Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JUNI 1992 29 Óvenjugóð spretta í Eyjafirði: Sláttur hefst almennt eftir hvítasunnuna ÓVENJU góð spretta hefur verið að undanförnu í Eyjafirði og er reikn- að með að bændur hefji almennt slátt eftir hvítasunnuhelgina. Astand- ið er betra en oft áður því ekki hefur orðið vart kalskemmda á svæð- inu. Það sem helst skyggir á útlitið fyrir góðan heyfeng í sumar, er að bændur eiga margir miklar fyrningar frá fyrra sumri, sem ekki er fyrirsjáanlegt að muni nýtast að neinu marki. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði að sprettutíð hefði verið óvenju góð, grasið hefði bókstaflega ætt upp síðustu daga. „Ég held þetta hafi sjaldan litið jafnvel út og nú, iivergi hefur orðið vart kalskemmda á svæð-' inu, en það hefur ekki oft gerst áð- ur. Þá hefur tíð verið einstaklega heppileg að undanfömu, hlýindi og góðar rigningardembur inn á milli,“ sagði Ólafur. Bæjarstjórn: Sköpuð störf fyrir skólafólk TILLÖGU minnihlutans í bæjar- stjórn Akureyrar um að fela bæj- arráði í samráði við umhverfis- sljóra að leita allra hugsanlegra leiða til að skapa atvinnulausum skólanemum atvinnu í sumar var vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, flutn- ingsmaður tillögunnar, sagði að rúm- lega 100 unglingar á aldrinum 17 til 20 ára væru á skrá hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni á Akureyri og þaf af væru rúmlega 50 sem ekki hefðu neinn rétt á bótum. í ljósi þess að allt útlit væri fyrir að ekki þyrfti að koma til aukafjárveiting vegna Unglingavinnunnar í sumar fyndist sér rétt að ieita leiða til að skapa atvinnu fyrir þetta fólk. I því sam- bandi væri margt hægt að gera sem ekki leiddi til mikilla fjárútláta. Heimir Ingimarsson, Alþýðuband- alagi, vakti máls á því að fyrir At- vinnuleysistryggingasjóði lægi erindi frá Akureyrarbæ um fyrirgreiðslu til að hægt væri að skapa atvinnu fyrir þá sem væru á atvinnuleysisbótum. F’ormlegt svar hefði ekki borist, en þess væri að vænta innan skamms. Úlfhildur sagði að þær úrlausnir tækju ekki til þess unga fólks sem ekki hefði rétt á atvinnuleysisbótum, einungis væri um að ræða fólk sem hefði slíkan rétt. • Reiknað er með að bændur muni almennt hefja slátt eftir hvítasunnu- helgi, eða í kringum 10. júní. Ólafur sagði að búast mætti við ágætum heyfeng í sumar, en það eina sem skyggði á væri að margir bændur ættu enn miklar fyrningar. Heyfengur síðasta haust hefði verið með meira móti, en ásetningur aftur með minna móti sem þýðir að óvenju- mikið er um fymingar. Hann sagði að einhvetjir bændur hefðu reynt að breyta heyinu í kjamfóðurígildi, en ljóst væri að töluvert magn myndi ekki nýtast. „Það er gott að vissu marki að eiga fyrningar, en ég býst við að þetta sé fullmikið," sagði Ólaf- ur. Hann sagði að bændur myndu eflaust bregðast við þessu að ein- hveiju leyti með því að bera á minni áburð og stefna ekki endilega á að heyja eins mikið í sumar og ella hefði orðið. Eins gætu menn leyft sér að slá meðan spretta væri minni og fengið þannig kraftmeira og betra hey, en þyrfti ekki að bíða eftir há- marksuppskeru. Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikskólabörn planta lerkitijám Öll böm sem verið hafa á leikskólum á Akureyri og hætta í haust til að hefja skólagöngu héldu í rútum inn í Kjamaskóg í gær þar sem þau plöntuðu tijám. Bömin vom 160 talsins og plantaði hvert þeirra einni lerkiplöntu, sem Skógræktarfélag Eyfirðinga lagði til. Þetta er í annað sinn sem leikskólamir kveðja bömin með þessum hætti, en tilgangurinn er að kenna þeim að ganga vel um náttúmna og huga að umhverfinu. Eftir að búið var að planta lerkitránum var farið í leiki og áður en haldið var heim var boðið upp á ávexti. Búist við löku kartöflusumri BÚAST má við að einhver sam- dráttur verði í kartöflufram- leiðslu í ár miðað við fyrri ár. Kartöfiubændur á EyjaJfjarðar- svæðinu hafa flestir lokið við að. setja niður kartöflur. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Eyjafjarðar sagði að bændur á Eyjafjarðarsvæðinu væm nánast búnir að setja niður kartöflur, enda hefði tíð verið ein- staklega góð og jörð frostlítil f vor. „Maður hefur það á tilfinningunni að það verði einhver samdráttur í framleiðslunni í ár, einstaka bændur hafa dregið vemlega saman og mér vitanlega hafa engir aukið við sig,“ sagði Olafur. Helsta skýring á samdrætti í kart- öflurækt sagði Olafur vera erfíðleika með sölu, verð til framleiðenda hefði verið fyrir neðan allt velsæmi og slagurinn á markaðnum mikill, þann- ig að hægt hefði verið að pína verð- ið niður til framleiðenda. Ólafur taldi að nægar birgðir væm til af kartöflum og myndu þær duga þar til ný uppskera kæmi á markað- inn síðsumars. Þá bjóst hann við að minna yrði hent af óskemmdum kart- öflum nú en oft áður, m.a. vegna sýkingarinnar sem upp kom á Suður- landi í fyrrasumar, sem leiddi til þess að minna var af kartöflum á markaðnum. A síðustu ámm hefur uppskeran verið vemlega umfram innanlandsneysluna sem aftur hefur orðið til þess að bændur hafa þurft að fleygja tugum tonna af kartöflum. Sæplast hf. á Dalvík: Sala ínnanlands dregst saman en útflutningur hefur aukist — 13,5 milljón króna hagnaður fyrstu fjóra mánuði ársins Á FYRSTU fjórutn mánuðum ársins hefur rekstur Sæplasts á Dalvík skilað 13,5 milljóna króna hagnaði, sem er 11,8% af veltu, en á þessu tímabili hefur velta fyrirtækisins verði um 115 miHjón- ir króna, sem er örlítið meiri velta en var á sama tíma á síðasta ári. Sala á innanlandsmarkaði hefur dregist saman, en útflutning- ur aftur á móti aukist um ríflega helming á milli ára. Framleiðsla fyrirtækisins hefur sólarhringinn 5 daga vikunnar, en verið méð mesta móti frá áramótum síðustu tvo mánuði hefur fram- og hefur verið unnið á vöktum allan leiðslan verið í gangi alla daga vik- unnar. Maímánuður er annar stærsti framleiðslumánuður frá upphafí og ræður þar mestu mikil framleiðsla fyrir erlenda viðskipta- vini, m.a. í Danmörku, Skotlandi, Hollandi og Frakklandi. plasts er nú 62%, og hefur hækkað um 3% frá síðustu áramótum. ♦ ♦ » Nýtt hótel í Eyjafjarðarsveit HÓTEL VIN á Hrafnagili í Eyja- fjarðarsveit var formlega opnað í gær, en þar hefur um árabil verið rekið sumarhótel á vegum Ferðaskrifstofu íslands, Hótel Edda. Ný hafa heimamenn tekið við rekstri hótelsins, fjölskyldur þeirra Hreiðars Hreiðarssonar sem á blómaskálann Vín og Benedikts Grétarssonar, er verður matreiðslumaður og hót- elstjóri. Nokkrar breytingar verða á rekstrinum, svo sem venja er þegar nýir aðilar taka við og er ætlunin að leggja meiri áherslu á staðinn í heild sinni, en þeir Hreiðar og Benedikt sögðu að áður hefði fólk í nágrenninu ekki mikið orðið vart við að rekið væri hótel í heimavist- arskólanum á Hrafnagili. Sundlaugin á staðnum verður opin frá kl. 8 að morgni til 22 á kvöldin alla daga og hefur aðstaðan verið bætt með sólbekkjum og fleiru til þæginda fyrir sundlaugar- gesti. Þá hyggjast þeir félagar bjóða upp á sund, súpu og salat og verður frumraunin næsta laug- ardag á milli kl. 11 og 14. Áætlað er að byggja upp útiað- Hreiðar Hreiðarsson og Benedikt Grétarsson sem tekið hafa við rekstri sumarhótels í Hrafnagilssskóla; Hótel Vin, ásamt mótttöku- Stjoranum Hólmfriði Sigurðardottur. Morgunblaðið/Rúnar Þór stöðu á Hrafnagili og koma þar upp fyrsta flokks þjónustustað fyr- ir ferðafólk. Frágangur á hreinlæt- is- og þvottaaðstöðu á neðri hæð íþróttahúss svo og gerð bílastæða við tjaldsvæðið eru í fyrsta áfanga þeirrar áætlunar. Vel lítur út með bókanir fyrir sumarið og hafa fjölmargir hópar bókað gistingu, en mikil áhersla verður lögð á ferðamenn sem ferð- ast á eigin vegum, en þeim býðst fjölbreytt þjónusta á svæðinu. Á Hótel Vin eru alls 40 her- bergi, 34 tveggja manna og 6 eins manns og hefur að hluta til verið skipt um rúm á hótelinu og aðstaða í borðstofu og við afgreiðslu verið bætt. Á hótelinu vinna eingöngu heimamenn, en starfsmenn verða tæplega 15 í sumar. Sala framleiðsluafurða skiptist þannig, að 39,5% framleiðslunnar eru ker á innanlandsmarkaði, 40,5% ker sem seld eru til útlanda, kúlur innanlands eru 9,6% og kúlur sem seldar eru utan eru 10,4%. Salan hefur dregist saman um 23,7% á innanlandsmarkaði, en útflutningur hefur aukist um 52% á milli ára. Heildarútflutningur fyrstu 4 mán- uði þessa árs er nú í fyrsta sinn meiri en helmingur af sölu fyrir- tæksins, eða 51%. Mikil eftirspurn er nú eftir troll- kúlum, svokallaðri djúpsjávarkúlu, enda leitar fískveiðiflotinn á æ meira dýpi en áður og hefur reynsla sjómanna af þessari trollkúlu verið góð. Þá má nefna að nýlega hóf Sæ- plast framleiðslu á rotþróm og bendir allt til' að salan verði mikil í sumar ef marka má viðtökur. Eignir félagsins eru nú 387,3 milljónir króna, skuldir nema 148,8 milljónum og eigið fé er því 288,5 milljónir, en eiginsfjárstaða Sæ- Félagsheimili Þórs vigt FÉLAGSHEIMILI Þórs, Hamar, verður formlega vígt við athöfn á morgun, laugardaginn 6. júní, á afmælisdegi félagsins. í dag, föstudag, verður opið hús fyrir velunnara félagsins frá kl. 17 til 21 þar sem fólki gefst kostur á að skoða félagsheimilið og þiggja veitingar, m.a. í boði Ölgerðar Egils Skallagrímssonar aðalstyrktaraðila Knattspymudeildar félagsins. Hljóm- sveitin Stjómin verður við félags- heimilið og áritar plaköt. Húsið er 1.400 fermetrar að stærð og þar eru m.a. þrír stórir salir, fjög- ur búningsherbergi með baðaðstöðu í kjallara en þar hefur einnig verið komið upp ljósalömpum. Þá em í húsinu fundaherbergi deilda, íbúð og setustofa. Fjölmargir hafa lagt hönd á plóginn við byggingu hússins og hefur mikil sjálfboðavinna verið innt af hendi. Síðustu daga hefur verið unnið við lokafrágang, m.a. er búið að malbika bílastæði og planta nokk- ur þúsund tjáplöntum á svæðinu. Utvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til áríðandi fundar miðvikudaginn 10. júní kl. 14.00 á Hótel KEA. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.