Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 Viðræður hjá Ríkissáttasemjara: Bifreiðastjórar og bankamenn semja HJÁ RÍKISÁTTASEMJARA voru fundarhöld í fyrradag og fyrri- nótt, fulltrúar þriggja stétta launþega hittu sína viðsemjendur. Bif- reiðastjórar og bankamenn sömdu en samningum milli rafiðnaðar- manna og ríkisins er enn ólokið. Samninganefnd ríkisins og full- trúfir rafiðnaðarmanna sem vinna hjá ríkisstofnunum hittust í gær- morgun. Að sögn Geirs Gunnars- sonar vararíkissáttasemjara miðaði samningaðilum nokkuð áleiðis til samkomulags. Fulltrúar ríkisins eru nú að skoða nánar ákveðnar hug- myndir um tryggingamál. Rafiðnar- menn sem vinna hjá Reykjavíkur- borg eru einnig með lausa kjara- samninga og samþykktu þeir í fyrradag heimild til verkfallsboðun- ar ef samningar tækjust ekki á næstu vikum. Fundur hófst með Saminganefnd Vinnuveitendasambands Islands, VSÍ, og samningamönnum Bifreið- astjórafélagsins Sleipnis, síðdegis í fyrradag og tókust samningar um kl. 22 í fyrrakvöld. Samningarnir byggja á miðlunartillögu Ríkissátt- asemjara í tengslum við gerð al- mennra kjarasamninga en nokkar breytingar eru gerðar varðandi sér- mál bifreiðastjóra, s.s. um tilhögun matartíma. Kl. 16.00 í fyrradag hófst fundur með fulltrúum Sambands íslenskra bankamanna og fulltrúum banka og sparisjóða. Til að leiða þessa aðila til samkomulags var Þórir Einarsson prófessor skipaður sér- stakur sáttasemjari en einnig hafði hann sér til aðstoðar sérstaka sátta- nefnd eins og lög um bankamenn kveða á um. Samkomulag tókst um fjögurleit- ið í fyrrinótt. Samningur banka- manna byggir á miðlunatillögu rík- issáttasemjara í tengslum við gerð almennra kjarasamninga en er með bókunum um nokkra málaflokka sem unnið skal að á samningstím- anum, s.s. jafnréttismál, rekstur bankakerfisins o.fl. í dag verður fundur með fulltrú- um íslenska álfélagsins, ÍSAL, og fulltrúum verkalýðsfélaga starfs- manna. Nina Simone við píanóið á tónleikunum í gærkvöldi. Nina Simone og dægurklisjumar # ________Jass_________ Guðjón Guðmundsson Nina Simone, söngkonan og píanistinn bandaríski, troðfyllti Háskólabíó á tónleikum Listahá- tíðar í gærkvöldi og hlaut hún fádæma góðar viðtökur áheyr- enda. Simone hefur gert garðinn að undanfómu, einkum fyrir fyr- ir flutning á gömlum djasslögum og er þeirra frægast My baby just Cares for me. Tónleikar Sim- one í gær hófust á God, god, god, fjörlegu Iagi með afrískum hrynjanda og lofaði byrjunin vissulega góðu. Með Simone var tríó hennar skipað trommuleik- ara, ásláttarleikara og gítar- og hljómborðsleikara. En í kjölfarið sigldi væminn og hversdagslegur ástarsöngur Little love, og síðan hvert lagið á fætur öðru, hvert í sínum stfl. Þarna var flutt blá- gresi, lag úr dægurópem, blús og gospel, rétt eins og á sviðinu væri risastór glymskratti með alls konar tónlist en ekki skap- andi listamaður. Ekki örlaði á einleiksköflum, hvorki hjá Sim- one sem einnig lék á píanó, né hjá undirleikurum hennar og hvert lag var 4-5 mínútna langt. Raunar var það ákaflega villandi af hálfu Listahátíðarnefndar að látá sem um djasstónleika væri að ræða - ekki veit pistlahöfund- ur hvað þetta var. Það var lýsandi dæmi um ríkj- andi smekkleysi á þessum tón- leikum að áheyrendur stóðu upp í lok tónleikanna og hylltu þessa söngkonu í þeim tilgangi að fá hana til að syngja dægurklisjuna My baby just cares, sem þeir hafa heyrt svo oft í útvarpinu. Og þeir fengu hana. Á Rúrek-djasshátíðinni söng bandaríski djasssöngvarinn Jon Hendricks á sama stað, skapandi og metnaðarfulla tónlist, en í mesta lagi 300 áheyrendur heiðr- uðu samkomuna með nærveru sinni. Hvað hefði gerst ef Jon Hendricks hefði sungið á Lista- hátíð? Líklega hefðu margir þurft að hverfa frá. Orðið Listahátið hefur á stundum eitthvert að- dráttarafl sem á ekkert skylt við listir. Jasskvartett Reykjavíkur þreytti frumraun sína fyrsta hálftímann og þar vár tónlistar- legur metnaður í fyrirrúmi. Kvartettinn, sem er skipaður Sigurði Flosasyni saxafónleik- ara, Eyþóri Gunnarssyni píanó- leikara, Tómasi R. Einarssyni bassaleikara og Einari Vali Scheving trommuleikara, flutti tvö lög af íslandsför, hljómdiski Tómasar R. Einarssonar, Luk- kunnar pamfíl og Vangadans, og tvö ný lög eftir Sigurð Flosason, Gamlar syndir og með Harðri hendi. Frábær flutningur góðrar djasssveitar. Óvenjumargir sækja í vinnuskólana í sumar Launin eru frá 167 krónum til 225 króna á tímann SUMARSTARF Vinnuskólanna er komið í gang, og þeim for- ráðamönnum Vinnuskólanna, sem Morgunblaðið hafði sam- band við, ber saman um að óvenju mikil aðsókn sé í störfin. Helstu verkefni tengjast þrifum, gróðursetningu og viðhaldi, en einnig er nokkuð um að Vinnuskólabörn séu látin vinna á ýmsum stofnunum bæjarfélaganna, svo sem leikvöllum, elliheimilum og sambýlum. Laun breytast víðast hvar mjög lítið síðan í fyrra. Reykjavík Metár er í aðsókn að Vinnu- skóla Reykjavíkurborgar, og hafa 1877 sótt um, en enn er fólk að tínast inn. Sigurður Lyngdal, að- stoðarskólastjóri, sagði að Vinnu- skólabömin væm sett í margvís- leg verkefni, svo sem hreinsunar- vinnu, málningarvinnu, aðstoð við íþróttafélög, gróðursetningu í Heiðmörk, jarðbótavinnu á Nesja- völlum, vinnu við skóla og hjá hverfamiðstöðvum Gatnamála- stjóra. Auk þess eru Vinnuskóla- krakkar staðsettir í öllúm skóla- görðum, félagsmiðstöðvum og leikvöllum. Tveir árgangar, 1978 og 1976 starfa hjá Vinnuskóla Reykjavík- urborgar, og eru þeir um það bil jafnstórir. Þeir yngri vinna hálfan daginn í júní og júlí og fá 167,90 krónur á tímann. Þeir eldri vinna allan daginn sömu mánuði, og fá 190,29 kr. í tímakaup. Kópavogur Vinnuskóli Kópavogs hefur um 450 börn í vinnu í sumar, og er það fjölgim um hundrað frá í fyrra. Sigurjón Valdimarsson, for- stöðumaður Vinnuskólans, sagði að það væri einkum fjölgunin í elsta árgangnum sem því ylli. Meðal verkefna vinnuskólabarn- anna er alhliða hreinsun, hreinsun beða, rakstur og skógrækt. Auk þess eru rúmlega 50 af elstu krökkunum staðsett á ýmsum stofnunum bæjarins, og vinna þar með gömlu fólki, á sambýlum, með fötluðum og á barnaheimil- um. Það má nefna, að einnig eru fatlaðir í vinnu hjá Vinnuskólan- um. Elstu krakkarnir, fædd 1976, fá 250 krónur á tímann og vinna í 6 tíma á dag, fædd 1977 fá 210 krónur og vinna 6 tíma, og ár- gangur 1978 fær 185 krónur í 3 tíma daglega. Vinnuskólinn stendur í 8 vikur. Garðabær í Garðabæ hafa 330 krakkar verið skráðir til vinnu í Vinnuskó- lanum, á móti um 200 í fyrra. Meðal verkefna eru almenn hreinsun, sláttur og hirðing, máln- ingarvinna og vinna á leikskólum og bamaheimilum. Auk þess býð- ur Vinnuskólinn upp á aðstoð við einfaldari garðverk hjá einstak- lingum, gegn greiðslu. Sjötíu ára og eldri fá helmings afslátt. Boðið er upp á vinnu fyrir krakka fædda 1979, og vinna þau hálfan daginn fyrstu tvær vikur júnímánaðar, tímakaup þeirra var 160 krónur í fyrra, en gæti hækk- að örlítið í ár, að sögn Sturlu Þorsteinssonar forstöðumanns Vinnuskólans. Þau sem fædd em 1978 vinna hálfan daginn í júní og júlí, og fengu í fyrra 170 krón- ur á tímann, en 1977- og 1976- árgangarnir vinna allan daginn báða mánuðina, og fengu í fyrra 190 og 225 krónur í tímakaup. Auk þess verður boðið upp á vinnu í ágúst fyrir þá sem það vilja. Hafnarfjörður Um 470 börn starfa í sjö vikur í sumar á vegum Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Unnið er við þrif víðsvegar um bæinn, viðhald gróðurbeða og slátt fyrir aldraða og öryrkja. Einnig er nokkuð um að félagasamtök, svo sem skáta- samtök o. fl., fái mannskap sem þau sjá um að halda í vinnu, að sögn Sverris Kristinssonar, for- stöðumanns Vinnuskólans. Allir árgangar vinna í 30 stund- ir á viku, en fjöldi í elsta árgangi hefur aukist mikið frá í fyrra. Börn fædd 1978 eru 200 talsins og fá 171 kr. á tímann, fædd 1977 eru 170 talsins og fá 190 kr. á tímann, og fjöldi í 1976- árganginum er 100, og fá þau um 225 krónur á tímann. Seltjarnarnes Atvinnuleysi unglinga virðist lítið áberandi á Seltjarnarnesi, að sögn Steinunnar Árnadóttur, garðyrkjustjóra. Um 140 ungling- ar hafa skráð sig í Vinnuskólann, og er það eðlileg aukning frá því í fyrra, sagði hún. Unglingar eldri en 16 ára hafa fengið vinnu hjá Áhaldahúsi Seltjarnarneskaup- staðar. Meginverkefni Vinnuskóians er að fegra bæinn, gróðursetja sum- arblóm, og sjá um slátt og hirð- ingu hjá stofnunum og einkaaðil- um. Yngstu börnin, fædd 1978 vinna hálfan daginn og fá 168 krónur á tímann, fædd 1977 vinna líka hálfan daginn, en fá 190 kr. á tímann, og unglingar fæddir 1976 vinna allan daginn og fá við það 224 krónur í tímakaup. Mosfellsbær Oddgeir Árnason, garðyrkju- stjóri og forstöðumaður Vinnu- skóla Mosfellsbæjar, kvað fjölgun frá í fyrra vera um 50%, en undan- farin 3-4 ár hafi aðsóknin sífellt farið vaxandi. Auk árganganna 1976-’78 tekur vinnuskólinn eldri krakka til ýmissa starfa, til dæm- is eru aðeins þeir sem eru eldri en 16 ára látnir vinna á vélum. Önnur verkefni eru allsherjar hirðing gróðursvæða og leikvalla, þrif á kennslustofum skólanna og sundlauginni, og gróðursetningu yfír 100.000 tijáplantna. Öll börnin vinna 7 stundir á dag, en ekki liggur fyrir hversu lengi unnið verður, en undanfarin ár hafi vinnunni lokið fyrir versl- unarmannahelgi. Krakkar fæddir 1976 fengu í fyrra 225 krónur á tímann, 1977 192 krónur og ár- gangur 1978 fékk 169 krónur. Að sögn Oddgeirs má ef til vill búast við smávægilegri hækkun í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.