Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992 Skríðdrekum og stórskotaliði beitt gegn innikróuðu fólki í Sarajevo Belgrad. Reuter. SERBAR héldu í gær uppi mik- illi skothríð á borgarhverfi í Sarajevo, höfuðborg Bosníu- Herzegovínu, en þar hafa um 40.000 manns hafst við í nokkrar vikur við mikinn matarskort. Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóð- anna gegn Serbíu og Svartfjalla- landi eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf í löndunum en ekki á hernaðinn í nágrannaríkjun- um. Serbar beittu jafnt skriðdrekum sem stórskotaliði í árásunum á Dobrinja-hverfið en þeir leggja mikla áherslu á að ná því á sitt vald til að geta skipt Sarajevoborg eftir búsetu þjóðarbrotanna. „Dobrinja líkist mest útrýmingar- búðum nasista á stríðsárunum. Það er umkringt serbnesku herliði og fólkið er matar-, vatns- og raf- magnslaust," sagði Zoran Pirolic, fréttastjóri útvarpsins í Sarajevo, en Serbar hafa einnig skotið á bíla frá Sameinuðu þjóðunum þegar reynt hefur verið að flytja fólkinu mat og lyf. Haris Silajdzic, utanrík- isráðherra Bosníu, sagði í gær, að kæmu erlend ríki ekki til hjálpar með beinni hemaðaríhlutun biði hungurdauðinn fólksins í Dobrínja. Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóð- anna eru famar að hafa mikil áhrif á líf almennings í Serbíu og Svart- ijallalandi og birtast helst í miklum biðröðum við bensínstöðvar. Flug til og frá löndunum hefur einnig lagst niður og skorið hefur verið á tengsl banka við umheiminn. Er það farið að valda vemlegum erfið- leikum, til dæmis vegna þess, að Serbar eða Svartfellingar, sem búsettir em erlendis, sjá oft fyrir foreldram sínum eða öðram ættingjum að stóra leyti með peningasendingum. Þær era nú hættar að berast. Nágrannaríki Serbíu eru nú sem óðast að hrinda refsiaðgerðunum í framkvæmd og Reuter Múslimskir hermenn fyrir framan haug af fatnaði og skótaui, sem serbneskir sambandshermenn skildu eftir þegar þeir yfirgáfu her- búðir í Sarajevo. um helgina verður öllum viðskipt- um við landið hætt. Bozidar Stevanovic, yfirmaður serbneska flughersins, gagnrýndi stjómina í Belgrad harðlega í við- tali, sem birtist í gær í Belgrad- blaðinu Borba. Sagði hann, að Bandaríkjastjórn hefði fengið stuðning við refsiaðgerðirnar vegna stífni Serbíustjórnar, sem hefði gert lítið til að sýna fram á, að Serbar bæra ekki a|la sök á ófriðnum. Eru þessi ummæli talin benda til vaxandi óánægju með frammistöðu stjómarinnar og í gær skoraði Vuk Draskovic, leið- togi stjómarandstöðunnar, á al- menning að mótmæla stjóminni og krefjast afsagnar Slobodans Milosevics forseta. Þá era um 1.000 námsmenn við Belgrad- háskóla í setuverkfalli og segjast þeir ætla að halda því áfram þar til Milosevic fer frá. Forsætisráðherra Saarlands sakaður um spillingu: Lafontaine þáði ellilífeyri sem fyrrum borg-arstjórí OSKAR Lafontaine, hinn litríki forsætisráðherra þýska sambandslands- ins Saarlands, sætir nú alvarlegum ásökunum um spillingu eftir að tímaritið Spiegel greindi frá því að Lafontaine hefði í sex ár þegið eftirlaunagreiðslur sem fyrrum borgarstjóri Saarbriicken. Fyrir þingi sambandslandsins liggur nú vantrauststillaga á forsætisráðherrann og verða atkvæði greidd um hana á fimmtudag i næstu viku. í raun ætti Lafontaine, sem er élnungis 48 ára gamall og lét af embætti borgarstjóra er hann varð forsætisráðherra eftir óvæntan kosn- ingasigur jafnaðarmanna árið 1985, ekki að fá þessar greiðslur. Þær eru fyrst og fremst ætlaðar borgarstjór- um sem ekki ná endurkjöri og þurfa því á fjárhagslegum stuðningi að halda. Lafontaine lét sjálfviljugur af embætti og sóttist því aldrei eftir endurkjöri. Eftirmaður hans í emb- ætti borgarstjóra, Hans-Jurgen Koebnik, sendi honum hins vegar bréf um miðjan ágúst 1986 og skýrði frá því að hann ætti tilkall til 49% Þingkosmngar í Tékkóslóvakíu: Efnahagsstefnan og framtíð ríkisins í veði Prag. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. VACLAV Havel, formaður Lýðræðisflokksins (ODS) og fjármála- ráðherra Tékkóslóvakíu, segir að það sé ekkert eðlilegra en flokk- ar gamalla kommúnista fái þó nokkurt fylgi í þingkosningunum sem verða haldnar í Tékkóslóvakíu í dag og á morgun. „Erfiðar efnahagsumbætur standa nú yflr svo að þó nokkur styrkur vinst- riflokkanna kemur mér ekki á óvart. Vinstri sveifla er óumflýjan- leg en hún virðist veikari en ég bjóst við,“ sagði hann á blaða- mannafundi. „Ég læt mig dreyma um að við verðum eina fyrrver- andi kommúnistaríkið þar sem umbótaflokkarnir vinna kosningar í miðjum efnahagserfiðleikum." Skoðanakannanir benda til að Vinstriblokkin í Tékkóslóvakíu, sem er kosningabandalag Komm- únistaflokksins í Bæheimi og Mæri og Vinstri lýðræðissinna í Tékkóslóvakíu, og Flokkur vinstri lýðræðissinna í Slóvakíu (SDL) verði næststærstu flokkamir í sambandslýðveldunum tveimur. Hreyfíngu fyrir lýðræðislegri Slóvakíu (HZDS) er spáð sigri í Slóvakíu og QDS í Bæheimi og Mæri en (HZDS) verður vænta- lega stærsti flokkurinn í báðum deildum sambandsþingsins. Tékkar og Slóvakar kjósa full- trúa á þing sambandslýðveldanna í Prag og Bratislava og í báðar deildir sambandsþingsins í Prag, þ.e. fulltrúadeildina þar sem Tékkar eiga 100 fulltrúa og Sló- vakar 50 og í öldungadeildina þar sem lýðveldin eiga 75 fulltrúa hvort. Þingið mun kjósa forseta landsins í byijun júlí en kjörtíma- bil Vaclavs Havels rennur út 5. júlí. „Ég vona að Havel þurfi ekki að heyja kosningabaráttu", sagði Jakub Chudomel, talsmaður Borgarahreyfingarinnar (OH), flokks Havels og Jiri Dienstbiers, utanríkisráðherra. ODS, OH og Lýðræðisbandalagið (ODA) sem voru saman í Borgaravettvangn- um sem sigraði kosningarnar fyr- ir tveimur áram hafa allir lýst yfir stuðningi við Havel. HZDS og kommúnistaflokkarnir era á móti honum en sósíaldemókratar styðja hann, að minnsta kosti í orði. Tveir fyrrverandi kommún- istar, Vacek og Sacher, era sagð- ir hugsanlegir mótframbjóðendur en þeir hafa ekki enn boðið sig fram. Klaus harmaði á blaðamanna- fundinum að hægri flokkarnir, ODS og ODSA, bjóða ekki fram „saman. „Það veikir stöðu okkar en klofningurinn er ekki okkur að kenna.“ Persónuágreiningur olli því að hægriarmurinn úr Borg- aravettvangnum hélt ekki saman og margir segja að hrokafull framkoma Klaus eigi sök á því þótt hann vilji ekki kannast við það. Tíu af 18 ráðherrum sambands- stjómarinnar og 9 af 16 ráðherr- um tékknesku stjórnarinnar eru enn meðlimir í OH. Hreyfingunni er kannski þess vegna aðeins spáð um 5% fýlgi í kosningunum en stjómmálaflokkarnir þurfa 5% til að komast á þing. Klaus á heiðurinn af hrað- skreiðri efnahagsumbótastefnu stjómarinnar en Chudomel sagði að OH styddi hana fullkomlega og það væri mjög mikilvægt að hún héldi óbreytt áfram. Hann spáði að Vladimir Meciar, leiðtogi HZDS, sem varð æ herskárri þjóð- ernissinni sem lengra leið á kosn- ingabaráttuna, myndi sjá að sér og átta sig á að hraðar umbætur og aðild Slóvakíu að Tékkóslóvak- íu væra eina leiðin út úr efnahags- ógöngum Slóvakíu. Klaus sagði að samningavið- ræður flokkanna um stjórnar- myndun og framtíð ríkisins myndu hefjast strax á laugar- dagskvöld þegar fyrstu tölur liggja fyrir. Hann sagði að aðalat- riðið væri að efnahagsumbætum- ar héldu óhindrað áfram í sam- bandslýðveldinu Tékkóslóvakíu. af borgarstjóra- laununum þó að hann væri ekki kominn á eftir- launaaldur. A sama tíma var þingið í Saarlandi að ákveða breyt- ingar á reglum um aukagreiðslur sem ráðherrar mega þiggja. Af hreinni tilviljun er í reglun- um meðal annars að finna lítt þekkt ákvæði sem virðist nánast sérsniðið að þörfum forsætisráðherrans. Oskar Lafontaine hefur því um sex ára skeið verið skráður sem fyrir- fram-ellilífeyrisþegi hjá lífeyrissjóði borgarinnar og þegið alls um 300 þúsund mörk í greiðslur. Telja marg- ir þýskir lögspekingar þetta vera gert samkvæmt mjög fijálslegri túlk- un á lögum og reglum um þetta efni. Sjálfur segist Lafontaine ekkert hafa komið nálægt þessu máli, hann hafí einungis verið „þiggjandi". Hann hefur einnig vísað á bug öllum kröf- um um að hann segi af sér en bauðst í staðinn til að greiða hundrað þús- und mörk til góðgerðarstarfsemi. Þá hefur Lafontaine hótað að upplýsa ýmislegt misjafnt sem hann segir leynast í pokahorni þeirra stjórnmál- amanna sem gagnrýna hann hvað mest. Lafontaine-málið hefur vakið mikla athygli enda forsætisráðherra Saarlands með þekktustu stjórnmál- amönnum landsins. Hann var kansl- araefni jafnaðarmanna í kosningun- um 1990 og er nú varaformaður flokksins. Hans-Ulrich Klose, for- maður þingflokks jafnaðarmanna, sagði engan gefa í skyn að Lafonta- ine hefði brotið einhver lög en sagði málið allt koma sér „illa pólitískt". Gjaldkeri flokksins, Inge Wettig- Danilemeier, krafðist þess aftur á móti að gerð yrði rannsókn á greiðsl- unum til Lafontaines. „Það sem er löglegt er ekki alltaf réttmætt," sagði W ettig-Danilemeier. Pólitískir andstæðingar Lafontai- nes hafa auðvitað ekki legið á gagn- rýni sinni en saarlenski kratinn hefur sjálfur aldrei verið óvæginn í dómum sínum um aðra. „Oskar Lafontaine hefur um árabil rægt pólitíska and- stæðinga og sakað þá um að veita fé frá hinum lægst launuðu til hinna best settu. Lafontaine er fremsti boðberi félagslegrar öfundar í lýð- veldinu. Nú hefur komið í ljós að hann er einnig klárastur í að hafa fé út úr lýðveldinu," sagði Johannes Gerster, einn talsmanna kristilegra demókrata á sambandsþinginu í Bonn. Lech Walesa Walesa krefst af- sagnar Olszewskis LECH Walesa, forseti Póllands, hvatti í gær þing landsins til að víkja Jan Olszewski forsæt- isráðherra tafarlaust frá. Fyrr um daginn hafði stjórnin látið þingmenn hafa leynilegan lista yfír stjórnmálamenn og emb- ættismenn, sem grunaðir eru um njósnir fyrir leynilögreglu kommúnistastjórnarinnar fyrr- verandi. Walesa sagði tiltæki stjórnarinnar ólöglegt og geta lamað embættismannakerfið og starf stjórnmálaflokka. Með listanum, sem þingmennirnir fengu, var viðvörun um að þeir ættu yfír höfði sér allt að fímm ára fangelsisdóm ef þeir gerðu innihald hans opinbert. Hart barist í Afganistan BARDAGAR blossuðu upp að nýju milli sunní- og shía- múslima í Kabúl í gær, nokkr- um klukkustundum eftir að samsteypustjórn landsins hafði tilkynnt að náðst hefði sam- komulag um vopnahlé. Nokkrir hafa beðið bana og að minnsta kosti 70 manns særst, þar af margir óbreyttir borgarar, í bardögunum í vikunni, þeim mestu frá því barist var um höfuðborgina um'mánaðamótin apríl og maí. Hundruð óbreyttra borgara voru hand- tekin í fjöldahandtökum á þriðjudag og miðvikudag í Kab- úl og ekki var vitað um afdrif fólksins í gær. Þýsku gísl- unum sleppt? BERND Schmidbauer, náinn samstarfsmaður Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, sagði í gær að miklar líkur væru á að Þjóðverjarnir tveir, sem enn eru í gíslingu í Líban- on, yrðu látnir lausir á næstu tíu dögum. Hann kvað þýsku stjórnina ekki hafa gengið að kröfum mannræningjanna um að tveimur líbönskum bræðrum yrði sleppt úr fangelsi, en þeir afplána dóma fyrir morð og mannrán. Þjóðverjarnir era nú einu vestrænu gíslarnir í Líban- on. Ölga í flótta- mannabúðum TÆLENSKIR öryggisverðir og kambódískir embættismenn fóru aftur í 200.000 manna flóttamannabúðir í Tælandi í gær eftir þriggja daga mót- mæli þúsunda flóttamanna, sem höfðu náð búðunum á sitt vald og rekið starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna og erlendra hjálparstofnana á brott. Nokkr- ir særðust alvarlega í átökun- um og fresta varð flutningi á kambódískum flóttamönnum tii heimalandsins vegna uppreisn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.