Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 37 Ég þakka Önnu Mary samfylgdina og kveð hana með sárum söknuði. Elski Simmi, Tinna, Arna, Snorri, Lína, Sigurvin, Jón Freyr og Þor- björg. Sorg ykkar er meiri en orð fá lýst. Ég samhryggist ykkur innilega. Kristrún. Anna Marý kom sem sólargeisli hingað í Syðra-Langholt á haust- dögum árið 1979 og hóf búskap með Sigmundi bróðursyni mínum. Þessi geðþekka og glaðlega stúlka úr Vestmannaeyjum varð hér fljót- lega hvers manns hugljúfi. Þau Sig- mundur tókust á við að yrkja jörð- ina í þeirri vissu að fósturmoldin fijóa yrði þeim gjöful væri vel að henni hlúð. Þau áttu fallegt sauðfé og arðsamt enda ber Simmi gott skynbragð á hvernig á að rækta og fóðra búfé til afurða. Anna Mary tók þátt í hestamennskunni með bónda sínum, hafði yndi af hestum og fór stundum í hestaferð- alög með honum meðan heilsan leyfði. Þau bjuggu í rúm 10 ár í sama húsi og við móðir mín, á sama heimili, en höfðu þó sér eldhús. Hún bar umhyggju fyrir móður minni aldraðri og þó að aldursmunur hjá þeim nöfnunum væri mikill fóru öll samskipti þeirra ævinlega á hinn besta veg. Það var mikill hamingjudagur í lífi þeirra Önnu og Simma þegar þau fluttu í nýja húsið sitt ásamt dætrunum tveim, Tinnu Björk og Örnu Þöll, þann 16. júní árið 1990. Húsið sem þau byggðu sér með aðstoð góðra manna stendur vestur á Hæð sem við köllum hér, stíl- hreint og fagurt og ekki þarf að hafa mörg orð um útsýnið, það er frábært. En Anna Mary naut þess ekki lengi að búa í húsinu þeirra fagra. Hún hafði þá er þau fluttu þjást um tíma af þessum sjúkdómi sem virðist ekki vera hægt að Iækna nema með líffæraflutningi. Aldrei mælti hún þó æðruorð um veikindi sín og bar sig ætíð sem hetja þó að hún væri greinilega þjáð. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð og beðið var eftir nýjum líffærum í tæpt ár í London. Éftir hina miklu læknisaðgerð sem virtist hafa tekist vel í fyrstu fylltumst við öll bjartsýni um að nú fengi hún bata. En skyndilega hrakaði henni og á fögru vorkvöldi þann 30. maí varð hún burtkvödd og yfirgaf jarð- vistina. Þessi unga móðir flyst nú til æðri heima, en bóndinn, hrygg- ur, fylgir henni á veg í hjarta sínu. Blessuð veri minning Önnu Mary Snorradóttur. Sigurður Sigmundsson. Nú er hún elsku Anna Mary horf- in frá okkur. Það er erfitt að hugsa til þess að samverustundirnar verða ekki fleiri. En ljúft er að minnast hinna mörgu ánægjustunda sem við áttum saman. Anna Mary var hæglát, brosmild, ákveðin og mjög traustur vinur, sem gott var að leita til. Hún hafði mik- inn áhuga á búskapnum og lét sig ekki vanta í störfin méð Simma, hvort sem það var sauðburður, hey- skapur eða önnur störf. Anna Mary var búin að búa sér og sinni fjöl- skyldu fallegt heimili. Það er sárt til þess að hugsa að hún fái ekki lengur að njóta þess að vera með Simma og stelpunum í nýja húsinu þeirra. Anna Mary var mjög dugleg í sínum veikindum og alitaf sagði hún að sér liði vel þrátt fyrir langa og erfiða bið, fjarri fjölskyldu og vinum. Ekki má gleyma Simma sem stóð sig stórkostlega er hann dvaldi hjá henni í vetur. Hann var einstak- lega natinn við hana og stytti henni stundirnar með sínu góða skapi. Einnig hve systur hennar, Lína Dóra og Þorbjörg, voru henni ómet- anlegar. Svo og fjölskyldur þeirra beggja. Vonin er stórt hugtak og góður vinur. Lítil og veikbyggð, en svo óendanlega sterk. Við héldum í hana allt síðastliðið ár, létum hana aldrei frá okkur fara. En örlögin geta verið svo köld og grimm og þá er mikil huggun að eiga dýrmæt- ar og góðar minningar og geta geymt þær í hjarta sínu því margs er að minnast og mikils að sakna. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (K. Gibran). Góði Guð blessi minningu Önnu Mary og veiti Simrna, Tinnu Björk, Örnu Þöll og öðrum ástvinum styrk og huggun. Sigrún og Þórir, Valdís og Unnsteinn, Þrúða og Gilli. Enn fáum við símtal frá íslandi, sem segir okkur, að ás'tvinur hafi kvatt og sé farinn í ferðina löngu. Hve ömurlegt það er að vera svo íjarri ættingjum og vinum á slíkri sbrgarstund. Mann langar að geta veitt styrk þeim sem erfiðast eiga, og í þessu tilfelii eru það margir. Elskuleg frænka mín og jafn- aldra, Anna Mary Snorradóttir, háði harða baráttu við sjúkdóm sinn í langan tíma. í London var biðin bæði erfið og ströng, en umvafin ást og umhyggju eiginmanns, föð- ur, dætra, sýstkina og annarra ættingja gerði biðina heldur létt- bærari. Hugrekki, rólyndi, ást og kærleikur voru einkenni Önnu Mary, og þeir sem best til þekkja sjá það bæði á dætrunum og fallegu heimili þeirra Önnu og Simma. Það er svo erfitt að setja niður á blað aðeins örfáar línur um svo sérstaka unga konu. Þegar til er efni í heila bók. Um huga minn flögra minningar frá liðnum árum, er við vorum litlar hnátur, t.d. eitt prakkarastrik. Sig- urvin og Anna gistu þá í nokkra daga á æskuheimili mínu í Vest- mannaeyjum. Við höfum varla verið eldri en fimm ára. Eitthvað höfðum við verið að leika okkur á hólnum hans Jóa, þegar við sáum þessar líka ljúffengu gulrætur allar í röð og reglu í fína garðinum hans. Við þremenningarnir ákváðum að næla okkur í örfáar, Jóa væri ábyggilega sama, enda ætluðum við bara að taka nokkrar. Gulræturnar urðu reyndar fleiri en áætlað var, og þegar mamma sá hrúguna, sem við höfðum laumað inn í kjallara lét hún okkur skila hverri einustu aftur til Jóa. Einhveijar gulrætur fengum við að eiga því Jói sagði að við yrð- um bæði stór og sterk ef við værum dugleg að borða grænmeti. Við Anna rifjuðum stundum upp þessi bernskubrek okkar og var oftast hlegið dátt þrátt fyrir sam- viskubit yfir slíkum stuldi í þá daga. Móðurbróðir minn, Snorri, faðir Önnu, svo og systkini hennar eiga um sárt að binda, þar sem þau horfa nú á eftir elskulegri dóttur og systur, en fyrir rétt tæpu ári misstu þau eiginkonu og móður, er háði samskonar sjúkdómsbaráttu. Það er þung byrði lögð á herðar þessarar fjölskyldu, en samheldnin er mikil .og minninguna um þær mæðgur, Svölu og Önnu Mary, munu þau ávallt eiga. Sjálfsagt verður erfiðast fyrir dæturnar ungu, þær Tinnu og Örnu Þöll, að skilja hvers vegna mamma kemur ekki heim, en einhver hlýtur til- gangurinn að vera. Elsku Simmi, sorgin er nístandi. Við vitum- að þú ert sterkur ungur maður, og með fallegar dætur þér við hlið, ástkæra foreldra, systkini og tengdafólk munt þú komast í gégnum þetta harmþrungna tíma- bil. Við vitum líka að Anna er í öruggum höndum Drottins með móður sína sér við hlið. Elsku Simmi og foreldrar, Tinna, Arna Þöll, Snorri, Lína, Sigurvin, Jón, Þorbjörg og aðrir ástvinir. Við sendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum Guð almáttugan að styrkja ykkur og styðja í þess- ari miklu sorg. Sædís, Gulli og synir, Boston, Bandarikjunum. Fleiri minningargreinar um Önnu Mary Snorradóttur bíða birtingar og munu birtast næstu daga. t Ástkær sambýlismaður minn, faðir, sonur og bróðir, PÁLL GUNNARSSON frá Flateyri, Álfatúni 1, Kópavogi, lóst í Landakotsspítala 3. júní. Jóhanna Tómasdóttir, Marta Pálsdóttir, Marta Ingvarsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Valdimar Gunnarsson, Þórður Gunnarsson. t MAGNÚS EINARSSON Otibússtjóri Landsbankans, er látinn. Egilsstöðum, Guðlaug Guttormsdóttir, María Eir Magnúsdóttir, Eilert Sigurður Magnússon, Guðríður Arney Magnúsdóttir, Droplaug Nanna Magnúsdóttir, Ragnar Egiisson, Guðríður Ólafsdóttir. t Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, PÁLMI ÖRN GUÐMUNDSSON, Skriðustekk 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 5. júní, kl. 16.30. Anna Pálmadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Skúli R. Guðmundsson, Sigrfður Gústafsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Þórunn Jónsdóttir, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Ólöf Sigurðardóttir, Auður Hrönn Guðmundsdóttir, Eberhard Jungmann. t Útför móðdr okkar, tengdamóðjr og ömmu, SVANDÍSAR INGÓFLSDÓTTUR frá Björk, Akranesi, til heimilis f Skálagerði 7, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 5. júní, kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Félag einstæðra foreldra. Kristinn Aðalbjörnsson, Ingólfur Aðalbjörnsson, Rósa Aðalbjörnsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t EIGILL JÓNSSON, Bræðraborgarstíg 49, lést þriðjudaginn 3. júní. Fyrir hönd vina og vandamanna, Grímur Jónsson og Þórarinn Ólafsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALDIMAR JÖNSSON frá Hallgilsstöðum, andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli 3. júní. Guðbjörg Valdimarsdóttir og aðrir vandamenn. t Ástkær eiginmaður minn, JAKOB GUÐLAUGSSON, Skaftafelli, andaðist 4. júní á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, Hornafirði. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðveig Bjarnadóttir. t HELGA INGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 5. júní, kl. 13.30. Örn B. Ingólfsson, Hjördís Óskarsdóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Hólmfríður Kofoed-Hansen, Guðrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 4- 4"' • T Útför eiginkonu minnar, FJÓLU SIGURJÓNSDÓTTUR, fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðju- daginn 9. júní kl. 15.00. . *■ 4^ j Ólafur Guðmundsson. t Jarðarför bróður okkar og vinar, EYVINDAR SIGURÐSSONAR, fyrrum bónda, Austurhlið, Heiðmörk 44, Hveragerði, fer fram frá Kotstrandarkirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 14.00. Kristín Sigurðardóttir, Hilmar Ingólfsson, Rúnar Steindórsson, Sunna Guðmundsdóttir og fjölskyldur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA EIRÍKSDÓTTIR frá Þingdal, Víðivöllum 2, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 6. júní kl. 13.00. Jarðsett verður í Villingaholti sama dag. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Eyrún Samúelsdóttir, Loftur Jónsson, Jón Samúelsson, Jóhanna Reginbaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS JÓNSSONAR frá Hvestu, Arnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu. Guð blessi ykkur öll. Kristín Friðriksdóttir, Valdimar Hergerisson, Þórður Friðriksson, Sólborg Pétursdóttir, Guðrún Friðriksdóttir, Auðunn Jónsson, Sesselja Friðriksdóttir, Sigurjón Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.