Morgunblaðið - 06.06.1992, Page 2

Morgunblaðið - 06.06.1992, Page 2
«* 2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 * Eimskipafélag Islands hf.: Hlutabréf skráð á Yerðbréfaþingi STJÓRN Eimskipafélags íslands hf. hefur ákyeðið að óska eftir skrán- ingu hlutabréfa félagsins á Verðbréfaþingi íslands og hefst formleg skráning bréfanna á Verðbréfaþinginu næstkomandi þriðjudag. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir að aukin viðskipti á Verðbréfaþinginu styrki hlutabréfa- markaðinn. Hörður sagði að búið væri að gera margvíslegar breyting- ar á reglum um Verðbréfaþingið og laga þær að íslenskum aðstæðum og raunveruleika. Ekki hefðu allir verið sáttir við reglumar eins og þær voru Kvótaúrskurður ríkisskattanefndar: Ríkisskatt- stjóri vill að leitað verði til dómstóla RÍKISSKATTSTJÓRI leggur til að úrskurður ríkisskattanefndar i fyrsta kvótamálinu verði borinn undir dómstóla. Þetta kemur fram en væru það núna eftir breytingam- ar. Þær hafi m.a. miðast að því að gera Verðbréfaþingið sjálfstæðara og að skráð fyrirtæki fái fulltrúa í stjóm þingsins. „Þetta breytir í sjálfu sér ekki mjög miklu fyrir okkur. Upplýsingastreymi frá félaginu breytist ekki því við fullnægðum þeim kröfum sem Verðbréfaþingið hafði gert,“ sagði hann. Eimskip er sjöunda hlutafélagið sem skráð er hjá Verðbréfaþingi Is- lands. Fyrir voru á skrá hlutabréf Fjárfestingarfélags íslands hf., Olfu- verslunar Islands hf., Auðlindar hf., Hlutabréfasjóðs VÍB hf., Hlutabréfa- sjóðsins hf. og íslenska hlutabréfa- sjóðsins hf. í fréttatilkynningu frá stjóm Verðbréfaþingsins segir að þetta marki ákveðin tímamót í starfsemi þingsins og sé afrakstur mikils starfs sem unnið hafi verið á undanfömum mánuðum til að endurbæta viðskipta- hætti með hlutabréf. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Kristján Kristmannsson og Viktor Guðmundsson með nýheimta hafbeitarlaxa. Hafbeitarlaxinn farinn að skila sér Vogum. FYRSTU laxarnir hafa skilað sér til hafbeitarstöðvarinnar Vogavikur í Vogum. Fyrsta daginn komu 18 laxar á land. Fyrstu laxamir sem heimtust höfðu verið tvö ár í sjó en þeir skila sér yfírleitt fyrr en lax sem hefur verið eitt ár í sjó. Sesselja Guðmundsdóttir stöðvarstjóri Vogavíkur segir Hafrannsóknar- stofnun hafa spáð góðu laxveiði- sumri og segir allt benda til að svo verði vegna góðra skilyrða í sjónum. Aðspurð spáir Sesselja að heimtur Vogavíkur í sumar verði á milli 70 og 80 þúsund lax- ar. - E.G. Atvinnuley sistryggingasj óður: 23 milljónír til atvinnuskap- andi verkefna á Húsavík Stjórn sjóðsins óskar nánari upplýsinga frá Akureyri og Hafnarfirði STJÓRN Atvinnuleysistryggingasjóðs ákvað nú í vikunni að verða við ósk Húsavíkurkaupstaðar um framlag úr sjóðnum til atvinnuskapandi verkefna fyrir fólk, sem annars fengi atvinnuleysisbætur. Sjóðurinn greiðir fullar bætur fyrir allt að 23 starfsmenn í tvo mánuði og greið- ir bæjarsjóður. mismuninn á bótum og taxtalaunum. Akureyrarbær sótti um svipaða fyrirgreiðslu, en sjóðurinn hefur óskað nánari upplýs- inga, áður en afstaða verður tekin til þeirrar umsóknar. Sömu sögu er að segja af umsókn, sem sjóðnum barst nýlega frá Hafnarfirði. Fleiri sveitarfélög hafa ekki Ieitað til sjóðsins sömu erinda. í áliti rikisskattstjóra til fjármála- ráðherra sem ráðherra óskaði eft- ir þegar úrskurður ríkisskatta- nefndar Iá fyrir i síðasta mánuði. Verði ákvörðun tekin um máls- höfðun kann það að fresta gildi úrskurðar ríkisskattanefndar þar til dómur fellur, samkvæmt upp- lýsingum Indriða Þorlákssonar, skrifstofustjóra tekju- og laga- skrifstofu fjármálaráðuneytisins. „Niðurstaða rikisskattstjóra er sú að eðlilegt sé að leitað verði til dóm- stóla með málið og ég mun taka málið upp á þeim grundvelli á ríkis- stjómarfundi næstkomandi þriðju- dag,“ segir Friðrik Sophusson íjár- málaráðherra í samtali við Morgun- blaðið. í áliti rfkisskattstjóra kemur fram að um mikla hagsmuni sé að tefla fyrir marga aðila og því verði ekki undir neinum kringumstæðum hægt að búa við að málið verði látið liggja í óvissu. Vitnar ríkisskattstjóri m.a. til þess að álit Lagastofnunar Há- skóla íslands og álit nefndar lög- giltra endurskoðenda hafí á sínum tíma staðfest skilning ríkisskatt- stjóra á þessu umdeilda atriði skatta- laganna. Að sögn Indriða er hugsanlegt að ef ákvörðun verður tekin um að bera úrskurðinn undir dómstóla frestist áhrif hans á meðan á dómsmeðferð .stendur. „Við erum mjög ánægðir og það hlýtur að vera öllum til góða að sköp- uð sé atvinna fyrir fólk, sem annars væri á bótum," sagði Guðmundur Níelsson, bæjarritari á Húsavík. „Það er ekki farið að skipuleggja þessa vinnu, en við sóttum um þetta fram- lag vegna verkefna við gróðursetn- ingu og þrif við höfnina. Bæjarráð tekur nánari ákvörðun um tilhögun starfsins á fundi sínum í næstu viku.“ Fullar atvinnuleysisbætur nema nú um 46 þúsund krónum á mán- uði. Guðmundur sagði að Húsavíkur- kaupstaður þyrfti að greiða hátt í 30 þúsund krónur til viðbótar til hvers starfsmanns, eða alls um 1,4 milljónir fyrir tveggja mánaða tíma- bil. „Að meðtöldum ýmsum kostnaði við verkefnin hér þarf bærinn liklega að greiða alls um 2,5 til 3 milljónir, en bæturnarnemaum2,2 milljónum. Við hefðum ekki getað ráðist í þessi verkefni án framlags sjóðsins." Guðrún Magnúsdóttir hjá Vinnu- miðlun Húsavíkur sagði að 71 hefði verið á atvinnuleysisskrá í bænum um síðustu mánaðamót. Hluti þess hóps væri skólafólk og um 10-12 manns hefðu verið á skrá hluta mán- aðarins vegna tímabundinnar lokun- ar saumastofu. „Það er að rætast úr þessu núna og við bindum miklar vonir við þetta framlag," sagði Guð- rún. „Það fólk, sem hefur verið lengst á skrá hjá okkur, er nú að missa bætumar og hefur ekkert að hverfa að.“ Gunnar Rafn Sigurbjömsson, bæj- arritari í Hafnarfírði, sagði að At- vinnuleysistryggingasjóður hefði óskað eftir nánari upplýsingum frá bænum, til dæmis um hversu mörg- um yrði hugsanlega útveguð vinna, hvemig þeir yrðu valdir og úr hvaða aldursflokkum þeir kæmu. „Við mun- um bregðast skjótt við og senda sjóðnum nánari útfærslu á hugmynd- um okkar," sagði hann. Um síðustu mánaðamót vom 247 manns á atvinnuleysisskrá í Hafnar- firði, sem var nokkur fjölgun frá því mánuði fyrr, þegar 220 voru á skrá. Gunnar Rafn sagði fjölgunina meðal annars skýrast af því, að nemar, sem hefðu bótarétt, hefðu bæst við og atvinnuleysi aukist nokkuð hjá verkakonum. ------» ♦ «----- Ræða umhverfis- ráðherra í Ríó: Vill aðg'erðir gegn meng- un í höfunum EIÐUR Guðnason umhverfisráð- herra flutti í gær ræðu á um- hverfisráðstefnunni í Rió de Jan- eiro og Iagði þar áherslu á að gripið yrði sem fyrst til aðgerða til að stemma stigu við mengun í úthöfunum. Umhverfisráðherra sagði að 70% allrar mengunar í höfunum bærist af landi og því þyrfti að hefjast tafarlaust handa við alþjóðlegan samning um að draga úr slíkri mengun. Ennfremur bæri að stefna að því að stöðva losun hættulegra lífrænna efna í höfín fyrir aldamót því sjávarlífríkinu stafaði mikil hætta af slíkri mengun. Þá þyrfti að leggja bann við losun geislavirks úrgangs í höfín eigi síðar en árið 1998. Ráðherrann kvaðst ennfremur hlynntur því að efnt yrði til sér- stakrar ráðstefnu á vegum Samein- uðu þjóðanna um hvemig fram- fylgja skyldi ákvæðum Hafréttar- sáttmálans um flökkustofna. Sjá fréttir á bls. 21. Hálendisvegir víðast lokaðir: Þyrlusveit í vegaeftirliti HÁLENDISVEGIR eru víðast hvar lokaðir enn, og verða það um hvítasunnuhelgina. Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að virða ákvarðanir Vegagerðar og Náttúruverndarráðs um lokanir, en þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð við vegaeftirlit í samvinnu við lögreglu. Jeppamenn í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa skoríð upp herör gegn ólöglegum akstrí jeppamanna um lokuð svæði, og hafa þeir lýst yfír áhyggjum af umferð ferðamanna sem komu hingað til lands á fimmtudag, í fyrstu ferð Norrænu í sumar. Magnús Einarsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði að fylgst yrði með umferð ökutækja úr þyrl- unni. Læknir verður um borð, og ætlunin að gefa sérstakar gætur þeim ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun, svo og þeim sem aka innan- lokaðra svæða. Skorar Magnús á ökumenn að virða við- kvæma náttúru iandsins og fara að öllu með gát. „Ég hef áhyggjur af helginni framundan. Við viljum vekja at- hygli á því að hálendið er lokað og ferðamenn eiga að virða það,“ sagði Ásgeir Þorvaldsson, stjóm- armaður í Ferðaklúbbnum 4x4. Hann kvað klúbbfélaga munu ganga á undan með gott for- dæmi, og fara ekki inn á lokuð svæði. Ásgeir kvaðst auk þess vera órólegur gagnvart þeim mikla Qölda bíla sem kæmi með Nor- rænu til Seyðisfjarðar um helgina, en að sögn Jónasar Hallgrímsson- ar, framkvæmdastjóra Austfars, umboðsaðila Norrænu á Seyðis- firði, fá allir farþegar upplýsingar um akstur og umferð. „I hvert ökutækí sem kemur í land eru afhentar upplýsingar um lokuð svæði og varúðarreglur í akstri um óbyggðir, og fyrirtækið ber sjálft af því allan kostnað,“ sagði Jónas. Um 350 farþegar og 140 ökutæki komu til landsins á fimmtudag með Norrænu. „Það er rétt að það hefur verið afskaplega lítil kynning á um- gengnisreglum fyrr en ferðafólk kemur til landvarða," sagði Guð- ríður Þorvarðardóttir, starfsmað- ur Náttúruverndarráðs. „Kortið sem sýnir lokuð svæði á hálendinu hefur þó til dæmis verið sent með símbréfi um borð í Norrænu og sett þar upp.“ Hún kvað vissulega vera misjafnan sauð í mörgu fé, en útlendingar væru ekki endilega verri í umgengni en Islendingar. Þó bæri meira á skilningsleysi á sérstöðu íslenskrar náttúru meðal útlendinga, og því væri fræðsla og kynning mikilvæg. „Þeir koma sumir með allavega tól og tæki hangandi utan á bílunum og halda að þeir séu að fara í einhvern torfæruakstur, en þetta bendir auðvitað aðeins til skorts á fræðslu," sagði Guðríður. Sigurður Hauksson, vegaeftir- litsmaður hjá Vegagerð ríkisins, sagði að í næstu viku hillti undir opnun austurhálendisins þótt enn séu flestir vegir Iokaðir. Þó sé opið inn í Vesturdal og Hólma- tungur og um Hólssand niður að Dettifossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.