Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 45 Trúarhópar Frá Guðna Thorarensen: VOTTAR Jehóva er enn einn trúar- hópurinn sem við skulum líta aðeins á. Öll hljótum við að hafa heyrt eitthvað um þennan hóp. Það hefur verið mikið sagt og fjallað um hvað þeir eru frekir og aðgangsharðir í boðun á Guði og sinni trú hér áður fyrr. En út á hvað gengur þeirra trú og hvað segir Biblían um hana? Vottar Jehóva trúa því að Guð sé aðeins einn og hann eigi einn son og hjálpara sem er heilagur andi. Svo ólíkt mörgum öðrum þá við- urkenna þeir ekki Guð, Jesúm og heilagan anda sem eitt og hið sama, þ.e. einn og þríeinn. Þeir koma með spurningar sem þessa, hvernig getur Guð t.d. sent sjálfan sig niður á jörðina, gengið sjálfur í dauðann fyrir mannkynið og ris- ið sjálfur upp frá dauðum? Athugum nú hvað Biblían segir um þríeinan Guð. í Jóh. 8:18-19, Jóh. 8:58 og Jóh. 11:25-26 segir svo ekki verður um villst að Jesús og Guð faðir eru einn og sami maðurinn. í Jóh. 4:24 er Guð nefnd- ur andi og það segir okkur að Guð og heilagur andi eru eitt og hið sama og einnig það sem mestu máli skiptir að Guð, Jesús og heilag- ur andi er ein persóna. Vottarnir segja Biblíuna hina einu sönnu bók Guðs en trúa henni ekki nema að hluta. Þeir halda því fram að sumir séu þegar komnir til himna á sama tíma og þeir segja að allir menn séu sof- andi þangað til Jesús kemur aftur. Oft höfum við heyrt að Vottar Jehóva láti börn sín frekar deyja vegna blóðmissis en gefa þeim blóð svo þau haldi lífí. Þeir vitna oft í texta í III. Mós. 17:12-14 sem seg- ir að ekki megi neyta blóðs úr neinni skepnu. Skemmtileg tilvitnun, en hún segir ekki allt því að Guð er ekki að tala við hinn venjulega mann, heldur er hann að tala við ísraelsmenn og á þessi texti ekkert skylt við menn utan þeirrar þjóðar og allra síst á okkar tímum. Hvergi er heldur minnst á að ekki megi þiggja blóð í gegnum einhver líf- færi eða í gegnum æðakerfíð heldur var mönnum eingöngu bannað að borða eða drekka blóð úr einhveiju dýri. Hvernig gengur leitin að tilgang- inum í lífinu? Höfum við fundið eitthvað sem við getum stuðst við? GUÐNI THORARENSEN Melsíðu 6d, Akureyri LEIÐRÉTTINGAR Ljóð misritaðist Ljóð eftir Friðriku Benónýs, sem fylgdi viðtali við hana í síðustu viku, brenglaðist því miður í meðförum blaðsins og birtist því aftur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. SÁRSAUKI Alltaf vakir sárið gínandi gleypandi allt hráum vörum geiflandi tungu og trega vaki vaki vinir mínir verðandi, skuld gegnrotna urðamótt > Ur sögu Hús- stj órnarskólans Hússtjómarskóli Reykjavíkur hélt nýverið upp hálfrar aldar afmæli sitt og af því tilefni var meðal annars birt í Morgunblaðinu mynd af nem- endum í dagskóla veturinn 1949- 1950. Þau mistök urðu í myndan- texta að rangt var farið með nafn einnar stúlkunnar á myndinni, þann- ig að í öftustu röð var fjórða stúlkan frá vinstri sögð vera Sigrún, en hið rétta nafn hennar er Málfríður. Þetta leiðréttist hér með og era hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. VELVAKANDI UR Úr með ól tapaðist við Laugarás eða Hlemmtorg. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 812699. PÁFAGAUKUR Gulur páfagaukur flaug inn um glugga á Maríubakka 32 sunnudaginn 31. maí. Upplýs- ingar í síma 72150. SAMRÆMDUR OPNUNARTÍMI Sigrún Sigurþórsdóttir: Það er óþægilegt að opnunar- tími verslana sé ekki samræmd- ur. Sumar verslanir opna kl. 9, aðrar kl. 10 og jafnvel kl. 11. Samræma þyrfti opnunartíma verslana þannig að allar opnuðu BÍLASKIPTI Þýsk Qolskylda, sem verður hér á ferðalagi í júlí næstkom- andi, vill komast í samband við íslenska fjölskyldu, sem vill hafa bílaskipti. Þýska tjölskyldan vill gjarnan fá lánaðan jeppa á með- an hún er hér og lána í staðinn heimilisbíl sinn í Þýskalandi. Þeir sem hafa áhuga á bílaskipt- um skrifí til: Cristian Stakelbeck Weinheimer Str. 104 D-6806 Viernheim Þýskaland Sírni: 06204/8272 ULPA Síð blágræn úlpa tapaðist við Berlín í Austurstræti aðfaranótt sunnudags. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 75983. ÞRÍHJÓL Hvít og fjólublátt þríhjól var tekið við dagheimilið Laugaborg fyrir um það bil viku. Finnandi er vinsamlegast beðin að hringja í síma 682875 eftir kl. 19. SPAUGSTOFU- ÞÁTTUR Birna G. Bjarnleifsdóttir, Brúiwstekk 6: Ef einhver kynni að eiga upp- töku með Spaugstofumönnum þar sem þeir sýna þátt um Homo Islandicus bið ég viðkomandi að láta mig vita því ég hefði áhuga á að sjá þennan þátt. Síminn hjá mér er 74309. SILFURBORÐ- BÚNAÐUR Silfurteskeiðar og silfurgaflar ' töpuðust fyrir skömmu á Hrafnistuplaninu eða á leið þaðan niður á Dalbraut. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa sam- band við skrifstofu Hrafnistu, í síma 689500 ARKITEKT RAÐLEGGUR UM LITVAL í MÁLARANUM Valgerður Matthíasdóttir arkitekt veitir viðskiptavinum Málarans ókeypis ráðgjöf um litaval í málningu og viðarvörn fimmtudag og föstudag klukkan 13-18 og laugardag klukkan 10-13. Verið velkomin í Málarann og þiggið ókeypis ráðgjöf Valgerðar. Málarinn Grensásvegi 11 Sími 81 35 00 KOMAtiSU Til sölu CASE 580G turbo Árg. 1988 Vinnustundir: 3.000 Verð aóeins 1.500.000,- stgr. Upplýsingar gefa sölumenn í síma 634510 eða 985-37110? Kraf tvélar hf Funahöfða 6. Kæru viðskiptavinir! í sumar höfum viÖ lokaÖ á laugardögum. OpiÖ virka daga frá kl. 9-18. Komið og kíkið á sumarvörurnar Mikið úrval af vönduðum regnhlífarkerrum frá Maclaren. Margar gerðir af ferðarúmum í mismunandi stærðum. Margar gerðir af bílstólum frá 0-10 ára. Fifd ALLJ FYRIR BÖRNIN Klapparstíg 27 - sími 19910

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.