Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 Norrænt gigtarár 1992 Mataræði og gigt eftir Kolbrúnu Einarsdóttur Flestir gigtsjúkir hafa eflaust fengið mörg góð ráð hjá vinum, ættingjum o.fl. varðandi mataræði. Algengar ráðleggingar sem þeir fá eru t.d. að fasta, borða grænmetis- fæði, borða ekki ákveðnar matvör- ur, taka inn lýsi og margt fleira. Engar opinberar ráðleggingar eru hins vegar til um sérstakt matar- æði fyrir gigtsjúka. Nokkrar rann- sóknir hafa verið gerðar til að at- huga gildi ýmissa hugmynda um lækningamátt ákveðins mataræðis en þær rannsóknir hafa ekki sýnt fram á að viss fæða lækni þessa erfiðu sjúkdóma eða að þátttakend- ur geti hætt lyfjameðferð. Rannsóknir á mataræði og áhrif- um þess á sjúkdóma eru erfiðar þar eð þátttakandinn er yfirleitt meðvit- aður um þær breytingar sem gerðar eru á mataræðinu. Hann hefur því alltaf ákveðnar væntingar um bata í svona rannsóknum. Mat á árangri getur því aldrei byggst eingöngu á líðan einstaklingsins heldur á ákveðnu mati á sjúkdómsástandi. Hér á eftir er fjallað um það helsta sem rannsakað hefur verið varðandi áhrif mataræðis á gigtsjúkdóma en þessar athuganir voru gerðar á ein- staklingum með iktsýki (langvinn liðagigt). Fasta Margir hafa eflaust fastað í ákveðinn tíma með misjöfnum árangri. Rannsóknir á föstu sýna að hún getur dregið úr mörgum sjúkdómseinkennum en þau koma þó aftur þegar líkaminn fær fulla næringu aftur, hvort sem borðað er grænmetisfæði eða annað fæði. Það er því lítið gagn að föstunni þar eð líkaminn getur ekki verið án matar í lengri tíma og endur- teknar föstur geta leitt tii vannær- ingar og annarra fylgikvilla. Þessar rannsóknir hafa leitt til þess að vísindamenn eru farnir að velta fyrir sér ástæðunni fýrir því að sjúk- dómurinn er ekki eins virkur þegar einstaklingurinn fastar. Nokkrir hafa komið með þá kenningu að ofnæmi eða óþol fyrir fæðu geti haft áhrif á sjúkdómseinkennin og því dragi úr þeim þegar ein eða fleiri fæðutegundir eru fjarlægðar eins og við föstu. Einnig veldur fasta ýmsum breytingum á efnaferlum í líkamanum og er verið að kanna áhrif þess á sjúkdóminn. Grænmetisfæði Ekki er hægt að tala um matar- æði og gigtsjúkdóma án þess að minnast sérstaklega á grænmetis- fæði. Mörgum er ráðlagt að borða ekki kjöt eða físk og jafnvel ekki mjólkurmat eða lifa einungis á fæðu úr jurtarík- inu. Rannsóknir á áhrifum slíks mat- aræðis eru oft erfíðar þar eð til er margs konar grænmetisfæði. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa ekki sýnt mælanlegar breytingar á virkni sjúkdómsins eða hreyfígetu einstaklingsins. Það er því ekkert í dag sem styður þá kenningu að nota grænmetisfæði sem hluta af meðferð við iktsýki. Ofnæmi óþol Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna hvort ofnæmi eða óþol fýrir einni eða fleiri fæðu- tegundum sé orsök sjúkdómsins. Þessar rannsóknir eru erfíðar í framkvæmd þar eð þær krefjast mikils af einstaklingnum. Þeir sem taka þátt í svona rannsókn þurfa að vera á mjög einhæfu fæði í lengri tíma og því er brottfall oft mikið. Hægt hefur þó verið að sýna fram á betra ástand hjá sumum einstakl- ingum og er þá misjafnt hvaða fæðutegund er talin hafa áhrif á sjúkdóminn. Hversu algengt þetta getur verið er ekki vitað en flestir telja að undir 5% einstaklinga verði betri eftir einstaklingsbundna fæð- ismeðferð þar sem fjarlægðar eru þær fæðutegundir sem valda óþæg- Menntamálaráðherra ræddi þær hættur sem steðjuðu að íslenskri menningu og á hvern hátt væri unnt að styrkja og efla menningar- vitund þjóðarinnar. Hann lagði áherslu á að öll slík viðleitni væri þýðingarmikil. Ólafur lagði meðal annars áherslu á hlutverk skólapna og indum. Orsökin þarf þó ekki alltaf að vera óþol eða ofnæmi fyrir fæðu þar eð hluti af skýringunni getur t.d. verið breytingar sem verða á hlutfalli mismunandi fítusýra í lík- amanum vegna breytts mataræðis. Talið er líklegt að einungis lítill hluti einstaklinga með iktsýki hafí ofnæmi eða óþol fyrir fæðu en frek- ari rannsókna er þörf til að skil- greina betur þann hóp. Fiskfita Síðustu ár hafa miklar rann- sóknir farið fram á fískfítu og mögulegum áhrifum aukinnar neyslu hennar á ýmsa sjúkdóma. Engar óyggjandi niðurstöður hafa komið fram ennþá varðandi ikt- sjúka. Þó hefur í ákveðnum tilvikum verið hægt að sýna fram á betri líðan en ekki hægt að mæla mun á virkni sjúkdómsins. Kenningar eru uppi um að með því að auka neyslu á fiskfitu, og minnka neyslu á annarri fítu, minnki myndun bólg- umyndandi efna í líkamanum sem mögulega geta haft áhrif á sjúk- dóminn. Einnig eru kenningar um að aukin neysla fískfítu valdi breyt- ingum á samsetningu frumuhimna og velja og geti þannig haft áhrif á sjúkdóminn. Þörf er á frekari langtímarannsóknum á þessu sviði til að kanna þetta samband betur. Lokaorð Ekki er hægt að ráðleggja gigt- sjúkum annað mataræði en það sem Manneldisráð íslands mælir með til sagðist vilja efla kerfísbundið náms- mat í skólakerfínu til þess meðal annars að efla vitund nemenda um muninn á því að standa sig vel eða illa. Próf hefðu visst uppeldislegt gildi og viðurkenna ætti góðan árangur einstaklinga. Ólafur gat þess að almennur bóklestur væri á undanhaldi og Kolbrún Einarsdóttir „Vert er að leggja sér- staka áherslu á að nú á dögum er ekki ráðlegt að fólk lækni sjúkdóm sinn, upp á eigin spýt- ur, með ákveðnu matar- æði án allrar lyfjameð- ferðar. Þótt einstakl- ingi líði betur á ákveðnu fæði getur sjúkdómurinn haldið áfram að valda miklum skemmdum á liðum sé hann ekki meðhöndlað- ur af fagfólki.“ skjátextar sjónvarpsins væru yfír- gnæfandi meirihluti lesmáls íjölda fólks og fyrirmynd um notkun máls. Því væri mikilvægt að veita athygli stöðu þýðingarmála. Hann sagði fyrirhugað að tillögum Islenskrar málstöðvar um úrbætur í þýðinga- almennings, þ.e. að fólk dragi úr neyslu fítu og auki neyslu á kolvetn- aríkum fæðutegundum eins og kornmat, brauði, kartöflum, hrís- grjónum, pasta, grænmeti og ávöxtum. Einnig er mælt með fisk- neyslu. Ef til vill er rétt að leggja áherslu á fískneyslu við gigtsjúka og þá sérstaklega neyslu á feitum físki, t.d. sem álegg á brauð (síld, sardínur, makríll, silungur o.þ.h.). Rétt er að taka lýsi daglega en þá er einnig óþarfi að taka inn fjölvít- amín sem inniheldur A- og D-vítam- ín. Dagsskammtar þessara fitu- leysnu vítamína verða annars óþarf- lega stórir. Þeir sem telja að einhver mat- vara fari verr í sig en annar matur ættu að hafa samráð við lækni sinn ef þeir vilja athuga hvort um of- næmi eða óþol sé að ræða. Rétt er að taka fram að slíka athugun ber að gera með leiðsögn næringarráð- gjafa eða næringarfræðings þannig að tryggt sé að einstaklingurinn líði ekki skort. Einnig verður alltaf að fylgjast með sjúkdómsástandi með)- an á slíkri athugun stendur þar eð ekki er hægt að treysta eingöngu á hið huglæga mat einstaklingsins á líðan sinni. Vert er að leggja sérstaka áherslu á að nú á dögum er ekki ráðlegt að fólk lækni sjúkdóm sinn, upp á eigin spýtur, með ákveðnu mataræði án allrar lyfjameðferðar. Þótt einstaklingi liði betur á ákveðnu fæði getur sjúkdómurinn haldið áfram að valda miklum skemmdum á liðum sé hann ekki meðhöndlaður af fagfólki. Höfundur starfar sem næringarráðgjafi á Landspítaianum. málum yrði fylgt eftir. Ólafur sagði íslenska menningu geta orðið óþjóðlega ef menn gættu ekki að sér því mikið framboð af útvarps- og sjónvarpsefni hefði deyfandi áhrif á vitund íslendinga um eigin menningarverðmæti. Eina vörnin gegn erlendum áhrifum væri efling innlends dagskrárefnis. Hins vegar sagði hann að menningin endurnýjaðist ekki eingöngu innan frá, heldur verkuðu erlendir menn- ingarstraumar frjóvgandi. Menn- ingin lifði allt af ef þjóðin bæri gæfu til að hlúa að því sem hún erfði frá fyrri kynslóðum. „Menn- ingin er hreyfíafl þjóðarinnar," sagði Ólafur G Einarsson mennta- málaráðherra að lokum. Við lok umdæmisþingsins urðu umdæmisstjóraskipti hjá Rótarý- hreyfingunni og Gestur Þorsteins- son tók við því embætti af Lofti J. Guðbjartssyni. Sig. Jóns. Cterkurog k/ hagkvæmur auglýsingamióill! Verktakar - Vörubílstjórar! BORCO TRAILERS □ BORCO VÉLAVAGNAR TIL SÝNIS ! Erum með BORCO vélavagn til sýnis hjá okkur, svo nú gefst tækifæri til að skoða og kynnast betur þessum úrvalsvögnum. BORCO er bandarísk gæðaframleiðsla á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI! Ráðgjöf - sala - þjónusta. Skútuvogur 12A - Reykjavík - ® 812530 Menntamálaráðherra á Rótarýþingi: Efla þarf menningar- vitund þjóðarinnar Vill auka innlent sjónvarpsefni, þýðing- ar, bóklestur og kerfisbundiðnámsmat Selfossi. „SJÁ sjálfum þér fjær,“ voru kjörorð formótsog 46. umdæmisþings Rótarýhreyfingarinnar sem fram fór á Hótel Örk 29.-30. maí. Ólaf- ur G. Einarsson menntamálaráðherra flutti hátíðarræðu sem hann kallaði Tungan, menningin og þjóðernið á mótum nýrra tíma. Auk hans fluttu ávarp á þinginu Markús Örn Antonsson borgarsljóri, Halldóra Ingimarsdóttir, umdæmissíjóri Inner Wheel, og Arne Na- per, fulltrúi Rótarýumdæmanna á Norðurlöndum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ólafur G Einarsson menntamálaráðherra flytur ávarp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.