Morgunblaðið - 07.06.1992, Qupperneq 19
akostnaður í fiskbransanum er
mjög hár vegna þeirrar áhættu, sem
fylgir viðskiptunum. Þetta er jú við-
kvæm vara. Ég held að hægt sé
að lækka verulega þennan kostnað
með því að við færum sjálfír út í
dreifingu á okkar afurðum. Við eig-
um ekki að láta öðrum hana eftir.“
Virkni
- Nú ert þú að taka við sjávarút-
vegsfyrirtæki í Eyjum. Hvemig
ætlarðu að standa að sölumálum?
„Ég ætla að selja fískinn í gegn-
um SH og SÍF, en hvað varðar SÍF
þá hef ég hugsað mér að hafa veru-
leg afskipti af því hvað gert verður
við fiskinn. Ég ætla að vera virkur
í samtökunum. Við getum sagt sem
svo að ég ætli mér að verða leiðin-
legur framleiðandi. Út úr mínu
starfí hef ég orðið mikla reynslu
og marga góða viðskiptavini, sem
vilja halda við mig tengslum. Þeim
vil ég kannski gera hærra undir
höfði en öðrum enda hefur SÍF
nýlega tekið upp vinnubrögð sem
felast í svokölluðum sérsamningum
og tíðkast hafa í frystingunni um
alllangt skeið. Beinu sambandi er
komið á milli framleiðandans og
kaupandans sem þýðir að ákveðin
framleiðandi þarf að standa skil
gagnvart ákveðnum kúnna. Fram-
leiðandinn færist þannig nær mark-
aðnum enda er mjög brýnt að stytta
boðleiðina til þess að spara fé.
Menn eiga ekki að vera hræddir
við að gagnrýna sölusamtökin.
Þetta er ekki eitthvert ríkisbákn.
Þetta eru þeirra eigin fyrirtæki. Og
ef við viljum breytingar eigum við
að vera virkir vegna þess að sölu-
samtökin eru okkar styrkur. Ég er
að minnsta kosti ekki tilbúinn til
þess að fara að selja í gegnum ein-
hvern heildsala sem er með eitt
telefaxtæki, eins og sumir gera. Það
er engin framtíð í því. Við þurfum
að efla markaðsstarfið og það ger-
um við með því að efla sölusamtök-
in.“
Eftirsjá
Sighvatur hefur búið ásamt fjöl-
skyldu sinni í litlum strandbæ að
nafni Royan í suðvesturhluta
Frakklands — á fallegasta stað
Frakklands, rétt norðan við Borde-
aux, eins og hann orðar það, og
er verksmiðjan í um 50 km fjarlægð
frá heimili hans. „Lífíð í Frakklandi
er mjög frábrugðið Iífínu á íslandi,
í það minnsta hjá okkur. Við flutt-
um út með þrjú börn, sem öll þurftu
að fara í frönskumælandi skóla, en
ekkert okkar kunni stakt orð í
frönsku þegar við komum út. Ég
veðjaði nefnilega á vitlausan hest í
Versló um árið og valdi þýsku fram
yfír frönsku, en Fransmenn eru lít-
ið fyrir önnur tungumál en sitt eig-
ið. Maður var því svolítið lamaður
svona til að byrja með. Ég fór á
hálfsmánaðar námskeið í frönsku
þegar út var komið og svo kom
þetta furðu fljótt eftir að ég byrjaði
að vinna. Börnin stóðu sig mjög vel
og tala nú með þessum hárrétta
franska framburði sem er næstum
því ómögulegur fýrir mig að eiga
við.“
- Er engin eftirsjá?
„Jú, það er engin spurning. Þetta
er búinn að vera óhemjuskemmti-
legur tími, sem maður þakkar í
sjálfu sér guði fyrir að hafa fengið
að upplifa. Ég hefði viljað vera
þarna í ein þrjú ár til viðbótar enda
hef ég mikinn áhuga á slíkum al-
þjóðaviðskiptum."
Afastrákur
- Hvers vegna ákvaðstu að yfir-
gefa paradísina t' Frakklandi til
þess eins að berjast með kjafti og
klóm fyrir lífí sjávarútvegsfýrirtæk-
is í Vestmannaeyjum?
„Vestmannaeyjar eru, skal ég
segja þér, líka paradís — bara ann-
ars konar paradís. Einn af mínum
stærstu göllum er tilfínninga-
næmni. Þetta fyrirtæki hefur alltaf
skipt mig miklu máli, alveg frá því
að ég var smástrákur. Ég leit af-
skaplega mikið upp til afa míns og
alnafna og minn draumur var að
geta einhvern tfmann fetað í fót-
spor hans, en sú hugsun datt auðvit-
að úr höfðinu á mér á stundum.
En til að gera langa sögu stutta
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGtJR 7, JÚNÍ 1992 19
Mórallinn
var haft samband við mig um ára-
mótin síðustu og ég beðinn að taka
starfíð að mér. Mér leist ekki á blik-
una þegar ég fór að skoða málið
og sá hvernig dæmi þetta var orð-
ið. Ætli megi ekki segja að vegna
þeirra tilfinningatengsla sem ég hef
haft við fyrirtækið hafí ég ákveðið
að taka starfinu. Auk þess kom það
til að hann faðir minn hefur lagt
mikla vinnu, kraft og peninga í
þetta fýrirtæki sem farið hefði fýr-
ir bí ef fyrirtækið hefði fengið að
rúlla. Það var annaðhvort að
hrökkva eða stökkva. Staða Vinnsl-
ustöðvarinnar var vægast sagt
slæm. Samsetning skulda var afar
óhagkvæm og sljómun í molum."
- Þér fannst þér sem sagt renna
blóðið til skyldunnar?
„Já, það má orða það svo.“
Handaflið
Ný Vinnslustöð hf. er orðin til
upp úr samruna séx fyrirtækja í
Vestmannaeyjum; gömlu Vinnslu-
stöðinni, Fiskiðjunni, Fiskimjöls-
verksmiðjunni, Lifrasamlaginu,
Knörr og verslun Gunnars Olafs-
sonar. „Þessum fyrirtækjum var
þrýst saman með handafli fremur
en vilja þannig að hlutimir urðu
mjög erfiðir viðfangs. Öll þessi fyr-
irtæki töpuðu háum fjárhæðum í
fyrra nema verslunin, sem lýsir
ansi mörgu hér á íslandi. Það varð
eitthvað að gera. Lánastofnanir
mæltu mjög með sameiningu og ég
skil þeirra afstöðu vel. Það eina sem
er gagnrýni vert er að þær hefðu
fyrir mörgum árum átt að vera
búnar að stíga þetta skref, á meðan
kraftur var í fyrirtækjunum.
Ákvörðunin var rétt. Um annað
má alltaf deila. Okkar aðalvið-
skiptabanki, Islandsbanki, á hrós
skilið fyrir það hvernig hann hefur
tekið á málum og hjálpað til við
endurskipulagningu."
Nýja fyrirtækið á um 10 þúsund
tonna þorskígildiskvóta, tvo ísfísk-
togara, þijá vertíðarbáta og tvö
loðnuskip, sem mega veiða rúmlega
4% af loðnukvótanum. „Við höfum
selt frá okkur aðra báta og um leið
skapað mikið atvinnuleysi meðal
sjómanna sem er mjög sárt að horfa
upp á. Við héldum þó megninu af
kvótanum og munum nota þau skip
sem við nú eigum eftir til veiðanna.
Með sölu bátanna hefur tekist að
grynnka á skuldunum um rúmar
400 milljónir króna.“ Sighvatur úti-
lokar ekki breytingar á skipastóln-
um á næstunni. Sú breyting yrði
aðeins bundin hagkvæmnissjón-
armiðum. Stærð flotans yrði sú
sama eftir sem áður.
Samstarfsmenn
- Þú hefur auk þess þurft að
fækka fólki, allt frá verkafólki og
upp úr. Er bærinn ekki í sárum?
„Jú, auðvitað er bærinn í sárum.
Þetta eru ákvarðanir sem enginn
er öfundsverður af að þurfa að taka.
En þegar maður tekur við svona
fyrirtæki, þar sem menn þurfa að
standa mjög þétt saman til þess að
stýra atvinnutækinu út úr erfíðleik-
um, þá vill maður fá að velja sína
samstarfsmenn sjálfur. Þeir menn
sem hafa borið ábyrgð á þessum
fyrirtækjum á undanförnum árum
hafa því miður orðið að víkja.“
- Faðir þinn var og er stjórnar-
formaður Vinnslustöðvarinnar.
Verður hann það áfram?
„Það er ekki mitt að segja til um
það. Það er hluthafanna og stjórn-
armanna að ákveða. Ég er bara
framkvæmdastjóri."
- Nú ert þú bæði heimamaður í
Eyjum og einn úr fjölskyldunni, ef
svo má að orði komast. Hefði þetta
ekki orðið miklu sársaukaminna ef
utanaðkomandi aðili hefði verið
fenginn til þess að hreinsa til?
„Jú, alveg örugglega, en ég er
sannfærður um að hann hefði gert
nákvæmlega það sama og ég hef
nú gert. Eg var ekki ráðinn inn í
þetta fyrirtæki af ijölskyldu minni.
Pabbi vildi ekki að ég færi út í
þetta. Honum fannst málið komið
á það stig að hann vildi ekki að ég
legði mig að veði fyrir þetta fyrir-
tæki.“
Samvinna
— Er fíekari sameining sjávarút-
„Ég er mikill vinnu-
hestur, þótt ég segi
sjálfur frá, enda er
vinnan jafnframt eitt
af mínum aðal-
áhugamálum. Fyrir
vikið hefur mér
gengið sæmilega að
koma mér áfram,“
segir Sighvatur
Bjamason, nýr fram-
kvæmdastjóri
V innslustöð varinnar
hf., í viðtali við
Morgunblaðið.
vegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum
á döfínni?
„Nei, það held ég ekki. Ég spái
því að Vinnslustöðin annars vegar
og ísfélag Vestmannaeyja hins veg-
ar, sem eru svipuð að stærð, eflist
sem sjálfstæð og stór almennings-
hlutafélög, hvort í sínu lagi. Auk
þeirra verður alltaf rými fyrir litlu
fjölskyldufyrirtækin, bæði í útgerð
og fiskvinnslu.
- Er einhver samvinna orðin
milli Vinnslustöðvarinnar og ísfé-
lagsins?
„Já, við höfum verið að reyna
að láta skynsemina ráða í því efni
og höfum verið að hefja ákveðna
samvinnu. Bæði fyrirtækin eiga
fiskimjölsverksmiðjur sem við sam-
nýtum. Svo höfum við verið að
miðla hvorum öðrum afla eftir því
hver á meira hveiju sinni enda er
stefna beggja fyrirtækjanna sú að
draga sem mest úr ferskfiskútflutn-
ingi svo hægt sé að fullvinna aflann
heima. Sjálfur er ég alfarið á móti
ferskfiskútflutningi nema í þeim
tilfellum sem hann á við. Það borg-
ar sig t.d. ekki að vinna karfa hér
heima. Þá höfum við töluvert lagt
okkur eftir utankvótafíski, svo sem
blálöngu, búra og langhala, og erum
að þróa vinnsluaðferðirnar. Stefnan
er að fullvinna sem allra mest af
því sem við öflum. Vinnslustöðin
er og verður fiskvinnslufyrirtæki.“
Vinnslustöðin hefur nýlega gert
samning við spænskt fyrirtæki um
afhendingu á frosnum fiski til
vinnslu í Vestmannaeyjum. „Það
er í raun ekkert um það að segja
nema það að fískurinn kemur þegar
við þurfum á honum að halda til
þess að láta dæmið ganga upp og
frumskilyrði til þess að Spánveij-
arnir geti boðið upp á samkeppnis-
fært verð er það að þeir landi í
Eyjum.“
Hilluplássin
- Þú ert yfir höfuð mikill samein-
ingarmaður, ekki rétt?
„Ég er talsmaður samstöðu. Okk-
ar styrkur liggur í samstöðu, ekki
síst nú í ljósi sameinaðs Evrópu-
markaðar. Menn eru að kaupa hver
annan út úr hilluplássum í verslun-
um og stórmörkuðum út og suður.
Ef þú ert ekki með nægjanlegt afl
á bak við þig, þá ertu bara úti í
horni og þarft að selja á lægra verði
en aðrir. Málið snýst um það að
kaupa sig inn í hillumar. Það getur
ekki fámenn þjóð, sundruð. Við er-
um aðeins 250 þúsund talsins. íbú-
ar í Bordeaux einni eru um 600
þúsund talsins. Bordeaux skiptir
hins vegar engu höfuðmáli í Frakk-
landi nema fyrir það eitt að þaðan
kemur eitt besta vín í heimi."
Auðlindín
- Hvemig líst þér á stefnu ríkis-
stjórnarinnar í sjávarútvegsmálum?
„Hún hefur satt best að segja
verið ákaflega einkennileg. Ég er
aftur á móti fylgismaður sjávarút-
vegsráðherrans og tel að hann sé
að gera mörg góð verk. Hann þarf
bara meiri frið. Ég er gjörsamlega
andsnúinn gengisfellingum og veið-
ileyfagjald vil ég ekki sjá. Við þurf-
um að viðhalda kvótakerfinu, en
fara rækilega ofan í saumana á
því. Menn eru að braska með kvóta
út og suður með þeim afleiðingum
að stóru fyrirtækin eru að verða
stærri og frystitogaraútgerðinni
vex sífellt fískur um hrygg. Þetta
er mjög óheppileg þróun. Með veiði-
leyfagjaldi myndi það einfaldlega
gerast að frystitogararnir hirtu
kvótann. Vinnslustöðin hefur t.d.
ekkert fjárhagslegt bolmagn til þess
að kaupa kvóta. Við erum aðeins
að reyna að halda sjó. Að mínu
mati væri byggðakvóti mjög hollur
íslensku þjóðinni. Við verðum að
vernda byggðina í landinu og kvót-
inn er grunnurinn að henni. Hins
vegar er styrkur kvótakerfísins
fólginn í hagræðingarmöguleikum,
án þess hefði ekki verið hægt að
fækka skipum."
- Þú ætlar þér þá ekki út í frysti-
togarakaup?
„Nei ... kannski af hugsjón einni
saman. Við erum með miklar fjár-
festingar bundnar í landi og að
mínu mati ætti að fullnýta þær
áður en farið er að fjárfesta í
vinnslubúnaði úti á sjó. Auk þess
megum við ekki líta fram hjá því
fólki sem þarf á atvinnunni að halda
í landi. Við þurfum bara að fínna
leiðir til þess að standa uppi í hár-
inu á frystitogurunum. Flæðilínur
og hugsanlega vaktavinna hafa
mikið að segja í því efni.“
- Hvemig er „mórallinn" í Eyj-
um eftir það sem á undan er gengið?
„Ég skynja hann mest utan frá
mér í gegnum vini og kunningja.
Fólk er kvíðið yfír framtíðinni. Það
veit ekkert hvað gerist næst og það
skil ég vel. Fólk verður bara að
skilja það að ef við hefðum ekki
gert eitthvað hefði þetta allt farið
á hausinn og þá hefði atvinna allra
farið fyrir bí. Það er deginum ljós-
ara. Við emm einfaldlega að snúa
vörn í sókn. Einn af kostunum við
Vestmannaeyinga er sá að þeir eru
óhemjumiklir baráttumenn, sem
gefast ekkert upp fyrr en í fulla
hnefana. Það er síður en svo
skemmtilegt að þurfa að standa í
þessari hagræðingu. Það leikur sér
enginn að því að senda fólk heim
í atvinnuleysi.“
Frami
- Ein spuming að lokum, þú ert
aðeins þrítugur að aldri. Finnst þér
sjálfum þú ekki hafa hlotið töluvert
skjótan frama miðað við aldur?
„Það má vera. Ég er mikill vinnu-
hestur, þótt ég segi sjálfur frá,
enda er vinnan jafnframt eitt af
mínum aðaláhugamálum. Fyrir vik-
ið hefur mér gengið sæmilega vel
að koma mér áfram. Einnig hef ég
verið heppinn með samstarfsfólk
og fengið stuðning eiginkonu og
fjölskyldu. Ég hef það þó alltaf bak
við eyrað að maður er mun fljótari
að fara niður á við en upp á við.“
Verfu viðstoddur ólympíuleikana
Verð fró oðeins
kr. 29.600.
Beinr flug fil Barcelona með Turavio
einni sfaersfu ferðaskrifsrofu Spónar.
Ýmsir gisrimöguleikar - flug og bíll.
Drottför alla föstudaga fró
17. júlí — 11. september.
3ja vikna hópferð ó
Ólympíuleikana 17.júlí fil
að fylgjasf með
handbolfanum.
Verð fró
kr. 69.000.-
m/v 4 fullorðno í íbúð.
Aðeins 30 sœti
Alicante
Beint flug til Alicante alla föstudaga
frá 17. júlí —11. september.
Verð kr. 29.800.-*
17. júlí — ö seeti laus
24. júlí — 6 sæti iaus
31. júlí — uppselt
7. ágúst — 4 sæti laus
14. ágúst — 6 sæti laus
21. ágúst — 10 sæti laus
26. ágúst — laus sæti
*Verð m.v. fullorðinn, aðeins sæti. Flugvallarskattur 1250,
forfaliatrygging 1200, Leifsskattur 400 og flugvallarskattur á
Spáni 600 ekki innifalin.
WORLD
J—L—
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 624600
jismm.