Morgunblaðið - 06.06.1992, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
Ráðstefna um
atvinnusköp-
un kvenna
„AÐ TAKA málin í eigin hendur,“
er yfirskrift ráðstefnu um at-
vinnusköpun kvenna, sem haldin
verður í Alþýðuhúsinu á Akureyri
19. og 20. júní næstkomandi. Ráð-
stefnan er öllum opin og er mark-
mið hennar að skapa tengsl milli
kvenna í atvinnusköpun og vera
vettvangur til að virkja þá vakn-
ingu sem um þessar mundir er
meðal kvenna hvað varðar atvinn-
usköpun.
Á ráðstefnunni verður aðaláhersl-
an lögð á atvinnuskpöpun í víðri
merkingu, þ.e. þátt kvenna í atvinnu-
sköpun fyrir sig og aðra, en þetta
er þriðja ráðstefnan sem haldin er
um þetta efni, sú fyrsta var á ísafirði
í oktober sl. og á Norðurlandi vestra
í mars, en næsta skref verður Vest-
norræn ráðstefna um atvinnumál
kvenna sem haldin verður á Egils-
stöðum í ágúst, með þáttöku græn-
lenskra, færeyskra og íslenskra
kvenna.
Tvö aðalerindi ráðstefnunnar
flytja þær Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir og Stefanía Traustadóttir, en auk
þess flytja gestir fréttir frá öðrum
landshlutum hvað þessi málefni varð-
ar. Unnið verður að mótun stefnu
ýmissa þátta er lúta að atvinnusköp-
un kvenna og þá verður haldið mark-
aðstorg þar sem konur kynna vörur
sínar.þjónustu og aðgerðir sem unnið
er að. (f'r fréttatilkynningu)
----♦ ■■♦.♦--
Fjölnismenn:
Óskað eftir
gjaldþrota-
skiptum
LÖGÐ hefur verið fram beiðni hjá
bæjarfógetaembættinu á Akur-
eyri um að byggingarfyrirtækið
Fjölnismenn hf. verði tekið til
gjaldþrotaskipta.
Fyrirtækið er með nokkur stór
verkefni m.a. fyrir Akureyrarbæ,
raðhúsíbúðir við Huldugil og fjölbýl-
ishús við Vestursíðu auk þess sem
Fjölnismenn eru a_ð byggja þriðja
áfanga Síðuskóla. Á milli 20 og 25
manns starfa hjá fyrirtækinu.
Mikið tjón varð er eldur kom upp í húsnæði Verkvals í Hafnarstræti 19 um miðjan dag í gær.
Mikið tjón í eldsvoða
- margir töldu að hálfur bærinn væri að brenna
Morgunblaðið/Rúnar Þór
ELDUR kom upp er verið var
að vinna með logsuðutæki í
húsinu númer 19 við Hafnar-
stræti um þijúleytið í gær.
Mikinn reyk lagði frá húsinu
og allt inn í miðbæ Akureyrar.
Gísli Kristinn Lórenzson
slökkviliðsstjóri sagði að aðkom-
an hefði verið ljót, reykurinn
hefði verið slíkur að margur hefði
haldið að hálfur bærinn væri að
brenna.
Við Hafnarstræti 19 eru tvö
sambyggð hús, í framhúsinu er
starfrækt heildsala Þ. Björgúlfs-
sonar, en eldurinn kom upp í
húsinu sem snýr að Aðalstræti.
Þar hefur verktakafyrirtækið
Verkval aðstöðu og var verið að
vinna með logsuðutæki þar inni
er eldurinn kom upp. Starfsmenn
beggja fyrirtæka voru fljótir að
koma sér út úr húsinu og varð
engum meint af.
Slökkvistarf gekk vel, að sögn
Gísla Kristins, en mikinn reyk
má rekja til þess að innan dyra
var mikið gúmmí, olía og gamall
reiðingur sem gefur frá sér mik-
inn reyk. Vakt var á brunastað
til 21 í gærkvöldi, en að henni
lokinni lifnaði glóð í einangrun
og var fljótlega slökkt í henni.
Ekki er ljóst hversu mikið tjón
hefúr orðið í eldinum, en Gísli
Kristinn sagði að það væri mikið,
innandyra hefðu verið vinnuvélar
og bifreiðar auk ýmissa tækja.
Messuhald
um helgina
HátíðarguðsþjónusLa verður í
Fjórðungssjúkrahúsinu á hvíta-
sunnudag kl. 10 f.h. Prestur verð-
ur sr. Þórhallur Höskuldsson. Þá
verður hátíðarguðsþjónusta í
Akureyrarkirkju kl. 11 f.h. sem
sr. Birgir Snæbjörnsson og sr.
Þórhallur Höskuldsson annast.
Kór Glerárkirkju syngur, og
organisti verður Jóhann Baldvins-
son. Eru eldri sem yngri ferming-
arbörn hvött til þátttöku.
Hátíðarguðsþjónusta verður á
hjúkrunardeild aldraðra, Seli 1, á
hvítasunnudag kl. 2 e.h. Hátíðar-
guðsþjónusta verður á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á hvítasunnudag kl. 4 e.h.
Kór Glerárkirkju syngur. Organisti
Jóhann Baldvinsson. Sr. Birgir Snæ-
björnsson.
Fermingarguðsþjónusta verður í
Miðgarðakirkju í Grímsey á annan
hvítasunnudag kl. 11. f.h. Fermd
verða: Anna Dóra Heiðarsdóttir,
Nýja Sjálandi, Hólmfríður Selma
Haraldsdóttir, Borgum, Ólafur Ólafs-
son, Ártúni. Sr. Þórhallur Höskulds-
son.
♦ ♦ ♦
Innritun er
hafin í Sum-
arskólann
INNRITUN í Sumarskólann, sem
Örn Ingi Gíslason stendur fyrir á
Akureyri í sumar, stendur nú yfir
og eru enn nokkur pláss laus.
Skólinn ber yfiskriftina, Listir, líf
og leikir og er ætlaður börnum á
aldrinum 10 til 14 ára.
Kennarar verða Ásta Arnardóttir,
leikari og leiðbeinandi hjá Kramhús-
inu, sem sér um leiklistina, Öm Ingi
sér um myndlist og Anna Richards
um dans, en matargerðarmeistarar
sjá um matargerðarlist.
Þegar hafa skráð sig í skólann
nemendur víða af landinu og sagði
Örn Ingi að mikilvægt væri að vel
tækist til í fyrsta sinn. Aðkomunem-
endur munu gista í Glerárskóla og
þar verður kennd myndlist og mat-
argerðarlist og í íþróttaskemmunni
verður leiklistin og dansinn en þar
verður einnig efnt til lokahófs og
sýningar.
Útvegsmenn Norðurlandi
Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til
áríðandi fundar miðvikudaginn 10. júní
kl. 14.00 á Hótel KEA.
Stjórnin.
Endurvinnsla
Úrbótamenn hf. auglýsa eftir framkvæmda-
stjóra fyrir endurvinnslufyrirtæki, sem er að
fara af stað á Akureyri.
Leitað er að manni með góða þekkingu á
rekstri og markaðsmálum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist til Úrbótamanna hf.,
Bæjarsíðu 5, 603 Akureyri, fyrir 15. júní.
Upplýsingar í síma 96-26776.
Öxnadalur:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hjónin Þórunn Aðalsteinsdóttir og Harald
Jespersen hafa opnað gistiheimili að Engimýri
í Öxnadal.
Gistiheimilið Engimýri í Öxnadal verður formlega opnað í dag, laug-
ardag. Hjónin Þórunn Aðalsteinsdóttir og Harald Jespersen reka gisti-
heimilið, en þau hófu á síðasta ári að byggja hús yfir starfsemina.
Þórunn og Harald hættu kúabúskap og hafa nú snúið sér að ferðaþjón-
ustu og hrossabuskap.
Á gistiheimilinu eru fjögur tveggja
manna herbergi, tvö eins manns her-
bergi og eitt stórt herbergi sem hent-
að gæti fjölskyldu. Dvalargestir geta
keypt fullt fæði á gistiheimilinu og
eins geta þeir sem leið eiga um og
vilja drekka kaffi upp á gamla mát-
ann eða snæða heimilismat með fjöl-
skyldunni komið við í Engimýri, sem
er fremsti bær í Öxnadal.
Þórunn og Harald eiga 60 til 70-
hross og verða þau með hestaleigu
á staðnum, þar getur fólk valið um
klukkutímaferðir, dagsferðir eða enn
lengri ferðir ef um hóp er að ræða,
eða allt eftir því hvað menn kjósa.
Fjölmargar góðar leiðir eru í ná-
grenni bæjarins, að sögn Þórunnar,
sem fólk getur einnig nýtt sér til
gönguferða. Skammt er að fara að
Hraunsvatni þar sem hægt er að
renna fyrir silung.
Þó svo gistiheimilið verði formlega
opnað í dag hafa tveir gestjr dvalið
þar síðustu daga, þýskar konur sem
þó eru ekki í samfloti. Önnur er eldri
kennslukona sem langaði að læra að
sitja hest og hin hreyfst svo af mynd-
aflokknum um Nonna og Manna og
íslensku hestunum sem þar komu
fram, að hún brá sér á heimaslóðir
þeirra og fer daglega á hestbak.