Morgunblaðið - 06.06.1992, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
„ þú manst ekkt efhr mkrt erþcfe ?
lánc&C þer So krónur L Gc^^ó-"
Ef þú finnur 50-kallinn,
máttu eiga hann ...
Við nálgximst menninguna.
Hér er olíubrák ...!
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF TIL BLiADSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Reyksaga úr háloftunum
Frá Helga Þorlákssyni:
HVERS á maður að gjalda sem
ekki reykir og þolir illa sígarettu-
reyk að þurfa að sitja innan um
púandi fólk í flugvél? Þetta henti
mig á heimleið með Flugleiðavél
frá London 17. maí sl. Að venju
bað ég um að fá að vera í reyk-
leysi en var sagt við skráningar-
borð í flugstöðinni að engin sæti
væri að fá á „reyklausu svæði“,
svo sem það nefnist. Ekki var því
um að kenna að ég kæmi ekki
klukkutíma fyrir brottför, eftir því
sem ég veit best. En allmiklu færri
virðast hafa valið reyk en af-
greiðslufólk hefur búist við og er
það góðs viti.
Mér fannst ég hafa hafnað í
gildru, eins konar reykgildru, þeg-
ar fólk fór að blása reyknum í
vélinni. Strax við upphaf flugs fékk
maður við gangveginn sig fluttan
í reykleysi. Ég sat við glugga og
fór fram á sama við flugfreyju sem
brosti elskulega. Þegar nokkuð var
á liðið flugið og ég spurði hvernig
gengi að finna mér sæti án reyks
svaraði sama flugfreyja að enginn
á reyklausu svæði hefði gefið sig
fram og beðið um að fá að sitja í
reyk. Mér virtist að þar með teldi
hún málið útrætt.
Ekki veit ég svo sem hvað flug-
freyjur ættu helst að taka til
bragðs undir svona kringumstæð-
um. Sá sem kom í stað þess sem
fékk að flytjast í reyklaust set
sagði að flugfreyja hefði samið við
sig sérstaklega um flutninginn af
því að hinn hefði kvartað um asma.
Sjálfur sagðist hann ekki reykja
en hefði ekki mæðu af reyk. Ég
veit reyndar um reykingamenn
sem velja reykleysi í vélum; e.t.v.
hefði mátt kalla upp í hátalara og
skora á slíka menn, ef einhveijir
hefðu verið, að flytja sig og skipta
við þá sem engan veginn þola reyk?
Svo afvanur er ég orðinn reyk
að mig fór strax að svíða í augun
þegar hann lék um höfuð mér og
svælan vakti viðbjóð. Tók ég þá
til þess bragðs að reyna að bægja
óloftinu frá með því að veifa hendi.
Ekki lét ég á mig súrefnisgrímu,
sem er geymd ofan sætis, þótt mér
dytti það í hug. En þessi óþægindi
mín eru ekki aðalatriðið heldur
hitt sem þykir fullsannað og allir
eiga að vita að reykingar valda
ekki aðeins þeim sem reykja varan-
legu heilsutjóni heldur líka hinum
sem sitja í reyk. Flugleiðamenn
eiga því að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að losa óvini nikót-
ínsins við reykinn.
Hvað er til ráða? Einfaldast virð-
ist að banna reykingar í flugvélum.
Að öðrum kosti væri ráð að biðja
fólk að tilkynna strax við pöntun
farseðla hvort það vill vera í reyk
eða í reykleysi og taka frá sæti í
samræmi við það.
Ferðafrömuðir hafa talað um að
kynna ísland sem hreint og ómeng-
að land. Þeir ættu að leiða sér í
hug erlenda menn sem ætla til
íslands að njóta hreina loftsins,
taka sér far með Flugleiðavél og
hafna í reyksæti innan um ástríðu-
fulla nikótínista sem þeir vilja helst
af öllu forðast. Túrinn yrði þeim
með öllu misheppnaður.
Ekki er svo að skilja að fjendur
nikótínsins verði einir fyrir ama
og óþægindum undir kringum-
stæðum eins og þeim sem ég hef
lýst heldur hinir líka. Við hlið mér
sat kurteis kanadískur maður sem
virtist áhyggjufullur vegna þess
að ég skyldi ekki geta fengið ann-
að sæti og bað mig leyfis að fá
að reykja. Þetta varð ég auðvitað
að veita honum, hans var réttur-
inn, og tvisvar kveikti hann sér í
sígarettu, vafalítið með minni
ánægju en ella hefði orðið með
spúandi vin reykstybbunnar sér við
hlið.
Er nokkur goðgá að ætlast til
þess af reykingamönnum að þeir
gefi sig ekki á vald eitumautn sinni
meðan á flugi stendur? Sambúð
þeirra í flugvélum við þá sem ekki
reykja verður hvort sem er aldrei
án vandræða og leiðinda, reykur
berst að einhveiju leyti af reyk-
svæði inn yfir hlutann sem á að
vera reyklaus og andstæðingar
reyktóbaks þurfa oft að ganga um
reyksvæði þegar þeir leita salernis,
bíða þar stundum í röðum. Það er
bæði sanngjarnt og skynsamlegt
að banna reykingar í flugvélum.
Ritað í viku herferðar gegn
reykingum.
HELGI ÞORLÁKSSON,
Seljavegi 10, Reykjavík.
Víkverji skrifar
Ljóst er að fyrirsjáanlegur sam-
dráttur í þorskveiðum hér við
land á næstu misserum mun hafa
víðtæk samdráttaráhrif á allt at-
vinnulíf og með einum eða öðrum
hætti hlýtur það að bitna harkalega
á fjárhag heimilanna í landinu. Af
þessari ástæðu hefur líklega sjaldan
verið meiri þörf á því að einstakling-
ar tækju fjármál sín til gagngerrar
endurskoðunar með það fyrir aug-
um að láta enda ná saman í rekstri
heimilanna. Raunar hefur athygli
fjölmiðlanna á þessu ári í vaxandi
mæli beinst að fjármálum fjöl-
skyldna og þar raktar margar
harmsögur um greiðsluerfiðleika og
gjaldþrot einstaklinga. Fjölmargar
ráðleggingar hafa jafnframt komið
fram um hvernig gera megi áætlan-
ir, færa heimilisbókhald og stunda
reglulegan sparnað. Þetta er mjög
af hinu góða en ætla má að allstór
hópur fólks hafí af einhveijum
ástæðum þrátt fyrir þetta ekki náð
tökum á sínum fjármálum. Ástæðan
kann að vera sú að sæmilega skil-
vísir einstaklingar eiga mjög auð-
velt að verða sér úti um Ián af
ýmsu tagi. Notkun greiðslukorta
og yfirdráttarheimilda á tékka-
reikningum hafa í mörgum tilvikum
leitt meiri meiri eyðslu en einstak-
lingar geta staðið undir og þegar
við bætast afborganir af bankalán-
um, húsnæðislánum og önnur út-
gjöld reynist heimilisreksturinn oft
býsna þungur.
Lausn kann nú að vera í sjón-
máli fyrir þá sem ekki hafa náð að
nýta sér ráðleggingar sérfræðing-
anna um heimilisfjármál. Víkveiji
dagsins hefur fregnað að innan
bankakerfisins sé unnið að því að
koma á fót sérstakri greiðsluþjón-
ustu sem felur í sér að bankarnir
munu taka að sér að sjá um greiðslu
á öllum föstum útgjöldum einstakl-
inga. Þeir munu þannig geta óskað
eftir að ákveðin ijárhæð verði milli-
færð mánaðarlega inn á sérstakan
ráðstöfunarreikning sem bankinn
einn hefur aðgang að. Bankinn
annast síðan greiðslu reikninga á
eindaga, t.d. rafmagns- og hita-
veitureikninga, símreikninga, fast-
eignagjöld og afborganir af lánum.
Þessi þjónusta ætti að vera sérstak-
lega hagkvæm fyrir þá sem greiða
t.d. af lánum Húsnæðisstofnunar
fjórum sinnum á ári eða af námslán-
um tvisvar á ári.
Greiðsluþjónustu af þessu tagi
þekkja án efa margir Islendingar
sem hafa verið búsettir á Norður-
löndum þar sem sambærileg þjón-
usta er í boði. Á þennan hátt
skammtar bankinn fólki sinn
eyðslueyri mánaðarlega auk þess
sem tryggt ætti að vera að útgjöld
séu greidd á réttum tíma. Það er
sérstakt fagnaðarefni að greiðslu-
þjónusta verði í boði hér á landi
innan tíðar og hefur Víkveiji þá trú
að hún eigi eftir að verða til hags-
bóta fyrir mörg heimili í landinu
þegar til lengri tíma er litið og gera
þeim betur kleift að mæta þeim
efnahagserfiðleikum sem virðast
vera framundan.
xxx
Ifréttum vikunnar hefur komið
fram að útlit er fyrir samdrátt
í straumi ferðamanna frá megin-
landi Evrópu til íslands í sumar.
Samdráttur er t.d. í bókunum Flug-
leiða frá þessu svæði og bentu for-
ráðamenn félagsins á hér í blaðinu
á fimmtudag að hátt verðlag í
ferðaþjónustu hér innanlands ætti
þar hlut að máli. Raunar kom einn-
ig fram að ferðir hér innanlands
hafa hækkað í verði frá síðasta
ári. T.d. hækkuðu ferðir í frönskum
frönkum um allt að 18% og 10%
hækkun hefur orðið á gistiverði hjá
Ferðaþjónustu bænda. Á sama tíma
hafa fargjöld staðið í stað og al-
mennar verðlagshækkanir hafa ver-
ið mjög litlar. Ástæður hækkana
innanlands eru sagðar vera þær að
ferðaskrifstofurnar hafi orðið fyrir
gengistapi á sl. ári. Þannig sé í
senn verið að reyna forðast tap
vegna hugsanlegra gengisbreytinga
á þessu ári og vinna upp tapið frá
sl. ári.
Þá hefur komið fram að áhugi
útlendinga á því að koma í laxveiði
til íslands virðist fara minnkandi
og er sú ástæða helst nefnd að
verð veiðileyfa og tilheyrandi þjón-
ustu sé orðið of hátt. í þessum efn-
um virðist því eima eftir að þeim
hugsunarhætti sem löngum hefur
verið við lýði í islensku viðskipta-
lífi, að óhætt sé að vélta öllum
kostnaði út í verðlagið og gott bet-
ur.
xxx
að hlýtur að vera verulegt
áhyggjuefni aðila í ferðaþjón-
ustu ef sú er raunin að hátt verðlag
og miklar verðhækkanir á ferðum
innanlands séu teknar að fæla
ferðamenn í stórum stíl frá landinu.