Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 31 Þórsmerk- urferðir fyr- ir unglinga UNGLINGUM á aldrinum 13-15 ára gefst í þessum mánuði kostur á fimm daga ferð í Þórsmörk á vegum Ungmennahreyfingar Rauða kross Islands. Þetta er nokkurs konar námskeið þar sem unnið er við landgræðslu og frætt um mannúðarhugsjónir Rauða krossins. Fyrri hluta dagsins er unnið við gróðursetningu, síðdegis farið í gönguferðir og á kvöldin eru uppákomur og umræður. Farið er á mánudegi og komið til baka á föstudagskvöldi. Ekki er enn fullbókað í allar ferðirnar en í hvern hóp komast 20 unglingar. Fjórir leið- beinendur sem sótt hafa skyndihjálp- arnámskeið og sérstakt leiðbein- endanámskeið hafa umsjón með hóp- unum. Auk þess verður leiðbeinandi frá Landgræðslunni. Síðastliðið sumar voru samskonar námskeið haldin og eru þau liður í að græða upp Þórsmörkina og stöðva gróðureyðingu. Þetta er sam- vinnuverkefni RKÍ, Landgræðslunn- ar, Skógræktar ríkisins og Ferðafé- lags íslands. Skráning í Þórsmerkur- ferðirnar er á skrifstofu RKI. Félagar í Myndlistarklúbbi Seltjarnarness. Seltjarnames: Myndlistarklúbbur opnar sýningu MYNDLISTARKLÚBBUR Sel- tjarnarness opnar málverka- sýningu laugardaginn 6. júní í tilefni af að 20 ár eru liðin frá því að fyrsta sýningin var hald- in. Klúbburinn var stofnaður haustið 1971 af áhugafólki á Nesinu sem fékkst við að mála í frístundum. Margir góðir kennarar leið- beindu klúbbfélögum fyrstu árin. Margir hafa aflað sér frekari þekkingar á myndlist hér heima og erlendis. Aðgangur er ókeypis. Opnunar- tími um helgar er frá kl. 14 til 22 en virka daga frá kl. 17 til 22. Sýningunni lýkur 17. júní. Amar Herbertsson sýnir í Listmunahúsinu í HINUM nýju sýningarsölum í Listmunahúsinu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu opnar Arnar Herbertsson listmálari sýningu á 14 nýjum olíumálverkum. Myndirnar er allar málaðar á þessu og síðasta ári. Arnar fæddist 1933 á Siglufirði og stundaði nám við Myndlistarskól- ann í Reykjavík 1959 til 1967. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á tímabilinu 1965 til 1990. Arnar hóf listamannsferil sinn á sjöunda áratugnum með SÚM-hópn- um en á þeim tíma voru í honum frumheijar í íslenskri myndlist, sem vöktu hrifningu listvina og hneyksl- uðu marga góða borgara með list sinni og uppákomum. í dag eru margir súmmarar meðal virtustu list- amanna þjóðarinnar. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur út júnímánuð og eru verkin til sölu. Listmunahúsið opnar sama dag sölugallerí á annarri hæð í Hafnar- húsinu í tengslum við sýningarsalinn á fyrstu hæð. Þar verða til sölu verk nokkurra fremstu samtímalista- manna okkar og listunnendum gefst kostur á því að kynna sér verk þeirra og jafnframt að hitta listamennina ef svo ber undir. (Úr fréttatilkynningu.) Arnar Herbertsson við eitt verka sinna. Norræn menn- ingarhátíð í Greifswald NORRÆN menningarhátíð var haldin í Greifswald í Norður- Þýskalandi dagana 20.-24. maí. Norrænustofnunin við háskólann í Greifswald átti veg og vanda að hátíðinni. Skáld og listamenn frá öllum Norðurlöndum lásu úr verk- um sínum, settu upp sýningar og fluttu tónlist. Fulltrúar íslands á hátíðinni voru rithöfundarnir Steinunn Sigurðar- dóttir og Böðvar Guðmundsson sem lásu ljóð og smásögur. Rúnar Þóris- son hljómlistarmaður lék klassíska gítartónlist og 25 manna blandaður kór íslendingafélagsins í Lundi í Svíþjóð söng á tvennum tónleikum íslensk lög við ljóð ýmissa íslenskra höfunda undir stjórn Rúnars Þóris- sonar. Tónleikar íslendingakórsins voru hljóðritaðir og útvarpað í lands- hlutaútvarpi norðurþýska lýðveldis- ins Mecklenburg-Vorpommem. -----» ♦ ♦----- Glerskúlp- túrar í Eden MARGO Renner mun halda glerskúltúrs sýningu í Eden, Hveragerði yfir hvítasunnuhelg- ina, fös. 5. til og með mán. 8. júni nk. Á sýningunni gefst gestum kostur á að sjá gler breytast í allskonar lista- verk. Sýningin verður opin frá kl. 13 til 18 daglega. -----» ♦ ♦ Fermingar Ferming í Skarðskirkju, Landi, hvítasunnudag 7. júní kl. 14. Prestur er sr. Halldóra Þorvarð- ardóttir. Fermd verða: Helga Pálmadóttir, Læk, Holtum. Teitur Ingi Valmundarson, Flagbjarnarholti, Landi. Fermingarguðsþjónusta í Hvammskirkju, Laxárdal, hvíta- sunnu 7. júní, kl. 14. Fermd verður: Unnur Eygló Bjarnadóttir, Hvalsnesi. Hljómsveit Guðjóns Pálssonar. Guðni Hermansen, tenórsax, Al- bert Brynjólfsson, bassi, Sigurður Guðmundsson, trommur, Gísli Bryngeirsson, klarinett, Guðjón Pálsson, pianó, Erling Ágústs- son, söngvari. Myndin er tekin í kringum 1955. V estmannaeyjar: Guðna Hermansen minnst GUÐNA Hermansen, listmálari og tónlistarmaður verður minnst í Akóges-húsinu í Vestmannaeyjum um hvítasunnuhelgina með myndlistarsýningu og jasstónleikum. Guðni lést árið 1989, á 62. aldursári, langt um aldur fram. Hann var um áratuga skeið í fylk- ingarbijósti jassleikara í Eyjum. Síðari hluta ævinnar helgaði hann myndlist alla starfskrafta sína. Myndlistarsýningin verður opn- uð laugardaginn 6. júní kl. 16. Þá leikur hljómsveit Guðjóns Páls- sonar ásamt söngvaranum Erling Ágústssyni en Guðni lék lengi með hljómsveitinni. Sýningin verður opin laugardag kl. 16-18, sunnudag og mánudag kl. 14-18. Jasstónleikar verða á laugardag kl. 20-24 og á hvítasunnudag frá kl. 21. Milli 20 og 30 hljóðfæra- leikarar og söngvarar koma fram á þessum tónleikum, en margir þeirra störfuðu með Guðna í tón- listinni. í þessum hópi eru nokkr- ir af fremstu jassistum landsins. Kynnir á tónleikunum verður Vernharður' Linnet. Selt verður á tónleikana vægu verði til að mæta kostnaði vegna þeirra. Á 2. í hvítasunnu verður jamsession á opnunartíma sýning- arinnar og er aðgangur þá ókeyp- is. Það er von þeirra sem að undir- búningi hafa starfað að Vestman- neyingar fjölmenni á sýninguna og tónleikana og heiðri þannig minningu Guðna Hermansen, seg- ir í fréttatilkynningu. Sæludagar á Selfossi fyrir ferða- fólk um hvítasunnu Selfossi. SUNNUSÆLA nefnist tilboð sem tvö fyrirtæki á Selfossi í ferða- þjónustu bjóða ferðafólki, Sel- fossbúum og Sunnlendingum um hvítasunnuhelgina. „Njóttu þess að vera til,“ eru einkunnarorð þessara daga. Það eru Hótel Selfoss og Gesthús hf. sem standa að þessu framtaki. Gestum er boðið upp á gistingu í sumarhúsum á niðursettu verði í þtjár nætur og fjölskyldutilboð er á tjaldstæðinu. Boðið er upp á tveggja klukkustunda herstaferð í sveitinni, morgunverðarhlaðborð, grillveislu á laugardagskvöldið og síðan upp á dansleik i Hótel Selfossi með Skrið- jöklum frá miðnætti á laugardags- kvöld. Þá er ókeypis í sundlaugina og í heita potta á tjaldsvæðinu fyr- ir gesti hótelsins og Gesthúsa. Miðstöð sunnusælunnar á Sel- fossi er hjá Gesthúsum hf. á tjald- svæðinu við Engjaveg á Selfossi. Þar er smám saman verið að byggja upp aðstöðu til að laða að fjölskyl- dufólk. Á tjörn tjaldsvæðisins eru komnar endur sem þiggja gjarnan brauðmola frá börnunum. Sumar- hús Gesthúsa eru á svæðinu þar sem möguleiki er á að fara í heita potta til að láta líða úr sér. Sig. Jóns. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Helgarferðir um hvítasunnu: 1. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. 2. Öræfajökull. 3. Skaftafell-Öræfasveit. 4. Þórsmörk, tvelr möguleikar: Frá föstudegi til sunnudags eða frá föstudegi til mánudags. Dagsferð sunnudag kl. 8.00. Brottför i allar ferðirnar kl. 20.00 - 5. júní. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofu F.(., Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir - kvöldferðir - helgarferðir: 7. júní kl. 13.00: Hvalsnes - Stafnes - Básendar Kirkjan skoðuð í Hvalnesi, ekið að Stafnesi og gengið þaðan að Básendum, en þar var eitt sinn verslunarhöfn, sem skolaðist þurt í flóðinu mikla 1799. Göngu- leiðin liggur um láglendi. Verð kr. 1.500. 8. júní (annar í hvítasunnu) kl. 13.00: Höskuldarvellir - Græna- vatnseggjar - Vigdísarvelllr Ekið um afleggjarann frá Kúa- gerði (Keflavíkurvegur) „ að Höskuldarvöllum, þaðan verður gengið um Grænavatnseggjar yfir í Móhálsadal að Vígdísarvöll- um (eyðibýli). Verð kr. 1.100. 10. júní kl. 20.00: Heiðmörk - skógræktarferð (frítt). 11. júní kl. 20.00: Viðey - Lundey. Siglt umhverfis Lundey og sið- an gengið á land i Viðey. 13. júní kl. 9.00: Söguslóðir NJálu. Helgarferð til Þórsmerkur 12. -14. júní. Gist í Skagfjörðs- skála, Langadal. Brottför ( ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag (slands. Farfuglar Vinnuferð í Þórsmörk Eins dags vinnuferð verður farin laugardaginn 6. júní á gróður- verndarsvaeði Faríugla í Slyppu- gill í Þórsmörk. Farið verður frá Farfuglaheimilinu, Sundlauga- vegi, kl. 8.00. Allir Farfuglar eru hvattir til að mæta. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins í sima 38110. IIÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sfmi 614330. Dagsferðir sunnud. 7. júnf Kl. 10.30 Fjallganga nr. 3, Akrafjall. Kl. 13.00 Landnámsgangan: Músarnes-Saurbær. Dagsferðir 2. ihvitasunnu Kl. 10.30 Vigdísarvellir-Húshólmi. Kl. 13.00 Útivistardagur fjöl- skyldunnar - grillveisla. Nýtt símanúmer 614330. Sjáumst. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.