nýju Vestmannaeyjaferj- unni gefið nafn Flekkefjord, frá Grími Gíslasyni fréttaritara Morgunblaðsins. Nýju Vestmannaeyjafeijunni var gefið nafnið Her- jólfur síðdegis í gær. Það var Ásta Þórarinsdóttir eiginkona Guðmundar Karlssonar formanns smíða- nefndar og stjómar Herjólfs hf. sem gaf skipinu nafn í Simek-skipasmíðastöðinni í Flekkeijord í Noregi. Öivind Iversen framkvæmdastjóri Simek afhenti síðan Guðmundi Karlssyni skjöl til staðfest- ingar á afhendingu skipsins til Hetjólfs hf. Veifa Simen og norski fáninn voru dregnir niður en ís- lenski fáninn og veifa Heijólfs dregnir að húni. Athöfnin var hátíðleg, skólabörn sungu og lúðra- sveit lék. Heijólfur heldur af stað kemur á leið í Háskóli íslands: Morgunblaðið/Grímur Gíslason dag og er væntanlegur til Vestmannaeyja síðdegis á Hvítasunnudag. Allmargir framámenn í Vest- mannaeyjum vom viðstaddir þegar Heijólfi var gef- ið nafn. A innfelldu myndinni em Guðmundur Karls- son og Ásta Þórarinsdóttir. 63% stúdenta féllu í almennri lögfræði 36 STÚDENTAR náðu lágmarkseinkunninni 7 í prófi í almennri lögfræði í lagadeild Háskóla fslands í vor. Alls tóku 98 prófið þann- ig að um 63% féllu. Próf í almennri lögfræði var hald- ið hinn 6. maí og voru einkunnir auglýstar í Lögbergi, húsi laga- deildar, í gær. 98 stúdentar tóku Afli togara á úthaldsdag hef- ur minnkað um 10% milli ára Akureyrin á toppnum með 194 milljóna aflaverðmæti MEÐALAFLI togara á úthaldsdag fyrstu fjóra mánuði þessa árs var 10 tonn, en það er 11% minna en á sama tíma í fyrra. Jafnframt hef- ur aflaverðmæti togaranna á úthaldsdag dregizt saman, reyndar að- eins um 1,3%. Togarar á Austurlandi skáru sig nokkuð úr og juku aflaverðmæti á dag um 4%, þrátt fyrir að afli á úthaldsdag hafi minnk- að um 16%. Með öðrum orðum hafa austfirzku togararnir aukið verð- mæti aflans verulega. Þessar upplýsjngar koma fram í togaraskýrslu LÍU, sem nú er að koma út. Þar eru ísfisktogararnir flokkaðir eftir landsvæðum, en fryst- itogurum haldið aðskildum. Afli tog- ara á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Snæfellsnesi á úthaldsdag varð í ár 11 tonn, en var 12,7 í fyrra. Skiptaverðmæti aflans á úthaldsdag hækkaði úr 502.600 krónum í 514.500. Togarar af Vestfjörðum fiskuðu 9,6 tonn að meðaltali á dag að verðmæti rúmlega 450.000 krón- ur, en í fyrra voru þeir með 11,2 tonn að verðmæti 477.000 krónur. Norðlenzkir togarar voru að með- altali með 8,7 tonn á dag að verð- mæti 373.000 krónur, en í fyrra voru þeir með 9,3 tonn á dag að verðmæti 374.000 krónur. Austfirð- ingar voru nú með 7,7 tonn að meðal- tali að verðmæti 371.000 krónur, en í fyrra fengu þeir 9,2 tonn að verð- mæti 356.000 krónur. Séu ísfisktog- aramir teknir sér reyndist meðalafli Breiðafjörður: Baldur í áætlun á ný VIÐGERÐUM sem gera þurfti á flóabátnum Baidri eftir að hánn steytti á skeri á föstudag er nú lokið. Fyrirhugað var í gærkvöldi að flóabáturinn hæfi siglingar samkvæmt áætlun um Rreiðafjörð í morgun. Baldur steytti á skeri á föstudag og hófust viðgerðir á honum hjá Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi á sunnudag. Þar var unnið við að skipta um 5 metra langt og 1,5 m breitt botnstykki bakborðsmegin og skipta um nokkra botnstokka frammá daginn í gær. þeirra á úthaldsdag vera 9,4 tonn að verðmæti 434.000 knónur, en í fyrra voru þeir með 12,3 tonn að verðmæti 434.000 krónur. Frystitog- ararnir voru nú með 11,4 tonn á dag að verðmæti 904.000 krónur, en í fyrra fisku þeir 12,3 tonn hver á dag að meðaltali að verðmæti 963.000 krónur. Þegar allur togaraflotinn er tekinn saman hefur afli á dag fallið úr 11,2 í 10 tonn og verðmæti á dag úr 566.000 krónum í 558.000. Að vandá skila frystitogaramir mestum verðmætum á land og skera þrír þeirra sig nokkuð úr. Akureyrin EA 10 fiskaði fyrir 194 milljónir, Freri RE 73 fyrir 187 og Örvar HU 21 fyrir 184 milljónir króna. Akur- eyrin er jafnframt með hæst meðal- skiptaverð á dag, 1,4-milljónir króna. Vigri RE 71 er með langmest afla- verðmæti ísfisktogara eða 151 millj- ón króna og byggist það á sölu alls aflans erlendis. Næstu togarar éru Ögri RE 72 og Viðey RE 6, bæði skipin með 117 milljónir króna og seldu allan afla sinn erlendis eins og Vigri. Þá kemur Bessi ÍS 410 með 114 milljónir og loks Guðbjörg ÍS 46 með 109 milljónir króna. Aflahæstu skipin þetta tímabil era Júlíus Geirmundsson ÍS 270 með 1.764 tonn, Akureyrin með 1.712 tonn, Haraldur Kristjánsson HF 2 með 1.697 tonn og Freri með 1.689 tonn. Fyrirsjáanlegur samdráttur þorskafla: Mínna áfall en 1968 en færra um ný tækifæri EFNAHAGSLEGT áfall af völdum fyrirsjáanlegs 40% samdráttar í þorskafla jafnast ekki á við áfallið 1968 er síldarstofninn hrundi og jafnframt varð verðfall á útflutningsafurðum íslendinga á erlend- um mörkuðum. Þetta er álit tveggja hagfræðinga, sem einna bezt þekkja til efnahagsmála á 7. áratugnum, þeirra Jóhannesar Nordal og Jónasar H. Haralz. Jónas bendir þó jafnframt á að færri tæki- færi til sóknar á nýjum sviðum blasi við nú. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri segir í samtali við Morgun- blaðið að hrun síldarstofnsins hafi haft mun alvarlegri áhrif en sá aflasamdráttur, sem nú sé fyrirsjá- anlegur. „Þá varð milli 40 og 45% samdráttur á útflutningsverðmæti. Ég held sem betur fer að þau áhrif, sem við nú sjáum fram á, verði þónokkuð minni en þetta var,“ seg- ir Jóhannes. „Þetta er samt mikið áfall, það segir sig sjálft." Jónas H. Haralz, fulltrúi íslands í stjórn Alþjóðabankans og fyrrver- andi bankastjóri Landsbankans, var framkvæmdastjóri atvinnu- málanefndar 1969. Hann segir að áfallið 1968 hafi verið enn meira en það, sem nú blasi við. Hran síld- arstofnsins og verðfall á erlendum mörkuðum hafi valdið því að á tveimur árum hafi tekjur lands- manna af vöraútflutningi verið 45% minni en þær höfðu verið fyrir áfallið. Á hinn bóginn hafí aðstæð- ur þá verið um margt ólíkar því, sem nú gerist. „Þá voru miklir möguleikar til að auka þorskveiðar og vinnslu, sem hafði verið van- rækt vegna síldarinnar," segir Jón- as. „Starf atvinnumálanefndanna var að miklu leyti fólgið í því að beina atorkunni yfir í þorskveiðarn- ar. Það er erfiðara nú fyrir sjávar- útveginn að flytja sig til. Það vora góðir tímar á Nörðurlöndum. Marg- ir fóra til dæmis úr byggingariðn- aði hér, þegar verkefni drógust saman, og til hinna Norðurland- anna, einkum Svíþjóðar, enda var mikil eftirspurn eftir slíku. Það horfir öðravísi við núna.“ Jónas segir að 1968-1969 hafi möguleikar landsmanna til að fleyta sér yfir erfiðleikana með erlendum lántökum verið meiri en nú. „Það var vitað mál að verðfall- ið á fískinum myndi ekki verða til langframa og verðið hækkaði aftur að tveimur árum liðnum. Núna er landið mikið skuldugra en það var þá, þannig að svigrúmið til slíks er minna en það var,“ segir Jónas. Hann minnir einnig á að 1968 voru framkvæmdir við Búrfellsvirkjun og álverið í Straumsvík að fara af stað og hafí að nokkra leyti jafnað út áfallið vegna síldarbrestsins. Nú sjái menn hins vegar ekki fram á stóriðjuframkvæmdir á næstunni. Jónas segir að gott sé að muna að mikil svartsýni hafí verið ríkj- andi 1968, en engu að síður hafí tekizt að_ vinna sig út úr erfíðleik- unum. „Ýmis tækifæri koma fram, sem menn hafa ekki séð fyrir, sér- staklega ef vel og skynsamlega er á málum haldið, eins og margt bendir til að menn muni gera nú,“ segir hann. Sjá einnig fréttir á miðopnu. prófíð og fengu 36 sjö eða hærra. Til þess að standast lágmarkskröfur í námskeiðinu þurfa stúdentar að fá meðaltalið 7 í prófum í almennri lögfræði og heimspekilegum for- spjallsvísindum og gildir síðar- nefnda einkunnin 20% í þeim út- reikningi. Þannig geta menn staðist kröfumar með því að fá einkunnina 6,5 í almennri lögfræði ef þeir fá 8 eða hærra í heimspekinni. Að minnsta kosti einn stúdent náði með þeim hætti nú. 123 stúdentár tóku próf í al- mennri lögfræði í janúar síðastliðn- um og náðu þá einungis 15. Þá féllu því um 88%. Stór hluti þeirra sem féllu þá endurtók prófið nú, en alls voru rúmlega 200 skráðir til náms á fyrsta ári í lagadeild í vetur. --------»■■■♦ ♦-------- Línuskautaæðið: Töluvert er um beinbrot Töluvert hefur borið á slysum í tengslum við notkun línuskauta að sögn Ragnars Jónssonar sér- fræðings á slysadeild Borgarspít- alans. Mest ber á handleggsbrot- um og öðrum minni beinbrotum hjá börnum. Ragnar Jónsson benti á að línu- skautamir væru hættulegri en t.d. hjólabretti þar sem hægt er að kom- ast mun hraðar á þeim og þess vegna meiri hætta á alvarlegum beinbrotum og áverkum þegar böm detta. Ragnar benti á að böm er nota línuskauta ættu að vera með hjálm, hné- og olnbogahlífar. Þess- ar hlífar geta komið í veg fyrir slæma áverka þegar börn detta á mikilli ferð. -----»..-»-♦- Málverkauppboð: Biskupshjónin á 950 þúsund 17. aldar málverk af biskups- hjónunum í Skálholti eftir séra Hjalta Þorsteinsson í Vatnsfirði var slegið félaginu Minjum og sögu á 950 þúsund á fjölmennu uppboði Galleri Borgar í gær- kvöldi. Félagið hefur í hug að gefa Þjóðminjasafninu verkið. Alls vora 72 verk boðin upp og seldust þau öll. Hæsta verð fékkst fyrir olímálverk eftir Jóhannes S. Kjarval, Leyst úr læðingi, álfheimar, ein milljón króna. Þriðja hæsta verð- ið fékkst fyrir olíumálverk Ásgríms Jónssonar, Drekkingarhyl, eða 710 þúsund og fjórða hæsta verðið fyrir olíumálverk Errós, Aminu, 650 þús- und.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.