Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 43 I I i ( I i i ( ( < { 4 4 4 4 Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Dansinn dunar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Mambókóag- arnir - „The Mambo Kings“ Leikstjóri Arne Glimc- her. Handrit Cynthia Cidre byg-gt á skáldsög- unni The Mambo Kings Play Songs of Love eftir Oscar Hijuelos. Kvik- myndatökustjöri Mich- ael Ballhaus. Tónlistar- stjóri Robert Kraft. Dansahöfundur og -stjórnandi Michael Pet- ers. Aðalleikendur Ar- mand Assante, Antonio Banderas, Cathy Mor- iarty, Maruchka Det- mers, Desi Arnaz Jr., Celia Cruz, Tito Puente. Bandarísk. Warner Bros. 1992. Við upphaf fimmta ára- tugarins fóru mambó og fleiri dansar af rómansk- amerískum toga eins og logi um akur í Norður- Ameríku. Þessir tísku- dansar urðu m.a. til þess að hljómlistarmenn frá Kúbu, hvaðan mambóinn er uppruninn, hleyptu heimdraganum og leituðu á vit draumasmiðjunnar í norðri. Og danssveiflan, tónlistin, draumalandið séð með augum innflytjand- anna, sorg og gleði er bak- grunnur Mambókónganna, einkar vandaðrar og há- rómantískrar myndar sem hefur óvenju sterk áhrif á áhorfandann. Aðalpersónurnar eru Castillo bræðurnir, Cesar (Assante) og Nestor (Banderas), kunnir tónlist- armenn í heimalandi sínu Kúbu, en metnaðargirndin og engu síður ytri aðstæð- ur leiða til þess að þeir leita frægðar og frama í Bandaríkjunum og halda til New York. Dagurinn fer í púlvinnu á kjötmarkaðn- um en kvöldunum eyða þeir á dansstöðunum þar sem þeir feta sig ofar og ofar upp metorðastigann sem hljómlistarmenn og lagasmiðir. En Cesar, sem fer fyrir þeim bræðrum, er skapheitur maður sem lætur engan á sér troða og verður það þeim fjötur um fót. Nestor er hinsvegar skapandi listamaður og semur lögin sem bræðurnir flytja ásamt hljómsveit þeirra, The Mambo Kings. I raun geta þeir hvorugur án hins verið. En Nestor, sem varð að skilja æsku- ástina eftir á Kúbu, á erf- itt með að fóta sig á nýju landi, jafnvel þó hann eign- ist fjölskyldu. Cesar nýtur hinsvegar lífsins útí æsar. Þrátt fyrir svellandi tón- listana, dunandi dansinn og litríkt umhverfið í kringum hina glæstu og eggjandi suður-amerísku dansa, er engu síður sterk- ur, dramatískur tónn ávallt skammt undan í einkalífi persónanna og þá fyrst og fremst bræðranna. Bande- ras túlkar einstaklega vel hinn rólyndari og listfeng- ari Nestor, sem sættir sig ekki við sitt nýja hlut- skipti, og Assante hefur aldrei verið betri en í hlut- verki hins opinskáa og til- finningaríka Cesars, enda til efs að hann hafi fengið betri rullu á lífsleiðinni. Munurinn á þeim bræðrum kemur ekki síst fram í þeirri ólíku afstöðu að Ces- ar vill setja stefnuna beint á toppinn á meðan Nestor lætur sér nægja að dreyma um að eignast látlausan smáklúbb. Samleikur þeirra er með miklum ágætum svo þung undir- alda tilfinninga skilar sér afar vel eins og flest annað í þessari fáguðu mynd sem unnin er af smekkvísi hvert sem litið er. Minni hlutverk eru afskaplega vel mönnuð og þar koma m.a. við sögu listamenn sem í raun áttu stóran þátt í að auka þann hróður rómansk-amerískra dansa og tónlistar sem stendur enn. Tito Puente kemur fram í eigin persónu og söngkonan kúbverska Cel- ia Cruz, sem er einna frægust þeirra ágætu tón- listarmanna sem flýðu Kastró, fer mjög vel með lítið en veigamikið hlut- verk. Það er óhætt að mæla með þessari einkar líflegu og dramatísku mynd við alla sem gaman hafa að góðri stund í kvikmynda- húsi. Kvikmyndataka Ball- haus er tær, búningar og svið sannkallað augnayndi, handrit hinna kúbversku Cidre er blóðheitt í anda föðurlandsins en bestu atriðin eru þó með þeim bræðrum á sviðinu. MITT EIGIÐIDAHO ★ ★★★ L.A. TIMES ★ ★★★ PRESSAN ★ ★★ MBL. FÓLKIÐ UNDIR STIGANUM MIÐAVERÐ KR. 300 Á 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA SPOTS- WOOD Óskarsverð- launahafiim Anthony Hopkins í sinni nýjustu mynd Wallace (Anthony Hopkins) er ráðinn til þess að auka framleiðslu og hagnað í skóverksmiðju í smábænum Spotswood. Hans ráð eru: Reka starfs- fólkið, hætta framleiðslu og flytja inn skóna. Þar kemur mannlegi þátturinn inn í. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins og Ben Mendelsokn. Leikstjóri: Mark Joffe. „s@« ■ NÝ HLJÓMSVEIT sem ber heitið Þúsund andlit er nú að taka til starfa og mun ferðast og spila fyrir lands- menn í sumar. Meðlimir hljómsveitarinnar eru 7 tals- ins og hafa undanfarið verið við æfingar og upptökur. Reyndar hefur heyrst áður í Þúsund andlitum en það var í Landslaginu ’91 með lag sem heitir Vængbrotin ást. Hljómsveitina skipa: Sigrún Eva Ármannsdóttir, söng- ur, Tómas Tómasson, gítar og söngur, Birgir Jóhann Birgisson, hljómborð, Jó- hann Hjörleifsson, tromm- ur, Arnold Ludvig, bassi, Cecilía Magnúsdóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir sjá um raddir. Þúsund andlit hefja sumarið á Tveimur vinum í kvöld, föstudags- kvöld, en verða á Suðurnesj- um um næstu helgi. (Fréttatilkynning) REGNBOGINN SÍMI: 19000 ■ BORGARKRINGLAN fagnar eins árs afmæli um þessar mundir en starfsemi hófst með opnun hússins 1. júní 1991. Afmælisins er nú minnst með ýmsu móti og verður fram haldið nú um helgina. í dag kl. 16 verður m.a. nýr flygill hússins vígð- ur af nemendum úr Nýja tónlistarskólanum. Húsið þykir henta mjög vel til alls- konar tónlistarflutnings, m.a. vegna góðs hljómburð- ar, segir í fréttatilkynningu frá Borgarkringlunni. Nem- ar úr Nýja tónlistarskólan- um koma einnig fram á laugardag kl. 14. Klukkan 15 á laugardag mun Tríó Eddu Borg leika léttan jass hjá versluninni Jazz. Simps- on-fjölskyldan býður upp á myndatöku með einhveijum úr fjölskyldunni gegn vægu gjaldi bæði föstudag og laugardag. Whittard of London verður með eina af sínum þekktu tekynningum. Getraunaleikur Borgar- kringlunnar og fyrirtækj- anna Flugferða-Sólaflugs, Nýja kökuhússins, Kringlusports og Sveins bakara er í fullum gangi. Þrenn verðlaun eru í boði, þ.e. ferð fyrir tvo með Flug- ferðum-Sólarflugi til Lon- don, Mitchell-flugusett frá Kringlusporti og Bauer-línu- skautar frá Kringlusporti. Nýja kökuhúsið sá um af- mælistertuna 1. júní en Sveinn bakari ætlar að sjá um afmælistertuna sem fram verður borin á laugar- daginn. IUjósmveitin Todmobile. ■ HLJÓMS VEITIN Todmobile hefur á undanförnum árum haldið dansæfingar víða um land og undir- búið þannig landsmenn undir Islenskt danssumar 1992 sem nú fer í hönd. Miðað er við að danssumarið hefjist 1. júní og standi til 30. september og fellst framkvæmd þess einkum í dansfögnuðum um miðja nótt í ís- lenskri náttúru til sveita og á sögu- slóðum. Föstudaginn 5. júní verður haldin fyrsta árlega Njálsbúðarhátíð Todmobile en þar gefst m.a. kostur á að hlýða á ný lög sem væntanleg eru á hljómdiski sem kernur út í mánuðinum og inniheldur 14 lög sem hljóðrituð voru í hljóðveri og á hljóm- leikum í Gamla bíói Islensku óperunn- ar. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.