Morgunblaðið - 06.06.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 06.06.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 Fáein orð um Fiskveiðasjóð eftirHrein Loftsson í umræðu þeirri serm staðið hef- ur yfir á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga um eignarhald og ráðstöfunarrétt rikisins á Fiskveiða- sjóði hafa talsmenn sérhagsmun- anna reynt að drepa henni á dreif með undanbrögðum. Því er nauð- synlegt að draga saman helstu efn- isatriðin og mun ég leitast við að gera það í þessari grein. Upphaf málsins er að í viðtali við viðskiptasíðu Morgunblaðsins 28. maí sl. gerði ég grein fyrir því að útlit væri fyrir að ekki tækist að ná þeim tekjum af sölu ríkis- eigna sem að væri stefnt í fjárlög- um. Upphaflega hefðu menn vonast til að sala hlutabréfa í stærri ríkis- fyrirtækjum gæti hafist undir lok þessa árs en lagafrumvörp um breytingu þeirra í hlutafélög hefðu ekki náð fram að ganga. Ljóst væri því að leita yrði annarra leiða. Þær leiðir eru augljóslega ekki mjög margar ef til vill ekki eins heppileg- ar eins og upphaflegu hugmyndirn- ar eins og t.d. hugmyndin um einka- væðingu Búnaðarbankans. í viðtalinu við Morgunblaðið kom fram að viðraðar hefðu verið ýmsar hugmyndir og þar á meðal sú að ríkið nýtti sér eign sína á Fiskveiða- sjóði með tilteknum hætti. Sjóður- inn seldi eignarhlut sinn í íslands- banka en andvirðið rynni í ríkissjóð. Hér væri um að ræða sjóð með sterka eiginfjárstöðu og enginn vafi væri á eignarhaldi ríkissjóðs á honum. Rökin eru m.a. þau að ekki sé um að ræða afgerandi stóran hluta af eiginfé sjóðsins (nafnverð hlutabréfanna mun vera 276 millj- ónir króna en eiginfé sjóðsins er um 4 milljarðar króna) og líta megi á sölu bréfanna sem síðasta lið í einkavæðingu Útvegsbankans gamla. í allri þeirri umræðu sem síðan hefur orðið í fjölmiðlum hef ég und- irstrikað að hér sé einvörðungu um hugmynd að ræða, engin ákvörðun hafi verið tekin og að ríkisstjórnin og Alþingi hafi síðasta orðið í þessu efni. Viðbrögðin við þessari hug- mynd hafa verið athyglisverð og margt komið fram sem ég tel að gott hafi verið að fá upp á yfírborð- ið. Þannig hefur Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, haldið því fram að „sjávarútvegurinn" eigi sjóðinn, en ekki ríkið þótt annað segi í lögum. Hefur hann sagt að eignarhald sjávarútvegsins stafi af því að hann hafi myndað sjóðinn með skattgreiðslum. Raunar hefur hann sagt að hugmyndin sé „fleip- ur“ sem Alþingi muni aldrei sam- þykkja. Þá hefur Kristján haldið því fram að framkvæmd hugmyndar- innar muni hleypa erlendum lánum sjóðsins í uppnám. Sjóðurinn njóti ekki ríkisábyrgðar og lánakjör er- lendis hvíli á sterkri eiginfjárstöðu sjóðsins. Hann hefur gengið svo langt að tala um eignarnám í þessu sambandi, þ.e. ef ríkið gerði upp- tækar eigur sjóðsins. Þessum röksemdum hefí ég svar- að með eftirgreindum hætti. Ríkis- stjóm og Alþingi hafa ákvörðunar- valdið í málinu en ekki hagsmuna- aðildar á borð við Kristján Ragnars- son. Hann getur því ekki tekið að sér að segja fyrir um afgreiðslu Alþingis át málinu. Ég hef bent á að enginn vafi geti leikið á um eign- arhald ríkissjóðs á Fiskveiðasjóði þar sem í lögunum um sjóðinn er kveðið skýrt á um það. Ég hef vís- að í lögfræðilega greinargerð þar sem þessi niðurstaða var staðfest. Ég hef og vísað til þess að sjóður- inn njóti skattleysis vegna þess að hann er ríkiseign og að hann hefur verið byggður upp bæði af skatt- greiðslum af atvinnugreininni og af beinum fjárgreiðslum úr ríkis- sjóði. Skattpeningar geti ekki runn- ið til annarra en ríkisins eða stofn- ana þess. Eini aðilinn sem hefur ráðstöfunarrétt á sjóðnum er Al- þingi vegna þess að það hefur sett lög um sjóðinn. Menn í þjónustu ríkisins, hvort sem þeir eru yfir- menn eða undirmenn, verða auðvit- að að hafa styrk til þess að standa vörð um eignir ríkisins gagnvart talsmönnum sérhagsmunanna. I þessu viðfangi er það auðvelt vegna þess að rétturinn er augsýnilega ekki þeirra megn. Loks hef ég bent á að á erlendum lánamörkuðum njóti Fiskveiðasjóður góðs af því að vera talinn eigin ríkissjóðs þótt hann hafi ekki beina ríkisábyrgð á skuldbindingum sínum. Þetta stafar af því að erlendis er að talið nægi- legt fyrir markaðinn hver sé eigand- inn þegar í harðbakkann slær (á ensku „owner in the last resort“). í þessu efni skiptir því sterk eiginfj- árstaða Fiskveiðasjóðs ekki eins miklu máli og sú staðreynd að sjóð- urinn er talinn eign ríkisins. Vita- skuld er þá ekki verið að segja að sterk eiginfjárstaða skipti engu máli enda hefur því ekki verið hald- ið fram. Talsmenn sérhagsmunanna hafa snúið út úr þeim ummælum mínum að sú aðgerð sem ég lagði til stað- festi eignarhald ríkisins á sjóðnum og geti því ekki valdið uppnámi hjá erlendum lánardrottnum. Segja þeir fráleitt að halda því fram að sjóður- inn styrkist við það að eignir hans séu teknar eingarnámi. En ég hef aftur bent á að það sé fráleitt að halda því fram að ríkið taki eign- arnámi verðmæti sem það þegar á. Hér sé aðeins um það að ræða að þar til yfírvöld taki ákvörðun um að nýta eign ríkisins með til- teknum hætti. Ekki sé um að ræða það stóran hluta af eignum sjóðsins LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK: Dagskráin í dag Háskólabíó: Tónleikar píanó- leikarans Shura Cherkassky kl. 14.30. fþróttasalur Kennaraháskól- ans: Leikhúsið Artibus frá Dan- mörku sýnir Apann, kl. 15. Norræna húsið: Frumsýning á Bandamannasögu, kl. 17. Auk þess stendur þar yfir sýning á dönskum skartgripum og leirlist og sýning á myndverkum Hjör- leifs Sigurðssonar. Ásmundarsalur: Arkitektar sem hönnuðir, sýning. Listasafn ASÍ: Sýning á grafík- verkum Björns Brusewitz. Nýhöfn: Sýning á verkum Krist- jáns Davíðssonar. Hótel Borg: Fritjof Fomlesen kl. 18. Þjóðleikhúsið: Draumleikur kl. 20. Þjóðleikhúsið, litla sviðið: Kæra Jelena, kl. 20.30. Þjóðleikhúsið, Smíðaverk- stæðið: Ég heiti ísbjörg Ég er ljón, kl. 20.30. Borgarleikhús, stóra sviðið: Þrúgur reiðinnar kl. 20. Borgarleikhús, litla sviðið: Harnlet kl. 20. Klúbbur Listahátíðar, Hressó, klukkan 22: Björn Thoroddsen leikur á gítar, Þórður Högnason á bassa og Pétur Grétarsson á trommur. Hreinn Loftsson „En ég hef aftur bent á að það sé fráleitt að halda því fram að ríkið taki eignarnámi verð- mæti sem það þegar á. Hér sé aðeins um það að ræða að þar til yfir- völd taki ákvörðun um að nýta eign ríkisins með tilteknum hætti. Ekki sé um að ræða það stóran hluta af eignum sjóðsins að það skipti sköpum fyrir stöðu hans.“ Sundahöfn Sæbraut FLUTT að það skipti sköpum fyrir stöðu hans. Auk framangreinds hefur komið fram í umræðunni að Fiskveiðasjóð- ur sem eigandi tiltölulega stórs hluta í íslandsbanka hafi haft stjórnarmann í bankanum. Fisk- veiðasjóður virðist hafa liðkað til fyrir hlutaljárkaupum LÍÚ á þeim aukningarhlutum sem sjóðurinn átti rétt á í hlutafjáraukningu í bankan- um á liðnum vetri eftir að í ljós kom að Fiskveiðasjóð skorti lagaheimild til að kaupa þau bréf sjálfur. Við skulum láta réttmæti þeirrar til- hliðrunarsemi liggja á milli hluta. Ég hef hins vegar bent á að óeðli- legt sé að Fiskveiðasjóður eigi svo stóran hluta í bankanum því það geti skapað hættu á hagsmunaá- rekstrum þegar hagsmunir banka í einkaeigu og sjóðs í ríkiseign fara ekki saman. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra. ISUMARBÚSTAÐAÍ EIGENDUR H G0TTÚRVAL Efna til vatns og hitalagna, úr járni eir eða plasti. Einnig rotþrœr o.m.fl. Hreinlœtistœki, stálvaskar og sturtuklefar. Vðflduð vara sem endist SM VATNSVIRKINN HF. Tr. ARMULA 21 SIMAR 6S645S - 685966 FAX 91-687748 IOJJUU X=J BESTU KAUPIN í STEIKUM LAMBAGRILLSTEIK m/bakaðri kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati ki1* 790 ** NAUTAGRILLSTEIK m/sama kr.790,- SVÍNAGRILLSTEIK m/sama kr. 760,- Fyrir krakkana: BARNABOXIN vinsælu m/hamborgara, frönskum og kók, auk blöóru og sælgætis kr. 480,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.